Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1990, Blaðsíða 8
Hljómsveitin ásamt stjórnanda og söngvurum á ferðalaginu um Japan. Sungu í 6 borgum í Japan - á Taiwan og í Hong Kong að auki ótt Japanir eigi merkan listrænan arf frá fyrri öldum, hefur dálæti þeirra á vestrænni list ekki farið dult. Þeir halda að vísu tryggð við sínar hefðir, en á síðustu árum hefur birzt á ýmsan máta óslökkvandi þorsti þeirra í vestræn Stutt spjall við SIEGLINDE KAHMANN og SIGURÐ BJÖRNSSON. óperusöngvara, sem boðið var að syngja með hljómsveit frá Vínarborg í Austurlöndum. menningarverðmæti. Japanskur auðmaður setti heimsmet, þegar hann keypti tiltölu- lega litla mynd eftir van Gogh á verði sem samsvarar 4.700 milljónum íslenzkra króna. Hljómplötur með vestrænni tónlist, ekki sízt klassík, seljast þar í stórum upplögum og Japanir flykkjast á hljómleika, þegar söngv- arar og hljómsveitir frá Vesturlöndum eru þar á ferðinni. Vestrænir rithöfundar eru mikið lesnir og það eru meira að segja til þýðingar á Snorra Eddu, Egils sögu og Njálu á japönsku. Lesendur þeirra eru kannski ekki margir; hinsvegar það tónlistin sem höfðar til fjöldans, enda er hún óháð landamærum og tungumálum. Japansför er orðinn árlegur viðburður hjá Peter Guth, hljómsveitarstjóra og fiðluleik- ara frá Vínarborg; hann hélt í austurveg nú í sumar í 5. sinn. Það er japönsk umboðs- skrifstofa, sem stendur fyrir þessu og raun- ar fær hún austur þangað fleiri vestrænar hljómsveitir og söngvara á ári hveiju. íslenzkir tónlistarunnendur ættu að kann- ast við Peter Guth, því hann hefur þrívegis komið hingað og stjórnað Vínartónleikum Sinfóniunnar, sem orðnir eru árlegur við- burður. Þá hefur hann jafnframt því að stjórna, leikið á fiðlu, og þykir hafa skilað sínu hlutverki á einstaklega hrífandi hátt. Hann er annars 1. konsertmeistari útvarps- hljómsveitarinnar í Vínarborg og það þótti mikill heiður, þegar honum var falið að leika á fiðlu við útför Kreiskys, fyrrum kanslara Austurríkis, sem lézt fyrir skömmu. Síðastliðinn vetur, þegar Peter Guth var hér á ferðinni, bauð hann Sieglinde Kah- mann og Sigurði Björnssyni að syngja með 20 manna hljómsveit frá Vínarborg á hljóm- leikum í Japan, á Taiwan og í Hong Kong., Er skemmst frá því að segja, að þau þáðu boðið, enda tækifæri, sem ekki býðst á hverj- um degi. í raun eru þetta Vínartónleikar; tónlistin eftir Jóhann Strauss og Franz Le- har, en efnisskráin var að öðru leyti unnin í samráði við þau Sieglinde og Sigurð. Fyr- Sieglinde Kahmann ir valinu urðu einsöngslög og dúettar úr Leðurblökunni og Sígaunabaróninum eftir Strauss og lög úr óperettunni Paganini og Kátu ekkjunni eftir Lehar. Sama efnisskrá- in var á öllum tónleikunum. Fyrst voru haldnir tónleikar í góðgerðaskyni í Aust- urríki, síðan sex í jafn mörgum borgum í Japan, tvennir í Hong Kong og einir í Tai- pei, höfuðborg Taiwan. Þetta er talsverð yfirferð, en var ferðin erfið? Sigurður: -Ferðin tók alls 3 vikur og við getum sagijjað prógrammið hafi verið hæfi- lega stíft. í Japan fórum við milli borga með rútubílum eða hraðlestum, en stundum með innanlandsflugi. Langsamlega erfiðast var að fást við þann gífurlega hita, sem þarna var, oftast um og yfir 35 stig og mikill raki. Það er alkunnugt, að söngvarar verða að gæta raddarinnar vel; enginn syngur þegjandi hás. Út af fyrir sig var hitinn ekki slæmur, heldur viðbrigðin, þegar komið er inn í hót- el eða tónleikasali, þar sem kælingu er beitt : óhófi,- Sieglinde: -Mér brá illilega fyrst þegar ég var að syngja og fann kaldan gustinn koma framan í mig. Við öndunina sogast þetta kalda loft ofan í mann og ég vissi undir eins hvað þetta gat haft í för með sér. Eftir það gátum við fengið því fram- gengt, að slökkt var á kælingunni á meðan við sungum.- Sigurður: -Það versta sem hendir söngv- ara er ekki endilega að syngja í kulda, held- ur trekki. Eg veit ekki hvernig þetta er inni í híbýlum fólks í Japan, en á hótelherbergj- um var allsstaðar mjög kalt og það er ekki 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.