Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1992, Blaðsíða 9
íslandsferð í tilefni söguritunarinnar árið 1888. Eftir að hafa ferðast til sögustaða, fékk hann far utan með gufuskipinu Cope- land. Aðalfarmurinn var íslenzkir hestar, sem búið var að selja til að nota í kolanám- um, m.a. í Newcastle. Þó á miðju sumri væri, hreppti skipið þriggja sólarhringa fár- viðri, en síðan svartaþoku og fóru nú hest- arnir einn af öðrum að deyja úr hungi’i og kulda, óvarðir í særokinu. Þessi dapurlega sigling endaði með strandi upp við klettótta strönd Pentlandsijarðar. Mannbjörg varð, en þeir hestanna, sem enn stóðu uppi, tínd- ust í hafið einn af öðrum og drukknuðu. Kolin frá Newcastle hituðu íslendingum á tímabili og þá var reistur Kolakraninn við höfnina, sem margir sáu eftir þegar hann var rifínn, rúinn hlutverki. Kolapokar voru eitt af því sem menn þurftu að rogast með, en það var farið sparlega með kolin. í þá daga höfðu kolakaupmenn mikil umsvif, Geir Zoéga til dæmis og fyrirtæki eins og Kol & Salt. Nú heyrir þetta jafnt sögunni til og námugöngin utan við Newcastle; Kolaportið stendur eftir hér sem minningar- orð um þetta tímaskeið. IX Við Flúðir í júlí. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur á sumarbústaði í landi Högna- staða, á næsta bæ við Flúðir í Hrunamanna- hreppi. Venjulega er þetta sumarbústaða- land þó kallað að Flúðum. Það hefur líklega átt sinn þátt í því að bæir þarna í Hreppn- um hafa uppá síðkastið verið kallaðir „á Flúðum“ ef fréttaliðið í fjölmiðlunum hefur þurft að minnast á þá. Einhverntíma heyrði ég minnst á, að Hrunaklerkur hafði messað í „Tungfellskirkju á Flúðum“ og fannst þá þessi vísir að bæ vera farinn að breiða nokk- uð úr sér. Tungufell er eins og margir vita, efsti bær í Hrunamannahreppi og einn þeirra bæja á íslandi, sem hvað lengst eru frá sjó. Skemmsta leið þaðan fram að Flúðum er líklega um 20 km. Ef Flúðir ná jafn langt í hina áttina, segjum framá Skeið, er þetta erðinn stærsti bær á Islandi, mun víðáttu- meiri en Stór-Reykjavíkursvæðið. Engan á ég sumarbústaðinn sjálfur og hef því ekki reynslu af slíkri vist. En eina sólríka helgi síðla í júlí er ég kominn í sumar- bústað, sem konan mín hefur fengið úthlut- að í viku og stendur í landi Högnastaða, nærri Flúðum. Sumarbústaðurinn stendur í raun fyrir sérstakan lífsmáta hjá fjölda manns, sem hefur lagt í verulegan kostnað við að koma sér upp öðru heimili svo að segja. Mér skilst að olíulampar og önnur frumstæð tækni þyki ekki eftirsóknarverð lengur; sumarbústaðafólk vilji hafa þar raf- magn, heitt vatn, sjónvarp, plötuspilara og yfirleitt allt sem það hefur í kringum sig heima fyrir. Það er enda svo, að fólk fer í sumarbústaðinn í vaxandi mæli allan ársins hring, nema mikil snjóalög hindri. Það getur verið notaleg tilbreyting að vera í svona húsi með heitan pott á verönd- inni og geta brugðið sér á bæina eftir því sem verkast vill. I búðinni hjá Geira á Flúð- um fæst hreinlega allt, sem sumarbústaða- fólk og annað staðarfólk þarf. Þar er sund- laug, félagsheimili og hótel. Það er deginum ljósara, að hér verður orðinn bær áður langt um líður. Og það er menningarlegt snið á þessu þéttbýli og tijágróðurinn svo blómleg- ur, að hann er nú þegar kominn langt upp- fyrir húsin. Listrænn metnaður Hruna- manna sést á því, að þeir hafa komið fyrir á grasflöt afsteypu af hinni frábæru högg- mynd, Öldu aldanna, eftir Einar Jónsson, sem fæddist og ólst upp í Galtafelli, fáeina kílómetra frá Flúðum. Frá sumabústaðnum blasir við Bræðra- tunga, handan Hvítár og Kópsvatnseyrar, þar sem við Tungnamenn riðum árlega yfir ána á vaði á leið á Álfaskeið. Sú útiskemmt- un hefur lagst af, en var fjölsótt á árum áður og staðið að henni með metnaði. Til dæmis man ég eftir því, að eitt árið var Halldór Laxness fenginn til að halda ræðu og það var alltaf keppt i fijálsum íþróttum við frekar frumstæðar aðstæður á náttúru- legri grasflöt og ef ég man rétt, söng Hrepp- akórinn undir stjórn Sigurðar í Birtinga- holti. Svo var að sjálfsögðu dansað; ég get samt ómögulega munað hvort það var á palli eða bara á grasflötinni - það hefur ugglaust ekki skipt máli. Ræðumenn, hlauparar og hreppakórar draga líklega ekki lengur að fólk. En Álfa- skeið er samt á sínum stað framan í Lang- holtsfjalli og minnir á rómverskan leikvang með óteljandi sætaröðum í brekkunum kringum flötina. X París í október. Ekki veit ég hvort nafli heimsins er hér í París, en naflinn í Parísar- borg virðist mér að sé svæðið á hægri bakk- anum frá Pompidousafninu og út að Höllun- um, Les Halles, svo sem þessi kjötmarkaður borgarinnar var nefndur. Nú hefur hann fyrir nokkrum árum verið lagður niður og í staðinn er komin risastór „Kringla" með ótal verzlunum og veitingahúsum. París er mér kærust borga í Evrópu; mér finnst hún óviðjafnanleg, en hún er samt ein af þeim borgum sem Islendingar þekkja almennt lítið og sniðganga jafnvel, því þeir halda að þar sé ófær vistin þeim sem ekki mæla á frönsku. Slíkt er þó af og frá. Nú kann að verða breyting á. í auglýsing- um hefur mátt heyra getið um nýja tálbeitu í París á næsta ári og ef ég hef skilið aug- lýsingarnar rétt, mun hún setja allt annað í skuggann í þessari listaborg: Disneyland. Nýtt Disneyland fyrir Evrópu, þar sem Mikki mús og allt það lið bregður stórum svip á svæðið. Engan mun heldur skorta ruslfæði; nóg af hamborgurum og kóki til þess að hinn rétti andi náist. Með öðrum orðum: Innrás lágmenningar- innar, svo stætt sé á því að ráðast í Parísar- ferð og þurfa ekki að meðtaka neitt merki- legra eða dýpra en popphávaða og Mikka mús. En úr því Mikki er ókominn berst ég með straumnum, sem ævinlega liggur í báðar áttir á milli Hallanna og Pompidou-safns- ins. Hvað sem öðru líður er sjálft mannlífið merkilegast í París. Mér sýnist ég vera búinn að sjá alla hugsanlega kynþætti nema indíána og eskimóa. Oftast er mannlífið skrautlegast á torginu framan við safnið: Eldgleypar, menn sem láta fjötra sig með köðlum og keðjum, en tekst samt að losa sig, hljóðfæraleikarar úr Andesfjöllum, ung- ar stúlkur með gjörninga. Ein fór í „pósur" eða stellingar og var eins og myndastytta; hreyfði hvorki legg né lið unz einhver kom aðvífandi og lét skilding falla í pappakass- ann við fætur hennar. Þá lifnaði hún allt í einu, skipti um stellingu og varð mynda- stytta aftur þar til sá næsti birtist. Sjálft safnið var talið tímamótahús, engu öðru húsi líkt, en minnir frekar á orkuver með voldugar pípur og allskyns leiðslur ut- aná. Þetta þótti mjög frumlegt á sínum tíma og annmarkarnir hafa ekki komið í ljós fyrr en nýlega. Nú er nefnilega kominn tími á viðhald og þá kemur í ljós að þetta kraðak af rörum er farið að ryðga og eiginlega engin leið að komast að því til viðgerða. Stundum getur tíminn einn skorið úr því, hvort eitthvað nýtt er gott til frambúðar. Þrýtur þar minnispunkta og því segi ég amen eftir efninu. Frekari hugleiðingar um París læt ég bíða því hér er af miklu að taka, sem rakið verður að einhveiju leyti í tveimur Lesbókargreinum síðar meir. UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR desember þú hugsar ekki um það er þú eyst yfir mig drullunni þú hugsar ekki um það er þú blæst í mig eitrinu á fleygiferð í jólainnkaupum í hvítum plastpokum með auglýsingar í augunum og seðiltungu svo langa svo stóra þú svolgrar í þig æðið innanhúss skreytir tré og TRÉNAR Höfundur er bókarl, hefur gefið út 2 Ijóðabækur og er með BA-próf í bók- mennt- um. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTS Móðurást Und húmblæju hljóðrar nætur vill hugurinn hvarfla svo víða, um það sem ég áður átti, er allt var í lífinu blíða. Þú bernska með blauta sokka og brennheita móðurást, þær stundir koma aldrei aftur um það, er ekkert að fást. Sú minning um móðurhönd með mjúka stroku á kinn, er dýrmætust allra ásta, um eilífð um eilífð, ég finn. ÓLAFUR THORODDSEN Vökuljóð Angurtært leysist úr landi draumsins vatnið og hvíslar að í helgum lundi sé óskasteinninn sem áttir forðum. Þegar þú vaknar er vatnið hélað á gluggans gleri og gleymdar leiðir að óskasteini sem áttir forðum. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavik. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. JANÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.