Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 4
Liftiaðarhættir í Japan Munúðarfullir draumar til sölu Ungur maður, nýráðinn hjá fyrirtæki, veit að hann verður að fara út með starfsfélögum sínum næstum því hvert einasta kvöld fyrstu tvö árin. Þessi útivist verður síðan að fastri venju og heimilið vart annað en svefnstaður. Þriðjungur japanskra kvenna sér eiginmanninn aðeins í eina klst. á dag. Japanskir karlmenn dvelja þeim mun meira í sérstökum og mjög vinsælum ástarlífshreiðrum, sem kölluð eru „Love Hotels“ og eru svo algeng, að um 40 þúsund slík hreiður eru talin vera í Japan. Eftir TIZIANO TERZANI essir óskaplega iðnu, framúrskarandi vel öguðu Japanir — hvað aðhafast þeir þegar vinnudeginum lýkur? Þeir taka þá til dæmis ekki til við að skipuleggja vinnuna næsta dag, heldur drekka þeir sig fulla og láta gamminn geysa á óteljandi börum, í leiktækjasölum og „Love Hotels“. Þeir njóta frístundanna saman í hópum — óbreyttur starfsmaður fyrirtækis þjórar og gamnar sér við konur, í slagtogi við forstjórann. Þeir búa í litlum húsum með veggjum úr pappa, eru alveg skelfilega vinnusamir og taka sér vart nokkurn tíma frí. Þeir vinna 46 stundir á viku. Árangurinn af iðni þeirra — bifreiðar og tölvur, sjónvarpstæki og sjónaukar — kemur mönnum í hinum rótgrónu iðnríkjum á Vest- urlöndum í hið mesta uppnám. Sá agi sem þeir sýna, hlýðni þeirra við skilyrðislausar kröfur fyrirtækisins, skipting þeirra á ákveðin þrep í valdastiganum — ■ allt þetta er orðið nánast þjóðsagnakennt. Og svo fullyrða þeir þar að auki, að þeir séu ánægðir með lífið. En þegar kvölda fer, þarfnast Japanir draumsýnar. þar sem fiestir þeirra eiga sér enga'eigin draumsýn, þá kaupa þeir sér eina af þeim fjölmörgu, sem eru í boði á Úr geishu-skóla í Japan. Geisan, hin háttprúða og vel menntaða samkvæmis- kona, er hverfandi. Onnur grófari afbrigði virðast koma í staðinn. skemmtanamarkaðinum. Og þessi markaður stendur með meiri blóma í iðnríkinu Japan heldur en nokkurs staðar annars staðar. „YOKA“ — FRÍSTUNDIR Þegar vinnudegi lýkur er Japan land bar- anna og „Love Hotels",. land heitra „ons- en“-lauga, pachinko-fjárhættuspils og áfengisneyslu. Segja má að alls konar litlir lystisemdastaðir séu á hveiju strái í Japan, þar sem munúðarfullir draumar eru til sölu. Hver japönsk borg á sér sérstakt hverfi, hvert þorp, jafnvel hið fámennasta getur að minnsta kosti státað af fáeinum húsum, þar sem menn koma saman eftir sólarlag til þess að slaka rækilega á. I ímynduninni getur gesturinn gerst þar frægur kvikmyndaleikari í nokkra klukku- tíma eða þá hugrakkur samúrai, getur hitt þar ástríðufulla ástmey, látið kærleiksríka móður dekra við sig eða eignast skilningsrík- an vin og vinnufélaga. Hver og einn þessara drauma kostar þó sitt, en viðskiptavinurinn hefur ekki ýkja miklar áhyggjur af kostnaðinum: Að meðal- tali eyðir Japani einum þriðja af tekjum sínum í „yoka“, þ.e. fyrir tómstundir, tímann handan vinnunnar, fríið. Skemmtanaiðnaðurinn er orðinn að einna stærstu og blómlegustu atvinnugrein í því landi, sem almennt er frægt fyrir iðnaðar- framleiðslu sína. Á einu ári eyða hinir annars svo frama- gjörnu, vinnugefnu Japanir alveg ótrúlegri fjárupphæð í lystisemdir og skemmtanir eða „álíka miklu fé og nemur heildarfjárlögum ríkisins,“ segir Takayuki Miyano, forstöðu- maður Þróunarstofnunar tómstunda í Miti — þ.e. í alþjóða verslunar- og iðnaðarráðu- neyti Japans. „Og í þeim tölum eru útgjöld manna fyrir kynlífslystisemdir ekki einu sinni meðtalin." Starfsframinn Styrktur Á Skemmtistöðum Skemmtanafýsn japansks almennings er auk þess orðin að pólitískum þætti. Ríkis- stjórnin vildi nefnilega mjög gjarnan, að alþýða manna eyddi ennþá meiri peningum í skemmtanir, því að stjórnin álítur að með því sé best svarað kvörtunum erlendis frá yfir vinnugeggjun Japana og hægt að lægja þær deilur sem risið hafa milli erlendra við- skiptaaðila og Japana út af japönskum versl- unarháttum. Upp úr 1990 á að stytta lög- boðinn.vinnutíma Japana í 40 stundir á viku. Draumabraut Japanans hefst á barnum; þangað leitar hann þegar vinnu er lokið á skrifstofunni, í verksmiðjunni eða verslun- inni. En hann fer ekki þangað einn síns liðs, heldur í geðþekkum félagsskap vinnufélaga sinna og yfirmanns á vinnustað. „Ef ég fer ekki á fyllerí með yfirmanni mínum, þá missi ég af einhverju,“ segir Yoichi Takeda, ungur starfsmaður trygg- ingafélags eins. „Á daginn læri ég fáeinar staðreyndir, en á nóttinni kemst ég að því, hvað að baki þeim liggur, og á þennan hátt styrki ég því starfsframa minn.“ Það er ein af föstum skyldum starfs- manns fyrirtækis að fara með yfirmanni sínum og starfsfélögum út á kvöldin. Barinn er eins konar útibú vinnustaðar hans, kvöld: skemmtunin framhald af vinnutímanum. í augum japansks karlmanns er engin brota- lína milli vinnu og vinnuloka, og það er starfsmannahópurinn sem sér um að brúa bilið. Innan hópsins finnst venjulegum Jap- ana persónuleika sínum að fullu borgið, inn- an hópsins gerir hann skyldu sína og innan hópsins finnur hann líka þá skemmtun sem fullnægir þörfum hans. Aftur á móti eru „vináttutengsl og kumpánleg samvera með öðrum utan hópsins algjört kvalræði fyrir Japana," skrifar R.S. Osaki, hagfræðipróf- essor við Ríkisháskóla Kaliforníu í bók sinni „Lýsing á menningu Japana.“ Hvert japanskt fyrirtæki er með ákveðinn lista yfir þá bari, sem starfsmennirnir mega sækja. Viðskiptavinir fyrirtækisins oggestir fá þar veitingar og viðurgjörning eftir tign- arröðun, en um mánaðamótin fær fyrirtæk- ið, ekki starfámennirnir sem buðu til gleð- skaparins, síðan reikninginn. Á hverjum degi eyða japönsk fyrirtæki um og yfir tíu milljörðum yena (þ.e. 4,4 milljörðum ísl.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.