Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.1995, Blaðsíða 2
konunginum, fyrir 5.000 franka á mánuði í eftirlaun til hans. En hann var mjög drykk- feldur og óhamingjusamur maður sem dó ellefu árum eftir yfirtökuna. Arin fram til 1960 voru að mestu tíðinda- laus, eyjarbúar fengu að vera í friði og lifa sínu náttúruvæna og einfalda lífi trúir göml- um og grónum hefðum ef undan er skilin árás tveggja þýskra beitiskipa á Papeete 22. september 1914 og koma bandarísks herliðs til eyjarinnar Bora Bora, 260 km norðvestur af Papeete, 2. september 1940 sem reisti þar herstöð stuttu eftir árás Japana á Pearl Harbour. En um 1960 fara hjólin að snúast. MGM kvikmyndafyrirtækið gerir kvikmynd- ina „Mutiny of Bounty" á árunum 1960 - 62 með Marlon Brando og innfæddri fegurð- ardís Taritu í aðalhlutverkum. Þau giftust og eignuðust 490 hektara eyju, Tetiaroa, sem er 42 km norður af Tahítí. Á þessum árum er reistur alþjóðlegur flug- völlur í útjaðri Papeete og þar með opnast eyjarnar fyrir umheiminum. Fyrsta Sprengjan Þegar Alsír fékk sjálfstæði 1962 neyddust Frakkar til að hætta tilraunasprengingum í Sahara og ákváðu að flytja kjarn- orku tilraunastöðina og sprenging- arnar til Tuamotu-eyja. Árið 1963 þegar allir pólínesískir stjómmála- flokkar á eyjunum mótmæltu þess- ari innrás fransks herliðs og tækni- manna með tilheyrandi búnað til kjamorkusprenginga bannaði þá- verandi forseti Frakklands Charles de Gaulle alla stjórnmálaflokka á eyjunum. Fyrstu kjarnorkusprengjuna yfir kóralrifinu Momroa sprengdu Frakkar 2. júlí 1966, en þaðer 1.200 km norðaustur af Tahítí. 1974, 44 sprengingum síðar, urðu Frakkar að láta undan alþjóðlegum mótmæl- um gegn sprengingum í andrúms- loftinu og hófu sprengingar neðan- jarðar sem þeir héldu áfram allt til 1992 að Mitterand stöðvaði btjálæð- ið m.a. eftir að hafa kynnt sér afleið- ingarnar á íbúa og lífríkið á nálæg- um eyjum og ekki síst vegna alþjóðlegs þrýst- ings. Hét hann því að þessar sprengingar yrðu ekki hafnar aftur þrátt fyrir mikinn þrýsting frá varnarmálaráðuneytinu svo lengi sem hann réði einhveiju og stóð hann við það. En á þessu tímabili var sprengd 131 sprengja neðanjarðar við Moruroa. HÖFUÐBORGIN PAPEETE OG „Franska Veikin* Á Tahítí búa um 70% eyjabúa og í höfuð- borginni Papeete um helmingur þeirra og þar af um 4.000 franskir hermenn. Borgin er nútímaleg enda hefur aðaluppbyggingin átt sér stað eftir 1960. Þar er fjöldi hótela, veit- ingastaða og verslana sem margar eiga það sameiginlegt að vera með þeim dýrustu í heimi. Reyndar er verðlag almennt mjög hátt og talið vera það næsthæsta í heiminum á eftir Japan. Stafar það fyrst og fremst af skattastefnu Frakka á eyjunum en þar er lítill sem enginn tekjuskattur en ofurtollar og skattar á vöru og þjónustu. Meginhluti alls vamings er innfluttur og aðallega frá Frakklandi. Á það einnig við um helstu nauð- synjar enda þótt öll skilyrði séu til að fram- leiða þær á eyjunum. Má í því sambandi nefna túnfiskinn sem er veiddur við Tahítí strendur en fluttur til Samoa þar sem hann er soðinn niður í dósir vegna margfalt minni launakostnaðar þar. Síðan er þessi varningur fluttur inn til Tahítí aftur þar sem hann er seldur á okurverði. Bílafjöldi á Tahítí er mikill og eru um eitt hundrað þúsund skráð ökutæki sem þeysast um 200 kílómetra langt vegakerfið með til- heyrandi hávaða og látum. Enda eru bana- slys í umferðinni næstum daglegur viðburður og áttum við oft fótum okkar fjör að launa á götum borgarinnar. Atvinnuleysi er mikið meðal Pólinesa og þar sem Frakkar hafa verið iðnir við sölsa land þeirra undir sig lifa þeir oft í sárri neyð með tilheyrandi glæpum og ýmsum félagslegum vandamálum. Þeir sem hafa atvinnu starfa gjarnan við lægst launuðu störfín í þjónustugeiranum t. d. hreingerningar og uppvask á heimilum, hótel- um og vinnustöðum. Er helst að maður sjái stolta Pólínesa selja varning sinn á markaðn- um, auk þeirra sem eiga fley og róa til fí- skjar. Papeete hefur lengi verið eftirsóttur staður fyrir böm franskra embættismanna sem vilja komast að heiman um stundarsakir til að þéna góðan pening og skemmta sér í leiðinni. Enda er það ekki óalgengt að þessi embættismannabörn séu í lykilstöðum á með- an Pólínesar á öllum aldri sjá um þrif og önnur skítverk fyrir þetta lið. Það er því vægt til orða tekið þegar ég skrifa að við höfum orðið fyrir vonbrigðum með Papeete, mannlífið og það sem Evrópu- sambandsþjóðin Frakkar kemst upp með þar. Eða eins og einn pólínesískur borgarbúi Frakka orðaði það: „Fyrir okkur eru Frakkar eins og sjúkdómur sem hefur gert okkur óheil og vansæl en við neyðumst til að lifa með þessum sjúkdómi svo lengi sem það hefur ekki fundist nein lækning við honum.“ Eftir nokkurra daga dvöl í Papeete sigldum við yfir til Huahine sem er 176 km norðvest- ur af Papeete og íbúar aðeins tæp fimm þúsund. Eyjan er eins konar vagga sjálfstæð- isbaráttunar gegn Frökkum og þar eru frönsk ítök og áhrif minni en víðast hvar í Pólínes- íu. Helst i leiðtogi Pólínesa í baráttunni fyrir sjálfstæði á þessari öld, Pouvanaa a Oopa (1895-1977), er frá þessari eyju. Grænfriðungar Og Geislavirkni Við Moruroa I júlí 1985 komu franskir leyniþjónustu- menn fyrir sprengjum í skipi grænfriðunga, Rainbow Warrior, sem var í höfninni í Auck- land á Nýja-Sjálandi. Ljósmyndari grænfrið- unga, Fernando Pereira, drukknaði þegar sprengjurnar sprungu og skipið sökk. Yfír- menn í frönsku ríkisstjórninni, sem fyrirskip- uðu verknaðinn, og tveir leyniþjónustumenn, sem komu sprengjunum fyrir, hafa aldrei komið fyrir dómstóla. í kjölfar verknaðarins tók nýsjálenska lögreglan fasta tvo aðra franska leyniþjónustumenn sem síðar voru dæmdir í tíu ára fangelsi! Ári síðar hótuðu Frakkar að hefta útflutn- ing Ný-Sjálendinga á smjöri og lambakjöti ef fangelsuðu leyniþjónustumennirnir fengju ekki að taka dóminn út sem „fijálsir útlagar" í þijú ár í franskri herstöð á eynni Hao í Tuamotu-eyjaklasanum. 1987, ári áður en útlagafríi þeirra lauk, lét núverandi forseti og þáverandi forsætisráðherra Jacques Chirac flytja þá heim til Parísar. Sprengingin í Rainbow Warrior átti að koma í veg fyrir að grænfriðungar sigldu til Moruroa í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá hörmungunum í Hiroshima. Frakkar ótt- uðust einnig að Grænfriðungar ætluðu að flytja lækna til Mangareva, sem er í grennd við Moruroa, til að kann áhrif sprenginganna á heilsufar manna þar. í desember 1990 reyndi skip grænfriðunga, Rainbow Warrior II, sem nú þegar þetta er skrifað er aftur á leiðinni til Moruroa, að heimsækja kóralrifið. Og enda þótt þeim væri bannað að koma að landi eða of nálægt rifinu tókst sérfræðingi þeirra í geislavirkni, Norm Buske, að ná svifsýnum rétt utan við 12 mílna lögsöguna á meðan skip þeirra var umkringt frönskum herskipum og þyrlum. í þessum sýnum voru bæði cobalt 60 og cesium 134 sem sannar að geislavirk efni streyma frá Moruroa. En þegar Buske og fjórir aðrir grænfriðungar reyndu að komast nær rifinu í gúmmíbát til að taka sýni voru þeir hand- teknir og fluttir nauðugir til Los Angeles. Tahítískir stjórnmálaleiðtogar hafa marg- oft krafist að Álþjóðlega heilbrigðisstofnunin kanni ítarlega geislavirkni frá Moruroa en því hefur ekki verið sinnt þrátt fyrir yfírlýs- ingar Frakka í fjölmiðlum um að það verði gert, nú síðast frá Chirac. Áhrif geislavirkni á íbúa Pólínesíu hafa ekki verið könnuð þar sem heibrigðiskerfíð er í höndum Frakka en mikil aukning á ýmiss konar krabbameini, heilaæxlum, and- vana fæðingum og vansköpun auk eitrunar í sjávarfangi á nálægum eyjum bendir til að áhrifin séu nú þegar mikil enda þóttsérfræð- ingar, ma. Professor Manfred Hochstein við háskólann í Auckland, telji að um tuttugu og fimm til þijátíu ár muni líða þar til að þessi eiturefni hafa dreifst um stórt haf- svæði og skilað sér til manna í gegnum fæðukeðjuna. Nú nýverið sagði Stephanie Mills, talsmaður grænfriðunga, að ef Frakkar hæfu sprengingar að nýju, eins og Chirac hefur gefið yfirlýsingar um, séu miklar líkur á að rifið hrynji og geislavirk efni streymi stjórnlaust út í hafíð og þá sé margfalt alvar- legra slys en átti sér stað í Tsjernóbyl yfirvof- andi. Huahine OgHið Hefðbundna Samfélag Pólínesa Um leið og það var mikill léttir að stíga um borð í feijuna til Huahine, fannst okkur það hálfkaldhæðnislegt að lægi hennar í Papeete er við hliðina á frönsku flotastöð- inni. Eftir afslappaða níu tíma siglingu kom- um við til sjávarþorpsins Fare klukkan fjög- ur að morgni og þá iá beint við að leggjast, til svefns undir pálmatré á ströndinni þar til birti af degi. Nafn eyjarinnar, Huahine, þýðir „liggjandi kona“ og er það dregið af lögun eyjarinnar. Hún er fjalllend og jarð- vegur mjög fijósamur. Eins og áður sagði eru íbúar tæp fimm þúsund og nær einung- is innfæddir Pólínesar. Fornleifafræðingar hafa fundið leifar af mannabústöðum sem benda til að eyjan hafi verið byggð í þrettán hundruð ár. Á eynni eru einnig vel varðveitt- ir mannabústaðir byggðir eftir sextán hund- ruð svonefnd marae sem lýsa vel hinu hefð- bundna samfélagi Pólínesa. Er þar um að ræða smáhúsabyggð úr viði á hlöðnum steinstöllum þar sem sæti guðanna, náttúru- vætta og anda látinna forfeðra var efst. En í dag eru flestir pólínesar kristnir, þar af um 55% mótmælendur og 30% kaþólskrar trúar. Sameign og samheldni var rík á meðal Pólínesa og tíðkaðist ekki eignarhald á landi fyrr en með komu Frakka sem bæði eignuðu sér land og tældu einstaka fjöl- skyldumeðlimi til að útbúa papp- íra yfir land sem hafði verið nytj- að og bústaður þessara fjöl- skyldna um aldir. Síðan keyptu Frakkarnir þetta land af „svikur- unum“, sundruðu þannig ijöl- skyldum og samheldni þeirra og eiga nú stóran hluta lands á eyjun- um. Eftir nóttina á ströndinni leigðum við okkur strákofa á ströndinni í útjaðri Fare og reið- hjól sern við ferðuðumst um eyj- una á. í einum hjólatúrnum hittum við miðaldra konu sem var að safna kókoshnetum sem höfðu fallið til jarðar í stormi nokkrum dögum áður og bauð hún okkur svalandi kókosmjólk að drekka. Hún hafði gifst til Ástralíu og búið þar í þijátíu ár en nú var bóndinn látinn og hún komin aftur til heima- haganna. Hún minntist gammalla tíma með söknuði og sagði að það væri ekki lengra síðan en að hún var stelpa að orðin að stela og ljúgja voru ekki til í tungumálinu. Enda var nóg til af öllu, ávextir og grænmeti sem jörðin gaf eftir þörfum og nægur fiskur sem fangaður var í hlaðnar steingildrur, auk ýmissa krabba- og skeljategunda sem voru tíndar á leirunum. Klæði voru gerð úr berki og ýmsum plöntutegundum, verkfæ.ri og hljóðfæri úr viði og mikið var um söng, dans og hljóðfæraleik. Engan skorti neitt enda samheldnin mikil og ailir tilbúnir til að aðstoða aðra eftir þörfum. Núna aftur á móti væru fjölskyldur sundraðar, hún hefði t. d. engin samskipti við einn bróður sinn og systur þótt þau byggju þarna í grennd- inni. Hann hefði tekið yfir nær allt fjöl- skyldulandið, selt hluta þess en væri svo stoltur, eins og eyjarbúar yfirleitt væru, að hann vildi ekki viðurkenna það sem allir vissu og væri í rauninni að farast úr sektar- kennd. Systirin hefði aftur á móti gifst Frakka sem væri svo snobbaður að hann bannaði henni að umgangast aðra en Frakka. En hún lauk spjallinu með því að segja að þrátt fyrir alla þessa erfiðleika væru þetta heimahagar hennar og hér ætl- aði hún að eyða sínum síðustu árum. Hér væri svo fallegt og gott að vera þrátt fyrir allt. Við samsinntum því, þökkuðum veiting- arnar og héldum áfram hjólreiðum okkar um hina fögru „liggjandi konu“, Huahine. I síðari grein minni um Tahítí-Pólínesíu mun ég birta viðtal sem ég átti við þjóðhátta- fræðinginn Bengt Danielsson á heimili hans í Papehue á Tahítí. Bengt kom til Pólínesíu 1947 í áhöfn Thors Heyerdahl á flekanum Kon Tiki. Hann er sænskur að uppruna og hefur lifað tímana tvenna á Tahítí ásamt franskri eiginkonu sinni, fornleifafræðingn- um Marie Thérése. Meðal annars hafa þau gert víðtækar rannsóknir á pólínesísku eyj- unum, safnað pólínesískum gersemum sem höfðu dreifst víða um heiminn og haft veg og vanda af stofnun og opnun þjóðminja- safns á Tahítí. Auk þess hefur Bengt skráð sögu Pólínesíu og skrifað fjölda annarra bóka um sögu og menningu eyjanna. Hann hefur verið harður andstæðingur kjarnorku- tilrauna Frakka við Moruroa og 1991 var hann sæmdur hinum „alternativu Nóbels verðlaunum“ af The Right Livelihood Found- ation fyrir vísindalegar rannsóknir og bar- áttuna gegn kjarnorkuvánni. Höfundur er myndhöggvari. HUGRÚN Tvennar tíðir Sumarblíða úti er yndæl tíð er þetta hratt þó líða að hausti fer hrímkorn víða detta. Takmörk setja tíðabil tíminn letur skráir alltaf hvetur orku til. Engin vetur þráir. Honum taka verðum við vængjum blakar köldum hann í klaka setur svið sólar hrakar völdum. Hún sig hylur værðarvoð. Vetrarbylur næðir. Hennar ylur ber þó boð betri, um gil og hæðir. „Völd ég tek, það verða skal vetur hrek og dróma. Aftur vek ég vor í dal velli þek með blóma. “ Hugrún er skáldanafn Filipíu Kristjánsdótt- ur Ijóðskálds í Reykjavík. SIGURJÓN ARI SIGURJÓNSSON Morgun- ógleði Um leið og hún vaknaði, ýtti hún af sér sænginni. Henni var heitt. Horfði svefndrukkin niður eftir ávölum lendum. Hóstaði nokkrum sinnum, hristi axlirnar til að vakna betur. Henni fannst eitthvað þrengja að sér. Heft. Þar sem hún sat, horfði hún yfir grösuga sveitina, sjóinn út við sjóndeildarhringinn. Þessi sári hósti, dimmur og þungur. Henni fannst eins og farg þrýsti á brjóstið, og ekki nægilegt rými. Himinninn var að fyllast dökkum skuggum. Eitt og eitt rafljós blikaði gegnum þá. Það var eins og Ijósið brenndi gat á skýin, og í kjölfar þess drundu þrumandi hljóðbylgjur. Svo hrönnuðust skýin aftur upp, fylltu ígötin, og nýjar eldingar mynduðust, með þessari ógnþrungnu tónlist. Henni var óglatt. Vissi að hún þyrfti að kasta upp. Morgun-ógleði með tilheyrandi magaverkjum. Hún skimaði í kringum sig. Útsýnið var að dofna. Nú sást aðeins í næstu rima og hóla. Sveitin var hulin dökkri slæðu. Hafið horfið. Hún sá aðeins það sem var næst henni. Þung drungaleg ský með glitrandi rafstrauma, og ærandi gný. Hún reyndi að hrista afsér ógleðina. Skalf og nötraði. Henni fannst jafnvel jörðin öll titra. Svo kastaði hún upp. Hekla var farin að gjósa. Höfundur er kaupsýslumaður i Reykjavik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.