Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 2
NORTH Stoneham House í Hampshire, æskuheimili Barböru. í húsinu voru 200 herbergi, en aðeins fá þeirra voru í notkun. BARBARA og Magnús ásamt ömmusystur Barböru sem hefur Vífil son þeirra í fanginu. LÆKJARBAKKI við Borgartún, þar sem Klúbburinn var síðar byggður. Þama var fyrsta heimili og vinnustofa Barböru og Magnúsar þegar þau hófu búskap á Islandi. BARBARA og Magnús á brúðkaupsdaginni. BARBARA um þrítugt í skíðaferð, við Skíða- skálann í Hveradölum. litla vasapeninga. Á hinn bóginn var falleg- ur garður, gríðarstór einkalóð, umhverfis húsið, þar voru tvö stöðuvötn og skóglendi svo mikið að þar mátti reika frá morgni til kvölds án þess að rekast á mann. Þær syst- ur Barbara og Úrsúla voru miklir dýravinir og náttúruunnendur. Þær höfðu smáhest til reiðar og dálítinn vagn sem spenna mátti hestinn fyrir, og dró hann okkur svo um landareignina. Þær áttu líka kanínur, geitur og fleiri gæludýr. Hundur og köttur voru að sjálfsögðu alltaf á heimilinu. Húsið gamla og garðurinn umhverfís það voru frábært leiksvæði og þarna undum við systkinin okkur með félögum okkar. í sölum hússins var gjarnan slegið upp balli. í garðinum var tennisvöllur. Þannig mætti telja lengur. Við vorum að vísu efnalítil. En systur mínar voru vinmargar. Þegar þær stálpuðust gengu þær í kvenskátahreyfínguna og urðu ákaflega kappsfullir félagar, mættu á hvem einasta fund og fóru í allar útilegur. Höfðu þær að lokum unnið til svo margra „heiðurs- merkja" fyrir frækilega frammistöðu í hvers kyns þrautum að þær minntu helst á yfir- hershöfðingja þegar þær vom komnar í skátafötin. Um tíma gengu systur mínar í einka- skóla þama í grenndinni. Síðar var einka- kennslukona ráðin til að uppfræða þær heima. Þær vom alla tíð miklir bókaormar. Móðir mín var handgengin enskum bók- menntum og las jafnan fyrir okkur á degi hveijum. í fyrstu las hún úr bamabókum en síðan tók hún til við skáldsögur eftir Scott, Dickens, Thackeray og fleiri sígilda höfunda, bæði enska og erlenda. Þetta var ein okkar besta skemmtun og þegar hún hugðist hætta lestrinum nauðuðum við ævinlega í henni að halda nú áfram og lesa einn kafla í viðbót. Eitt var þó svolítið leiðin- legt við þessa lestra. Móðir mín blessunin lifði sögumar svo innilega að hún fór að hágráta í hvert sinn sem eitthvað sorglegt bar að höndum, til dæmis þegar Nell litla dó í The Old Curiosity Shop eftir Dickens. Ég man að ég hneykslaðist ákaflega á þessu og sagði þá: „Láttu ekki eins og kjáni, mamma, þetta er bara saga!“ En það hafði engin áhrif á hana! Báðar systur mínar langaði til að leggja fyrir sig ritstörf. Þær hófu höfundarferilinn með sérstöku samkomulagi á þá leið að hvor um sig samdi ,jólabók“ handa hinni. Þetta voru handskrifuð kver með teikning- um og litmyndum. Þær lágu á jólabókum þessum eins og ormar á gulli allt þar til á jóladag. Þá voru bækurnar afhentar og við hin fengum að lesa þær. Að sjálfsögðu væntu höfundarnir þess að við dáðumst að verkunum. Þegar ég var orðinn tíu ára var mér kom- ið í heimavistarskóla. En systur mína fengu áfram tilsögn heima fyrir. Kennslukonan þeirra var skosk. Við vorum öll hænd að henni og hún lagði sitt af mörkum til að þroska myndlistar- og bókmenntasmekk systra minna. Þær Barbara og Úrsúla voru eineggja tvíburar, enda voru þær svo líkar í útliti á þessum árum að margir áttu bágt með að þekkja þær sundur. Það kom einu sinni fyr- ir, ef ekki oftar, að önnur systirin fór að gamni út með strák sem hafði mælt sér mót við hina! Á sautjánda ári voru þær sendar til árs- dvalar í Frakklandi, nánar tiltekið Annecy. Þar voru jafnan margar enskar skólastúlk- ur. Þegar þær sneru aftur hófu þær nám við Winchester-listaskólann. En um sama leyti skildu leiðir að nokkru. Barbara lagði áfram stund á myndlist og einkum tréristu. Hún hélt svo áfram á þeirri braut og hóf nám við Konunglega listaskólann í London, þriggja ára nám. Henni sóttist námið feyki- vel. Verk hennar voru árum saman sýnd í Konunglegu bresku listakademíunni og hún var tekin í Konunglegt félag myndristu- manna. Úrsúla hætti hins vegar listnámi og fór þess í stað að skrifa bamabækur. Hófst þar langur og mikill ferill og er Úrs- úla orðin þekktur höfundur víða um heim. Þegar þetta er ritað hafa einar 60 bækur eftir hana verið gefnar út í Bretlandi, marg- ar hafa og verið gefnar út í Bandaríkjunum og ennfremur þýddar á fjölmargar tungur. Eins og títt var um listnema bjó Barbara við kröpp kjör í London. En hún var þraut- seig. Vann hún fyrir sér með því að skreyta bækur og teikna og mála andlitsmyndir. En árið 1936 bar svo við að hún hlaut dálít- inn námsstyrk. Hún afréð að veija honum til Islandsferðar, hugðist sækja þangað inn- blástur. í þessari ferð kynntist hún Magnúsi. Hann var þá nýkominn heim en hafði áður verið við málun og mótun í Kaliforníu. Hann var 15 árum eldri en Barbara en með þeim tókust heitar ástir. Ári síðar kom hann til Englands. Þau voru gefín saman í þorps- kirkjunni okkar. Okkur féll öllum vel við Magnús. Hann var rólyndur maður og bauð af sér virðingu og hann hafði til að bera mikla persónu- töfra. Við vorum líka hrifín af höggmyndum hans. Reykjavík var að vísu óralangt í burtu og okkur var ljóst að við mundum sakna Barböru mjög, en við þóttumst viss um að hún mundi una sér vel með Magnúsi. Sú varð líka raunin. Auðvitað varð viðskilnaður okkar mun lengri en við höfðum ætlað, því stríðið braust út, stríðsárin urðu sex og foreldrar okkar vildu ekki að Barbara legði á hafíð og hætti lífí sínu til að heimsækja okkur. Sprengjur og tundurskeyti urðu hundruðum skipa að grandi á þessum árum. Magnus var þegar orðinn altalandi á ensku. Nú kom til kasta Barböru að læra íslensku. Hún gekk að því af miklu kappi, var ráðin í að læra málið til hlítar. Öll tungu- málavandræði urðu því fljótlega úr sög- unni. Aftur á móti böguðu fjárhagsvand- ræði þau svo að árum skipti. Þau bjuggu í litlu húsi, heimili og vinnustofu í senn, á Lækjarbakka í útjaðri Reykjavíkur; þaðan sér út í Viðey og yfír í Esjuhlíðar. Magnús naut dálítils opinbers styrks en sá styrkur dugði hvergi nærri til uppihalds tveimur manneskjum. Við bættist að árið 1938 fædd- ist hjónunum sonur sem heitinn var Vífíll og síðar varð arkítekt. Barbara dró í búið með því að mála vatnslitamyndir af börnum. Þetta fór henni mjög vel úr hendi en kom hins vegar niður á þvi sem henni var hug- stæðara. Til dæmis að nefna hætti hún nær alveg að fást við tréristuna sem hún hafði getið sér svo gott orð fyrir. Að vísu var þar líka öðru um að kenna, nefnilega erfiðleikum við að komast yfir efni og áhöld. Trérista er líka tímafrek list og síðast en ekki síst heldur illa borguð. Einnig má vera að Barb- öru hafí verið óljúft að keppa við Magnús. Ef til vill hefur sama ástæða ráðið því að hún lagði enga stund á olíumálverk. Magnús hafði íslenskar menningarhefðir mjög í heiðri og Barbara heillaðist fljótt af þeim, ekki síst af gestrisninni, sem landlæg var. Á heimili þeirra varð feikilega gest- kvæmt og menn gat borið að garði hvenær sem var. Reyndar gat orðið fullgestkvæmt og það svo að Barbara hafði ekki vinnufrið. Á sumrin leysti hún vandann stundum þann- ig að hún vann á næturnar og festi að morgni miða á útidyrahurðina með þeim boðum að hún væri sofandi. En þrátt fyrir þessháttar vandræði voru þau tvímælalaust hamingjusöm, hjónin og Vífill litli sonur þeirra, ekki síst eftir að fjárhagurinn fór að rýmkast og þau gátu byggt sér stærra hús og vinnustofu í Kópavogi. Af hjónabandi þeirra Barböru og Magnús- ar spruttu með árunum margvísleg tengsl milli íslands og Englands. Fjölmargir ætt- ingjar Barböru - allt frá Sir Stanley frænda okkar og niður í mig sjálfan - sóttu ísland heim og gistu að heimili þeirra hjóna. Eigum við margar góðar minningar þaðan og reyndar höfum við þó nokkur birt þær minn- ingar á prenti. Sjálfum gafst mér kostur að ferðast um ísland á árunum 1948-50 fyrir tilstuðlan Magnúsar og Barböru og kom þá á ýmsa staði sem fáfarnir voru í þann tíð, til Grímseyjar og í Skaftafell til dæmis. Gladdi það mig mjög að geta síðar þakkað fyrir mig með því að semja íslands- kaflann í ferðamannavísinum „Sunday Tim- es Travel and Holiday Guide". Höfundur er rithöfundur og býr í Danmörku. RÚNAR KRISTJÁNSSON Veslings maður Ég veit þig ganga um veginn tæpa sem fýsna fanga á ferð til glæpa. Svívirtu ekki sæmd og heiður, þá bindur í hlekki bölsins seiður hug þinn og hjarta við hyldýpið svarta. Vei þýðir vei, - þinn vegur er tæpur. Nei þýðir nei, - nauðgun er glæpur. Blindi þig villa á vegi nauða, aðsóknin illa endar í dauða. Stattu á móti stormi heljar, því ölduróti sem 'um þig beljar, og drepur í dróma dáð og sóma. Vei þýðir vei, - þinn vegur er tæpur. Nei þýðir nei, - nauðgun er glæpur. Felli þig ekki flaumur óra og dyggðum drekki svo deyi glóra. Líttu ofar, með Ijós í anda, í trú sem lofar þér lausn úr vanda, ef braut þú breytir og betrun heitir. Þá hverfur sökin með svartar nætur, þá lokast vökin sem lá við fætur, þá skiljast rökin, þá reiknast bætur. Höfundur býr á Skagaströnd. GUÐJÓN ÞORGILSSON Haust Hlusta ég á haustsins þyt. horfinn blómaskarinn. Blöðin hafa breytt um lit, blessuð lóan farin. Fannaskalla fjallið ber, frerasalli á skjánum. Bleikur allur balinn er, blöðin falla af tijánum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.