Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1994, Blaðsíða 6
VEÐRIÐ Veturinn 1988-89 er talinn sá snjóþyngsti í Reykjavík, en jafn snjóþungur eða verri var veturinn 1920. í apríl 1989 urðu mestu snjóþyngsli í Reykjavík á öldinni. Myndin er dæmigerð fyrir ástandið í umferðinni þennan vetur. Er Ibók Trausta Jónssonar, Veður á íslandi í 100 ár, sem út kom fyrir síðustu jól er margt athugunarefni og bókin geymir yfirgripsmikinn fróðleik um þetta kærasta umræðuefni landsmanna. Hvert ár fyrir sig er tekið fyrir, því gefin einskonar heildareink- engin regla sjáanleg? Bók Trausta Jónssonar, „Veður á íslandi í 100 ár“ hefur að geyma mikinn fróðleik um veðurfar hvers mánaðar í heila öld. Það er hinsvegar spuming hvort unnt sé að spá fram í tímann í ljósi þess sem liðið er. unn, til dæmis: „Nokkuð umhleypingasamt og úrkoma í rúmu meðallagi. Hiti í meðal- lagi“. Hver mánuður fær samskonar, örstutta umsögn en þar að auki er nefnd ríkjandi vind- átt, sólskinsstundir í Reykjavík og á Akureyri (frá 1911), hæsti og lægsti hiti á veðurstöð, mesta og minnsta mánaðarúrkoma á veð- urstöð, mesta sólarhringsúrkoman og helztu illviðrisdagar frá og með árinu 1912. Það sem ef til vill er forvitnilegast við yfír- lit af þessu tagi, er hvort það geri mögulegt að koma auga á einhverja reglu í veðurfarinu. Ég hef farið yfir öll 100 árin og satt að segja ekki tekizt að sjá neina reglu í þá veru að af- brigðilega gott eða afbrigðilega vont tíðarfar hafi eitthvað sérstakt í för með sér á eftir. Ég hef flokkað árin eftir tíðarfari, byggt á heilda- rumsögnum í bókinni. Þá kemur í ljós að nærri þriðjungur, eða 31 ár, teljast vera í meðallagi. „Óhagstætt tíðarfar" er sú einkunn sem 29 ár fá, en , jiagstætt tíðarfar" fá 40 ár sem einkunn og það er hærri tala en ég bjóst við. ENGIN REGLA SJAANLEG Sé htið á þetta ögn nánar raá sjá að stund- um koma nokkur hagstæð ár, eða nokkur óhagstæð ár í röð. En engin regla er sjáan- leg. Til dæmis telst gott árferði hafa verið tvö ár í röð, 1894 og 95, síðan aftur árin 1908 og 09. Þá kemur 10 ára lakara tímabil, en árin 1927, 28 og 29 er öll góð. Síðan kemur eitt frekar óhagstætt ár, 1930 og þar á eftir 5 hagstæð ár í röð. Þetta tímabil frá 1927 til 1943 virðist því að öllu samanlögðu það bezta á þessum 100 árum og kannski það bezta í nokkrar aldir. Þegar kemur framyfir miðja öldina fá árin 1952 og 53 einkunnina „hagstæð" en síðan er 4ra ára bið unz 4ra ára góðæri kemur 1957-61. Arin 1963-64 eru góð og síðan ár og ár á stangli, 1971, 74, 80, 82, 86, 87 og 91. Þegar litið er á hin óhagstæðu ár er ljóst, að með þessari úttekt sem hefst 1893 er rétt nýlega lokið einum alversta kafla í íslandssög- unni. Það er ekki fyrr en 1898 og 99 að ástand- ið versnar lítið eitt aftur. Síðan er góður frið- ur fyrir harðindum til áranna 1913 og 14. Svo lagast tíðarfarið aftur í tvö ár, en síðan koma vond ár: 1917, 18, 20 og 21. í þeim kafla eru bæði mesti frostavetur aldarinnar, 1918, og einn af þremur snjóþyngstu vetrunum, 1920. Líður nú og bíður í góðu yfirlæti og einkunn- ina „óhagstætt“ fá næst árin 1947, sem var óþurrkasumar á Suðurlandi, og árið 1948. Enn verður góður friður fyrir ótíð unz hefst það tímabil, sem nefnt hefur verið hafís- eða kalárin, síðla sjötta áratugarins. óhagstæð teljast árin 1966, 67, 68, 69 og 70. Það er lengsta tímabil óhagstæðra ára í þessi 100 ár. „Mun það él eitt vera og skyldi langt til ann- ars slíks“ sagði Njáll á Bergþórshvoli af öðru tilefni. En til næsta éls varð ekki mjög langt: Árin 1975 og 76 teljast óhagstæð, nema hvað Norðlendingar fengu þá afar sólrík og góð sumur. Síðan sígur á ógæfuhliðina; árin 1979, 81 og 83, sem öll eru meðal hinna köldustú á öldinni. Þá er enn eitt ótalið: Árið 1989, sem flestum sunnanlands að minnsta kosti ætti að vera í fersku minni vegna snjóþyngslanna sem hófust eftir áramót og stóðu fram í maimán- uð. Ekki fengum við neinn bónus út á það um sumarið; sólin skein aðeins í 78 stundir í júlí í Reykjavík. LÍTIÐ UM BÓNUSA Raunar býður náttúran sjaldnast bónusa þótt tíðarfarið hafi orðið aftirigðilega vont. Það er Ijóst, að þrír vetur á öldinni eru í sér- flokki hvað snjóþyngsli varðar - þar byggi ég á minni bænda og langleiðabílstjóra, sem taka manna bezt eftir slíku, svo og því sem stendur í bókinni. Hér á suðvesturlandi nefna menn í því sambandi veturinn 1920, sem kannski þann versta. Síðan veturinn 1949 og veturinn 1989. Um veturinn 1920 segir í bókinni: „erfið tíð með talsverðum snjó“ í janúar, „mjög óhag- stæð og stormasöm tíð með miklum snjó“ í febrúar og „óvenju mikill snjór á jörðu“ í apríl. Af þessu verður ekki beint ráðið að veturinn 1920 hafi orðið sá „Lurkur“ sem menn rekur minni til. Eftir að landsmenn fóru að verða háðir bfl- um í samgöngum hafa þrír vetur skorið sig úr á Suðvesturlandi. í maimánuði árin 1949, ’89 og ’90 voru enn mannhæðardjúpar traðir meðfram veginum yfir Hellisheiði og það seg- ir kannski söguna skýrast. Þessi síðasti snjóa- vetur var einnig geysiharður á norðaustur- landi. Sérstaða þessara vetra kemur bezt í Ijós á súluriti yfir snjódýpt. Af snjóavetrum nyrðra nefnir Trausti 1910 sem mest umtalað- an þar og síðan vetuma 1974-75 og 1965-66. En hvemig urðu svo sumrin á eftir þessum vetrum? Það er athyglisvert að sumarið 1920 varð mjög óþurrkasamt á Suðurlandi og það sama gerðist aftur eftir snjóaveturinn 1949; það varð eitt argasta slagviðrasumar aldarinn- ar. Eftir snjóaveturinn 1989 var tíðarfar frem- ur í blautara lagi um sumarið og júlí afskap- lega sólarlítill eins og áður var um getið. En það var ekki beint rigningasumar. Eftir síð- asta snjóavetur, 1990, var aftur á móti þokka- lega gott sumar. Þó engu sé hægt að slá föstu, bendir þetta árferði þó til þess að fremur megi eiga von á rigningasumri hér syðra eft- ir snjóþungan vetur. Aftur á mótí fengu Norð- lendingar afburða gott sumar á eftir vondum vetri 1975. SUMARIÐ ’39 BEZT Á ÖLD- INNI Á sama hátt skera nokkur sumur á öldinni sig úr fyrir hlýindi og veðurgæði. Öllum sem muna sumarið 1939 ber saman um að það beri nokkuð af; annað eins sumar hafi ekki komið síðan. Athyglisvert er, að sjaldan hefur sólin skinið eins jafnt á norðan- og sunnan- menn; sólskinsstundimar í Reykjavík urðu 1270, en 1211 á Akureyri. Það er líka athyglis- vert að margoft hafa sólskinsstundimar orðið fleiri, t.d. 1541 í Reykjavík árið 1966, sem fær Kirkjubæjarklaustur. Hér er skráð hitamet í júlí 1991: 29,2°. LjósmJón Karl Snorrason.. Lengsta og mesta hitabylgja í manna minnum í Reykjavík og nágrenni varð síðari hluta júní og fyrri hluta júlí, 1991.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.