Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1993, Blaðsíða 7
Haustfrúin og dætur hennar tvær. galleristi undir nafninu Konrad Fischer, með aðsetur í Diisseldorf; nefndur Gerhard Richter er svo sem kunnugt hlýtur að vera, eitt af stærstu nöfnum þýzka samtímamál- verksins og með söluhæstu herrum Evr- ópu.) Til að bytja með var Polke eitthvað bendlaður við popplist — án þess þó að hann glataði sjálfstæði sínu. Þar komu ekki aðeins til skjalanna áhrif frá amerísku popp- listinni; myndir Polkes voru hvorki stæling- ar á verkum eftir Jasper Johns, Roy Lic- htenstein eða Andy Warhol, né málaður út í bláinn. Myndirnar höfðu skírskotun til eigin reynslu Iistamannsins og þannig mál- aði hann þá neysluhluti sem austantjalds- fólk gat aldrei veitt sér en einungis látið sig dreyma um. Polke gerði málverk af súkkulaðistöngum, kexi, plastfötum, pyls- um, herrasokkum, pálmatijám, appelsínum o.s.frv. En síðan lá leiðin í málverkinu í áttina til ljósmyndarinnar, þ.e.a.s. til rasta- tækni prentmyndagerðarlistarinnar, með því að málarinn leysti myndefnið upp í punkta, og í áframhaldinu rauf hann svo sjálft samhengi hlutanna þar sem honum þurfa þótti. Oþarfi er að taka fram, að nánast ómælt hefur verið skrifað í listatíma- rit um Polke og punktana, þ.e. fríhendismál- uðu punktana, rastapunktana, baunirnar, kartöflurnar, eldspýtnahausana, ljósmynd- afínkomin, loftsteinarykagnirnar, málning- ardropana. Rétt er hér að segja, að sjálfur tjáir Sigmar Polke sig örsjaldan opinberlega um list sína, hann er grandvar að þessu leytinu til, laus við blaðurmælgi, sem ekki er hægt að segja um alla listamenn. Sigmar Polke leysti ekki aðeins poppmál- verk sitt upp í punkta, hann hvarf einnig frá einstrengingslegri notkun málarastrig- ans og tók til brúks hvers kyns textíl, gluggatjaldaefni, sængurveradamask og þess háttar; í allra síðustu tíð málar hann gjarnan á gegnsæja gerviefnafleti þannig að rammagrindin sem heldur uppi myndinni er sýnileg — og það er eins og listamaður- inn sé að reyna að ná taki á hlutum á bak við veruleikann. — En árið 1969 er Polke búinn að hrista af sér poppið og hann ger- ir myndaflokk undir frosthæðnislegu yfír- skriftinni Æðri máttarvöld bjóða“. Þar er t.d. að nefna málverkið og útgangspunktinn Höhere Wesen befahlen: rechte obere Ecke schwarz malen!“ Hver æðri máttarvöld eru í þessu tilviki veit greinarhöfundur ekki eða þykist ekki vita — kannski tízkustraumarn- ir í myndlistarheiminum? Fljótlega eftir poppið skall á konseptlistarbylgja. Maður freistast til að halda, að SP gefi skít í allar listastefnur, haldi bara áfram sina leið, leit- andi fanga hvar sem honum sjálfum þókn- ast, hvort sem er í Landrover-jeppa eða draumheimi mannsvitundarinnar og fyrir vikið er ekki mögulegt að flokka hann und- ir stíl því myndimar fara úr einu í annað. Sagt er að Polke lúri á myndum sínum af ótta við fátækt í ellinni. Hann er því ekki ýkja mikið til sýnis í galleríum. Fyrir nokkrum árum sýndi hann þó hjá Galerie Bama í París, en þeirri sýningu lauk strax eftir opnun, því galleristarnir keyptu öll verkin sjálfir og lokuðu oní kjallara til þess að græða margfalt seinna og þess vegna er listamaðurinn eðlilega tortrygginn í garð fólks sem rekur gallerí. En spyrji menn annars hvað málverkinu líði í myndlistar- heiminum, þá er viðbúið svarað að allt í lagi sé með það, Sigmar Polke er ekki hættur að mála. Um sýninguna sem hér er lítillega verið að minnast á, komst heim- spekingurinn Peter Sloterdijk svo að orði í sýningarbókinni, að málverkin væru eins og myndir er kæmu upp í huga manns, sem væri að hrapa. Greinarhöfund minntu myndirnar frekar á sprengjuregnið í áður- áminnstri barnsteikningu; áhorfandinn er nánast bombarderaður“ úr öllum áttum. Reiður hendir maður ekki á neinu vegna umfangsins, sem staðið er frammi fyrir. Boðskapurinn felst í stærð umfangsins, gæðin í magninu; Polke svífur vængjum þöndum, húmors og ísmeygni og hann ger- ir myndlist með því að gera grín að mynd- list — listfræðinga hefur hann aldrei látið glepja sig upp á hillur, því hann hefur áskil- ið sér frelsið til að mála hvað sem er, þeg- ar andinn innblæs (flestir listamenn láta tíðarandann segja sér fyrir verkum); þetta með frelsið er það sem mestu máli skiptir í listinni ... Vart er til það nútímalistasafn í Þýzka- landi í dag, þar sem ekki er að fínna mynd- ir eftir Polke, Kiefer, Baselitz, Lupertz, Richter & Co., en komi safngestur auga á eitt þessara nefndu nafna í ótilteknum sýn- ingarsölum, þarf hann bara að snúa sér í hring til að fá þýzku myndina. Hvort þarna er um að ræða falska veizlu eða ekta skal ósagt látið, myndlist áttunda áratugarins heyrði vitaskuld undir reglur og trix síns tíma, helztu gagnrýnendur meintrar falskr- ar veizlu" stóðu fyrir utan. Vissulega var gripið til ýmissa ráða þama í veizlusölum. Baselitz er t.d. sagður hafa boðið í eigin málverk í gegnum síma, hjá Southeby’s o.s.frv., Kiefer dobblaði sig inn á gyðinga- markaðinn í New York o.s.frv. Heimurinn stendur meira og minna undir merkjum svindls. í þeim efnahagssamdrætti sem tal- að er um í dag, berast fréttir af því að Kiefer og Baselitz séu farnir að mála minni myndir. Sigmar Polke stendur aftur á móti við sínar stærðir. Höfundur býr í Munchen. Bíll. Garðyrkjumaður. i coorSi/ K*r\nr'\ impi /vcNqiNic^ o '0 AnÚST 1"7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.