Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1994, Blaðsíða 4
Málverk Gunnars Karlssonar af Bændaglímunni á Bessastöðum. Myndin var afhent forseta Islands í desember 1992 og hangir nú uppi á Bessastöðum. HÆLKROKUR A STAÐREYNDIR? M iklar sögur fara af glímuiðkun skólapilta Lærða skólans á Bessastöðum á fyrri helm- ingi liðinnar aldar. Páll Melsted sagnfræð- ingur, sem var í skólanum á árunum 1828-34, segir svo frá: „Við glímdum hér Á málverki sem nú er komið upp á Bessastöðum sést söguleg bændaglíma, sem þar fór fram og Grímur Thomsen orti um, enda varð hann á bamsaldri vitni að glímunni. Það er hinsvegar ekki alveg á hreinu með ártalið. Eftir INGIMAR JÓNSSON um bil á hverjum degi, í rökkrinu, í forstof- unni, og þeir sem best kunnu, gjörðu sér að skyldu að kenna hinum.“ Einnig segir hann: „Oft komu vermenn af Nesinu til að glíma við okkur, þar á meðal Gestur Bjamason, Glímu-Gestur eða Sund-Gestur.“ Um glím- ur á Bessastöðum orti Grímur Thomsen snjallt og fróðlegt kvæði sem hann kallaði Bændaglímuna og lét birta í blaðinu Fjallkon- unni 28. október 1896, réttum mánuði áður en hann lést. Grímur fæddist árið 1820 á Bessastöðum og ólst þar upp. Hann hefur því getað fylgst með glímum skólapilta um árabil. í kvæðinu lýsir hann bændaglímu vermanna og skólapilta. Nafngreinir hann í því tvo vermenn, sex kappa úr sveit skólans og að auki rektor skólans, dr. Hallgrím Scheving. Allt voru þetta miklir glímumenn. Lofsvert Framtak í desember 1992 var þessara glímuiðkana í Bessastaðaskóla forðum daga minnst á Bessastöðum. Voru þá mættir þar margir forystumenn íþróttamála og færðu forseta landsins málverk af þeirri bændaglímu sem Grímur lýsir í kvæði sínu. Á gullskildi á ramma málverksins segir að málverkið sé af bændaglímunni á Bessastöðum 1829 og gefið „í minningu upphafs skólaíþrótta á Islandi“. Gefendur: íþróttasamband ís- lands, Glímusamband Islands og Ólympíu- nefiid íslands. Sérstök skýringamynd fylgdi málverkinu. í texta hennar er getið nokk- urra persóna sem sjá má á málverkinu, þ.e. þriggja glímumanna sem koma fyrir í kvæði Gríms (Gests Bjamasonar, Ketils Jónssonar og Páls Tómassonar), Hallgríms Schevings rektors, tveggja kennara, for- eldra Gríms og svo að sjálfsögðu Gríms sjálfs. Kvæði Gríms getur einnig að lesa á skýringamyndinni. Þetta framtak nefndra samtaka er vissu- lega lofsvert því svo sannarlega er ástæða til þess að á Bessastöðum sé minningunni um glímuiðkanir skólapilta í Bessastaða- skóla haldið á lofti með einhverjum hætti. Málverkið er auk þess vel gert af málaran- um Gunnari Karlssyni. Það prýðir nú for- stofu Bessastaða, gestum staðarins til augnayndis. Vandaverk Það er vissulega ekki vandalaust að gera liðnum atburðum skil eins og reynt er með umræddu málverki, einkum og sér í lagi þegar langt er um liðið og heimildir af skomum skammti. Um nefnda glímu á Bessastöðum er lítið vitað svo að við gerð málverksins var sérstök ástæða til að fara að með gát og staðhæfa frekar minna en meira. Þessu hefðu þeir sem að þessu fram- taki stóðu mátt gera sér betur grein fyrir. Margt bendir nefnilega til að sögulegar forsendur málverksins séu hæpnar. Er það t.d. víst að kvæði Gríms Thomsen lýsi tiltek- inni bændaglímu? Eða er það ömggt að hún hafi farið fram árið 1829? Hvenær Fór Glíman Fram? Af ýmsum skrifum má sjá að nokkrar tilgát- ur hafa verið uppi um það hvenær sú bændaglíma hafi farið fram sem Grímur segir frá í kvæði sínu. Gefendur málverks- ins eru hins vegar ekki í neinum vafa: hún fór fram árið 1829 eins og fram kemur hér að ofan. Þessi staðhæfing er merkileg í ljósi ýmissa staðreynda sem síðar verður vikið að. Hvaða fótur skyldi vera fyrir henni? Og hvemig stendur á því að í nýútkominni ársskýrslu Glímusambands íslands segir að málveridð sé af bændaglímu á Bessastöð- um árið 1828? Ef það er á hreinu hvenær glíman fór fram ætti enginn vafi leika á því hve gamall Grímur hefur verið á þeim tíma. Það reynist ekki vera. I texta skýr- ingamyndarinnar er hann sagður 10 ára gamall. Grímur fæddist 15. maí 1820. Hann varð því 9 ára árið 1829. í ársskýrslu Glímu- sambandsins er Grímur hins vegar sagður 8 ára þegar gh'man fer fram. Af ýmsum ástæðum má frekar gera ráð fyrir því að glíman hafi farið fram síðla vetrar fremur en um sumar eða haust. Hafi glíman farið fram árið 1828 hefur Grímur því horft á hana 7 ára gamall, en hafi hún farið fram árið eftir (1829) hefur hann verið 8 ára gamall! Fjarri Góðu Gamni Telja má víst að Bessastaðapiltar hafi glímt bæði árin 1828 og 1829. Um það vitn- ar frásögn Páls Melsteds. Einnig má telja mjög sennilegt að þeir hafi á þeim árum háð bændaglímur við vermenn. Það er hins vegar spurningin hvort hægt sé að fullyrða að á öðru hvoru árinu hafi sú bændaglíma farið fram sem Grímur yrkir um. Það sem einkum mælir gegn því er sú vitneskja að bæði árin voru þeir glímukappar Bessa- staðaskóla sem Grímur nefnir í kvæði sínu ekki nemendur skólans, að einum undan- skildum. Hyggjum betur að þeim: „Bóndinn" í liði skólasveina, Páll Tóm- asson (1797-1881), lauk námi við skólann sumarið 1827 eftir níu ára skólasetu. Hann virðist þá hafa haldið norður í land, að Myrká í Hörgárdal, og er þar í manntali hjá sr. Gamalíel Þorleifssyni í árslok 1827. Sumarið eftir sækir hann um Grímseyjar- prestakall og fær það 29. ágúst. Til Gríms- eyjar er hann líklega kominn í september- mánuði. Hvaða líkindi eru þá til að hann hafi glímt á Bessastöðum árið 1828 eða 1829? Sá Bjami sem kemur fyrir í kvæði Gríms er Bjami Eggertsson (1801-1863). Hann lýkur námi við Bessastaðaskóla árið 1823. Eitt ár var hann hjá föður sínum á Stóru-Völlum en fór síðan í fjögurra ára nám hjá Jóni landlækni Thorsteinsen, þ.e. árin 1824-1827/8. 14. apríl 1828 fékk hann Kaldrananesprestakall. Varla hefur hann glímt við vermenn á Bessastöðum árið 1828 eða 1829. Grímur nefndir einnig Geir Bachmann (1804-1886) sem lauk námi við skólann sum- arið 1827 eins og Páll Tomasson. Árið eftir (1828) er hann kominn til Kaupmannahafn- ar þar sem hann reyndi þar við aðgöngu- próf í háskólann um haustið. Sá Árnasonur frá Kalmanstungu sem Grímur nefnir er Jón Ámason stúdent (1788-1862). Hann lauk námi við Bessastaðaskóla árið 1820, nokkram dögum eftir að Grímur fæddist! Jón bjó í Kalmanstungu til ársins 1839. Ólafur Pálsson (1803-1849) lauk námi 12. júní 1826, tveimur (eða þremur) áram áður en bændaglíman á að hafa farið fram. Prest- skaparréttindi missti hann árið 1827. Á kvæði Gríms mætti skilja að Ólafur hafi verið frá Otradal. Sennilega er hann þó fæddur á Stað á Reykjanesi. Prestur varð hann í Otradal árið 1833. Sá eini af köppum Gríms, sem var við nám í Bessastaðaskóla á áranum 1828 og 1829, var Sigurður Tómasson (1803-1849). í skólanum var hann frá 1822-1830. Hvað segja þessar upplýsingar? Það að útilokað sé að glímukappar Gríms, að Sigurði Tóm- assyni undanskildum, hafi getað tekið þátt í bændaglímu við vermenn á Bessastöðum árið 1828 eða 1829! Þeir vora víðs fjarri góðu gamni! KVÆÐI GRÍMS Hvenær fór þá sú fræga bændaglíma fram sem Grímur orti um? Því verður ekki svarað hér en sú tilgáta sett fram, að hafi hún yfirleitt farið fram, hafi það ekki verið síðar en árið 1826. Þá era fjórir af glímuköppum hans úr liði skólapilta við nám í skólanum. Þá verður líka að geta sér til að Grími hafi misminnt að Jón Arnason og Bjarni Eggertsson hafi tekið þátt í glím- unni. Er sú skýring ólíkleg? Hér að ofan hefur verið ýjað að því að Grímur lýsi ekki tiltekinni bændaglímu í kvæði sínu. Er það ekki hugsanlegt ef ofan- greint er haft í huga, jafnvel þótt fyrsta ljóðlínan í því: „Glímuna man eg miklu enn“ bendi vissulega til að um ákveðna glímuviðureign sé að ræða? Getur ekki verið að Grímur hafi einfaldlega verið að yrkja um þá miklu glímukappa sem hann sá í æsku eða þekkti og láti þá mætast í spennandi bændaglímu? Þessum vangavelt- um til nokkurs stuðnings skal nefnt að at- hyglisvert er að Grímur nefnir ekki Jón Hjaltalín, síðar landlækni, í kvæði sínu. Jón var í Bessastaðaskóla á áranum 1825 til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.