Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 6
Síðustu tónsmíðar sínar samdi Jón Leifs á sjúkrahúsi í mai 1968. Hér sjást drög að Consolationjlluggun) op 66 fyrir strokhljómsveit. Leipzigóperuna og síðar var hann um skamma hríð undir handleiðslu Hermanns Scherchen (1891-1966), en sá síðarnefndi var þekktur forvígismaður nýrra strauma í tónlist og stofnaði músíktímaritið Melos, og fékk Jón Leifs birta eftir sig grein í því tíma- ritið árið 1924. ÍSLENSK STÍLEINKENNI Af þeim æfingarverkefnum sem Jón Leifs vann á námsárum sínum birti hann einung- is Trilogía piccola op. 1, en það er hljóm- sveitarverk í þremur þáttum og milliþáttur- inn útsettur fyrir píanó, Torrek, en Jón lauk við að semja þann hluta verksins 23. marz 1919. Þegar Ferruccio Busoni sneri aftur úr útlegð í Sviss og gerðist yfirstjórnandi meistaraflokks tónsmíðanema við Preuss- ische Akademie der Kiinste í Berlín, sýndi Jón Leifs honum þetta opus 1 eftir sig og fékk þá ráðleggingu hjá Busoni að taka sér fyrir hendur að grandskoða verk Mozarts. Þessu ráði fylgdi hann þó aldrei, Einmitt um þetta leyti tók Jón þá ákvörðun að snúa fyrir fullt og allt baki við evrópskri tónlistar- hefð en helga líf sitt þess í stað því erfiða viðfangsefni að hefja sérkenni íslenzkrar tónlistar til vegs og virðingar. í fyrstu tónsmíð sinni hefur Jón Leifs enn ekki sagt skilið við hina síðrómantísku sin- fóníuhefð að fullu og öllu en sjá má, að hann var henni þó vel kunnugur. En strax í þessu verki koma í ljós nokkur íslenzk stileinkenni í þungbrýnum grunnhljómum og hvössum áherzlum. Hann vann í fimm ár við samningu trílógíunnar, verkinu var lokið 1924, og var það frumflutt 28. nóvem- ber í Karlsbad (sem nú heitir Karlovy Vary á tékknesku) undir stjóm R. Manzers. Hugs- anlegt er, að hinn tékkneski tengdafaðir Jóns hafí styrkt flutning verksins með fjár- framlagi. 24. júní 1921, aðeins viku eftir að Jón Leifs hafði tekið lokapróf, gekk hann að eiga stúlku sem verið hafði í hópi úrvalsnem- enda í píanóleik hjá Robert Teichmúller. Nafn brúðarinnar var Annie Riethof en hún var fædd 11. júní 1897 í bænum Teplitz- Schönau ( sem nú heitir Teplice-Sanow) í Súdetahéruðunum, og átti faðir hennar, Erwin Riethof verzlunarráðsfulltrúi, stóra glerverksmiðju þar. Fjölskyldan var gyðin- gatrúar og taldist til þýska meirihlutans í bænum. 6. janúar 1916 lét Annie skírast til kristinnar trúar. Framtiðin virtist nú björt, að minnsta kosti að því að er fjárhaginn varðaði, og Jón Leifs hafði orðið efni á því að fara sínar eigin leiðir sem listamaður. TÓNSKÁLD SKYLDI Hann Verða Haustið 1921 komu ungu hjónin í heim- sókn til íslands og efndu þá til tvennra pí- anótóleika í Reykjavík, 18. ágúst og 6. sept- ember. Jón gerði sér hins vegar brátt ljóst, að hann hafði byrjað of seint að þjálfa sig sem píanóleikari. I stað þess hugðist hann hasla sér völl sem hljómsveitarstjóri. Eftir mikið sálarstríð sem ef til vill átti að ein- hveiju leyti rætur sínar að rekja til íslands- ferðarinnar, tók hann löks þá ákvörðun að gerast tónskáld: Áður en ég samdi fyrsta tónverkið mitt, leit ég til beggja átta. Skyldi ég geta kom- ið fram með nokkuð nýtt? Væri ég fær um að Iáta nýjan tón hljóma? ... Þegar þessi innri átök náðu hámarki við tvítugsaldur- inn, sagði ég við sjálfan mig: Núna, núna ættir þú að semja eitt tónverk. Það verður að vera prófsteinninn. Og þá tók ég til við að leita fyrir mér og reyna samtímis að svara þeirri spurningv sem gerðist svo áleit- in: Hvort við íslendingar ættum ekki efni- við á sviði tónlistar eins og aðrar þjóðir, eitthvað sem unnt væri að endurnýja og yngja upp, þannig að ný tónlist sprytti upp af því efni, nokkrir neistar gætu tendrað logann. Þá opnaðist fyrir mér heimur þjóð- laganna og mér fannst að ég hefði þar með komist ísnertingu viðsjálfa meginundirstöð- una. Þegar Jón Leifs samdi fjögur lög fyrir píanó op. 2 um mánaðamótin janúar/febrú- ar 1922, hafði hann þegar kynnt sér sér- kenni gamallar íslenzkrar alþýðutónlistar og dregið af því fagurfræðilegar ályktanir. Þessi fjögur píanólög með sínum ströngu fímmtundarsamhljómum og hátíðlega kór- alblæ gefa vísbendingu um einstæðan per- sónulegan stíl tónskáldsins. Píanólögin voru gefín út 1924 og þau Annie og Jón fluttu þau í annarri för sinni til Reykjavíkur 1925, en þá héldu þau tónleika 12. september og 2. október. í maí 1922 hafði Jón lokið við að skrifa grein sem birtist í Skírni: „íslenzkt tónlistar- eðli.“ í greininni fjallar hann um safn síra Bjarna Þorsteinssonar „Islenzk þjóðlög“, en verk hans er rúmlega þúsund síður og var - gefíð út í Kaupmannahöfn á árunum 1906 til 1909. Jón Leifs segir um þjóðlagasafn Bjarna: Eins og við má búast á sál íslenzkrar alþýðutónlistar sér rætur í landslagi og náttúru íslands svo og íþeim hörmungum sem þjóðin hefur mátt þola. Þjððlögin eru í eðli sínu alvarleg, og þau hafa á sér mun strangari og einhæfari blæ en þjóðlög frá nokkru öðru landi. Að vísu bregður einnig fyrir glaðværð og nokkrum gáska sem þó helzt birtist sem kerski og hálfkæringur... Þá má og greina trúarlega auðmýkt í íslenzkum þjóðlögum og angurværð undir niðri en oftast býr alvöruþungi að baki... ÖII list á sér þjóðlegar rætur, en tónlistin hefur það jafnframt yfir aðrar listgreinar, að hún nær til allra þjóða. í FÓTSPOR BÉLA BARTÓKS Árunum 1920-1930 varði Jón Leifs að miklu leyti til að kynna sér af gaumgæfni íslenzka þjóðlagahefð og lýsa henni í nokkr- um helztu tímaritum Þjóðveija um tónlist. Frá 1923 sendi hann tímaritunum Neue Musik-Zeitung, Deutsche Tonkúnstler-Zeit- ung, Zeitschrift fúr Musik, Die Musik og Melos reglulega greinar. En það þurfti líka meira til; skráning Bjarna Þorsteinssonar á sumum lögunum stóðst ekki í öllum atriðum. Á sama hátt og Béla Bartók hafði áður gert þ.e.a.s. með hljóðrita sér til fulltingis, hélt Jón Leifs í þijár rannsóknarferðir til afskekktra staða á íslandi á árunum 1925, 1926 og 1928. Niðurstöður þeirra rannsókna Jóns sem Alfred Einstein lét síðar birta í hinu virta tímariti sínu Zeitschrift fúr Musik á tímabil- inu október 1928 til september 1929, urðu brátt til þess að Jón Leifs komst í verulegt álit í hópi sérfróðra manna um þjóðlega tónlist. Ári síðar, þ.e. 1930, birtist svo grein í Deutsche Islandsforschung eftir prófessor Erich M. von Hornbostel er var mikilsmet- inn sérfræðingur á sviði alþýðutónlistar og jafnframt yfirmaður hljóðritasafnsins í Berlín. Var grein hans einmitt byg^ð á þeim hljóðritunum á íslenzka tvísöngnum sem Jón Leifs hafði annazt á ferðalögum sínum. Var þetta raunar einn af þeim fáum sigrum sem Jón Leifs vann á sviði tónvísinda. íslenzku hljóðritanirnar í Ph.onogramm- arkiv í Berlín eyðilögðust allar í heimsstyij- öldinni síðar, en í Reykjavík eru þó til önn- ur tónkefli, sem Jón Leifs hljóðritaði þjóðlög á. Þetta eru brotgjörn og lítt varanleg ein- tök, alveg einstök í sinni röð, en samt hafa þessar hljóðritanir ennþá ekki verið teknar upp á segulband eða reynt að varðveita þær með annarri varanlegri hljóðritunartækni. Árin um og eftir 1920 voru sannkallaður blómatími hugmyndafræðilegra sveimhuga, þ.e.a.s. áður en hugmyndir þjóðemissósfal- ista náðu að fullu yfírhöndinni í Þýzkalandi sem altæk ríkistrúarbrögð, og áður en þjóð- ernishyggja var litin homauga. En í augum Jóns Leifs og landa hans var íslenzk þjóðem- 'shyggja m.a. nauðsynleg sem andsvar við illa þokkaðri danskri stjórnsýslu á íslandi. Páll ísólfsson organisti gerðist félagi í samtökum nýrómantískra rithöfunda sem á ámnum 1927-1929 gáfu út „Vöku“, tíma- rit handa íslendingum. Það skáld sem um þær mundir blés á áhrifaríkastan hátt nýju lífí í söguöld íslendinga og veitti henni nýtt gildi var Einar Benediktsson (1864-1940). Víkingaandinn í kvæðum hans átti að vekja þjóðina til sjálfsmeðvitundar, hvetja hana til að varpa af sér erlendu oki, tileinka sér tækni nýrra tíma, gerast efnalega sjálfstæð og læra að nýta náttúruauðævi sín. SÓMIÍSLANDS Það var því engin tilviljun, að Jón Leifs skyldi kjósa að semja sönglög við mörg kvæði Einars Benediktssonar. Segja má, að Einar Benediktsson hafí í lífsháttum sínum verið Jóni Leifs fyrirmynd á margan hátt — sigurviss hélt hann út í heim til þess að beijast til sigurs, bera hærri hlut, stoltur, stórmannlegur og örlátur og ótvírætt leit- andi eftir því að leggja stöðugt orð í belg, hvar sem kostur gafst. Jón Leifs var reynd- ar ekki að fullu sáttur við að vera kominn af fámennri þjóð. Hann var einnig gagntek- inn þjóðemishyggju og ferðaðist um sem konungur á erlendri grund, sóaði óspart fjár- munum fjölskyldunnar til að viðhalda ímyndinni um víking nútímans. Ekki var það þó gert í því skyni að auka eigin hróð- ur, heldur til að gera íslandi þannig sem mestan sóma. Munurinn á aðstöðu þeirra Einars Bene- diktssonar var sá, að Einar beitti orðsins brandi; hann fékk sem ritstjóri hugarsmíðar sínar birtar opinberlega, þær voru lesnar og ræddar, þýddar á erlend tungumál og höfðu áhrif. Jón samdi tónlist sem enginn fékkst til að spila og einungis hann sjálfur gat stjórnað flutningi á. Og hver vildi svo sem fastráða til sín hljómsvijitarstjóra frá lítt kunnu, afskekktu landi þar sem engar sinfóníuhljómsveitir voru starfandi? Hvemig átti Jón Leifs að geta lýst ætlunarverki sínu á tónlistarsviðinu og ávinna ser viðlíka virð- ingu manna og skáldið Einar Benediktsson, úr því að enginn þekkti neitt til tónsmíða hans né vildi nokkuð við þær kannast? Honum vegnaði þó óneitanlega allvel í upphafí ferils síns sem hljómsveitarstjóra. Blöðin fóru lofsamlegum orðum um frammi- stöðu hans: Deutches Musikjahrbuch líkti honum við Bruno Walter og Georg Schnée- voigt. í upplýsingasafni sínu gat Jón Leifs með stolti sýnt fram á, að hann hafði sem hljómsveitarstjóri stjómað jafn nafntoguð- um hljómsveitum í Þýzklandi og Philharm- óníusveit Hamborgar og Dresdens, Blúthn- er-hljómsveitinni og Berliner Symphoniker. Á ferli sínum sem hljómsveitarstjóri stjórn- aði hann samtals um það bil tveimur tugum hljómsveita í Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu, Danmörku og á íslandi. Þó ber einnig að hafa í huga, að allnokkrir hljómleika þeirra sem Jón Leifs gat sér orðstírs fyrir með því að stjórna nafntoguðum hljómsveitum, voru haldnir á tímum óðaverðbólgunnar í Þýzka- landi. Hljóðfæraleikarar stórhljómsveitanna slógu þá ekki hendinni á móti greiðslum í hörðum erlendum gjaldeyri, ekki heldur við tékkneskum krónum, hafi þær staðið þeim til boða úr vasa tengdaföður Jóns Leifs. Haldið í Víking Túlkun tónverka, aðferðir og möguleika við flutning tónlistar bar Jón Leifs mjög fýrir bijósti, ekki hvað sízt. fræðilega séð. Það var ófrávíkjanleg krafa hans að flytja bæri tónverk í samræmi við stíl þess og hafna ætti með öllu t.d. rómantískri túlkun þeirra verka sem ekki falli einmitt undir þá stílgerð. í hartnær þijátíu blaðagreinum sem birtust m.a. í tónlistartímaritunum Pult und Taktstock, Das Orchester, Deutsche Musik- erzeitung og Signale setur hann fram þess- ar kröfur sínar. Segja má að ferill hans sem hljómsveitar- stjóri hafi að miklu leyti einkennst af stöku verkefnum við og við hjá ýmsum hinna smærri hljómsveita eins og í Dortmund, Halle og Búckeberg. Eina fastráðningin sem hann hlaut var hjá hljómsveitinni Leipziger Volksakademie starfsárið 1923-1924, þar sem hann var aðalstjórnandi í eitt ár. Há- punkturinn á ferli hans sem hljómsveitar- stjóri var svo í maílok og byijun júní árið 1926 í sambandi við meiriháttar hljómleika- ferð um Norðurlönd sem hann undirbjó og skipulagði. Var hann stjórnandi Philharm- óníusveitar Hamborgar í hljómleikaför þess- ari. Leiðin lá til Oslóar og Björgvinjar og þaðan til staða þar sem stór hljómsveit hafði aldrei áður haldið hljómleika — til Þórshafn- ar í Færeyjum og Reykjavíkur. í þessari viðamiklu hljómleikaför stjórnaði Jón sam- tals 17 tónleikum með verkum eftir J.S. Bach, Beethoven, Mozart, Bruch, Wagner, Svendsen og Johann Strauss yngri. Annað veifíð gat hann þá bætt inn í verkefna- skrána nokkrum af sínum eigin tónsmíðum t.d. fáeinum köflum úr tónlist sinni við Galdra-Loft op. 6, svo og hinum nýsamda íslands-forleik op. 9, en fyrir íslenzka áheyr- endur mátti flytja hann með kórrödd ad libit- um. Alls Staðar Afsvar Sé á það litið, hver stór í sniðum þessi hljómleikaför Hamborgar Philharmóníunnar var undir stjóm Jóns Leifs og hve mikla athygli hún vakti, þá hefði mátt ætla, að eftir það stæðu honum sem hljómsveitar- stjóra allar dyr opnar. Hann lá heldur ekki á liði sínu og lét einskis ófreistað að koma sér á framfæri hjá öllum hugsanlegum. hljómleikastofnunum í Þýzkalandi og á Norðurlöndum, sjálfum sér sem hljómsveit- arstjóra og eiginkonunni sem einleikara á píanó. En umsóknum hans var næstum því alls staðar tekið heldur þurrlega og þeim hafnað. Um líkt leyti var hætt við fyrirhug- aða hljómleikaför um Norðurlönd, sem hann hafði þá undirbúið með Das Akademische Orchester í Berlín. Segja má að í þessu sambandi hafí það verið heldur óheppilegt, að Jón gerði jafnan þá ófrávíkjanlegu kröfu, að hans eigin hljómsveitarverk yrðu flutt, en með því átti Island að hljóta sinn fasta sess á verkefnaskrá hljómsveita um heim allan. Eftir að hafa samið hina kynlegu Eddu- söngva sína op. 4, tæknilega einkar erfíða fiðluetýðu op. 3, stramma, einstrengings- lega orgelprelúdíu op. 5:1 og kyrie a cap- ella op. 5:2, lauk hann árið 1925 að fullu við að semja sviðstónlistina op. 6 við Galdra-Loft, harmleik Jóhanns Siguijóns- sonar (1880-1919). Bæði orgelkonsertinn op. 7, í senn einfald- ur að formi en tæknilega erfíður í flutningi og margræður í túikun, svo og hljómsveitar- verkið Variazione pastorale op. 8 til minn- ingar um Beethoven, eru verk sem samin voru árið 1927 en voru þó lengi vel aldrei flutt opinberlega. En með Fjórum íslenzkum dönsum op. 11, bæði útsettir fyrir kammer- sveit og píanó og karlakór (1928), skóp hann tónverk sem þegar í stað urðu klassísk í íslenzkum tónbókmenntum; kórútsetningin heyrist t.d. mjög oft. Tvo af þessum dönsum lék Jón Leifs inn á hljómplötu í Berlín. Þýðing: Halldór Vilhjálmsson. Niðurlag ritgerðarinnar birtist í næstu Lesbók. Höfundur skrifar í sænska tónlistartímaritiö Tonfallet, sem Svenska rikskonserter gefur út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.