Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.10.1988, Blaðsíða 4
 UÓÐ VIKUNNAR í SJÓNVARPI Það hefurorðið að samkomulagi milli Sjónvarpsins og Morgunbiaðsins, að Ljóð vikunnar, sem lesið er upp íSjónvarpinu á sunnudögum, birtist deginum áður iLesbók, svo Ijóðaunnendur geti lesið það og notið upplestursins enn betur. EINAR BENEDIKTSSON Messan á Mosfelli Þjóðsaga Ein saga er geymd og er minningarmerk um messu hjá gömlum sveitaklerk. Hann sat á Mosfelli syðra. Hann saup; en hann smaug um Satansgam. í sál bar hann trú, en dró kjólinn í skam, — einn herrans þjónn og eitt heimsins bam, mað hjarta, sem kunni að iðra. Það var einn sumars og sunnu dag, að sex vom komnir við tólfta slag, en prestur í sænginni — sætur. Nú stóð það á einum, að staðarsið. í stofuloftsgluggann hann brosti við, með koddann við herðar, kútinn á hlið, en kraga og hempu við fætur. „Heyþurrkur! Taðan og trúin krefst alls. Hvert tún er í dríli sunnanfjalls," — kvað prestur. Enn glotti’ hann í gluggann. Svo hristi hann kútinn. Þar kenndi ei grunns. „Ó, kvöl og sæla míns eiturbrunns.“ Hann bylti sér við og bar sér til munns sína bölvun og einustu huggun. Þá dundi í tröðunum. Hleypt var í hlað. Hann heyrði traðkið, er þyrpzt var að, og fótatak fremsta gestsins. — Húsfreyjan stóð upp, hvít eins og lík: „Höfðingjamir úr Reykjavík!" Hún hvíslaði lágt og lagði flík á loðbandsúlpuna prestsins. „Burstaðu hempuna. Bjóddu þeim inn.“ Hann beit á vör með hönd undir kinn og olnbogann annan á stokknum. Hann stundi, en mælti ekki orð. Það augnablik kraup hann við drottins borð. Ein hringing skalf yfír hljóðri storð. „Hádegi!" — gall við í flokknum. Hann reis og greip hendi síns vinnuvífs, vitni og skrift þeirra eydda lífs. Hún rétti fram kirkjunnar klæði. Svo litust þau á eina andartaks stund: „Enginn af hinum fékk stærra pund.“ Eg einn á mitt stríð — og mín opnu sund, aleinn, á beru svæði.“ Þeir gengu í stofuna, tíu tals, hins tímanlega og eilífa valds allir þeir æðstu á Fróni. „Tvíhringt," kvað biskup og tyllti sér innst. „Nú tek ég sjálfur í streng, þess skal minnzt. Eg uppræti hneykslið, hvar sem það fínnst. Hér verður prestlaust á nóni.“ Einar Benediktsson „Velkomnir, kirkju og valdstjómar menn!“ Hann varpaði kveðju á alla senn — einart, án þess að þóttast. Svo gekk hann og yrti’ á hvem einn fyrir sig þeim orðum: „Ekki hræðir þú mig. Og biskup, ei heldur hræðist ég þig. Á himnum er sá, sem ég óttast.“ „Víndrukkni klerkur, klukkan er tólf,“ kallaði biskup og stökk fram á gólf, þar djákninn við dymar stóð yztur. „Messufall var hér að Synódusið. — En samhringdu, Magnús. — Nú embættum við,“ — hinn kvað og vék biskupi hægt á hlið. „Herra, hér geng ég fyrstur." Kramin um hjarta og kalin á trú við kórbrík drap höfði staðarins frú og hugsaði: „Heldur hann kjólnum?" En þá féll eitt orð með afli og hljóm. — Ævilánið var heltraðkað blóm; hans nafn var til háðs, þeirra hönd var tóm.' Samt hóf hún ennið í stólnum. „Þið viljið hrasandi hrinda til falls, hnekkja þeim veika til fulls og alls, svo bugaði reyrinn brotni. Þið, hofmenn, sem skartið með hefð og fé, — hingað var komið að sjá mig á kné. En einn er stór. Hér er stormahlé. Hér stöndum við jafnt fyrir drottni". Mín kirkja er lágreist og hrörlegt hof, en hver sá, sem gefur hér sjálfum sér lof, hann stendur með stafkarls búnað. Vesalings hroki af veraldarseim, með visnandi hendur þú þjónar tveim, því guð metur aldrei annað í heim en auðmýkt og hjartans trúnað. Hver brýnir mót öreigans bæn sinn róm, hver blettar sakleysið hörðustum dóm, hver grýtir, ef gæfunni hnignar? — Hver drápshönd slær mannorð vort, dulin og sterk, hver drýgir hugskotsins níðingsverk? Já, hvar er vor dómstóll? í hræsnarans kverk, hraksins, er þýlundin tignar. Ég drekk, það er satt. En ég ber minn brest. Ég bið ei um hlífð. Hér sjáið þið prest, sem saup sér til vansa og sorgar. — En einmitt þá fann ég oft það mál, sem endurhljómar í fólksins sál. Þá setjast þeir hjá mér og skenkja mér skál: ----„Þá skuld sínum guði hann borgar!" Mér hlýnar við þjóðarþelsins yl, það þekkir allt mannlegt og fínnur til, og þar er ég góður og glaður. En þið'eigið námhrokans nauma geð. Nirfíll á hjartað, eins og á féð, embættið þitt geta allir séð, en ert þú, sem ber það, — maður? — Afbrotsins gata er oft svo ströng, og undanhaldsleið vorrar skyldu þröng — á brautunum glötunarbreiðum. En víst er, að iðrun á einhveija náð, — til einhvers er harmi í léttúð sáð, og eitt sinn skal hrekkvísin heppna smáð, sem hlykkjast á blómstráðum leiðum. Svo þegar ég boðast að borga mitt gjald og brýt saman anda míns ferðatjald, smæstur af öllum þeim smáu, — þá veit ég, ef einhver líkn er mér lögð, af lýðsins vörum hún skal verða sögð, fyrir orð, fyrir stund, sem var steindauð þögð í stofunum þeirra háu.“-------- Þeim brá. Hér var maður, sem sagði satt; margt sómafólk verður illa statt í kirkju hjá hreinskilnum klerki. Hann talaði hart — undir rós, en í raun um réttarbófans og falsprestsins kaun, sem smánar með klækjum og löstum á laun jafnt lögin sem krossins merki. Sólin hún leit í hvern kirkjunnar krók. Eins kvað hann upp hneykslin. Sem opin bók stóð sektin hans sjálfs í björtu. 0g loks einnar syndarabænar hann bað. Þá blikuðu tár á Mosfells stað. — Ræðan hans var ekki rituð á blað, en rist inn í fáein hjörtu. Þar heyrðu þeir prest — við eitt bláfátækt brauð, og bijóst þeirra eigin fundust svo snauð, en bróðirinn brotlegi ríkur. — í minnum er höfðingja heimreiðin enn. Þeir hurfu í messulok allir senn. Og það voru hljóðir, hógværir menn, sem héldu til Reykjavíkur. E R L E N D A R B Æ K U R GUÐBRANDUR SIG- LAUGSSON tók saman The Penguin Dictionary of SOCIOLOGY. Nicholas Abercrombie, Stephen Hill & Bryan S. Turaer. Önnur útgáfa. Penguin Books. Um félagsfræði hefur margt misjafnt verið sagt. Hafa sumir andans og efnisins menn talið þau vísindi með öllu óþörf. Hvort svo sé skal ekki sagt til um hér en félags- fræðingum bent á þessa yfirgripsmiklu bók. Það er ekki öllum gefíð að skilja það mál sem höfundar þessa rits nota við að útlista hugtök sem félagsfræðingum er gjamt að nota, til þess trúi ég að maður verði að vera vel kunnugur vísindagreininni. Allt um það er þessi bók náma fyrir atvinnumenn. Höfundamir eru allir lærðir félagsfræð- ingar og hafa verið duglegir við skriftir í gegnum árin. MARILYN: NORMA JEANE. Skrifað hefur Gloria Steinem. Ljósmyndir eftir George Barris. Penguin Books. Enn þann dag í dag er allur þorri þeirra sem þekkja til Marilyn Monroe, kvikmynda hennar og ljósmynda af henni, yfir sig skot- inn í þessari goðsöguleg dís, sem virkaði svo ótæpilega heimsk en falleg. Sannleikur- inn er sá að vist var hún falleg en fordóm- ar em það að líta á hana sem kjánaprik sem lét notfæra sig á allan mögulegan máta. Hún þráði það að verða tekin alvarlega og máski vom það vonbrigði yfir því sem öttu henni út í það að fyrirfara sér. Um þessa goðsögn hefur margt verið ritað og hugsað og dreymt og skýringamar margar. í þess- ari bók leitast Gloria Steinem við að varpa ljósi á stjömuna og með dásamlegum ljós- myndum verður bókin að sérstaklega eigu- legri perlu sem seint lætur á sjá. Ljósmynd- imar hafa fæstar birst áður, en þær em nær allar frá sumrinu 1962, síðasta sumri Marilyn Monroe. Steinem hefur fundið margt sem opinberar þá staðreynd að MM var leitandi kona, las Joyce, Wolfe, Proust og Rilke. „Ég hef tæpast lesið nokkum skapaðan hlut. Veit ekki hvar skal byija. Annað veifíð fer ég í bókaverslun og kíki í bækur. Ég fletti þeim og þegar ég fínn eitt- hvað sem vekur áhuga minn... Jæja í gærkvöldi keypti ég þessa. Er eitthvað at- hugavert við það?“ Svo mæltist henni nokk- um veginn við Mankiewicz og var hún að lesa Bréf til ungs skálds eftir Rilke. Richard Ellmann: YEATS: The Man and the Masks. Penguin Books. A kápu þessarar bókar er ljósmynd af stórskáldinu Yeats sem minnir mann ósegj- anlega nokkuð á Davíð Stefánsson. Báðir vom þeir dáð skáld hvor á sinni tíð en þar sleppir líkastil samanburðinum. Yeats var skáld fyrir heiminn allan en Davíð fyrir ís- lendinga eina. Má þó segja að Yeats hafi verið trúr uppmna sínum en hann var íri, fæddur 1865. Hann lést 1939. Skáldskapur hans er magnþmnginn enda var skáldið ekki við eina fjölina fellt, stundaði galdur, var fasisti og andatrúarmaður. Hann hafði mikil áhrif á yngri skáld, tilamunda Eliot og Pound og áhrifa hans gætir enn þann dag í dag í kveðskap enskumælandi skálda. Þessi ævisaga er afrakstur margra ára rann- sókna og hefur Richard Ellmann, prófessor, svo sannarlega sannað það að fáir ef þá nokkur slagi upp í hann hvað varðar visku í og um írskar bókmenntir. Ellmann fædd- ist í Michigan 1918 og lést í Oxford 1987. Þessi bók kom fyrst út 1948 en önnur út- gáfa 1979. Hún er nauðsynleg þeim sem lesa og rannsaka skáldskap Yates. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.