Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1990, Blaðsíða 5
Á hinni fornhelgu götu Via Dolorosa í Jerúsalem. sínum og það hlýtur að vera hrapalegur misskilningur eða vanmat á mennsku eðli palestínskra foreldra, séu þeir ekki taldir bera heitari tilfinningar í bijósti til sinna eigin afkvæma en svo að þeir ýti þeim í opinn dauðann sjálfum sér til vamar. En það má vel ímynda sér að þessi unga kynslóð Palestínumanna sjái sjálf lífi sínu og framtíð ógnað, telji sig ekki eiga neina raunvemlega framtíð eða framtíðarvonir, og sá maður sem á sér engar vonir hlýtur að örvilnast. Það er af þessum sökum sem intifada er borin uppi af æskufólki og hefur hafíst meðal þess. Þetta er frelsis- og sjálf- stæðisbarátta æskunnar, ungs fólks sem ekkert þekkir og engu hefur kynnst öðru en kúgun, misrétti og hernámi. Það er að beijast fyrir lífi sínu og tilverurétti. SVIPTIR SJÁLFSÖGÐUM Mannréttindum Allt frá árinu 1967 hafa ísraelsmenn reynt að lama skólakerfí Palestínumanna, og sú aðför að skólum landsins sem magn- ast hefur mjög á sl. tveimur árum hefur haft mikil áhríf á allt ungt fólk. Á tveimur undanförnum árum hafa t.d. margir fram- haldsskólar verið lokaðir í tólf mánuði eða jafnvel lengur. Þetta hefur auðvitað geig- vænleg áhrif á menntun ungs fólks og framtíðarhorfur. Nemendur færast milli bekkja án þess að hafa í raun lokið til- skyldu námi og þegar að háskólagöngu þeirra kemur tekur lítið betra við. Háskólun- um er líka lokað af minnsta tilefni og nú bíða þúsundir stúdenta eftir að geta hafið háskólanám að lokinni slitróttri skólagöngu á lægri skólastigum. Allt hefur þetta nei- kvæð áhrif á lífskjör fólks, dregur úr tækni- legum framförum í landinu og veikir samfé- lag Palestínumanna. Allt er ótryggt, jafnvel starfsmenn há- skólans eru ekki öruggir um sinn hag. Há- skólakennari sem sækir um 'leyfí til náms eða starfa erlendis verður að fá sérstakt leyfi og hafí hann ekki snúið heim aftur innan árs á hann á hættu að vegabréfsárit- un hans verði ekki endurnýjuð og honum meinað að koma aftur inn í landið. Þetta hlýtur að vera einsdæmi í veröldinni, að maður fái ekki að snúa aftur til heimalands síns, til fæðingarlands síns. En þannig er þetta hér. Palestínumenn hafa verið sviptir þessum mannréttindum, sem öllum þykja sjálfsögð, að fá að snúa aftur heim, en þessi réttur hefur aftur á móti verið veittur gyð- ingum frá Sovétríkjunum, sem aldrei hafa til landsins komið. Þetta kemur heim við það sem stúlkurnar tvær voru búnar að segja mér og er stað- fest af mörgum öðrum sem ég ræði við. Ég nota líka tækifærið og leiði talið að inn- flutningi sovéskra gyðinga til landsins og spyr Palestínumenn álits á þeim áformum ísraelsstjórnar að hvetja sovéska gyðinga til að setjast að í Israel. Viðmælendur mínir eru yfirleitt á einu máli, þeim finnst óhugsandi að viðurkenna rétt þessa fólks til landsins meðan Palestínu- menn sjálfir hafí þar engan rétt. „Gyðingur sem flytur hingað frá Sovétríkjunum er í raun að flytjast inn á mitt heimili, heimili sem ég var neyddur til að yfírgefa 1948 og hef ekki einu sinni fengið bætur fyrir,“ segir einn. Menn óttast einnig að ísraels- stjórn áformi að koma fjölda sovéskra gyð- inga fyrir í Austur-Jerúsalem og á Vestur- bakkanum. Stjórnin neitar þessu að vísu, en nýlega birtust blaðaviðtöl við þijá sov- éska innflytjendur og heimilsföng þeirra allra voru í Áustur-Jerúsalem. Þessir fólks- flutningar geta því átt eftir að þrengja enn að Palestínumönnum og gera ástandið enn verra. Víst á þetta fólk rétt á að flytjast úr landi ef það vill og leita sér nýrra heim- kynna, einnig í ísrael, en Palestínumenn vilja að það eigi fleiri kosta völ. Bandarkin verða einnig að opna land sitt fyrir því. Bandaríkin leyfa ekki nema 58 þús. sovésk- um gyðingum að flytja til landsins á ári. Bandaríkin og þjóðir Evrópu, og þar með taldir íslendingar, ættu að taka við þessu fólki en ekki að leyfa ísraelsmönnum að sópa því beint til ísraels. Það ætti að fá að velja sjálft hvar það vill setjast að. ÍSRAEL OG SAMSON í gamla testamentinu er sagt frá hetj- unni Samson er barði á óvinum Israelslýðs, Filistum og stóð þeim mikil ógn af honum. Það var ekki fyrr en kona hans Dalíla hafði ljóstað upp því leyndarmáli að væri hár hans skorið myndi ofurmannlegt afl hans þijóta að Filistum tókst að yfirbuga hann. Var nú Samson blindaður og fluttur band- ingi til Gaza og gerður þar að kvarnar- þræli. En hár hans óx á ný og á hátíð einni var hann hafður mönnum til sýnis í hofi guðsins Dagons. Þá rann stund hefndarinn- ar upp fyrir hinum biindaða vígamanni, sem nú hafði endurheimt afl sitt. Samson fékk brotið burðarsúlur hofsins svo það féll yfir Séð yfir Austur-Jerúsalem úr suðurhlíðum Olíufjallsins. Vestur-Jerúsalem á slíkri ökuferð, en sum- um dylst e.t.v. orsökin fyrir þessum mun. Borgarstjóri Jórsala í dag er ísraelskur. Hér gilda ísraelsk lög og hér er þeim fylgt eftir af ísraelskri lögreglu og her. Það sem er leyft í dag kann að vera bannað á morgun, a.m.k. hvað varðar umferðalögin, segir bílstjórinn mér. Og detti það í herraþjóðina að minna okkur á stöðu okkar í samfélaginu kann einn daginn öllum að óvörum að dynja á okkur alls kyns sektir fyrir brot á umferða- iögum, brot sem enginn hafði heyrt getið um. Menn fá ekki lengur leyfi til að byggja þótt þeir eigi lóðirnar og hafi sótt gögn þar að lútandi í skjalasöfn í Istambul allt frá dögum Ottómanaveldisins hér. Á sama tíma rísa hér í Vesturhlutanum stórhýsi sem reist eru af útlendingum eins og þetta framund- an, segir Salman og bendir á háskóla morm- óna nýrisinn, dollarinn er hér undirrót mis- réttis og kúgunar sem svo víða annars stað- ar, bætir annar samferðamaður okkar við. Ég fer að tala um skít og óhreinindi sem einkenni allar götur í austurhluta borgarinn- ar þar sem-.arabar búa. Víð fáum enga götuhreinsun þótt við greiðum fyrir hana til jafns við aðra, segja samferðamenn mínir. Og þegar ég bendi þeim á það að hugsanlega gætu þeir tekið til hendinni sjálfír, í stað þess að láta ruslagámana liggja troðfulla á hliðinni framan við dyr sínar, þá svara þeir: Við höfum reynt það, en það endar jafnan á einn veg, okkur er dreift með táragasi, við megum ekki safnast sam- an, ekki einu sinni til þess að hreinsa í kring- um hús okkar. Og við erum komnir þar sem er iðnaðarhverfí Palestínumanna — óhijáleg skúrabyggð á botni Kidrondals, þar sem öllu ægir saman, bílhræjum, járnarusli og hjólbörðum og Guð má vita hveiju. Við fáum ekki að reisa hér iðnaðarhúsnæði, við verð- um að búa við þetta eins og það er, og við vitum að þetta er ekki til fyrirmyndar, e.t.v. með ráði gert að halda okkur í þessari greip svo að túristar er hér fara um geti séð muninn á hinni siðmenntuðu herraþjóð og okkur aumum, segir Salman og hlær við. Dapurleg Sýn í hliðargötu skammt frá hálfbyggðu hót- eli er margföid gaddavírsgirðing, er upp var sett um það bil sem byijað var að rífa nið- ur Berlínarmúrinn, í refsingarskyni vegna stráka sem hér köstuðu gijóti að ísraelskum bíl. Alls staðar má sjá slánalega pilta 3 og 4 saman með skammbyssu undir skyrtulaf- inu og talstöðvar upp á vasann, njósnarar sem allir okkar kannast við, segir bílstjór- inn. Og hótelið hér sem við ókum framhjá hefur staðið svona hálfbyggt síðan 1967, engin leyfí fengist til að ijúka byggingunni. Þannig verður þessi stutta ökuferð að kveldi uppstigningardags heldur dapurleg sýn til þess misréttis sem hér ríkir í forn- helgri borg, borg sem bæði gyðingar, múslímar og kristnir hafa deilt með sér um aldir í friðsemd, en nú er að komast undir ægishjálm ísraelshers og síonista með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir kristna kirkju og íslamska trú og menningu. Við ökum að lokum til uppstigningarkiijunnar á Al-Túr, Olíufjallinu, sameiginlegs helgi- dóms kristinna manna og múslíma, þar sem fótspor Krists er greipt í bjargið, enda steig hann hér til himna sem helgar sagnir tjá. Framundan er hvítasunnan, hátíð andans sem enginn fær deytt, jafnvel þótt hann vegi að honum með öllum vígvélum 20. ald- ar. Höfundur er prestur á Staðastað. Salman Tamini, sem frá er sagt í grein- inni, hvílist undir fornum múrum á göngu hans og greinarhöfundarins um Jerúsalem. sjálfan hann og mannþröngina er þar var. Lét Samson þar líf sitt og með honum allir er í húsinu voru. Á þeim degi drap Samson fleiri en á ævi sinni allri fram til þeirrar stundar. Margir eru þeirrar skoðunar bæði meðal Palestínuaraba og annarra, sem ég hef rætt þessi mál við, að eðli herveldisins ísra- elska sé ekki ólíkt þessum þjóðsagnaþurs Samson, er sveifst einskis í skiptum sínum við andstæðinga sína. Því muni þeir ekki hika við^að beita kjamavopnum þeim er þeir hafa smíðað sér á liðnum árum, verði veldi þeirra í ísrael ógnað, þótt þeir kalli yfír sjálfan sig dauðann eins og Samson forðum. I lok viðtals míns við dr. Simon Kuttab nefndi ég atburði sem nýlega gerðust í Frakklandi, grafarránin þar. Simon býðst til að fara með mér í grísk-orþodoksa kirkju- garðinn í Jerúsalem og sýna mér gröf föður síns, sem hafi verið eyðilögð. Hugsanlega hafi grafarránin í Frakklandi verið sett á svið af gyðingum sjálfum, slíkir atburðir hafi áður gerst í Haifa og komist upp og gyðingum verið refsað. Tilgangurinn var að skella skuldinni á Palestínumenn og æsa fólk upp gegn þeim. Ekið Um Jerúsalem Það er farið að halla degi er ég kveð dr. Simon og félaga hans við stöðvar Rauða krossins í Jérúsalem þennan óvenjulega uppstigningardag. Ferðinni er heitið á Pan- orama-hótelið til að taka þar saman pjönkur mínar, því nú skal halda í Imam Huriara- stræti þar.sem Salman og Ingibjörg búa, þau hafa boðið mér að gista næstu dagana og það er vandi vel boðnu að neita. Og þar sem enn er bjart af degi fæ ég bílstjórann til að aka með mig um borgina áður en kveð kunningja minn, Saman hótelhaldara. Engum dylst munurinn á Austur- og LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. ÁGÚST 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.