Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 2
helstu tímarit, til að nota algengustu upp- sláttarrit eða leita í alsherjartölvuskrá yfir bækur Landsbókasafns og tengdra safna. Erlendir ferðamenn gætu einnig átt þangað erindi, en þó helst ekki í allt of ríkum mæli. Þar sem slíkt er gert erlendis, eru menn ófeimnir við að breyta aðstöðunni yfir í mót- tökuhlutverkið fyrirvaralaust, án þess að til- kynna það almenningi, en bjóða þá þeim gestum, sem leið eiga í safnið á þeim tíma, til þátttöku í fundarhaldinu, ef þeim sýndist svo, sem einmitt oft tekur stuttan tíma, hálfa eða heila klukkustund. Því er ekki talin nauð- syn á nema í sumum tilvikum að loka safn- inu, þótt mannfundur sé einhvers staðar í húsinu. Slíkt lifandi menningarlegt umhverfí er að verða býsna eftirsótt víða erlendis til fund- arhalda og minni háttar mannfagnaðar. Ráð- stefnuhaldarar vilja gjaman hafa upphafs- fundi eða lokahóf með léttum veitingum í slíku umhverfi, þótt ráðstefnan sjálf sé hald- in annars staðar, og málsverða neytt á veit- ingastöðum. Þeir sem sækja alþjóðlegar ráð- stefnur erlendis þekkja vel til slíkra hluta. Sum nútímaleg hótel eru innréttuð tii að fiska eftir slíkum viðskiptum, en hætt er við að þau beri það með sér að vera ekki í lif- andi tengslum við fólk, heldur fái yfirbragð tilbúins umhverfis, eins og sviðsmyndar í leikhúsi. Hótel Holt hefur skapað slíkt um- hverfi á aðdáunarverðan hátt, þótt sorglega fáir geti notið þess hverju sinni. MENNINGARLEGT Safnaum- HVERFI Hvar á forsetinn að afhenda bókmennta- verðlaun nema á bókasafni? Menningarverð- laun og úrslit í ýmiss konar samkeppni ætti að tilkynna á svona vettvangi. Hvar ætti menntamálaráðherra að halda blaðamanna- fundi nema í slíku menningarlegu umhverfi? Hvar ætti utanríkisráðherra að skrifa undir alþjóðasamninga nema með svo veglegri og virðulegri umgjörð? Forsætisráðherra gæti boðið erlendum sendifulltrúum eða jafnvel þjóðhöfðingjum til glæsiiegra funda í þjóð- legu menningarumhverfi í slíku safni. Alþjóð- legar ráðstefnur, sem ferðamálayfirvöld okk- ar sækjast svo mjög eftir til landsins, gætu haft setningarfundi þar með ávarpi ráðherra eða annars stórmennis. Hefði ekki Safnahús- ið verið ákjósanlegur fundarstaður Reagans og Gorbatsjovs á sínum tíma, ef aðstaða hefði verið til staðar? Hugsið ykkur, hvaða imynd landið hefði fengið í heimspressunni. Mikill fjöldi menningarviðburða á sér stað árlega í þjóðlífi okkar, sem mundi sóma sér vel í svona umhverfi. Tilefni munu því gefast fjölmörg, sannið til, til að nýta þetta nýja hlutverk Safnahúsins gamla, sum gætu jafn- vel gefið af sér tekjur, beinar eða óbeinar. Mér finnst eðilegast að þessi nýja starf- semi yrði rekin sem sérstök deild innan Þjóð- arbókhlöðunnar, eins og stungið hefur verið upp á á Alþingi, því sú nýja stofnun mun hafa á að skipa því starfsliði, munum og gripum, og þeirri sérþekkingu, sem þörf verður á, og vonandi fá fjárveitingar sem duga til myndarlegs reksturs. Og með þeim hætti verður ekki rofið samhengi sögunar í íálensku safnalífi. Safnahúsið yrði áfram safn, virðulegt lifandi safn og þá heíst sem flagg- sldp allra safna okkar. Halda þarf áfram opinberri umræðu um þetta merkilega efni, til að auðvelda ráða- mönnum ákvörðun sína, og hvetja þá til dáða. Þjóðarbókhlaðan En þótt Safnahúsinu verði fengið þetta nýja hlutverk verður samt sem áður að gera ráð fyrir einhverju rými í Þjóðarbókhlöðunni til svipaðra nota. Aðstaða verður að vera tO að sýna þar á veglegan og rúmgóðan hátt ýmsa kjörgripi í bókaformi og sýna listaverk af ýmsu tagi, eftir kröfum hvers tíma, jafti- vel til einfaldari hljómleika. Upplestur rithöf- unda úr eigin verkum, myndskreytingar úr nýjum bókum, nýjungar í bókbandi og kynn- ing á nýlegum bókagjöfum eða bókakaupum safiisins; allt eru þetta áhugaverð verkefni fyrir myndarlegt þjóðbókasafn. Að sjálfsögðu er Þjóðarbókhlaða ekki að- eins glæsileg bygging, sem kostar marga milljarða og sem geymir þúsundir merkra bóka, með góða útlána- og lestraraðstöðu. Sérhver þjóðarbókhlaða, sem rísa skal undir nafni, hlýtur að vera leiðandi aðili í bóka- safnsmálum í landinu, þar sem stundaðar eru rannsóknir, þar sem starfa lærdómsmenn í bókasafnsfræðum og þar sem bókfræði af öllum gerðum eru í fullkomnu standi. Þjóðar- bókhlaða er því fræðasetur, ekki síður en bókasafn. Það er þessu yfirbragði fræðasetursins sem þarf að koma á og viðhalda í Þjóðarbók- hlöðunni nýju. Einn þáttur þess er að þar verði aðstaða til minni háttar fundarhalda og mannsafnaðar, þar sem gestir geta drukk- ið í sig andann frá fræðistarfinu og umhverf- Nýja húsið á Melunum, sem kallað hefur verið Þjóðarbókhlaða þau 20 ár sem það er búið að vera í smíðum, en á að fá nýtt nafn - og menningarhlutverk þessa húss getur orðið margháttað. í bókasafni Seðlabankans. inu, og þar sem heimamenn fá tækifæri til að láta ljós sitt skína með verkum sínum og orðræðum, sannkallað musteri bóka og mennta. Slíkt starf eykur kannski ekki svo mjög útlán bókanna, en það stóreykur á gestafjöld- ann, á virðingu stofnunarinnar og á nýtingu hússins. Slíkt heldur uppi hróðri bókarinnar með bókaþjóðinni. Gallinn er bara sá, að torvelt kann að vera að skapa slíkt andrúmsloft í svo ferskri og nýtískulegri byggingu. I þeim efnum hefur Safnahúsið gamla mikið forskot, Og yrði val- kostur í þessu efni á móti nýja húsinu. Vegna nálægðar við Háskólann annars vegar og við ráðstefnuaðstöðuna á Hótel Sögu hins vegar, er sjálfsagt að skapa mögu- leika til mannamóta í einhvers konar mið- rými í Þjóðarbókhlöðunni. Ef hátíðarsalurinn gamli í háskólabyggingunni rýmist, vegna flutninga Háskólabókasafnsins í Þjóðarbók- hlöðuna, þá fær Háskólinn aftur aðstöðuna þar, t.d. til doktorsvamar og þess háttar mannamóta. Æskilegt yrði þá, að andrúms- lofti safnsins verði viðhaldið í salnum, með bókahillum eða annarri lærdómsstemningu, í stað þess að hafa aðeins bera útveggina og gluggana háu sem umgjörð. Ef aðstaða yrði þannig á tveim eða þrem stöðum í miðborginni, fýrir svona mannfundi í menningarlegu umhverfi og úthlutun henn- ar á sömu hendi, þá yrði auðvelt um vik að ráðstafa aðstöðunni eftir stærð, tilefni og eðli fundanna. Ríkisstofnanir mundu þá halda sín mannamót í Þjóðarbókhlöðunni, eftir því sem tilefni eru til, læknaráðstefna mundi geta komið í móttöku í Safnahúsinu og Rót- arý-þing í hátíðarsal Háskólans. ÖNNUR BÓKASÖFN Borgarbókasaftiið fær innan skamms nýtt húsnæði við Ingólfstorg í miðbænum. Því miður eru litlar líkur á að aðstaða verði þar til slíkra mannamóta vegna þröngrar og er- fiðrar herbergjaskipunar. En i þess stað gæti Reykjavíkurborg nýtt safnahúsið virðu- lega við Þingholtsstræti til einhverra þess háttar nota, þegar rýmist þar eftir flutning- ana, og þá vonandi án þess að svipta það öllu sínu menningarlega yfirbragði. Það þarf að skilja þar eftir anda lifandi bókasafns. Þeim sem til þekkja finnst nefnilega eitt- hvað vanta á í fundaraðstöðunni í Höfða. Þótt húsið eigi sér merkilega sögu, þá skort- ir þar bæði þetta menningarlega yfirbragð og þann anda sem skapast í lifandi safni, þar sem venjulegt fólk á erindi í dagsins önn. Sama mætti að nokkru- leyti segja um Ráð- húsið nýja og Perluna, þó þar sé nútímaleg- ur andi, í björtum og djörfum byggingum, sem virkar kuldalega á marga. Víða á landinu eru söfn í húsnæði, sem alls ekki var byggt í því skyni, en sem yfir- völd sátu uppi með og þurftu að nýta til ein- hvers. Það er ekki hátt risið á þess konar stjórnmálum. Þau fáu bókasafnahús, sem sérhönnuð voru, höfðu ekki meira rými en svo, að þau eru flest þegar orðin yfirfull af bókum eftir öll bókaflóðin, svo gólfin jafnvel svigna undan farginu. Þess vegna hefur'ver- ið býsna erfitt að koma að nútímasjónarmið- um í rekstri marga þeirra. Vegna traustrar kennslu í bókasafnsfræð- um við Háskóla íslands og umfangsmikils starfs Þjónustumiðstöðvar bókasafna, stefna bókasöfn okkar hægt og jafnt í átt til þess að verða eins konar menningarmiðstöðvar í hverju byggðarlagi. Safnahúsið gamla í sínu nýja hlutverki ásamt Þjóðarbókhlöðunni mundu geta gefið tóninn í þessu efni og gegnt þessu hlutverld á landsvísu. Hin bókasöfnin koma þá á eftir og spila með, eftir því sem aðstæður batna með auknum áhuga ráða- manna. Eitt safn er til fyrirmyndar í þessum efn- um. Bókasafn Kópavogs var hannað með ein- hverja slíka starfsemi í huga. Forráðamenn þess hafa nýtt aðstöðuna á nýstárlegan hátt á marga lund, og eiga þeir heiður skilinn fyrir það. A nokkrum öðrum stöðum hefur verið reynt að koma við ýmsu slíku, þrátt fyrir þrengsli og erfiðar aðstæður. Áhugi, reynsla og þekking hjá safnafólkinu er því að einhverju leyti til staðar, til að tak- ast á við að auka menningargildi bókasafn- anna. Nú sýnist vera lag til átaks í þessum efn- um. Hljómgrunnur virðist hjá ráðamönnum fyrir nýrri og rismeiri stefnu í safnamálum. Jafnhliða þeim breytingum, sem eru að verða með tilkomu Þjóðarbókhlöðunnar myndar- legu vestur á Melum, fær bókaþjóðin von- andi tækifæri til að skapa öðrum bókasöfnum nútímalegra hlutverk og yfirbragð, af metn- aði og reisn. Því er æskilegt að sem flestir leggist á sveif og þoki þessum hugmyndum áfram af festu og einurð. Höfundur er viðskiptafræðingur hjá Seðlabanka Islands, áhugamaður um bókasafnsmál og hefur kennt þau efni hjá Háskóla (slands. Á víð og dreif Meðvit- undin Paul Valery: Cahiers/Hefte4 Uber- setzt von Hartmut. Köhler, Looser, Jurgen Schmidt/Radefeldt, Karin Wais. S. Fischer Verlag 1990. Þessi útgáfa Cahiers - hugrenn- ingar, umþenkingar - Valérys er byggð á samnefndu verki gefnu út af Pleiade. Valéry hélt dagbæk- ur, þ.e. skrifaði niður hugrenningar sínar og athuganir um lífið og tilveruna, sjálf- an sig og þau efni sem urðu honum kveikja til athugana og íhugana í hálfa öld eða frá 1894 allt til dauðadags 1945. Hann vann síðan úr þessum frumgerðum fyllri rit, en óhemju magn þátta og heilla greina er að finna í þessu safni hans, sem var gefið út í heild í 29 bindum á árunum 1957-60. Úr þessu safni hafa síðan verið birtir efnisþættir og er þessi þýska út- gáfa þannig unnin. Alls eru bindin 6 og hvert þeirra um 500-600 blaðsíður. Það hefur mikið verið ritað um skáldskap og enn frekar um hugrenningar Valérys. Verk hans eru tilraun til þess að gera sér ljósa grein fyrir hæfni og aðferðum mennsks anda til þess að greina stöðu mannsins gagnvart sjálfum sér og hlut- veruleikanum. I þessu bindi er viðfangs- efnið meðvitundin. „Manninum hefur tekist að hverfa frá verandi andartaki, greina sig frá sjálfum sér og jafnframt að gera sér grein fyrir sjálfum sér. Þessi hæfni, þessi sjálfsmeðvitund, gerir hon- um fært að aðskiljast andartakinu og „öllu“, jafnvel eigin persónuleika. Hann getur jafnvel litið sjálfan sig sem hlut- lægt fyrirbrigði. Maðurinn getur athug- að sjálfan sig (eða heldur að hann geti það), gagnrýnt sjálfan sig og hamið. Þetta er mennsk hæfni, tilraun til þess að skapa, það sem ég leyfi mér að nefna, „hug innan hugarheims mannsins, ein- staklingsins“.“ Ritið skiptist í þessa kafla: Tíminn, draumurinn, meðvitundin, eftirtektin, hugtaldð ég og persónan ég, tilfinningar. Allt er þetta tengt meðvitund eða djúp- meðvitund. Valéry skrifar: „Ef siðmennt- aður maður hugsar öðruvísi en hinn frumstæði maður, er það af því að hinn siðmenntaði maður lifii- framar hinum, sem lætur stjórnast af undir- eða dulvit- und, jafnvel hópvitund dýrheima. Þai- með er ekki sagt að dulvitundin sé nei- kvæð, hún getur verið uppspretta lista og duldrar upplifunar, en gildi hennar byggist á því að gera sér djúpin meðvit- uð ..." Allir þessir kaflar snerta sjálfsvitund- ina meira eða minna. Munur á draumi og vöku er talinn hafa verið óljós. Lengsti kaflinn er um drauminn, hann hefur ver- ið mönnum uppspretta og spurning frá upphafi mannheima og svefninn er ekki lítill hluti mannsævinnar. „Málið hefur ekki vald á túlkun drauma ...“ Valéry taldi „Cahiers“ höfuðverk sitt. Hann taldi einnig að tilgangur sinn með því væri að nálgast eigin meðvitund „le moi pur“ eins og hann nefndi viðfangs- efnið. Upp úr óttu hvern dag í hálfa öld ritaði hann stuttar eða langar hugsanir sem urðu eitt furðulegasta verk heims- bókmenntanna, náma djúpra hugleiðinga og snjallra útlistana og athugana á hegð- unarháttum og sjálfsvitund um kveikju tilfinninga og hugsana. Undrunin og hinn opni hugur eru höfuðeinkenni Valérys. Morgunstundir hans gefa lesendum gull í mund. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam- þykkja þetta, ef ekki fylgir íyrirvari hér að lútandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.