Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1991, Blaðsíða 12
Staldrað við 1 Staðarskála Frá Byggða- safninu að Reykj- um. Tjaldsvæði, sumarhús og veiði Á bökkum Hrútafjarðarár er snyrtiaðstaða fyrir tjaldfólk. Á neðri hæð Staðarskála eru gisti- herbergi og fyrir ofan veg er lítill sumarbústaður til leigu. Þeir Staðarbræður eiga sér draum um að reisa hér orlofshúsabyggð. Að efla ferðaþjónustu í sýslunni. Og ferðamenn eiga eftir að leita í upplýsingahornið í Staðarskála. Já, kannski á Staður eftir að breytast í áfangastað, ekki aðeins viðkomustað á hraðleið. Klukku- tímaleið er héðan upp á Arnar- vatnsheiði, þar sem stöngin er á um 2.000 kr. yfir daginn. Frá 15. september og fram eftir hausti er tími gæsaveiðimanna. „Ákveð- inn kjarni íslendinga stundar gæsaveiðar og kemur ár eftir ár,“ segir Magnús í Staðarskála. „Veiðileyfið var á 600 kr. yfir daginn í fyrra.“ Og nálæg heiða- lönd eru mikið notuð fyrir vél- sleðaleiðangra að vetrarlagi. Byggðasafnið að Reykjum Oft hefur mig langað til að skoða Byggðasafnið að Reykjum og nú læt ég verða af því. Áðeins 2-3 mínútur að aka afleggjara frá þjóðvegi sem er vissulega þess virði. Segja má að safnið hafi orðið til vegna hákarlaskipsins Ófeigs. Skáli var reistur yfir þenn- an áttæring (eitt stærsta íslenska skip á seinni hluta 19. aldar) — og í framhaldi skipaskálans reis byggðasafn. Hákarlaskipið er því . happafley, bæði á sjó og landi! Lifrartunnur, kræklingahrífur og vaðsteinar frá 1860. Strangar hákarlalegur hjá sjómönnum sem sóttust aðeins eftir hákarlalifr- inni. Upplýst líkan af þekktu verslunarhúsi V-Húnvetninga á Hvammstanga frá 1906-7. Pré- dikunastóll frá Grímstungukirkju sem var lögð niður 1881. Og brúð- argjöf frá 1905, til Friðriks Jen- sen kaupmanns og Sigríðar — sykurker, kaffí- og rjómakanna - frá Matthíasi Jochumssyni. Og konur hafa ofið eiginmönnum sínum úrfestar úr eigin hári. - Voru þær kannski betri við eigin- menn sína þá? Fordinn frá 1930 sýnir, að póstferðir á hestum eru að leggjast niður - hann var fyrsti leigubíll sýslunnar! Týndur kirkjulykill Allir ættu að koma við í Þing- eyrakirkju, sem er ein merkasta kirkja á landinu. En það getur verið púsluspil fyrir ferðamenn að fá að skoða hana. Kirkjulykill- inn er geymdur á bænum Steins- nesi. En ekkert skilti er við bæ- inn! Athugið, þetta er fyrsti bær til hægri við afleggjarann að Þing- eyrum - gulmáluð bæjarhús. Reykjavíkurkvartettinn var með sumarhátíð að Þingeyrum í síðustu viku og flutti tónlist dag- lega í kirkjunni. Gott framtak sem verður vonandi til þess að kirkjan verði opnari og fólk sæki meira í hana. Þingeyrakirkja var byggð 1864-77 úr gijóti sem var sótt í Nesbjörg og flutt á ís yfir Hópið. Hún hefur að geyma marga merka gripi, eins og altarisbrík frá tímum klaustursins á 15. öld, prédikunarstól frá 1696 og skírnarfont frá 1697 (gjafir frá Lauritz Gottrup). Klaustur var á Þingeyrum frá 1133 fram að siða- skiptum 1550 og eitt mesta menntasetur landsins, þar sem konungasögur og ýmsar Islend- ingasögur voru ritaðar. Vítt og fagurt útsýni er frá Þingeyrum. Rennt við í Víðidalstungu Einnig er fróðlegt að heim- sækja Víðidalstungukirkju (reist 1889) sem geymir altaristöflu eft- ir Ásgrím Jónsson frá 1916. Víði- dalstunga var í 500 ár höfuðból Vídalínsættarinnar. Þar var Flat- eyjarbók rituð um 1400, ein merk- asta íslenska skinnbók sem enn er varðveitt. Af náttúruvættum má skoða Kerafossa, sérkennileg- ar flúðir og skessukatla í Fitjá, skammt fyrir neðan hringveginn í átt til Víðidalstungu. Skammt innan við Víðidalstungu eru svo Kolugljúfur í Víðidalsá, kennd við tröllskessuna Kolu. Gijúfrin eru óvíða geng - um 20-25 m djúp og á annan km að lengd. V atnsneshringur Margir aka 90 km hring um Vatnsnesið. Góð dagleið, því margir athyglisverðir staðir' eru til að skoða. Stuðlabergskletta- borgin Borgarvirki rís upp úr ás- unum milli Vesturhóps og Víði- dals. Grjótveggur mikill hefur verið hlaðinn í skarð og þar er inngangur í virkið. Rústir af tveimur skálum eru inni í virkinu. í Heiðarvígasögu segir frá því er Borgfirðingar hugðust svelta Barða Guðmundsson og lið hans inni í virkinu. En virkisbúar blekktu umsátursliðið með því að kasta síðustu matarleifum út fyrir virkið! Bærinn Ósar er 25 km frá aðal- vegi. Þar er nú Farfuglaheimili. Óvíða er skemmtilegra að ganga um fjörur, sjá selina bylta sér umhverfis klettadranginn Hvítserk, hvítdritaðan af fugli. Hvítserkur er tvímælalaust eitt tígulegasta náttúruvætti sýslunn- ar. Drangurinn rís 15 metra í flæðarmálinu og minnir á fornald- ardýr. Um tíma var óttast að hann stæðist ekki sjávargang, því voru undirstöður hans styrktar með steinsteypu. Vestan á Vatnsnesi er fjöl- breytilegt landslag með kletta- brúnum og stöpum, mikill §öru- gróður. Fögur fjallasýn opnast til austurs, en Eiríks- og Langjökull í suðri þegar ekið er fýrir nestána frá Hindisvík. Hvammstangi Að afloknum hring er tilvalið að stoppa um stund í þjónustumið- stöð sýslunnar, Hvammstanga. Ég hafði ekki komið til Hvamms- tanga um árabil. Því kom mér skemmtilega á óvart að sjá hvað bærinn hefur byggst myndarlega upp. Falleg hús og garðar. Glæsi- leg útisundlaug með rennibraut og nuddpotti. Nýtt hótel, en mat- seðill líkt og á góðum hamborga- rastað við þjóðveginn. Tjaldsvæðið er fallega staðsett, en mætti vera í meiri tengslum við bæjarlífið. Tjaldbúar í þéttbýli vilja gjarnan geta gengið í versl- anir og sundlaug. Stórkostlegt að sjá afgirt kríuvarp við bæinn og kríurnar hreyfa sig ekki af hreiðr- unum þó að umferð sé fast hjá. Gallerí Bardúsa í gamla verslun- arhúsinu við höfnina er heimsókn- ar virði. Ótrúlega vandaðir heima- unnir munir á góðu verði. Málverk eftir heimamenn. Smíðaðir kistlar. Handmálaðir dúkar (um 750 kr). Nælur úr leir (frá 350 kr.) og eyrnalokkar úr hvalstönn. Já, það er sannarlega þess virði að nema staðar í V-Húnavatnssýslu. Oddný Sv. Björgvins Vatnaíþróttir á Svínavatni í Grímsnesi. Grímsnes: Vatnaíþróttir á Svínavatni Á Svínavatni í Grímsnesi er nú boðið upp á að leigja vatna- sleða og sjóskíði. Nýjung sem er örugglega vel þegin af þeim fjölda fólks sem dvelur í sum- arbústöðum í nágrenninu. Leigðir eru eins manns leik- sleðar, tveggja manna fjöl- skyldusleðar, sjóskíði og þurr- gallar í flestum stærðum. Að auki er hestaleiga á 3-4 hestum í boði og stangveiði í læk. Einn- ig eru kaffiveitingar á bænum. Upplýsingar í síma: 98-64437. Finnland: Byggingarlist, risaferjur og breysk skáld ÞÓ AÐ Finnland teljist til Norðurlandanna og Islendingar kalli Finna frændur þá hafa ferðalög þangað ekki verið ýkja algeng. Tungumálið hefur auðvitað sitt að segja, en Finnar tala líka margir afar skemmtilega og auðskiljanlega sænsku, svo þeir sem slarkfærir eru í skandinavísku ættu að getað bjargað sér. Og heimsókn til Finnlands er ferðarinnar virði. Flugleiðir fljúga beint til Helsinki á mánudögum á sumrin, fram til septemberbyij- unar, svo ekki ætti það að vefjast fyrir neinum að fara þangað. Þegar hópur blaðamanna sótti Finnland heim fyrir skömmu var þó farin hin hefðbundna leið Svía, þ.e. með stórri feiju frá Stokk- hólmi til Helsinki. Eftir dálitla töf á flugi frá Keflavík til Stokk- hólms, vegna mikillar þoku, rétt náði hópurinn um borð í feijuna. Og slík ferð er svo sannarlega þess virði að fara hana. Þessar feijur eru engir flóabátar, heldur risastór skemmtiferðaskip, með fjölda skemmtistaða, veitinga- staða, verslana, ráðstefnusala og auðvitað er þar að finna hið ómiss- andi fínnska gufubað. íslenski hópurinn var því ekki einu sinni kominn til Finnlands þegar gufu- böðin hófust, sem urðu daglegt brauð upp frá því. Feijan Cinderella, sem við fór- um með, er í eigu skipafélagsins Viking Line og er nýjasta og stærsta skipið í flota þess. Skipa- félagið flytur 8 milljónir farþega á ári hveiju. Svíar fara gjarnan í helgarferðir með feijunum, neyta ódýrra drykkja og matar um borð og Tá að kaupa ákveðinn skammt af áfengi og tóbaki tollfrj álst. Svona njóta þeir lífins um borð, sigla til Helsinki og heim aftur um borð í risavöxnum skemmti- stað. Þeir stíga margir hveijir ekki einu sinni á land í Finn- landi, heldur fara heim aftur í „spritbáten“, eins og þeir kalla feijuna. Saga Finnlands Finnland var hluti af Svíþjóð í yfir 700 ár, eða allt til ársins 1809, þegar Rússar lögðu landið undir sig. Helsta ástæða þess var að Rússar vildu styrkja varnir sínar í vestri, til að veija nýju höfuðborgina, Sankti Pétursborg (Leningrad). Rússar óttuðust að á miklum ófriðartímum gæti Svíþjóð, eða sjálfstætt Finnland, í bandalagi við óvini Rússlands, veitt óvinum Rússa árásarað- stöðu. Finnland hélt þó löggjöf sinni og þjóðfélagsformi; varð stórfurstadæmi með eigin stjórn- sýslustofnanir. Eftir byltinguna í Rússlandi árið 1917 varð Finnland fullvalda ríki, en átti þó eftir að eiga í illdeilum við nágranna sína í austri og er Vetrarstríðið 1939 líklega þeirra þekktast. Þá létust 25 þúsund Finnar í átökunum, en að heimstyijöldinni síðari meðtal- inni var tala látinna 86 þúsund, auk þess sem 189 þúsund særð- ust. Finnar og byggingarlistin Helsinki er snyrtileg borg og þar er margt fallegra bygginga. Borgin var endurbyggð úr rústum eftir hernám Rússa og var ákveð- ið árið 1812 að hún yrði höfuð- borg Finnlands. íbúar þar voru þá aðeins fjögur þúsund, en í dag eru þeir hálf milljón. Margt glæsi- legra bygginga var reist, svona eins og til að sanna fyrir Finnum að þeir væru vel settir undir Rússakeisara. Finnlandsforseti býr til dæmis í höll, sem áður var höll keisarans. Nýrri byggingar eru einnig margar glæsilegar, enda hafa Finnar getið sér gott orð víða um heim iyrir byggingar- list sína og þaðan koma ýmsir frægir arkitektar. Fyrir utan hinn heimsþekkta Alvar Aalto má þar nefna þremenningana Saarinen, Gesellius og Lindgren, sem árið 1902 byggðu sér íbúðarhús og vinnustofur í Hvittrásk skammt frá Helsinki. Þangað ættu ferða- langar að skreppa og skoða húsin, sem eru úr steini og tré, hönnuð með það fyrir augum að þau féllu eðlilega að umhverfinu, finnska skóginum og vötnunum. Þama sátu arkitektamir og lærisveinar þeirra og teiknuðu ýmis stórhýsi, Heilsuræktar- dvöl undir Jökli Arnarstapi á Snæfellsnesi í NÁTTÚRUFEGURÐ undir Jökli er nú boðið upp á heilsurækt- arvikur í sumar. Þekktur þjálfari í líkamsrækt, Katrín Haf- steinsdóttir (Katý í World Class), er umsjónarmaður og Ieiðbein- andi og sér til þess að fólk fari frískara heim. Við leituðum nánari upplýsinga hjá Hörpu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra. „Við viljum bijóta upp ákveðið ferli með dvölinni," segir Harpa, „leggja höfuðáherslu á að fólk gisti í tjöldum, stundi holla úti- vist og líkamsrækt. En auðvitað er líka hægt að fá gistingu inni í Arnarbæ. Mikil áhersla er lögð á hollan og góðan mat. Kokkur- inn okkar er Steinunn Júlíusdótt- ir. Og við verðum með einn besta þjálfara í líkamsrækt á íslandi, Katrínu Hafsteinsdóttur. Hún er með eigin vaxtarræktaræfingar sem sýna árangur mjög fljótt. Gerum okkur vonir um að geta náð öllum aldurshópum, til að sýna hvað má ná góðum árangri. Líkamsæfingar fara fram í 50-60 fermetra tjaldi. Ætlum að vera með grillveislur niðri á Bleikasandi. Fá fyrirlesara á kvöldvökur, en vera líka með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.