Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1994, Blaðsíða 7
Svokölluð VR-gleraugu eru með innbyggðum sjónvarpsskermum. Með því að setja þau upp ásamt „data-hönskumi er hægt að ganga inn í myndina sem maður hefur fyrir augum. hvenær myndin var tekin. Þannig kemst röð og regla á hlutina og við fáum yfirsýn yfir ævi okkar og veröldina í kring. í dag eru varla til heimili án myndavéla enda þykir það vítavert sinnuleysi ef foreldrar taka aldr- ei myndir af börnunum sínum. Þegar þessi börn verða fullorðin er eins og þau hafi ekki átt neina æsku. Og hver fer í ferðalag án þess að taka með sér myndavél? Myndirnar hrannast upp, já, ævi okkar er mynduð í bak og fyrir alveg frá því við fæðumst. Við tökum myndii' í gríð og erg, jafnvel þó við vitum ósköp vel að það er ekki nema brot af þeim sem lendir í „albúmum“. Restin fer í skúff- ur, kassa og poka. Fæst okkar finna tíma til að fara í „vetrarferðalag" eins og maður- inn austur í sveitum. Samt höldum við áfram að taka myndir, það er eins og ekki sé að marka neitt nema það sé á mynd. Ljósmyndin hefur breytt skynjun okkar. Hún hefur haft eins konar tæknivæðingu sjónarinnar í fór með sér. Ferðalangar sem koma að Skógafossi gefa sér sjaldnast tíma til að staldra við, ganga alveg að hylnum þar sem vatnið dembist niður og finna úðann í andlitinu og jörðina titra undir sér. Lang- flestir sjá fossin aðeins sem myndefni. Þeir hugsa um það eitt að standa í réttri fjarlægð til að ná „flottri“ mynd, helst með regnboga. Og ef maður er ekki með myndavél á slíkum augnablikum: æ, ef ég hefði nú bara verið með myndavél! Það er eins og við treystum ekki skynfærum okkar hér og nú og þá held- ur ekki minni okkar síðar. Hlutirnir verða fyrst raunverulegir þegar þeir eru komnir á mynd. Þetta stafar sjálfsagt af því að við erum orðin svo vön að skynja heiminn í gegn- um myndir. Við höfum smám saman verið að yfirgefa hið efnislega tilverustig, já, yíir- gefa gamla efnisheiminn með fossa sína og jökla, heimsálfur, úthöf og svifaseina líkama. Við lifum í hinum lyktarlausa, blóðlausa, nánast andlega heimi myndanna: í heimi blaðaljósmynda, sjónvarpsmynda, kvik- mynda, auglýsingamynda, „vídeómynda" og núna síðast tölvumynda. Ljósmyndin er upp- hafið að stórfenglegri þróun sem ekki sér fyrir endann á. Einmitt um þessar mundir eiga sér stað stökkbreytingar með tilkomu tölvuvæddrar rafmyndatækni. Hún gerir okkur meðal annars kleift að taka myndir sem við getum síðan framkallað á tölvuskján- um okkar. Myndin á skjánum er sett saman úr þúsundum punkta mynduðum af rafboð- um. Við getum einangrað hvern punkt, breytt honum að vild og prentað síðan út mynd sem lítur út nákvæmlega eins og venjuleg ljós- mynd. Munurinn er bara sá að myndir af þessu tagi hafa sáralítið með hinn ytri veru- leika að gera og þær hafa ekkert sönnungar- gildi. Og úr því að minnst er á tölvumyndir má geta þess að með því að setja upp svo- kölluð „VR-gleraugu“ og fara í „data-hanska“ getum við greinlega gengið inn í myndirnar, sem við sjáum með gleraugunum, og hreyft þar til hluti. Þessi myndveruleiki er kallaður „virtual reality“ og hann kemur einkum arki- tektum til góða því þeir geta nú farið inn í húsin sem þeir eru að teikna, gengið her- bergi úr herbergi, inn á klósett og upp á næstu hæð og sett sig þannig í spor væntan- legra kaupenda. Þeir sem best til þekkja telja að við stöndum nú á ekki síður merkileg- um tímamótum en þegar ljósmyndin var fundin upp á fyrri hluta síðustu aldar. Hin hefðbundna „efnafræðilega" ljósmynd sem varð til þá er að vissu leyti úrelt. En hvað var svona merkilegt við þessa uppfinningu á sínum tíma? Uppfinningar eru sjaldan tilviljun heldur Stærsta Ijósmyndavél í heimi. „Bla ða Ijósmyn darinn “ Ijósmynd eftir Andreas Feininger, 1955. svar við efnahagslegri og vitsmunalegri þörf. Það segir sína sögu að ljósmyndin var fimd- in upp í Frakklandi, Englandi og gott ef ekki Argentínu líka svo að segja á sama tím- anum. Þetta var um það leyti sem fyrsta símskeytið var sent í loftið, fyrsta jámbraut- in rúllaði af stað og fyrsti gufubáturinn hélt í sína jómfrúarferð. Með öðrum orðum, Ijós- myndin verður til um leið og hjól iðnvæðing- arinnar fara að snúast snemma á 19. öld- inni. Hlutirnir gerast nú hraðar en áður. Fjarlægðir milli staða, landa og heimsálfa minnka því samgöngur verða öflugri og hrað- ari. Verslun og viðskipti eflast að sama skapi og almenn samskipti. Hin þunglamalega for- lagahyggja aðalsins víkur fyrir skynsemis- hyggju, framfaratrú og lýðræðisstefnu borg- arastéttarinnar. Þessi þróun skapaði þörf fyiár nýja tegund af myndum, myndir sem sýndu veruleikann á hlutlægan og hárnákvæ- man hátt. Það sést meðal annars á því að áður en ljósmyndin varð til voru nokkrir landslagsmálarar — t.a.m. Constable og Caspar David Friedrich — farnir að mála myndii’ sem minna mjög á ljósmyndir. Þeir hugsuðu ekki endilega um myndbyggingu í myndum sínum heldur völdu sér einhverja „sneið“ úr landslaginu og máluðu hana ná- kvæmlega eins og hún kom íyrir. Ameríski Camera obscura. Sjá nánar í greininni. listfræðingurinn Peter Galassi efiidi til sýn- ingar á slíkum málverkum í Museum of Modern Art fyi'ir nokkrum árum og kallaði hana Photography before Photography. Ofugt við ýmsar aðrar mikilvægar uppfinn- ingar var ljósmyndin ekki mjög flókin upp- finning. Svokölluð „camera obscura" hafði verið þekkt í aldaraðir og þá fyrst og fremst sem hjálpartæki fyrir listmálara á sama hátt og myndvarpinn varð sambærilegt hjálpar- tæki löngu síðar. „Camera obscura“ er lokað- ur kassi með ljósopi á einni hliðinni. Þegar Ijósið streymir inn um opið verður til mynd í kassanum á gagnstæðri hlið, hárnákvæm mynd af þvi sem ljósgeislinn ber inn i kass- ann. Galdurinn á bak við ljósmyndina var ekki annar en sá að láta sér detta í hug að það væri til þess vinnandi að reyna með ein- hverju móti að festa og fanga þessa mynd. Allt sem til þurfti var að setja plötu sem var smurð með ljósnæmu efni inn í kassann. Fyrstur til að takast að búa til mynd á þenn- an hátt var Frakkinn Nicéphore Niépce. Hann smurði „asfalti" á tinplötu og kom henni fyrir í „cameru obscuru" sem hann stillti síðan út við glugga. Sólarljósið sem kom inn um ljósopið lýsti upp hluta af „asfalt- inu“ og gerði þá harða. Þetta tók átta klukku- tíma hið minnsta en að því búnu þurfti Ni- épce ekki að gera annað en þurrka burt þá parta „asfaltsins" sem voru enn mjúkir og þá var komin mynd. Hann tók seríu af slíkum myndum árin 1826 og 27, ein þeirra hefur varðveist og er elsta ljósmyndin sem vitað er um. Niépce kallaði þessa tækni Heliographie sem er gríska og þýðir „teiknað af sólu“. Þessi nafngift er vel til fundin — þó ekki hafi hún fest við ljósmyndina (Photographie) — því hún er táknræn fyrir markmiðið sem braytryðjendurnir stefndu að. Ætlunin var að búa til myndir þar sem aðeins náttúran væri að verld en óstyrk mannshöndin kæmi hvergi nærri. Þetta markmið kemur einkar vel fram hjá Bretanum Henry Fox Talbot sem tók sínar fyrstu ljósmyndii' nokkrum árum síðar en Niépce. Við eina myndina sem hann tók skrifaði hann „New Art. Nature’s Pencil no. 1“ og árið 1844 gaf hann út kver með heimspekilegum hugleiðingum og kall- aði það Pencil of Nature. Hugmynd Talbots var sú að náttúran „teiknaði" sjálfa sig og ljósmyndatæknin væri ekki annað en „blýant- ur náttúrunnar". Þegar sagan um uppfinningu ljósmynd- arinnar er rifjuð upp kemur glöggt í ljós hvað var svona nýtt við þessa tegund af myndum. Ljósmyndin verður til inn í „appar- ati“*þar sem ákveðið efnaferli á sér stað. Einmitt þess vegna er ljósmyndin svo miklu fullkomnari en málverk og teikningar, já, ljósmyndarinn stendur listmálaranum langt framar. Það er alveg sama hvað listmálarinn er flinkur og næmur, hann á aldrei roð við þeirri efnafræðilegu sjálfvirkni sem fer af stað þegar ljósop myndavélai'innar opnast og ljósið fellur á ljósnæma plötu eða filmu. Maður þarf ekki annað en að ýta á takka og hluturinn eða persónan sem ljósopið bein- ist að birtist sjálfkrafa á mynd. í hinni snjöllu bók sinni „On Photography" undirstrikar Susan Sontag muninn á málverki og ljós- mynd með því að ímynda sér að til sé ljós- mynd af Shakespeare, gul og máð, og bera hana saman við ímyndað málverk af honum eftii- samtímamann hans Holbein yngri. Það er alveg sama, fullyrðir Sontag, hversu mikla alúð Holbein hefði lagt við málverkið, fyrir aðdáendur Shakespeares væri ljósmyndin tíu sinnum verðmætari. Hún væri ómetanleg vegna þess að við sæjum ekki eitthvað sem Holbein yngri hefði séð og málað, heldur horfðumst við í augu við Shakespeare sjálfan á mynd. „Við getum ekki fullyrt að hafa séð eitt- hvað í raun og veru nema að hafa tekið ljós- mynd af því“. Þessi orð eru höfð eftir Emil Zola og sýna hversu mikils álits ljósmyndin naut þegar á 19. öldinni. Ljósmyndin getur fært okkur svo miklu nær hinni áþreifan- legu, efnislegu tilveru en málverkið. Það er ein ástæðan fyrir mikilvægi hennar á 19. öldinni og vinsældum. 19. aldar menn trúðu á vísindi og framfarir. Nú var hægt að taka myndir af hlutum sem mannlegt auga sér ekki; strax um 1840 er komin tækni til að taka myndir í gegnum smásjár af bakterium og til að taka nærmyndir af tunglinu í gegn- um stjörnukíki. Og það má geta þess að „heil- aga klæðið í Torínó" varð fyrst frægt eftir að það var ljósmyndað seint á 19. öldinni. A myndinni sjást útlínur síðhærðs manns með krosslagðar hendur og það er enginn annar en Drottinn vor Jesús Kristur. Þarna var komin hin endanlega sönnun fyrir tilvist Drottins því „líkami hans og ljós“ hafði greinilega snert filmuna. Meginástæðan fyrir vinsældum ljósmynd- arinnar er þó sú að allir geta tekið myndir. Myndavélarnar voru reyndar afar fyrirferð- armiklar og óhentugar fyrstu áratugina en upp úr 1890 setti Kodak-verksmiðjan litlar og handhægar vélar á markaðinn. Upp frá því var hægt að taka myndavél með sér hvert sem maður fór og taka myndir við hvaða tækifæri sem var. Miðað við málverkið er ljósmyndin bæði alþýðleg og lýðræðisleg því með tilkomu hennar geta allfr eignast mynd- ir. Það er ekki aðeins einfalt að taka myndir heldur er líka hægt að fjölfalda einu og sömu ljósmyndina endalaust. Áður en ljósmyndin kom til sögunnar voru til málverk og teikn- ingar en aðeins í eigu aristókratíunnar og auðugra borgara. Ljósmyndin er umfram allt, því má ekki gleyma, hluti af iðnvæðingunni. Með ljós- myndinni varð í fyrsta skipti mögulegt að festa hlutinn sjálfan á mynd en siðan hefur myndin smám saman verið að koma í staðinn fyrir hlutinn og ekld nóg með það: Við sjáum svo margar myndir á hverjum einasta degi að allt fer að hringsnúast fyrir augum okk- ar. Fyrstu blaðaljósmyndirnar birtust skömmu fyrir aldamót og um svipað leyti urðu fyrstu kvikmyndirnar til en kvikmyndin er skilgetið afkvæmi ljósmyndarinnar. Svo voru búnar til raívæddar myndir, fyrst sjón- varpsmyndir, síðan „videómyndir" og loks tölvumyndir. í dag eru myndir engin forétt- indi eins og þær voru fyrir daga ljósmyndar- innar. Við lifum í myndahringiðu. Það eru aftur á móti forréttindi að geta gefið sér tíma. Maðurinn austur í sveitum hafði að vísu eng- an tíma til að fara í almennilegt ferðalag en hann naut þess þó að hafa nógan tíma á veturna til að skoða myndirnar sem hann tók, var að hendast hringinn. Höfundamir búa í Berlfn. LHSBÓK MORGUNBLAÐSINS 14.MA(1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.