Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 5
* Þótt liðið sé á þriðja ár frá því jarðskjálftinn lagði Spitak í rúst, búa margir enn í bráðabirgðahúsnæði innan um brak úr hrundum húsum. Armenía hefur alltaf verið á krossgötum í alfaraleið. Hér er brú á silkiveginum, mikilvægustu verslunarleið fyrri alda. Hratskar (orðið minnir á hörgar), steinkrossar sem rnikil helgi hvílir á í Arm- eníu. Dökki liturinn á neðri hluta steinkrossanna er sót frá bænaeldum. Greinar- höfundur er til hægri á myndinni. þeirra við ofsóknir og útrýmingu. Sá ótti magnast upp um þessar mundir þegar- hætta virðist á að Sovétríkin liðist í sundur og felst nokkur mótsögn í því, að um leið og þeir leita aukins sjálfstæðis innan sovéska ríkja- sambandsins, magnast óttinn við að verða nágrönnunum auðveld bráð. Armenar tilheyra indóevrópsku þjóðafjöl- skyldunni. Þeir tala eigið tungumál og nota eigið stafróf, sem armenskur fræðimaður að nafni Mesrop Majstots fann upp arið 396 e.Kr. Þá hófst ritöld í Armeníu, en fyrir þann tíma ristu þeir fleygletur á steina. Þeir rituðu á kálfskinn og skreyttu handrit sín af mik- illi smekkvísi. Armensk handrit eru um 25 þúsund talsins og finnast á söfnum víða um heim, en flest eða rúmlega 10.000 þeirra eru varðveitt í handritastofnunni Matenadaran í Jerevan. Mikill fjöldi armenskra handrita hefur þó farið forgörðum í styijöldum og jarðskjálftum. í handritunum er ljallað um flest milli himins og jarðar; sögu, heimspeki, læknisfræði, stjörnufræði, landafræði og svo mætti lengi telja. Á svæðinu milli Svartahafs og Kaspíahafs mynduðust þegar mörgum öldum f.Kr. fursta- og síðar konungsveldi. Það virðast vera örlög Armena frá upphafi vega að þola ágang þjóðflokka og stórvelda úr öllum átt- um. M.a. komu Rómveijar þar við sögu, en eftir fall Rómarveldis hófst blómaskeið arm- enska ríkisins, sem náði hámarki á 9.-11. öld e.Kr. Armenar tóku kristni, fyrstir allra þjóða, árið 301. Kirkjan er sk. eineðlishyggjukirkja og er sjálfstæð grein innan grískkaþólsku kirkjunnar. Þeir eru mjög trúræknir og stolt- ir af trúararfi sínum og ýmislegt í trúarsiðum þeirra kom okkur spánskt fyrir sjónir eins og dýrafórnir. í Armeníu eru margar forn- helgar kirkjur og klaustur. Helsta trúarsetrið er Etzmiadsin, sem skipar svipaðan sess meðal Armena eins og Vatíkanið meðal ka- þólskra. í Armeníu eru trúarleg minnismerki er þeir nefna hratskar sem þýðir steinkross. Þetta eru steindrangar oft um 2 m á hæð og fagurlega úthöggnir. Þeir standa oft margir saman í þyrpingum og hvílir mikil helgi á þeim enn þann dag í dag. Steinkross- amir eiga fyrirmyndir frá heiðnum sið og tengjast armensku kirkjunni og er ekki að finna annars staðar. Þegar ríki múslima fóru að láta til sín taka í þessum heimshluta, hófst hnignun arm- enska ríkisins, sem náði til Miðjarðar- Svarta- og Kaspíahafs er það var í hámarki. Stærð þess var þá um 200 þúsund ferkílómetrar eða sjöfalt stærra en það er nú. í byijun 19. aldar varð Armenía hluti af rússneska keis- araveldinu annars vegar og tyrkneska sol- dánsríkinu hins vegar. Armenar voru sæmi- lega haldnir undir veldi Rússa, en Tyrkir bældu niður allar kröfur um sjálfstjórn Arm- ena með harðri hendi. Stórfelldar ofsóknir heimsstyijaldarinnar með skipulögðum brott- rekstri tveggja milljóna Armena frá heima- héruðum þeirra, sem nú eru austasti hluti Tyrklands. Þeir voru hraktir til suðurs, út í eyðimerkur Sýrlands. Flestir áttu ekki aftur- kvæmt úr þeirri ferð, en þeir sem lifðu þess- ar hörmungar af dreifðust víða um heim, flestir fóru vestur um haf til Kanada og Bandaríkjanna. Hvar sem Armenar búa halda þeir við tungu sinni og menningu og rækta samböndin við móðurlandið eins og þeirTrek- ast geta. Á árunum 1918 til 1921 Armenía sjálf- stætt ríki áður en það varð eitt Sovétlýðveld- anna. Segja má, að Armenar hafi verið þeir fyrstu sem létu reyna á „glasnost" stefnuna, sem hélt innreið sína með Gorbatsjov, þáver- andi aðalritara sovéska kommúnistaflokks- ins. Fólk af armenskum uppruna krafðist opinberlega, árið 1987, sameiningar Nag- omo-Karabak héraðs og Armeníu. Nagorno- Karabak er í Azerbadjan, grannríki Armeníu til austurs. Kröfum um sameiningu hefur verið hafnað hingað til og mótmæli í Nag- orno-Karabak er í Azerbadjan, grannríki Armeníu til austurs. Kröfum um sameiningu hefur verið hafnað hingað til og mótmæli í Nagomo-Karabak bæld niður með hervaldi, nú síðast fyrir nokkrum vikum og þá urðu Armenar einnig að hrökklast á brott, þúsund- um saman að því er virðist. Frá 1987 hafa verið stöðugar skærur milli vopnaðra sveita Armena og Azera, bæði í Nagorno-Karabak, og á landamærum þessara Sovétlýðvelda. í febrúar 1988 kom til ofsókna og morða á Armenum í smábæ nálægt Bakú, höfuð- borg Azerbadjan. í kjölfarið fluttu mörgþús- und Azerar frá Armeníu til Bakú af ótta við hefndaraðgerðir Armena. Talið er að Azerar hafi hrakið þúsundir Armena frá Bakú í jan- úar 1990. Þeir voru fyrst fluttir á austur- strönd Kaspíahafs og þaðan flugleiðis til Armeníu. I kjölfarið flýðu Armenar frá Az- erbadjan þúsundum saman. Engin opinber samskipti er nú milli Armeníu og Azerbadj- an. Stjórnvöld í Azerbadjan hafa lokað fyrir olíuleiðslu, sem liggur frá olíulindum við Kaspíahaf til Armeníu með slæmum afleið- ingum fyrir efnahags- og atvinnulíf í Ann- eníu. Á fyrra ári lýstu stjórnvöld Armeníu yfir sjálfstæði landsins og breyttu hinu opinbera heiti landsins úr Sovétlýðveldið Armenía í Lýðveldið Armenía. Armenía er eitt þeirra sex lýðvelda, sem neita að taka þátt í nýrri skipan ríkjasambands Sovétríkjanna. Þrátt fyrir það virðast stjórnvöld í Armeníu telja hyggilegast að fara varlega í sakirnar hvað varðar fullkomið sjálfstæði, enda óvíst að fullt sjálfstæði þýði aukið öryggi gagnvart Azerbadjan og Tyrklandi. Af þessari stuttu upptalningu má ljóst vera, að ástandið sunn- an Kákasusfjalla er flókið og bæði gamlar deilur og nýjar renna saman í eitt. Gestjöfum okkar varð tíðrætt um stjórn- málaástandið í þessum heimshluta eins og vænta mátti og e.t.v. fengum við fremur ein- lita mynd af vondu Tyrkjunum í austri og vestri (Azerar eru oftast kallaðir Tyrkir í Armeníu, enda skyldar þjóðir) og góðu Arm- enunuin. Eitt er þó víst. Armenar, sem eiga við ofurefli að etja, heyja nú sem fyrr harða baráttu fyrir tilverurétti sínum. Ekki urðum við vör við hatur í garð Azera, fremur tor- tryggni. Margir virtust telja, að öll meirihátt- ar uppþot og gagnkvæmar ofsóknir væru skipulagðar utanfrá af andstæðingum um- bóta, sem vildu þannig klekkja á „glasnost" og „perestroiku“. Ymsir aðilar, bæði í Arm- eníu og Azerbadjan, þar á meðal trúarleiðtog- ar, hafa á undanförnum árum hvatt til sátta og stillingar, en orðið lítið ágengt. Hvað er það sem gerir þjóð að þjóð? Arm- enar vita svarið. Armenska ríkið var stofnað á 6. öld f.Kr. Þjóðernisvitundin er afar sterk og allar þær hörmungar sem yfir þá hafa gengið í aldanna rás, hafa styrkt þjóðarvit- undina. Tungan, sagan, trúin, landið, fjöl- skyldan eru kjarninn í tilveru þeirra. Þeir gefast aldrei upp. Þrátt fyrir allar þær hörmungar, sem hafa dunið yfir Armena fyrr og síðar eru þeir glað- værir og einstaklega gestrisnir og virðast nota hvert tækifæri sem gefst til að gleðjast saman. Okkar voru haldnar veglegar veislu hvern einasta dag, stundum tvær! Þrátt fyrir tóma stórmarkaði settumst við að ríkmann- legu og fjölbreyttu veisluborði hvert sinn sem matast var. Borið var fram kjöt, oftast af kind eða svíni. Kjötið var framreitt grillað á teini og soðið í kjötsúpu. Með því voru born- ar ýmsar tegundir grænmetis og kryddjurta, einnig var borið fram brauð, jógúrt og hun- ang og alls kyns lostætir ávextir. Yfirleitt bragðist maturinn mjög vel, en þó voru stund- um bornir fram réttir, sem vöktu takmarkað- an áhuga okkar eins og hanagrautur, búinn til úr mauksoðnu hanakjöti og gijónum. Út á grautinn var hellt súru, bræddu smjöri. Með matnum var borið fram ölkelduvatn og límonaði og ennfremur vodka eða koníak í staupum. Var það að mati Armena óhjá- kvæmilegur fylgifiskur máltíðarinnar. Okkur Vár í sjálfsvald sétt hvört við neyttum hinna sterku veiga, en fyllt staup var við hvern disk og skyldi því lyft og skálað við lok hverr- ar skálaræðu, en þær voru margar. En hvaðan komu veisluföngin? Við sáum ekki merki þess, t.d. á útliti fólks að það byggi við matarskort. Það var auðsætt að maturinn kom ekki úr stóru, tómu, búðunum, heldur virtist sem bændur seldu afurðir sínar aðallega á frumstæðum útimörkuðum, nán- ast við vegkantinn. Sérkennilegust þótti okk- ur kjötverslunin. Menn höfðust við í vegkant- inum með fjárhóp og var fénu slátrað jöfnum höndum eftir því sem kaupendur bar að. Kaupandinn stakk nýslátruðum skrokknum í skottið á bílnum og ók leiðar sinnar. Þetta virtist einfait og praktískt miðað við ríkjandi aðstæður. Þótt íslensk heilbrigðisyfirvöld hefðu sjálfsagt haft sitthvað við þetta að athuga, þá varð okkur ekki meint af arm- enska lambakjötinu. NOKKRAR JARÐVÍSINDALEG- AR STAÐREYNDIR UM Armeníu Armenía er mjög hálend. Meðalhæð lands- ins yfir sjávarmáli er 1.800 m. Það er mikil náttúrufegurð, landið er frjósamt og þar er fjölbreytt jurta- og dýralíf. Þjóðartákn Arm- ena er hið 5.000 m háa eldfjall Ararat þar sem sagan segir að örkin hans Nóa hafi strandað í lok syndaflóðsins. Ararat gnæfir yfir Jerevan, en nú er það innan tyrknesku landamæranna. Eldvirkni og fellingafjallamyndun hafa átt stóran þátt í að móta ásýnd landsins. Hér mætast tveir jarðskorpuflekar, Arabíbuflek- inn, sem kemur úr suðri og lendir á hinum risastóra Evrasíufleka í norðri. Jarðlög, sem eitt sinn voru sjávarbotni hafa lyfst svo þús- undum metra skiptir, hnoðast saman og myndað fellingafjöll, allt frá Kákasusfjöllum í norðri til fjalla svæða Tyrklands, írans og Iraks í suðri. Árekstrar jarðskorpufleka eru flókin fyrirbæri og hér er ekki um beinan árekstur Arabíu- og Evrasíuflekanna að Yfirlitskort af Armeníu og nágrenni, sem sýnir hina flóknu stöðu þjóðmála í þessum hluta Sovétríkjanna. ræða, heldur kemur snúningur Arabíuflekans líka inn í dæmið. Hann veldur því að jarðlög kýtast ekki einungis saman, heldur hreyfast þau einnig í andstæðar áttir svipað og i Kalifomíu við San-Andreas sprunguna, svo- kölluðu. Það þarf því engan að undra að jarðskjálft- ar eru bæðir stórir og tíðir á þessum slóðum og hafa Armenar haldið skrár yfir jarð- skjálfta og afleiðingar þeirra í nærfellt 3.000 ár. Nú fyrir skemmstu reið yfir mikill jarð- skjálfti í Georgíu, norður af Ármeníu, í fyrra í norðurhluta Irans og í desember 1988 í norðvesturhluta Armeníu. Afleiðingarnar vo- ur skelfilegar, a.m.k. 25 þúsund manns létu lífið. Mest var eyðileggingin í tveimur borg- um, Spitak og Leninakan og um 20 þorpum nálægt þessum borgum, en auk þess urðu um 300 þorp til viðbótar illa úti. Við heimsótt- um Spitak og kynntumst ástandinu þar. Skjálftinn átti upptök rétt við Spitak og á nokkrum mínútum myndaðist um 30 km löng misgengissprunga. Misgengið er um 70-80 sm þar sem mest gekk á. Gífurleg orka leyst- ist úr læðingi. Við sáum sviðinn gróður á sprungubörmunum þar sem kjarreldar höfðu kviknað af völdum hitans er myndaðist í hamförunum. Þrátt fyrir mikla uppbyggingu og aðstoð m.a. frá öðrum Sovétlýðveldum, Norður- löndum, Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkjunnar er eftir að taka til hendinni ótrú- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. JÚLÍ1991 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.