Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1988, Blaðsíða 15
VESTI Eftir Ásdísi Loftsdóttur ver sem er, hvenær sem er — á við um vestið, sem á komandi vetri er ein af lykilflíkunum og á það við um bæði herra- og kventísku vetrarins. Vestið getur verið með ýmsu móti í vetur en upphaflega var vestið mittissíð, ermalaus flík sem höfð var undir jakka og yfir skyrtu. Þessi vesti voru iðulega úr þungu silki eða þéttútsaumuðu efni, vestin þessi voru hneppt að framan og höfðu svo litla vasa á framstykkinu. Konur bytjuðu að nota vesti á seinni hluta síðustu aldar og notuðu þauo við pils og blússur, allt fram á fyrstu ár þessarar aldar. Á sjöunda áratugnum urðu vestin ein af tískubólunum. Kvenfólkið tók að láni herra- vesti frá jakkafötum herranna, en jakkaföt með vesti hafa löngum verið vinsæll karl- mannafatnaður. Konan á framabrautinni stældi karlmanninn á áttunda áratugnum (ca. 1977) og klæddist þrískiptum drögtum (jakkafötum) og þá að sjálfsögðu einungis með bindi eða slaufu við í hálsmál skyrtunn- ar. Kvenvesti Kvenfólkinu býðst líka forvitnilegt úrval vesta, að deginum til eða í afslöppuðu um- hverfí koma vestin að góðum notum. Skraut- leg vesti yfir einlitan grunn (buxur, peysa), vesti yfir hvítan stuttermabol og gallabux- ur. Pijónavesti eða veiðivesti, dúnvesti eða útsaumuð vesti, allt eftir stað og stund. Vestið er þannig flík að það má nota sem aðaláherslupunkt eða sem passlega áber- Herravesti En níundi áratugurinn tekur öllu fijáls- legar á vestunum og nú í vetur má sjá vesti af öllum mögulegum gerðum á herrana og það frá jafn ólíkum hönnuðum og Matsuda, Yves Saint-Laurent, Moschino, Byblos, Ar- mani, Lanvin og Valentino. Herravestin henta öllum tilefnum, dags- daglega geta þau verið hand- eða vélpijónuð (með kaðlapijóni, útpijóni, slétt og brugðin, einlit eða símynstruð) eða úr rúskinni eða leðri, jafnvel úr flaueli. Þegar fara á í betri fötin eru vestin orðin sannkölluð listasmíð. Efni eru vægast sagt stórkostleg, dýrindis flauel, einlit eða mynstruð (franska (paisley) mynstrið er hér vinsælast), glitofin efni eða efni með upphleyptu mynstri (hvemig væri að athuga gardínur og áklæðaefni áður en þú saumar eitt vesti á herrann þinn), satín- efni með útsaum t.d. perlum og pallíettum að ógleymdu silkinu. andi fylgihlut. Það á að minnsta kosti við um vestin í vetur, þeim er ætlað að vera einn þessara smáu hluta sem gefa heildarút- litinu athyglisverðan blæ, og skapa í raun alveg nýjan og sérstakan stíl. I kvöldklæðnaðinum í vetur virðast stefn- urnar vera tvær (í grófum dráttum), annars- vegar hreinn einfaldleiki og yfírlætislaus fatnaður og hins vegar framandi og heill- andi undir austurlenskum eða miðaldaáhrif- um. Vestin við kvöldklæðnaðinn eru ríkulega skreytt útsaum eða eru úr efnum með upp- hleyptu mynstri,' dýrindis flauel, silki og satín em efnin sem notuð eru. Vestin koma víða við Vestin eiga sér litríka sögu og hafa kom- ið víða við, hér á eftir tel ég upp nokkra fatastíla (tískustefnur) þar sem vestin koma við sögu. • Herrafatastíllinn. Eins og nafnið bendir til er þetta karlmannafatastíll, sem runninn er undan rifjum klæðskera í heimsborgunum London og New York. Á síðustu áratugum má sjá konur tileinka sér þennan stíl, vestið er ómissandi hluti hans enda samanstendur hann af þrískiptum jakkafötum með vesti. • Fyrir ca. 10 árum varð vinsæll stíll sem kenndur var við „Annie Hall" sem Diane Keaton lék svo eftirminnilega í mynd Woody Allens. Þetta er sérviskulegur stíll og stráks- legur þar sem hið kvenlega er þó ekki langt undan. Vestið var ein af lykilflíkunum í þessum stíl sem enn eimir eftir af. • Vestin eiga vel heima hjá báðum kynjum þegar kemur að útivist. Hvort heldur er til útilegu eða fjallaferða í góðu dúnvesti eða veiða í tilheyrandi veiðivesti. Útpijónuð vesti að hætti skoskra eyjaskeggja henta líka útivistinni svo og önnur pijónavesti, t.d. við iðkun golfíþróttarinnar. • Kvöldklæðnaður spjátrunga (Dandy) af báðum kynjum hefiir að geyma vesti og þá einungis úr dýrindisefnum eins og að fram- an var lýst. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. SEPTEMBER 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.