Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 3
TEgBrtg |m] [ö] [g [ö] [u]® 1] 0 0 ® ® Q] ® B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Barbara Árnason varð öllum kær sem hana þekktu og þar að auki var hún listamaður með ríka tilfinn- ingu fyrir yrkisefnum og efniviði. Barbara var ensk, en örlögu hennar voru ráðin þegar hún fékk styrk og ákvað að vetja honum til íslands- ferðar. Um Barböru Árnason á yngri árum sín- um skrifar bróðir hennar, Alan Moray Williams blaðamaður í Danmörku. Innrás Breta í Island að morgni 10. mai, 1940 hefur oft verið rifjuð upp af ýmsum tilefnum, en sjaldgæft er að fá frásögn af innrásinni frá liðsmanni í her Breta. Hann heitir Michael McConville og hann hef- ur sent Lesbók upprifjun um atburðinn, sem staðfest- ir m.a., að þessi her var afar lítið þjálfaður og þar að auki illa vopnum búinn. Tízkan er ekki bara í klæðnaði, heldur í öllu sem við gerum og segjum. Á gömlum, enskum póstkort- um og í grínblöðum, má sjá bæði tízkuna og tíðarandann sem ríkti í Evrópu, en einkum þó í Englandi, á miðjum tíunda tugi síðustu aldar, fyrir réttum 100 árum. FERDERICO GARCIA LORCA Söngur um draumþing undir berum himni Baldur Óskarsson þýddi Jasmína krýnd, og naut um barkann dregið. Hellugólf, án endimarka. Heimskort. Salur. Morgunn. Harpa. Mærin leikur naut með jasmín-Iund, nautið blóðugt rökkurdjúp sem drynur. Ef himinhvolfið væri lítið barn og lágnótt sæfði hvítu krónublöðin, þá léki nautið dátt í bláum paðreim að rauðu hjarta upp við stoðarstein. En himinninn er fíll og jasmínan er fallin blóðlaus dögg og mærin vafstöngull í dökkvahjúp, næturdrungans dul, á hellugólfi slunginn gegnum jasmínu og naut, fílabeins-nafir, fólk í draumadöf. Sjá krónublöðin: bjarmi, fíll og ský, og blásin meyjargrind, sem nautið geymir. Federico Garcia Lorca, f. 1899. myrtur af falangistum 1936, er líklega þekktasta skáld Spánar á þessari öld. Verk hans fjalla flest um samspil ástar og dauða og þar tvinnar hann saman andalúsíska alþýðuhefð og súrrealisma. Þýðingin er feng- in úr nýrri Ijóðabók Baldurs Óskarssonar, sem ber heitið „Rauðhjallar". í henni eru bæði frumsamin Ijóð Baldurs, svo og Ijóðaþýðingar. Kráarkú Itú r ley si Sennilega koma öll (eða flest) verstu einkenni íslenzks samfélags fram í kráar- menningu hér á landi. Þetta er niðurstaða, sem undirritaður komst að eftir að hann kom heim úr árs- dvöl í Englandi og gerði misheppnaðar tilraunir til að eiga rólegt kvöid yfir kollu á fáeinum ölkrám í Reykjavík. Kráarmenning Eng- lendinga er auðvitað fræg um allan heim og sá, sem einu sinni hefur kynnzt henni, er sér afar meðvitaður um það, sem betur mætti fara annars staðar. Samanburðaf- rannsóknir á krám, eins og sú, sem hér fer á eftir, eru að sjálfsögðu ekki til þess ætlað- ar að gera lítið úr íslenzkum menningarein- kennum, heldur til þess að efna til upp- byggilegrar umræðu um það hvernig megi bæta úr og taka sér aðra til fyrirmyndar. Dýrtíð: Á íslandi kostar krús af öli víð- ast um og yfir 500 krónur. Sams konar krús kostar í kringum 200 krónur í Eng- Iandi, og víða á meginlandi Evrópu má fá kollu fyrir mun lægra verð. Þetta hefur í fyrsta lagi áhrif til hins verra á pyngju kráargesta. í öðru lagi leið- ir þetta af sér að enginn kemur á krá til að eyða peningum nema hafa drukkið í sig kjark og kæruleysi heima hjá sér. Fólk hittist í „partíum“ i heimahúsum, drekkur tiltölulega ódýrt áfengi til að spara og fer svo á krá á eftir, en er þá orðið of drukkið til þess að muna að spara. Þetta leiðir tvennt af sér, að frátalinni þjóðhagslegri óhagkvæmni vegna þess að sparnaður og ráðdeild í ölútgjöldum heimil- anna á undir högg að sækja. Annars vegar kemur ekki nokkur maður á krá fyrr en á þeim tíma, sem verið væri að loka ölhúsum í Englandi. Komi menn inn á krá fyrir klukkan ellefu, er andrúmsloftið eins og í egypzku grafhýsi. Þegar fer að líða að miðnætti verða menn að olnboga sig í gegn- um mannþröngina og fyrir utan er löng biðröð. Hins vegar gefur það auga leið, að allur þessi fjöldi er miklu ölvaðri en hann þyrfti að vera. Hér er einkum við stjórn- völd að sakast, sem halda að þau séu að bæta áfengismenningu landans með fárán- lega háum sköttum á öl og annað áfengi. Agaleysi: íslendingar eru skorpufólk, eins og allir vita. Alla vikuna vinna þeir mikið og eru í ofanálag púrítanskari en Kalvín frá mánudegi til föstudagssíðdegis. Knæpurnar standa tómar af því að sá, sem kemur til dæmis við á kránni á Ieið heim úr vinnunni, fær sér krús og spjallar við félagana, eins og alsiða er í Englandi, er álitinn Vogsmatur. Um helgar hafa hins vegar allir leyfi til að sleppa fram af sér beizlinu. Þá fara íslendingar „út að skemmta sér“. Því miður halda flestir að það, að fara út á krá, sé að fara „út að skemmta sér“. Þess vegna eru krárnar á íslandi opnar til klukkan þijú á nóttunni um helgar eins og skemmtistaðir eða næt- urklúbbar og þar veltist hver kráargestur um annan af ölvun og fögnuði yfir að það skuli loksins vera komið föstudags- eða laugardagskvöld. Kráardvöl í Englandi er agað, og jafnframt afslappað atferli. Menn spjalla, lesa blöðin, auðga andann, hugsa, koma með hundinn — þeir eru ekki að skemmta sér, heldur bara að lifa sínu dag- lega lífi. Klukkan ellefu klára þeir bjórinn sinn og fara heim; ekki í lögreglubíl. Uppskafningsháttur og yfirborðs- mennska: Á sumum krám eru menn sæmi- lega lausir við yfirgengileg drykkjulæti, en þá tekur yfirleitt ekki betra við. Einstakar krár komast í tízku og eru fullar af fólki, sem finnst það vera mjög merkilegt og vill sýna sig og sjá aðra; listamenn, lög- fræðingar, blaðamenn, forystufólk úr ung- liðahreyfingum stjórnmálaflokkanna — flestir búnir að fara í gegnum allan fata- skápinn fyrr um kvöldið og blása á sér hárið í hálftíma. Það væri gersamlega út úr kú að koma eins og maður stendur, t.d. á slitnum gallabuxum og peysu, eins og vaninn var í Englandi þegar nágrannarnir bönkuðu upp á og stungu upp á kráar- ferð. Á tízkustöðunum eru umræðurnar líka yfirleitt fullkomlega innihaldslausar, þótt þeir, sem standa fyrir þeim, haldi annað. Hóphugsun: Þetta vandamál er tengt því síðastnefnda. Englendingar halda tryggð við hverfispöbbinn sinn. Þar hittist alls konar fólk úr nágrenninu og á góða stund. Á íslandi á hver „hópur“ sína krá. Snobbliðið fer á Sólon eða Kaffi Reykja- vík. Aldraðir fara á Kringlukrána. (Þar kom ég fyrir skömmu með vinnufélaga mínum og sagði: Það hlýtur einhver að hafa komið með kassa af ákavíti í félags- vist hjá öldruðum. Félaginn sagði: Mér líð- ur eins og í Fellinimynd!) Ef staður fer úr tízku, flytja viðskiptavinirnir allir í einu á næsta tízkustað. Fólk tekur leigubíl ofan úr Breiðholti til að fara á krá. Smekkleysi: Sumir kráareigendur fá innanhússarkitekt til að teikna fyrir sig pöbb að erlendri fyrirmynd og lýsa því yfir að þeir ætli að sk'apa alvöru kráar- stemmningu. Svo leigja þeir þungarokks- hljómsveit til að spila og gestirnir hrista sig og skekja. Svoleiðis er gett í klúbbum með svartmáluðum veggjum, ekki á krám. Vont vöruúrval og kúltúrleysi í mat og drykk: Kranabjór á íslenzkum knæpum er nær undantekningarlaust lageröl — og ekki alltaf beztu tegundirnar. Dökkur Egils- bjór er ánægjuleg undantekning, en hann er óvíða að finna. Alþjóðlegar bjórtegundir af betra taginu eru aldrei til á krana. Sums staðar er sæmilegt úrval af flöskubjór, en þá er hann svívirðilega dýr. íslendingar smjatta ekki á bjórnum sínum og velta bragðinu af ólíkum tegundum fyrir sér eins og Englendingar gera — ölið er bara vökvi, sem er drukkinn vegna ölvunaráhrifanna og vegna þess að hann fer betur í magann á sumum en sterkt alkóhól. Girnilegar rað- ir af gylltum bjórkrönum er hvergi að sjá. Einangrunarhyggja og útúrboruhátt- ur: Allar krár á Islandi bera þess merki að vera í hæsta lagi fimm ára gamlar, eða frá því að bjórdrykkja var lögleyfð. Alla sögu og karakter vantar. í London er krá niður við Thames, þar sem menn voru hengdir á bryggjunni og barborðið er frá 16. öld. íslendingar drekka sinn bjór aðal- lega í endurinnréttuðum pakkhúsum og verzlunarhúsnæði vegna þess að þeir voru áratugum saman taldir of vitlausir til að þeim væri treystandi til að drekka bjór, eins og allar aðrar þjóðir hafa gert frá alda- öðli, og landinu var lokað fyrir þessum ágæta drykk. Af umfjölluninni hér að ofan mætti reyndar ætla að það hefðu verið mistök að leyfa bjórsölu á íslandi — en þetta er nú ekki alveg svo einfalt. Ástandið var miklu verra áður en bjórinn kont. Hins vegar gætu íslendingar margt lært af nágranna- þjóðunum um umgengni við áfengi — kolla af góðu öli í góðum hópi á notalegum stað getur margfaldað gæði lífsins um stund. Vonandi eigum við bara margt ólært. Kráar- kúltúrinn — eða kúltúrleysið — er ekki nema fimm ára. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.