Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 3
LESBOK M O R Q U N B L A O 8 I N. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Ásgeir Smári er úr hópi ungu kynslóðarinnar í myndlistinni. Hann sýnir nú verk sín í Gallerí Borg. Myndir hans — og einnig sú sem birtist á forsíðunni - sýna oftast borgarlandslag. Pétur Gautur er hin veika, viljalausa manneskja, segir Björn Hemmer prófessor við Oslóarháskóla í grein um Henrik Ibsen og verk hans, sem hófst í síðustu Lesbók og lýkur hér. Þar fjallar höfundurirfn um verk Ibsens á síðari hluta ævinnar, þar á meðal Pétur Gaut, Brúðuheimilið og Sólnes byggingar- meisstara. Kehlsteinhaus er einn fjölsóttastiferðamannastaður í Þýzka- landi. Þetta er öðru nafni Arnarhreiður Hitlers i 2000 metra hæð ofan við Berchtesgaaden, sem flokkurinn gaf Foringjanum í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur vorið 1939. Blaðamaður Lesbókar hefur verið þar á ferðinni og segir frá Kehlsteinhaus. List og auglýsingar hafa orðið nátengd fyrirbæri í nútímanum. í Pompidou listamiðstöðinni í París hefur staðið sýning, þar sem sýnt er framá áhrif listar á auglýsingar allt frá því fyrir 100 árum. Um þessa sýningu skrifar Laufey Helgadóttir, list- fræðingur í París. EGGERT ÓLAFSSON íslandssæla (brot) Þegar líður gamla góa, góðs er von um land og flóa, vorið bræðir vetrar snjóa; verpa fuglar einheijans út um sveitir ísalands; ungum leggur eins hún tóa úr því fer að hlýna; enga langar út um heim að blína. Tjaldar syngja’ um tún og móa, tildrar stelkur, gaukur, lóa, endar hörkur hljóðið spóa, hreiðrin byggir þessi fans út um sveitir ísalands; æðarfuglinn angra kjóar, eru þeir að hvína; enga langar út um heim að blína Sæt og fögur grösin gróa, gleðja kindur, naut ogjóa, engjar, tún og auðnir glóa eftir boði skaparans, út um sveitir ísalands; að stekkjar-fénu stúlkur hóa og stökkva’ úr því við kvína; enga langar út um heim að blína. Eggert Ólafsson, f. 1726, d. 1768, var frá Skáleyjum á Breiða- firði. Hann lagði stund á heimspeki og síðan á náttúruvísindi, málfræði og fornfræði við Hafnarháskóla. fslandslýsingin, sem hann ritaði ásamt Bjarna Pálssyni, er höfuðverk hans. Éggert varð varalögmaður sunnan og austan 1767 en fórst ári síðar i illviðri á Breiðafirði. B B Eru nöfn leið? Nomina sunt odiosa, sögðu Rómverjar, nöfn eru leið, við nefnum engin nöfn. Þegar róg- berar og baktjalda- makkarar voru við iðju sína í skúmaskotum gættu þeir þess ávallt að segja mátulega mikið til að öllum gæti skilist við hvern væri átt, en ef spurt var hreint út: Hver er maðurinn? var jafnan svarað: Nöfn eru leið, við nefnum engin nöfn. Sama giiti um heimildamennina. Ef spurt var: Hver er að segja þetta, eftir hveij- um er þetta haft? fékkst alltaf saman svar- ið: Nöfn eru leið, ólyginn sagði mér, en berðu mig ekki fyrir því. Allt er þetta að sjálfsögðu í fullu gildi enn. Menn nefna ekki nöfn til að firra sig óþægindum, eða til að forðast málssókn, mörkin milli uppljóstrana og rógburðar verða þess vegna ekki skýr. Og eins er um heimildamenn fjölmiðla: Nafnleynd þeirra er mikilvæg til að auðvelda uppljóstranir, en kerfið er vandmeðfarið, í skjóli þess geta slúðrarar logið æruna af saklausu fólki. En annars eru nöfn alls ekki leið. Þvert á móti. Sumir halda því til dæmis fram að ekkert sé fólki í raun kærara en nafnið serh það ber. Mér hefur verið sagt að á námskeið- um, kenndum við Dale heitinn Carnegie, sem fjalla um vinsældir og áhrif og hvernig maður geti öðlast þessa eftirsóttu eiginleika sé nemum innprentað að taka jafnan vel eftir nafni viðmælanda síns og tönnlast síðan stanslaust á því meðan fórnarlambið staldrar við. Engin.músík láti ljúfar í eyrum viðmælandans og sé þessu fylgt nógu dyggi- lega eftir verði hann ljúfur og spakur og éti úr lófa manns þannig að sannlega megi segja að maður hafi í senn öðlast vinsældir hjá honum og haft á hann áhrif. Ég er ekki frá því að nokkuð sé til í þessu hjá Dale. Fyrir fáeinum misserum bjó ég ár- langt í Bretlandi, en þar er nafnaklifun sem þessi landlæg og þykir sjálfsögð kurteisi. Innfæddir lögðu mikið á sig til að læra nafnið mitt og ávarpa mig með því, þó ekki væri verið að segja annað en góðan daginn. Nú finn ég að mér þykir vænt um þetta fólk og það hefur haft áhrif á mig. Skyldi þetta ekki vera ástæðan? Islendingar tönnlast alla jafna ekki á svona nöfnum í ávarpi, en engu að síður hafa nöfnin alltaf verið mikilvæg á íslandi, þessu gósenlandi persónufræðanna. Hver er maðurinn? Það hefur alltaf þótt nauðsyn- legt að fá svar við því. Og þegar sögur eru sagðar er það sáluhjálparatriði að geta kveð- ið eitthvað skýrar að orði en „Það var einu sinni kerling sem ...“ eða „og svo var það karlinn sem“. Ólíkt er það miklu fullkomn- ari sögumennska að geta tilgreint persón- urnar með nafni og heimilisfangi og helst ættfært þær. Þannig verður allt miklu trú- verðugra, hvort sem það er satt eða ekki. Ekki er því furða að löggjöf skuli þurfa um nöfn. Frumvarp til laga um mannanöfn er nú einhvers staðar sem bögglað roð fyr- ir bijósti Alþingis og mun meiningin að þessi nýju lög eigi að koma í stað úreltra . og fótumtroðinna laga nr. 54/1925 um mannanöfn. En reyndar er alls ekki víst að þessi nýju lög komist í gegnum þingið. Áður hefur verið reynt að fá ný nafnalög samþykkt 1955, 1971 og 1981, en aldrei tekist, að því er sagt er vegna ágreinings um ættarnöfn. Fróðlegt verður að sjá hvern- ig þessu frumnvarpi sem nú liggur fyrir, reiðir af. Margir telja það nefnilega afar brýnt að lögbrotum linni, einkum hvað varðar 'rang- legá beygð nöfn, erlend nöfn og ólögleg ættarnöfn. Þeir sem bölsýnastir eru þykjast sjá fram á, að annað hvert sveinbarn á ís- landi muni innan tuttugu ára heita Harald C. Gaulbæron, eða eitthvað enn ömurlegra, ef Alþingi tekur ekki rösklega í taumana. Málverndunarmenn sjá sem sagt vá fyrir dyrum, þeir heimta til dæmis löggilta nafná- skrá, sem yrði þá væntanlega einskonar jákvæð spegilmynd ónefnaskrárinnar sem sagt er að prestar hafi í fórum sínum. Ein- hverntíma sá ég ónefnaskrá sem unnin var upp úr þjóðskránni og var það mikill skemmtilestur, en um leið nokkuð átakan- legt að hugsa til vesalinganna sem þurftu að burðast með þessi nöfn. Og satt að segja varð mér þá hugsað til kenningar Carneg- ies, hvort hún gildi líka þegar ónefnin eru annars vegar. („Segðu mér Lofthæna, hvernig er að heita Lofthæna, Lofthæna?“ Er líklegt að maður yrði vinsæll hjá henni Lofthænu ef maður ávarpaði hana þannig í sífellu?) Hvað sem því líður, þá er það staðreynd að ef maður ætlar að koma höggi á andstæð- ing sinn þá notar maður ekki nafnið hans heldur kallar hann einhveiju sem hann heit- ir ekki, það er að segja uppnefnir hann eða ljær honum viðurnefni og ætlast til að fhann bregðist reiður við. En því er þó ekki að leyna að uppnefni eiga nú erfitt uppdrátt- ar, að minnsta kosti á opinberum vett- vangi. Það þykir ekki fínt lengur að upp- nefna menn á prenti. Fyrr á þessari öld þótti það alveg sjálfsagt í stjórnmálabarátt- unni. En nú hefur þessi um margt þjóðlegi siður látið svo undan síga, að spurning hlýt- ur það að vera hvort ekki er tímabært að einhver skeleggur þingmaður flytji frum- varp til laga um uppnefni. Eitt afbrigði uppnefna vil ég þó minnast á, sem enn er við lýði, einkum þegar pólitík- usar eiga í hlut: Ef menn eru svo óheppnir að bera sérkennilegt millinafn geta and- stæðingar dregið það fram í dagsljósið. Sig- fús heitinn Sigurhjartarson, fýrrum ritstjóri Þjóðviljans og alþingismaður fyrir Sósíal- istaflokkinn, varð fyrir því að Morgunblaðs- menn uppgötvuðu að hann hét líka því sára- sjaldgæfa nafni Annes og nefndu hann svo aldrei annað en Sigfús Annes og linnti þeim ofsóknum ekki fyrr en Sigfús sneri vörn í sókn með því að skrá sig í blaðhaus Þjóð- viljans sem Sigfús A. Sigurhjartarson. Þá var ekkert sniðugt lengur að kalla hann Annes. Hið sama fékk reyndar hugsjónamaður, Hannes H. Gissurarson, að reyna nokkrum áratugum síðar. Andstæðingar hans á Þjóð- viljanum fundu út úr því að millistafurinn H. táknaði Hólmsteinn og þóttust þar aldeil- is hafa fundið gott barefli á kauða. En líkt og Sigfús forðum sló hann vopnið úr hönd- um andstæðinganna með því að gangast stoltur við nafninu. Enn eitt afbrigði uppnefna hef ég þóst verða var við í stjórnmálabaráttunni: Ef ráðamaður heitir tveimur skírnarnöfnum og brúkar ævinlega bæði nöfnin, má ná sér rækilega niðri á honum með því að sleppa seinna nafninu. Þegar fyrrnefndur Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætlar í skrifum sínum til dæmis að koma þungu höggi á Ólaf Ragnar Grímsson þá grípur hann gjarna til þess ráðs að kalla hann aðeins Olaf Grímsson. Svona geta nöfn líka verið skemmtileg þó þau séu leið. ÞÓRARINN ELDJÁRN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.