Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1991, Blaðsíða 13
I Horft yfir gamla borgarhlutann í Aþenu, elstu höfuðborg hins vestræna heims. í fjöllunum milli Saalbach og Hinterglemm í Austurríki. 4 Hvað býður Tjæreborg? - stærsta ferðaskrifstofa Norðurlanda Ferðir með Tjæreborg eru nú auðsóttari fyrir íslendinga, þegar ferðaskrifstofan Saga er orðin umboðsaðili og selur ferð- irnar á sama verði og danska skrifstofan — flugferðin héðan er inni í pakkaverðinu. íslendingar kjósa yfirleitt þriggja vikna sumarleyfisferð. En hjá Tjæreborg er miðað við 2 vikur, auka- gjald fyrir þriðju vikuna, en þá er ferðin ekki eins hagstæð og beint leiguflug héðan. Tjæreborgarferð er kjörin fyrir þá sem vilja eyða hluta af sumarfríi sínu t.d. í sumarhúsi í Dan- mörku eða aka um meginlandið í eina viku. Tjæreborg býður líka vikuferðir út frá ýmsum áfangastöðum. Við skulum aðeins líta á aukna möguleika í ferðavali og þá þjónustu sem býðst með Tjæreborg. Tjæreborg leggur aðaláherslu á sólarstrendur á Spáni, Mæj- orka og Ibiza eins og íslenskar ferðaskrifstofur. Einnig er áhersla á Flórída, Ítalíu, Portúg- al og Kýpur eins og hjá íslensk- um aðilum. Nýir áfangastaðir opnast innan landanna, en hótel eru svipuð og íslensku ferða- skrifstofurnar bjóða - íbúðahótel sniðin fyrir fjölskyldur, en sér- stök hótel fyrir unga fólkið og minni hótel fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig — í hópferð- inni. A LA CARTE SERVICE þýð- ir aukna þjónustu við þá sem hafa farið t.d. til Mæjorka eða Costa del Sol ár eftir ár. — Gaml- ir áfangastaðir eru kynntir með nýju sniði. Hótel eru í boði — við aðra strönd, t.d. Puerto de Soller — eða hótel í spönskum smábæ til að komast betur inn í spánskt andrúmsloft. Farar- stjórar eru innan handar að finna upp á einhverju nýju og „öðruv- ísi“. TILBOÐSVERÐ stendur allt- af til boða á áfangastaði sem ekki eru fullbókaðir. Það er sett fram þremur vikum fyrir áætlaða brottför. „BUDGET FERIE“ eru sér- stök kjör sem gilda allt árið. Þau tryggja flug og gistingu, en hót- el er ekki gefið upp fyrr en á áfangastað — einnig má búast við að vera fluttur á annað hótel meðan á dvöl stendur. Tilboðið byggist á að geta fullnýtt alla gistingu. „BEACH & BOOGIE“ eru sér- stök hótel þar sem hópur sér- þjálfaðra fararstjóra er með af- þreyingu fyrir „unglinga“ á aldr- inum 18-33 ára. „Dagskráin“ nær yfir nóttina líka og byggist á að hafa nóg fyrir stafni — ekki bara „drekka og djamma!“ Og það eru diskó- og safariferð- ir, siglingar og strandveislur og margskonar íþróttir. Klúbbar eru fyrir alla aldurshópa, fjölskyldu- klúbbar og barnaklúbbar, eins og hjá íslensku ferðaskrifstofun- um. Vikuferðir frá gömlum áfangastöðum Frá Costa del Sol býðst áhuga- verð vikuferð um Marokkó. Siglt er yfir sundið og ekið á milli gömlu konungsborganna. Gist m.a. í Fes, Marrakech og Casa- blanca. Mikið er um mósaik- og marmaraskreytingar í múha- meðsku medínunum og litskrúð- ugir útimarkaðir sýna vel sér- stætt arabískt mannlíf. 7 DAGA SIGLING UM GRÍSKA EYJAHAFIÐ frá Aþenu eða Loutraki (sem er nýr dvalarstaður) er ekki farin í lúx- ussnekkju, en endurnýjuðu litlu tréskipi með 18 tveggja manna klefum. Aðbúnaður farþega er einfaldur, sturtuklefi á hveija 2 klefa og boðið upp á hálft fæði um borð. Kvöldverður er snædd- ur í landi, kannski á grískri krá þar sem eyjabúar safnast saman. Nýir áfangastaðir Leiguflug er til Grikklands og Tyrklands og víða er hægt að dvelja á grísku eyjunum. Lout- raki er nýr dvalarstaður við Kor- intuflóann, 90 km frá Aþenu. Skaginn Halkidiki teygir sig út í gríska eyjahafið og Tjæreborg er þar með gististaði í tveimur smábæjum — stutt yfir sundið til Tyrklands og Thessaloniki nálægt, höfuðborg Makedóníu pg næststærsta borg Grikklands. í 8 daga hringferð um Tyrkland er ferðast um vöggu vestrænnar menningar og nöfn úr grísku goðafræðinni við hvert fótmál. Og nýjungin sem seldist upp í vor er 21 dags ferð eftir hinni 2000 ára gömlu Silkileið um Pakistan og Kína. í ferðalok er 5 daga dvöl í Peking. Þeir hjá Tjæreborg eru með í athugun að bjóða aðra slíka ferð í sumar. Fyrir utan borgir sem eru líka í boði hjá íslenskum ferðaskrif- stofum eru borgarferðir til Madrid, Rómar, Lissabon og Aþenu. Tjæreborg er með sérbækling um rútuferðir, en Danir eru mjög hrifnir af þeim ferðamáta. í boði eru: 1) venjulegar rútuferðir eins og við þekkjum frá Kaupmanna- höfn 2) rúta í stað flugs á áfangastað (e.t.v. 16-30 tíma ferð) en flogið til baka. Nánari upplýsingar hjá ferða- skrifstofunni Sögu. O.Sv.B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.