Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 5
VEISLUMATSELJA í Ráðherrabústaðnum Árið 1920 sigldi Theódóra til frekara náms í Danmörku og vildi einkum tileinka sér kunnáttu í matreiðslu og framreiðslu í fjölmennum veislum. Og enn sýnir þessi kjarnakona hvað í henni býr þegar henni tekst að komast á Den Kongelige Skyde- bane í Kaupmannahöfn en á þeim veitinga- stað voru erlendum tignarmönnum iðulega haldnar veislur. Hér má þess geta að for- sætisráðherra Dana hélt forsætisráðherra íslendinga veislu á hverju vori er hann kom til Kaupmannahafnar til að fá nýsamþykkt lög frá Alþingi staðfest af konungi. Þessar veislur voru oft haldnar á Skydebanen“ en af honum fór sérstakt orð sem veislumat- stað. Þarna lærði Theódóra margvíslegar matreiðslukúnstir og skreytilist. Þótti hún koma sér einstaklega vel og hugði á lengri dvöl í heimsborginni en þá bar svo við að Jón Magnússon, þáverandi forsætisráð- herra, og frú Þóra, kona hans, hittu hana í Kaupmannahöfn og fengu hana til að koma með sér heim. Ástæðan fyrir þeirri beiðni var einföld. Kristján konungur X. hafði boðað komu sína til íslands sumarið 1921 og þau hjónin treystu engum nema Theódóru til að hafa forstöðu í þeim veislum sem honum skyldu haldnar. Varð Theódóra við þessari beiðni og hér með upphófst nýr kafli í ævi hennar. Á árunum 1921-27 mun hún hafa séð um allar meiri háttar veislur í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu og allt fram undir stofnun lýðveldisins sá hún um að elda og bera á borð fýrir tigna erienda gesti á vegum ríkisins. Að vísu komu þar fleiri konur við sögu, t.d. Salóme Guðmundsdóttir, sem annaðist veislumatseld í Ráðherrabústaðnum í tíð Tryggva Þórhallssonar og Ásgeis Ásgeirs- sonar 1927-1934. Norðan heiða naut frök- en Jóninna Sigurðardóttir á Akureyri mik- ils álits og sá um matseld fyrir erlenda þjóð- höfðingja sem þangað komu. Jóninna rak um langt árabil Hótel Goðafoss og annaðist húsmæðrakennslu. Hún var seint á ævinni sæmd fálkaorðunni fyrir skólastjóm og kennslustörf á Akureyri. Þegar Kristján konungur X. var hér á ferð á fyrri hluta aldarinnar settist hann ásamt fylgdarliði ævinlega að veisluborði Theódóm. Hún átti til dæmis hlut að máli við veisluhöld Alþingis og ríkisstjómar á Þingvöllum í tilefni Alþingishátíðarinnar og sá þar um hádegisverðarborðið ásamt Guð- rúnu veitingakonu sem kennd var við Björn- inn. Allt fór þar vel fram en þegar verið var að tilreiða forloren skildpaddesuppe" sem bera átti fram fyrir hina tignu gesti í kvöldverðarboði kom í ljós að soðið hafði súrnað enda engar kaldar geymslur fyrir hendi. Nú vom góð ráð dýr en einhveijum kom til hugar að skella bara koníaki út í súpuna svo að bragðið fyndist ekki. Sveinn, sonur Theódóra, sem nú er 84 ára að aldri, var á meðal matreiðsluliðsins og segist hann hafa fýlgst með viðbrögðum Alex- andrinu drottningar er henni var borin súp- an. Hún smakkaði rétt aðeins á henni og ýtti svo disknum frá en kariamir átu hana með bestu lyst og líkaði greinilega vel kon- íaksbragðið." Ekki þarf að taka fram að Theódóra átti engan hlut að þessari súpu- gerð. TugirErlendra KROSSBERA“ Thorvald Stauning, forsætisráðherra Dana, kom til íslands í júlí 1926 í kjölfar konungskomu í næstliðnum mánuði til þess að sitja fund stjórnar embættismannasam- bands Norðurlanda. Hann átti einnig við- ræður við íslenska ráðamenn og ferðaðist dálítið um landið. Þá var Jón Þorláksson nýsestur í stól forsætisráðherra eftir frá- fall Jóns Magnússonar. Hann hélt þessum tignu gestum mikla veislu í húsi hins síðar- nefnda á Hverfisgötu 21. Til er mynd af veislugestunum, um 40 talsins, en um helm- ingur þeirra vom íslenskir embættismenn sem tóku þátt í þessum norræna fundi. Allir erlendu gestirnir bám heiðursmerki og þau yfirleitt af mjög háum stigum. Ekki mun vera til nein önnur íslensk hópmynd með eins mörgum glæstum krossberum" og em á þessari mynd (hún er birt á bls. 321 í ævisögu Jóns Þorlákssonar er kom út að hausti 1992). Þessum fríða flokki bar Theódóra krásir sínar og hefur trúlega fært sér í nyt afburða þekkingu sína í matreiðslu og skreytilist til að þjóna undir dynti erlendra sælkera sem voru öllu öðm vanir en þeim fábreytta kosti sem hér var nánast allsráðandi. Um þær mundir hafði Theódóra mikil umsvif í bæjarlífinu. Hún hafði á leigu alla efstu hæð hússins sem reist var árið 1901 Uppdekkað veizluborð Theódóru í Kirkjuhvoli um 1930. Ábætisréttir Théodóru. ofvuiotoLCj 8 Stjki/xit-i&VL <zh tfc*u <* ta cféíw t í/pyt<A W<a. <&ÁtqÁt ffávuieiictA vtxxol og fékk nafnið Kirkjuhvoll en hún hóf þar starfsemi árið 1926 og var húsið í eigu bræðranna Herlufs og Arreboe Clausens. Þar hafði hún veislusali sem hún leigði út með veitingum, sá um veisluhöld í heima- húsum og þegar mikið var um að vera í bænum voru stúlkurnar hennar á fleygiferð með súpur og sósur í stómm pottum og tilbúna kjötrétti úr eldhúsinu við Kirkjut- org. Sólveig, dóttir hennar, minnist þess þegar hún þurfti að hlaupa í skarðið fyrir framreiðslustúlku sem forfallaðist. Ég var þá innan við fermingu, í matrósakjól og með fléttur. Ég þorði varla að stynja því upp að ég ætti að reiða fram matinn en þá sagði frúin: Ef hún Theódóra treystir þér til þess að anrétta þá hlýt ég að treysta þér líka.“ Og svo fór allt vel.“ Meistari í Skreytilist Mikla útsjónarsemi mun hafa þurft til að afla fanga fyrir veisluhöldin í bænum, hvort sem í hlut áttu erlendir tignarmenn eða innlent fyrirfólk. Eins og fyrr segir fékk Theódóra farmenn til að kaupa fyrir sig ýmislegt fágæti í útlöndum og oft tókst henni að útvega gott svínakjöt frá Dan- mörku sem hún matreiddi á sinn sérstaka hátt. Oftast þurfti hún þó að láta sér nægja það litla sem hér fékkst í búðum og þá kom sér vel kunnátta hennar í skreytilist. Hún var t.d. snillingur í að matreiða ijúpur og bar þær gjarnan fram með hreiðrum sem hún útbjó úr steiktum kartöflum. Fremst á veisluborðinu sat þá gjaman hamflett ijúpa ofan á hreiðri. Og þótt ísskápar væru varla fjarlægur draumur á millistríðsáranum var Theódóra snillingur í að útbúa ísrétti. Þeir voru búnir til í blikkhylkjum með loki sem þakin vom salti og ís sem hægt var að fá keyptan í íshúsinu sem nú hýsir Listasafn íslands. Og þar sem margar ungar stúlkur fýsti að nema fræði Theódóm efndi hún til matreiðslunámskeiða í húsakynnum sínum. Sumar komu utan af landi og fengu að dveljast í húsakynnum hennar. Þar var því oft glatt á hjalla en agi og fáguð framkoma húsfreyjunnar setti mark sitt á allan heimil- isbrag. Þó að hún hefði mörg járn í eldinum og oft væri tíminn naumur glataði hún aldrei ró sinni og styrk enda muna börn hennar ekki eftir því að nokkuð hafi nokkm sinni farið úrskeiðis. En hún hafði að orðtaki: — Og drífíð ykkur nú!“ segir Sólveig dóttir hennar sem vann við hlið móður sinnar áratugum sam- an. Hún vildi láta hlutina ganga þótt aldrei væri neinn asi á henni. Venjulega vom margar stúlkur undir hennar stjórn því að á þessum tímum varð allt gert í höndunum en henni lét mjög vel að stjórna enda hafði hún sérstaka skipulagsgáfu. Þess þurfti með því að á sumrin rak hún venjulega tvo matsölustaði úti á landi.“ Steiktar Rófur Og Njóli Áhrif heimskreppunnar komu víða fram hér á landi og þar á meðal í minnkandi veislugleði borgarbúa. Fyrir vikið þurfti Theódóra að draga saman seglin og segja upp húsnæðinu við Kirkjutorg. Hún sá þó áfram um opinberar veislur, þar á meðal flestar eða allar veislur í Ráðherrabústaðn- um í ráðherratíð Hermanns Jónassonar frá 1934 og fram til 1942. Ennfremur sá hún um veislur fyrir Svein Björnsson og frú Georgíu á meðan þau voru ríkisstjórahjón. Á sumrin starfaði hún hins vegar úti á landi og þótt hún hefði engan bíl til umráða lét hún sig ekki muna um að reka tvö matsölu- hús í einu. Hún fór þá á milli í áætlunarbíl- um en að sjálfsögðu valdi hún sér til sam- starfs fólk sem hún treysti vel og hafði sjálf þjálfað. Sumarið 1932 rak hún veit- inga- og gistihús á Kárastöðum í Þingvalla- sveit og það sama sumar byijaði hún rekst- ur veitingahúss að Ferstiklu í Hvalfírði þar sem hún starfaði næstu fjögur sumur. Sum- arið þar á eftir kom hún sér fyrir með veit- inga- og gistihús í Reykholti og hafði þar á leigu húsnæði héraðsskólans. Þar starfaði hún í sjö sumur en byggði jafnframt og rak veitingahús við Hvítárbrú í Borgarfírði á meðan henni entist aldur og heilsa. Til sum- ardvalar í Reykholti komu einkum íslend- ingar, gjaman betri borgarar með börn sín til að njóta útivistar og góðs atlætis og mun slíkt hafa verið ígildi Spánarferða nú á dögum. Heimilistæki vom lítt komin til sögu og hverahitinn torveldaði mjög geymslu matvæla. Eigi að síður var allur viðurgjömingur rómaður mjög og sama fólkið sótti gististaðinn heim ár eftir ár. Ferstikla og veitingaskálinn við Hvítárbrú vom einkum áningarstaðir ferðamanna en ferðalög eftir malarvegum í rykmekki eða for hafa lítið átt skylt við notalegar helgar- ferðir norður í land eins og nú tíðkast. Á meðan farþegar snæddu vel tilreiddan Hvít- árlax fékk bílstjórinn sér gjarnan blund auk glaðnings frá veitingakonunni en hún var ófáanleg til að þiggja greiðslu frá honum. Þegar líða tók að hausti var aftur haldið til borgarinnar þar sem Theódóra sá um veislur allt fram á fímmta áratuginn, kom- in á áttræðisaldur. Neysla grænmetis var varla hafin að nokkru marki á blómaskeiði Theódóru en hún nýtti sér það sem á boðstólum var og notaði m.a. njóla sem þá þótti alger ný- lunda. Eitt sinn þurfti hún að sjá um mat- seld fyrir grænmetisætur og þá vandaðist málið því að af litlu var að taka. Kom henni þá til hugar að skera rófur í sneiðar og steikja upp úr feiti. Urðu gestirnir felmtri slegnir og héldu að þeim hefði verið borinn kjötréttur. Þegar hið sanna kom í ljós lögðu þeir í að borða og þótti smakkast prýðilega. í fáorðu yfírliti um starfsævi sina skrif- aði Theódóra m.a. eftirfarandi: Þótt oft hafí í móti blásið og erfíðleikarnir, sérstak- lega fyrstu árin, lítt yfirstíganlegir er mér þó ánægja að líta yfír farinn veg. Framfar- irnar hafa orðið miklar á þessu sviði, þótt enn sé margt sem umbæta þarf. Og í sam- bandi við þetta starf mitt hefí ég kynnst miklum fjölda manna sem orðið hafa trygg- ir vinir mínir og ég mun ætíð minnast með miklu þakklæti.“ Einn þeirra sem Theódóra komst í kynni við vegna starfa sinna var Sveinn Björns- son, fyrsti forseti íslands. Það var bemsku- heimili hans sem Theódóra áleit sinn besta skóla og á löngum embættisferli kynntist hann frábærri hæfni hennar á sviði matar- gerðarlistar og framreiðslu. Honum hefur öðmm fremur verið ljóst hversu mikilvægan þátt þessi hógværa kona hafði átt í land- kynningu en maturinn er besta landkynn- ingin“ svo að notuð séu orð Sigurðar Hall, liðsstjóra íslenska ólympíuliðsins í matar- gerð á síðasta ári. Fyrir vikið var það forset- inn sjálfur sem hlutaðist til um að Theód- óra fengi riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir matreiðslustörf 1. janúar 1948. Um það leyti var starfsævi merkrar konu á enda en hún andaðist í júlílok 1949. Þessum stuttu brotum úr sögu Theódóru er raðað saman eftir samtöl við börn henn- ar, Björn og Sólveigu, en auk þess hafði ég til hliðsjónar skýrslu Theódóru til orðurit- ara frá 1948. Aðrar upplýsingar eru fengn- ar úr ritum um húsmæðramenntun, dag- blöðum, Oldinni okkar og víðar. Sérstakar þakkir skulu færðar Klemensi Tryggva- syni, fyrrverandi hagstofustjóra, sem vakti athygli mína á Theódóru og útvegaði marg- vísleg gögn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28.ÁGÚST1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.