Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.1995, Blaðsíða 4
að bíða á meðan kertið lýsti og einhver ylur var af ofninum. Þá myndi afi hans kominn aftur frá sauðkindunum og allt væri orðið gott á ný. Þeir höfðu búið sam- an í langan tíma þennan vetur á meðan móðir hans var í kaupstaðnum að vinna hjá fínu fólki, sem þurfti að hafa stúlkur til að hella úr koppum, þvo gólf og elda hversdags. Hann hafði saknað móður sinnar í fyrstu. Afi hans hafði sagt að ekkert óvenjulegt væri við það. Hann væri bara eins og allir aðrir drengir, sem söknuðu mæðra sinna. Sjálfur hafði hann orðið viðskila við móður sína á unga aldri og aldrei séð hana þaðan í frá. Öðru máli gegndi um drenginn, sem átti eftir að sjá móður sína með vorinu. Það leið á daginn en afi hans kom ekki til baka. Á meðan enn var stubbur eftir af kertinu gekk drengurinn með það í vinstri hendi fram göngin. Hann bar kert- ið í höfuðhæð til að lýsa sér og fetaði sig varlega yfir svellkúlurnar í moldargólfinu. Svo lyfti hann lokunni, sem líka var hægt að opna utan frá, og dró hurðina að sér. Súgurinn slökkti á kertinu um leið. Snjó- skófir féllu af dyrastöfun í andlit hans en hann hirti ekki um það heldur rýndi út í hvítt kófið. Hríðin stóð af bæjarhúsunum og þyrlaðist upp fyrir framan dyrnar og inn í þær. Drengurinn hélt fast í hurðina og reyndi að sjá þó ekki væri nema brot af moldarhlaði með frosnum hófsporum. En það var ekkert að sjá. Hann kallaði tvisvar á afa sinn, eins hátt og hann gat, en hann heyrði ekki í sjálfum sér fyrir veðurhljóðinu. Allajafna kom ekki mikil birta inn í baðstofuna um lítinn gluggann í suður- veggnum. Nú hafði birtu brugðið úti og því var orðið nokkuð rokkið í baðstofunni þegar drengurinn kom til baka án kerta- ljóssins. Hann var enn með stubbinn í hendinni og lét hann á borðið á meðan hann leitaði að eldspýtum. Hann fann þær ekki strax og var orðinn næstum afhuga þeim, þegár hann sneri sér að glugganum og sá að það var líka farið að skyggja í snjónum sem fyllti gluggaskotið. Þá mundi hann eftir því, sem afi hans hafði sagt hann skyldi gera ef hann yrði hræddur. Drengurinn lagði lófana saman og horfði í rökkurbláan snjóinn fyrir utan glerið. Svo lyfti hann höndum sínum uns fingur- gómarnir námu við höku og byijaði að tala í hálfum hljóðum. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Hann kunni þetta allt og fleiri bænir, vegna þess að afi hans hafði kennt honum þær, þegar hann heyrði að hann var vanur bænum og baðst fyrir á hveiju kvöldi eftir að hann var kominn undir sæng. Nú var afi hans úti í hríðinni aleinn í snjónum. Eflaust fór hann þar með bænir sínar. Hann hafði sýnt drengn- um að hann kunni vel til þeirra hluta. Eftir að dautt var í ofninum og fór að kólna í baðstofunni hætti drengurinn að sitja og bíða. Hann fór úr skóm og peysu og lagðist undir sængina í ból afa síns og myrkrið féll á dreng og rúm. Þegar hann var lagstur út af heyrði hann betur veður- hljóðið og stundum var eins og það ýlfr- aði. Hann lagði augun aftur og hugsaði sér að óveðrið væri ógnarstór skepna sem afi hans væri að beijast við einhversstaðar úti í hvítu rökkrinu. í mestu átökunum var eins og baðstofan nötraði. Drengurinn hafði óbilandi trú á afa sín- um. Þess vegna var hann ekki hræddur. Gamall maður, sem fór með bænir, hlaut að hafa lifað verri stundir en þessar. Auk þess var líklegt að hann vildi vera sem lengst hjá kindum sínum í svona veðri. Hver vissi nema þær væru hræddar við storminn og hríðina og þá var hann góður maður að hafa hjá sér. Þótt hátt léti í storminum hafði suðið í honum svæfandi áhrif á drenginn og áður en hann vissi og áður en honum gafst tími til að fara með falleg orð var hann sofnaður, æðrulaus við hlýjar hugsanir um afa sinn, sem myndi þyrlast snjóbarinn inn um útidyrnar og sjá að hann svæfi. Löngu síðar, eftir að drengurinn hafði fullorðnast með öldinni, lifað tvær heims- styrjaldir, kvænst og eignast tvö börn og búið við ástúð og amstur eins og títt er um almúgamenn, mundi hann ekkert eins glöggt frá þessum dögum og myrkrið. í augum hans, sem hafði reynt hina löngu bið, var dauðinn ekki ægilegur, heldur einskonar æðri friður. Hann vann lengi við að feija fólk og varning á lítill trillu á tíma þegar áætlunarflug var að hefjast fyrir alvöru. Þá notuðu menn flugbáta og stundum var pus við legufærin. Fiugmenn- imir sátu við stjómtækin á meðan hann Mynd: Bjarni Ragnar. EFTIR að hafa borið hangikjötslæri inn í baðstofuna, fært kaffikönnuna þangað og fundið eldhúshníf afa síns, sett- ist hann við borðið með kertaþ'ósinu, kom lærinu fyrir milli fóta sér og skar fleyg oní vöðvann,, þar sem hann var þykkastur og fann besta bragð í heimi. Biðin langa Faðir vor, þú sem ert á himnum, sagði drengurinn og horfði upp í gluggann í þykkum moldar- veggnum. Glugginn var inni í honum miðjum og þiljað að með panel. Hann var alveg hvítur af snjó, en í gegnum snjó og rúðu heyrði hann Það leið á daginn en afi hans kom ekki til baka. Á meðan enn var stubbur eftir afkertinu gekk drengurinn með það í vinstri hendi fram göngin. Hann bar kertið í höfuðhæð til að lýsa sér og fetaði sig varlega yfir svellkúlurnar á moldargólfinu. Smásaga eftir INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON í hríðarbylnum fyrir utan, sem var glóm- laus. Og drengurinn hugsaði um afa sinn úti í þessum byl að huga að fé sínu í litla fjárhúshrófinu niðri á túninu. Bráðum kæmi hann aftur og þá mundi hann bæta taðflögum í ofninn til hann héldist heitur og vermdi stofuna. Hún var ekki stór og það var næstum nóg að láta lifa á einu kerti til að varpa birtu á hana alla. Tvö rúm voru undir stafninum. Annað rúmið var ekki notað vegna þess að drengurinn svaf hjá afa sínum. Óveðrið hafði verið skollið á, þegar þeir vöknuðu um morguninn. Hann hafði ekki heyrt í því vegna þess að veggirnir voru þykkir. En afi hans hafði farið og opnað bæinn og sagt honum á eftir, að hann hefði ekki séð út fyrir hlaðið fyrir hríðar- kófinu. Síðan hafði hann farið með dreng- inn út að glugganum og sagt við hann: Þú heyrir í henni héma. Og drengurinn hafði heyrt í hríðinni þegar hann stóð alveg við gluggaskotið. Henni fylgdi linnulaust hávært suð. Glugg- inn var orðinn hvítur þá þegar enda gluggatóftin fyrir utan eflaust orðin full af snjó. Afi hans var þögull þennan morg- un. Hann sat á rúmi sínu og reri lítillega fram í gráðið á milli þess hann fór fram í göngin og sótti meiri eldivið í ofninn. Þegar leið á morguninn varð hann óró- legri og var stundum að reyna að sjá út um gluggann, en hann var alltaf jafn hvít- ur og fullur af snjó. Veðurhljóðið hækkaði frekar en hitt. Svo fór hann að tala um kindurnar sínar. Ég verð að komast til þeirra, sagði hann við sjálfan sig. Það verður að gefa greyun- um og moka snjó í garðann handa þeim. Það er ekki hægt að hafa þær heylausar heilan dag. Og áreiðanlega ekki viðlit að komast að brunninum núna eftir vatni handa þeim. Þess vegna verður snjórinn að duga. Ég kem með þér afi, sagði drengurinn. Nei, uss. Láttu þér ekki detta það í hug. Þetta er manndrápsveður. En ég vil ekki verða einn eftir þegar allt er dimmt. Það er sko ekkert dimmt. Ég kveiki á kertinu og bæti vel í ofninn áður en ég fer, svo það verður bæði ljós og hiti hjá þér ljúfurinn. Auk þess verð ég enga stund. En ég verð kannski hræddur, sagði drengurinn. Þá skaltu fara með faðirvorið. Svo ertu engin kveif, afastrákur. Afi hans dúðaði sig í stóra kápu og setti á sig trefil og þykka pijónahúfu. Honum varð nokkur leit að vettlingum, en fann þá loks. Hann glotti framan í dótturson sinn og sagði: Það má hríða núna, lagsi. Með það var hann horfinn. Drengurinn hafði setið nokkra stund eftir að hann var farinn og horft í kyrran loga kertisins á borðinu við rúmið. Hann velti ekki mörgu fyrir sér á þessari stundu. Þó gerði hann sér grein fyrir því, að kerta- loginn myndi ekki vara að eilífu. Hann sá á því hvar vaxið hafði lekið niður og hlað- ist upp á borðinu við kertið, að mjór log- inn ætti sér skamma ævi. Hann ætlaði sér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.