Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1989, Blaðsíða 9
gróa saman án læknismeðferðar. og varð^í mjaðmarbeinið ætíð skakkt eftir það svö að hún varð hölt, fann ávallt til sársauka þegar mikið reyndi á fótinn og þreyttist fljótt. Sennilega var það á þeim árum, er hún starfaði við kennslu í listaakademí- unni, að hún fór aftur að nota hækju eins og hún hafði neyðst til að gera sem barn. Á árunum rétt fyrir aldamótin hafði Hel- ene Schjerfbeck það fyrir fastan vana að dveljast hluta af sumarleyfinu sér til hress- ingar og hvildar í Áre í Svíþjóð eða í Gauks- dal í Noregi; á þessum friðsælu stöðum safnaði hún kröftum fyrir þá áreynslu, sem kennslan við listaakademíuna í Helsingfors var henni. Um þetta leyti var hún einnig tekin að þjást af viðvarandi berknakvefi, sem ágerðist með aldrinum. SterkurAndbyr Febrúaryfirlýsingin 1899 breytti þeirri hernaðarlegu ógnun, sem Rússar höfðu haft í frammi við Finna, í venileika, og því gat ekki orðið af neinni utanlandsferð Hel- ene Schjerfbecks það árið. Hún uppgötvaði þá lítið þorp rétt fyrir norðan Helsingfors, Hyvingen, sem hún strax fékk miklar mæt- ur á, sakir náttúrufegurðar og mikils víðsýn- is. I þeirri sterku þjóðernisöldu, sem reis með Finnum á þessum árum, gætti engrar sérstakrar hrifningar á „þessum rotna ávexti" eins og finnski þjóðlegi listamaður- inn Akseli Gallen-Kallela kallaði þann hóp listamanna, sem Helene Schjerfbeck til- heyrði, það er að segja fransk-skólaða list- málara og kennara í finnskum myndlista- skólum. Helene Schjerfbeck endurnýjaði ekki umsókn sína um kennarastöðu við finnsku listaakademíuna 1901. Hún fluttist búferlum frá höfuðborginni og settist að í Hyvingen ásamt móður sinni. Þar var hún búsett fram til ársins 1925, er hún fiuttist til Ekenas, en í heimsstyijöldinni síðari varð hún þó að flýja heimili sitt þar í allmörg skipti. Sænskir vinir buðu henni loks til dvalar hjá sér í Stokkhólmi haustið 1943, og síðar dvaldist hún um skeið á heilsuhæl- inu í Saltsjöbaden. Þar bjó hún meira eða minna í næstum tvö ár og hafði stöðuga heimþrá til Finn- lands. Hún andaðist í Saltsjöbaden árið 1946 en var jarðsett í Helsingfors. Myndvefurinn, 1915. I innritaðist síðan í málaradeild listaakadem- íunnar, Ateneum, þar í borg. Eftir að hún hafði iokið námi sínu við iistaakademíuna með lofsamlegum vitnisburði, hlaut hún sér- stakan styrk til námsdvalar í Frakklandi. Var ætlunin, að hún dveldist í franka bæn- um Pont-Aven, en einmitt þar kynntist hún allmörgum enskum málurum og þá boð þeirra að koma í heimsókn til Englands. Hreifst hún af landi og þjóð og dvaldist meðal annars um tíma í St. Ives á Corn- wall. Varð henni fljótlega ljóst, að styrkupp- hæðin hennar að heiman entist henni rúm- lega helmingi lengur í St. Ives en í franska bænum Pont-Aven, og varð það til þess að hún fór oftsinnis þangað og dvaldist þar langdvölum við að teikna og mála. Alls má þó segja, að Schjerfbeck hafi dvalist um nær sex ára skeið í Frakklandi — frá 1881 til 1887 — og mótaðist á þeim árum sem lista- maður eins og glögglega kemur fram í verk- um hennar frá þessu tímabili og í síðari tíma verkum hennar. Könnunarleiðangri þeim um framandi menningarsvæði, sem Helene Schjerfbeck tókst á hendur á þessum árum. þ.e. Frakk- landsdvölin og ferðir hennar til Englands, Belgíu og Hollands, hélt hún svo áfram eft- ir að hún var aftur komin til átthaga sinna í Finnlandi. Hún hafði öðlast nýjan skilning á myndefni, og birtan í hinum norrænu heimaslóðum hennar og lándið í sumar- skrúða varð henni ný og óþijótandi upp- spretta innblásturs: Hún sá orðið átthagana með nýjum augum. í tvö ár, þ.e. 1891 og 1892, dvaldist hún sumarlangt við að mála úti í skeijagarðinum fyrir suð-vesturströnd Finnlands og uppi í lyngmóunum ofan við klettótta ströndina. Það var einkum mið- sumarnóttin með sínum ofur sérkennilegu blæbrigðum birtu og litaglóðar, sem tók hug hennar fanginn og varð henni myndefni á þessu tímabili. Vera hennar á þessum slóð- um vakti í bijósti hennar fjölmargar endur- minningar frá hamingjuríkum æskuárum, þar sem gamla setrið Sjundby átti sér sinn sess og smáleiðangrar þaðan yfir til Snap- pertuna, Raseborg og Ekenas. Málverk hennar frá þessum stöðum eru flest án nokk- urrar mannveru. Hnignandi Heilsa Helene Schjerfbeck hafði dvalizt í St. Stúlkan með rauðu kinnarnar, 1910. Hættumerki, 1935. Ives í Cornwall frá 1887 til 1888 og málaði þar af miklum krafti. Þar varð meðal ann- arra verka hennar til myndin „í afturbata", 1888 en fyrir það verk hlaut hún verðlauna- pening í Frakklandi, og var myndin sýnd meðal verka fjölmargra framúrskarandi listamanna á málverkasýningu, sem efnt var til í sambandi við heimssýninguna í París árið 1889. Heima í Finnlandi biðu Helene Schjerfbeck ijölmörg verkefni af ýmsu tagi: Pantanir á málverkum af ákveðn- um stöðum frá einkaaðilum, eftirmyndagerð fyrir finnska ríkið og föst kennarastaða í teikningu við listaakademíuna í Helsingfors. Á árunum 1892—1900 vann hún sem kenn- ari við listaakademíuna, að frátöldum hluta áranna 1893 og 1894, þegar hún var ráðin til að vinna um tíma sérstök verkefni erlend- is, en einmitt á þeim árum kenndi hún heilsubrests og þurfti um nokkurra máná'ða skeið að taka sér sjúkraleyfi. Bröttu stigarnir, sem klífa varð upp í kennslusalina í Ateneum, reyndu mjög á krafta Helene Schjerfbecks, þegar hún var að leiðbeina nemendum finnsku listaaka- demíunnar í teikningu. Fjögurra ára gömul hafði hún fallið niður stiga á heimili sínu og brotið mjaðmarbeinið. Brotið var látið SÍÐBÚIN VlÐURKENNING Óánægð en stolt hafði Helene Schjerfbeck dregið sig í hlé norður í Hyvingen eftir að hinir málsmetandi, þjóðiega sinnuðu finnsku myndlistarmenn höfðu um aldamótin veitzt harkaloga að list hennar og hennar líka. Hún skrapp sjaldan til Helsingfors, en ein- staka sinnum freistuðu málverkasýningar í höfuðborginni hennar, heimboð frá vinveitt- um myndlistakonum eða nauðsynin á að fara til tannlæknis. En hún hafði aldrei langa viðdvöl í Helsingfors. Hún stóð í nánu bréfasambandi við vini sína og ættingja og fylgdist eftir föngum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. ÁGÚST 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.