Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 4
Góður listamaður er alltaf ungur, þeir slæmu verða gamlir, segir Bragi Asgeirsson, sem hefur með list sinni, kennslu og gagnrýni átt stóran þátt í móta og skrifa myndlistarsögu landsins. Menningarmiðstöðin Gerðuberg hef- ur nú hafið röð kynninga á núlifandi íslensk- um myndlistarmönnum og er Bragi myndlist- armaður mánaðarins að þessu sinni. Sýning stendur nú yfír á verkum hans í Gerðubergi og á Sjónarhóli, nýjum sýningarsal að Hverf- isgötu 12. Eru verkin í Gerðubergi frá árun- um 1950 til 1989, en á Sjónarhóli eru sýnd verk hans frá síðustu árum. Bragi sat fyrir svörum um líf sitt og list á Sjónþingi Gerðubergs sem haldið var ll.febrúar síðastliðinn, en þeir sem spurðu hann spjörunum úr auk áheyrenda úr sal, voru þeir Einar Hákonarson myndlistarmað- ur, Sigurður A. Magnússon rithöfundur og Jón Proppé heimspekingur. Bragi Asgeirsson, sem er einn af atkvæða- mestu myndlistarmönnum landsins hefur verið fylgismaður hefðbundinna gilda þar sem efnismeðferð, formbygging og handverk skipa öndvegi. Sjálfur segir hann um list sína að hún sé tengd módernismanum á þessari öld með ýmsum frávikum, en efniskennd og efnisleg dýpt hafi verið einkennandi fyrir myndstíl hans, auk þess sem hann hafi unn- ið jöfnum höndum á hlutlægum og óhlutlæg- um grunni. Þannig séu flestar grafíkmyndir hans fígúratífar, svo og teikningar. VANUR HARÐRÆÐI En persóna Braga Ásgeirssonar og lífsferill eru ekki síður athyglisverð en Iist hans. Bragi er Reykvíkingur, fæddur 28. maí 1931. Hann er sonur Ásgeirs Ásgeirssonar og konu hans Karólínu S. Sveinsdóttur, en þau eignuðust fímm syni og eina dóttur, og var Bragi yngst- ur bræðranna. Bragi segir svo frá að þegar hann var í námi í Osló hafi hann deilt herbergi með Guðmundi Guðmundssyni, Erró. „í herberg- inu var aðeins eitt rúm og varð því annar okkar að sofa á gólfinu. Við Guðmundur kepptum um rúmið og oftast vann ég. En LJÓSBROT, olía á masonít, 1991. Sjónþing eru sýningar og samræður við listamann, sem Menningarmiðstöðin Gerðuberg stendur að. Hér birtist kjarninn úr því sem fram kom í viðræðunum við Braga. Hannes Sigurðsson hefur valið þau fimm verk Braga sem hér eru birt. Eftir KRISTINU MARJU BALDURSDÓTTUR LILJUR í tímanum, olía á masonít, 1977. svo gerði ég það fyrir hann að tapa, enda vanur harðræði." Bragi kynntist hörku lífsins aðeins tíu ára gamall þegar hann smitaðist af skæðum inflúensufaraldri og missti heyrnina. Fram að þeim tíma hafði hann verið tápmikill drengur með næmt tóneyra sem hafði gaman af að syngja. En þótt þögnin hafi umlukið hann síðan, hafa margir séð hljómlist í mynd- um hans. Blaðamaður frá Art News sem kom hingað til lands og heimsótti íslenska mynd- listarmenn, lét þau orð falla að Bragi væri mesti músikantinn í myndlistinni. Draumur sem föður hans dreymdi varð til þess að Bragi lagði út á braut myndlistar- mannsins. Föður hans dreymdi að til hans kæmi maður sem sagði að listmálari væri í ættinni. Faðirinn brá skjótt við og keypti liti og pappír handa eldri bræðrunum, en þeir sýndu lítinn áhuga á framtakinu. Sá yngsti var hins vegar fljótur að taka við sér. MEIRA RAUTT Eftir nám frá Myndlista- og handíðaskóla íslands, nam Bragi við Listaháskólana í Kaupmannahöfn, Osló og Munchen. Hann hefur dvalið í Róm ög Flórens, farið í kynnis- ferðir um flest lönd og haldið sýningar víða um heim. Hann hefur og hlotið margs konar styrki og viðurkenningar. Bragi segir svo um námsár sín: „Ég var uppreisnargjarn. Þegar kennarinn gekk um og leit á myndir okkar sagði hann við mig: Meira grænt. Ég sagði, meira rautt.“ Kennarar Braga voru meðal annars þeir Jón Stefánsson, sem kenndi við Listaháskól- ann í Kaupmannahöfn, og Prófessor Frans Nagel við Listaháskólann í Munchen. Þeir höfðu áhrif á hann, en kennararnir voru þó ekki mestu áhrifavaldar í list hans.„Söfnin voru mestu áhrifavaldar í lífi mínu,“ segir Bragi. „Ég var á söfnum alla daga. í fyrstu skoðaði ég aðeins módernisma, gaf frat í allt gamalt. En síðan fór ég að skoða eldri list, og eftir því sem ég eltist, líkaði mér hún betur. Ég er alæta á myndlist.“ En þótt söfnin hafi haft áhrif á Braga, gerði ástin það ekki síður. Bragi er tvíkvænt- ur, fyrri kona hans var þýsk, Adelheid F. Weimann, og eiga þau einn son. Seinni kona hans var Símonía Kolbrún Benediktsdóttir og eiga þau fjögur börn. Segir Bragi að þótt börnin hafí verið fyrirferðarmikil og gefíð sér lítinn frið til ritstarfa hafí þau veitt honum mikla aðstoð og aukið honum sköpunargleði í listinni. Konurnar gegndu ekki aðeins stóru hlut- SNERTIPUNKTAR, steinþrykk, 1955. HAF í febrúar, olía á léreft, 1955. verki í lífi Braga, þær eru ekki síður áber- andi í myndum hans. Þegar orð var á því haft að erótíkin væri oft þungamiðjan í verk- um hans, svaraði Bragi því til, að öll list væri að vissu marki erótísk. Auk þess væru yfir 90% fyrirsætna konur, og því eðlilegt að þær væru áberandi í myndum hans. SJÁLFSGAGNRÝNINN Sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Islands í 40 ár og sem gagnrýnandi fyrir Morgunblaðið í 30 ár, hefur Bragi haft gífur- leg áhrif á myndlist í landinu, enda verið umdeildur. Hann valdi sér þó ekki það hlut- skipti sjálfur að gegna þeim ábyrgðarstörf- um.„Ég var plataður í þetta,“ segir hann. Þegar Bragi var sjálfur við nám var hann ánægðastur með harða kennara, einkum þá „sem voru frægir fyrir að segja lítið.“ Að sögn fyrrum nemenda Braga, sagði hann ekki mikið meðan á kennslu stóð, en var afbragðskennari sem kunni þá list að vekja áhuga meðal nemenda sinna. Um listamenn segir Bragi: „Góðir lista- menn eru ailtaf ungir, hinir slæmu verða gamlir. Ég tel mig vera framsækinn lista- mann. Ég fylgist mjög vel með, bæði hér heima og erlendis og mér finnst gaman að sjá góðar sýningar og góð vinnubrögð.“ Bragi hefur þó ekki ætíð verið ánægður með vinnubrögð yngri listamanna og þykir þeim hann oft vera einsýnn og dómharður sem gagnrýnandi. Enda fer Bragi ekkert dult með þá skoðun sína, að valtað hafi ver- ið yfir eldri og sígild gildi í listaskólum, og grunnmenntun verið fyrir borð borin um leið og skrifræði og fundahöld hafi öðlast marg- falt vægi. „Nú á dögum streymir hópur manna úr listaskólum með litla þekkingu en sem talar hins vegar hæst og mest.“ Og um sýningar hafa þessi orð fallið: „Sýn- ingar eru oft andlausar núna því myndirnar koma ekki frá hjartanu. Marxisminn géngur ekki upp í myndlistinni fremur en í pólitík- inni.“ Þegar listamaðurinn var spurður, kannski meira í gamni, hvort hann væri yfirleitt nokk- urn tíma ánægður með annað en það sem hann sjálfur gerði, svaraði hann: „Ég er oft ánægður með verk ungra myndlistarmanna. En ég er mjög sjáifsgagnrýninn og ég hef hent mörgum verka minna. Jón Stefánson var iíka gagnrýninn á eigin verk, ég sá hann gráta af vanmætti. Slíkum mönnum leyfíst að gagnrýna." Höfundurerblaðamaðurogrithöfundur. +J 4 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.