Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1989, Blaðsíða 5
Teikning sem sýnir fólk við daglega iðju iJórvík á víkingatímanum: Skinna- kaupmenn, Ðutningavagn sem tveir hestar draga, bátar á ánni Fosse og loks sést húsagerðin, þétt, en lágreist byggð og húsin með stráþökum. erfið kjör. Við sultarkjör varð fólkið lágvaxn- ara, meðalkarlmaður var 169,3 sm en meðal- konan var 157,4 sm. Meðalævin var líka skemmri en nú, 27% íbúa í Jorvík dóu í bam- æsku og aðeins 9% náðu 60-70 ára aldri, 56% kvenna dóu yngri en 35 ára á móti 35% karimanna — munurinn er sennilega vegna þess að margar konur hafa látist af bams- fömm. í flestum hauskúpum em tennur skemmd- ar og margar holur hafa valdið skelfilegri tannpínu. Slitgigt og liðagigt vom algengir sjúkdómar og einnig má sjá merki berkla. Stundum sjást merki um dauða af manna- völdum svo sem sverðför. Flest fólk hlýtur þó að hafa dáið af smitsjúkdómum sem setja engin mörk á beinin. yísbendingar um almenna heilsu bæjarbúa í Jorvík finnast einnig við rannsókn á mold í rotþrónum. Smásjárrannsóknir sýna til dæmis að í þörmum bæjarbúa var mikið af sníkjudýmm. Hvemig leit svo fólkið í Jórvík út? Með tölvutækni má endurgera andlitsdrætti út frá hauskúpum en slíkt er dýrt og tímafrekt. Þar er aðveldara að endurgera fatnaðinn. Þegar víkingar komu til Jórvíkur gengu þeir í þeim fötum sem vom í tísku í Skand- inavíu. Karlmaður bar skinnhettu, sem var sniðin saman í odd, og ermakirtil sem náði niður yfir lendar. Þegar kalt var gekk hann í skinnfeldi eða skikkju. Á fótum hafði hann skinnskó. Norræn kona var í síðum, felldum erma- stuttum nærkjól úr hvítu líni. Utan jrfir nær- kjólinn bar hún dúk sem var e.t.v. tvívafinn um líkama hennar undir höndum. Dúknum var haldið uppi með mjóum hlímm sem vom festir að framan með stórum, sporöskjulöguð- um bijóstnælum en á milli þeirra var minni nál af annarri gerð. Til hlýinda hafði konan þríhymu. Hár hennar var bundið upp í stóran hnút og stundum batt hún band um enni sér og lét enda þes's falla niður á bak. Fatnaður norrænna karlmanna kom Eng- ilsöxum í Jórvík kunnuglega fyrir sjónir, þeir gengu svipað til fara. En engilsaxneskri konu hefur þótt fatnaður norrænna kyn- systra mjög svo gamaldags. Þær engilsax- nesku gengu í síðum, víðum kirtlum og nær- kjólum með síðum ermum og ermalíningum en um höfuð sér sveipuðu þær höfuðdúk, líkum þeim sem nunnur bera. Norrænar kon- ur tóku fljótlega upp þessa tísku; flestar nælur og fylgihlutir, sem finnast í Jórvík, hæfa betur þessari nýju tísku. Karlar og konur gengu í litklæðum og bæði kyn kunnu vel að meta skartgripi. Karlmaðurinn bar feldardálk (hringpijón) til þess að halda saman skiklqunni á öxl sér, men á hálsi, hringafjöld á fingrum og arm- bauga. Á belti hans var skrautleg sylgja og sproti og búnaður (skreyting) var á sverðslí- ðrum, sverðshjöltum og hnífskefti. Kona bar bijóstnál, hringa á fíngrum og armbönd en hún hafði einnig hringa í eyrum og hálsmen úr glerperlum eða rafperlum. Karlar og konur víkingaaldar kynnu að þykja nútímamanni heldur sundurgerðarleg í skarti sínu og sennilega bættist það enn við, að minnsta kosti hjá karlmönnum, að menn voru húðflúraðir. Fomleifafræðin getur ekki sýnt fram á þetta en arabíski höfundur- inn Ibn Fadlan, sem kjmntist víkingum í Rússlandi, segir svo frá: Hver maður hefur (flúruð á sig) tré, mynd- ir (?) og þess háttar frá naglrótum upp að hálsi. Stórfjölskyldan í Einu Herbergi Lifnaðarhættir íbúa í Jorvík voru mjög ólíkir þeim sem nú tíðkast. Það tíðkaðist að fólk byggi saman í stórfjölskyldum, afar, ömmur, foreldrar ogböm, ogþáþurftu 10-12 að deila sama herbergi til allra hluta, 7,5 metra löngu og 4 metra breiðu. Húsum var vanalega ekki skipt niður í herbergi. í miðju gólfi var stórt eldstæði og meðfram veggjum vom torfbálkar til þess að sitja á og sofa á. Það var fátt um önnur húsgögn, e.t.v. vom borð, stólar og færanleg- ir bekkir og svo hillur fyrir ýmislegt dót. Góðar ábreiður eða feldi fyrir svefnbekkina hafa menn e.t.v. geymt í stórri kistu, dýr- mæta muni í kistli með hengilás fyrir. Lituð, ofin teppi skrejrttu veggi og byrgðu úti drag- súg. Miðdepill heimilislífsins var eldstæðið þar sem matur var tilreiddur og soðinn. Hnífar vom af ýmsum stærðum til þess að skera kjöt með, tré- eða leirílát til þess að blanda í og skeiðar úr tré eða málmi til þess að hræra með í matnum. Litlar tvíblaða skeiðar vom sennilega notaðar til þess að mæla með fágætt eða dýrt krydd eða til þess að blanda með grasalyf. Steikt var í stómm leirkenim, málm- eða tálgusteinsílátum, en stykkjað kjöt mátti steikja á teini. Fólk neytti matar síns með fingmnum eða með tréskeiðum upp úr tréskálum, trédiskum eða úr pottum. Hnífar vom notaðir til þess að skera niður stór lqotstykki. Til þess að drekka úr vom tréskálar og bollar og hom. Rannsóknir á plöntu- og dýraleifum fundn- um í jörðu sýna að fólkið i Jorvík hafði kom- meti á borðum, einkum hafra, en einnig grænmeti svo sem næpur eða gulrófur og aðrar kálplöntur, gulrætur, baunir og selju- rót. Það hafði epli og steinaldin eins og plóm- ur og kirsuber og safnaði villtum ávöxtum svo sem brómbeijum (bjamarbeijum) og heslihnetum. Framandlegri jurtafæðu, svo sem valhnetur frá meginlandinu, Varð líklega að kaupa á markaðinum. Dýrabein sýna að fólkið í Jorvík át lqöt af nautgripum, svinum, sauðum og geitum en nautakjötið var þó langalgengast. Mikið af því kjöti kann að hafa verið flutt til bæjar- ins en grísi höfðu bæjarbúar í bakgörðum og hænur kröfsuðu á götunum. Auk kjöts af húsdýmm höfðu menn kjöt af villtum dýmm því að fundist hafa bein úr hémm, blesgæs, villtum andategundum, skörfum og lóum; fuglamir hafa líklega verið veiddir i net. Fisknet sýna að fisktegundir á borðum vora aðrar en nú. Vatnafiskur svo sem áll, roach(= ensk orðabók „skálgi (Rutilus mt- ilus) evrópskur vatnafiskur af vatnakarfa- ætt,“ tench (=ensk orðabók (Tinca tinca), evrasískur vatnafiskur af vatnakarfaætt", aborri (=pereh), gedda (=pike) veiddist væntanlega í ánum Foss og Ouse. Lax kom ef til vill líka úr þessum ám eða úr ósum Humm. Algengasti sjávarfiskur var síld; hún var sennilega flutt í tunnum til borgarinnar. Þorskur var algengur og einnig vom á borð- um ostmr, hjartaskel, beitukóngur og krækl- ingur. Til drykkjar var öl, bmggað eins og bjór en án humla, mjöður með hunangi og heima- bmggað vín úr ávöxtum. Hinir betur stæðu gátu keypt vín frá Rínarlöndum. Hagir Handverksmenn Jórvíkingar stunduðu fæstir nokkum land- búnað. Þeir vom handverksmenn sem seldu vömr sínar á markaðinum í borginni og kejrptu þar mat sinn. Aðrir vom kaupmenn sem kejrptu og seldu vömr sér til framfæris. Hermenn vom fáir og vopn fínnast raunar sjaldan í Jórvik. Handverksmennimir virðast aðallega hafa búið á svæðinu nálægt Coppergate. Nafn götunnar bendir til þess að þama hafi verið rennismiðimir í Jórvik enda hefur verið graf- ið upp við götuna verkstæði rennismiðs, fullt Myntvogir frá 10. öld. Greiður frá 10. öld. I Unnið að uppgreftri í Jórvík. Hér kemur i (jós undinn veggur í ótrúlega góðu ástandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. JANÚAR 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.