Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1996, Blaðsíða 6
GRÍMUR Thomsen 21 árs. Gullsmiðssonurinn frá Bessa- stöðum þótti tilhaldssamur í klæðaburði og kvartaði faðir hans yfir eyðslusemi hans. Á myndinni er hann án efa í nýjustu tízku ungra menntamanna í Kaup- mannahöfn á þessum tíma. MAGDALENE Thoresen, barnsmóðir Gríms og ástkona, var talin framúrskarandi gáfuð og glæsileg. eins og hann eldlegan áhuga á bókmenntum og fagurfræði. Hún var suðræn í útliti, hörundsliturinn og hið mikla þykka dökka hár var skart hennar. Eðli hennar var að njóta hverrar stundar. Þau lásu saman fag- urbókmenntir og með þeim tókust ástir. Magdalene lauk kennaranámi sumarið 1842 og gat þvi tekið til starfa en Grímur var sem áður í fjárþröng, skuldum vafínn og átti ólokið námi. Þeim var því ekki skapað nema að skilja. Um ástir þeirra er fátt vitað utan það sem ráða má af bréfum og skáld- verkum Magdalene. Engar heimildir eru til um það frá hendi Gríms. Hann var alla tíð dulur og fámáll um hag sinn og hug. Ætla má að breytanda breyttu að mikil sjálfslýs- ing felist í eftirfarandi ljóðlínum Gríms: Hafs á botni flest er fyrðum hulið, fáar berast mönnum þaðan sögur, gott og illt í djúpi þar er hulið, dul er heima fyrir Rán og þögul. Magdalene var um margt andstæða Gríms, opinská og leyndi ekki ástríðum sínum. Johanne Heiberg leikkona sagði um hana að hún gæti einungis dregið andann væri hún ölvuð af eldi ástarinnar en hún yndi ekki hversdagsleik kulnaðra elda. Magdalene var um margt stórbrotin kona; listhneigð, hafði auðugt ímyndunar- afl og hóf snemma að yrkja ljóð og rita sögur. í henni ríktu miklar andstæður sem- lékust á eins og óstýrilæti og háttvísi. Þegar skilnaður þeirra Gríms varð ekki umflúinn átti hún kost á að fara til Vestur- Indía en kaus að gerast kennari hjá Hans Conrad Thoresen prófasti í Heroy á Sunn- mæri í Noregi. Hann var þá nýorðinn ekkjumaður í annað sinn með fimm böm á aldrinum þriggja til tíu ára. Magdalene kvaddi Kaupmannahöfn 30. september 1842 og sama dag flutti Grím- ur í nýtt húsnæði. Hún var fjögur dægur á leiðinni til Kristjaníu eins og Ósló hét þá. Þar beið Thoresen hennar og þau héldu til Herey. Gáfur Magdalene og glæsileiki töfruðu Thoresen og hann felldi hug til hennar. Hún tók bónorði hans en brátt komu vandkvæði í ljós. Magdalene reynd- ist bera barn þeirra Gríms undir belti. Hjónaband með Thoresen var útilokað yrði það opinbert. Ætla verður að Thoresen, bæði vegna stöðu sinnar og aldurs, hafi með samþykki Magdalene ráðið hvernig við þessu var brugðist. í febrúarlok 1843 fóru þau Magdalene og Thoresen til Kaupmannahafnar og varð hún þar eftir er Thoresen fór heim. 16. júní ól hún sveinbam í hinni konunglegu fæðingarstofnun í Höfn. Drengurinn var skírður Peter Axel, síðar kallaður Axel Peter Jensen. Honum var komið fyrir á uppeldisstofnun í Höfn þar sem hann var alinn upp en Magdalene hélt til Noregs og giftist Thoresen þar fjórum mánuðum síðar. Grímur Thomsen fékk ekki að vita um fæðingu sonar síns fyrr en nokkrum árum síðar. Telja verður víst að Thoresen hafí vitað um faðemi drengsins enda í hans verkahring að afla slíkra upplýsinga og koma þeim á framfæri við rétta aðila. Með samþykki Magdelene gerði Thoresen Grími ókleift að sinna föðurhlutverki sínu en það var í raun brot á vígsluheiti hans. Grímur hefur að líkindum ekki vitað að hann ætti barn í vændum með Magdalene er leiðir þeirra skildu haustið 1842. Var hann ef til vill með þetta í huga þegar hann kvað svo um Fríði Dofradóttur í Búarímum?: En - um afdrif ásta sprundið eigi neitt til reiknings færði, um hvað heimur hugsa mundi hún sig ennþá minna kærði; jötnafrúr á jötnaheimi jafnan trúi eg þessu gleymi. Bréf Magdalene Thoresen til Gríms Thomsens voru, eftir lát hans, afhent henni að fyrirmælum ekkju hans Jakobínu Thomsens. Af tilviljun urðu tvö þeirra eft- ir og eru þau prentuð í bókinni Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum sem er safn bréfa til Gríms Thomsens og varðandi hann frá árunum 1838-1858. Athyglis- vert er að Grímur varðveitti bréf Magda- lene til hans en lét þau ekki hverfa. Ætl- aði hann framtíðinni að dæma sig réttar en samtíð hans varð auðið? Fyrra bréf Magdalene til Gríms er dag- sett 22. desember 1851. í því kemur fram að hann hafí þá nýlega fengið vitneskju um að þau Magdalene hefðu eignast son árið 1843. í bréfinu kemur einnig fram að Grímur hefur tekið drenginn að sér og gengist þannig óbeint við honum. Full.við- urkenning Gríms á faðerni drengsins hefði leitt af sér að upp hefði komist um móð- erni hans og Magdalene hefði áfallið smán. Thoresen prófastur hafði ráðið hinni óbeinu afneitum Magdalene á Axel Peter. Sú afneitun var í raun forsenda giftingar þeirra. Þegar Magdalene heimsótti Axel Peter í Kaupmannahöfn var honum sagt að hún væri ættingi hans. Ótti hennar við að upp kæmist um hið rétta foreldri hans og uggurinn um líðan hans á uppeldisstofn- uninni héldust í hendur uns þar kom að hún leitaði ásjár Gríms vegna drengsins en Grímur var þá starfandi í utanríkisráðu- neyti Dana. Þegar Axel Peter var átján ára fór hann í frændsemisheimsókn til Magdalene sem þá bjó ekkja í Björgvin í Noregi. Sara elsta dóttir hennar og hálfsystir hans var þá sautján ára og með þeim tókust ástir. Magdalene varð þá að segja honum að hún væri móðir hans. Honum varð svo mikið um að hann fór þegar á braut. Hinn væng- brotni haukur hvarf og hún sá hann aldr- ei framar. Ekki er vitað hvort Axel Peter fékk nokkru sinni að vita hið rétta um faðemi sitt en ekki er ólíklegt að hann hafí innt móður sína eftir því þegar hann vissi hver hún var. Grímur Thomsen gekkst hins vegar aldrei formlega við honum. Hann var nefndur „Plejeson af Legationsraad, Dr. phil Grímur Thomsen“ þegar hann hóf nám í sjóliðsforingjaskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1857. Við námslok hlaut hann heiðurspening fyrir námsafrek. Hann hefur því ekki skort andlegt atgervi og því ekki út í bláinn að líkja honum við ítur- vaxinn lauk. Að loknu sjóliðsforingjaprófí var Axel Peter um skeið á dönskum herskipum. Hann virðist hafa tollað illa í skiprúmi og var vísað frá borði í nóvember 1866. Það bendir til að hann honum hafí kippt í kyn föður síns um skapsmuni. Um áramótin 1866-1867 mun hann hafa ráðið sig á kaupfar sem sigldi til Kína og er talið að hann hafí látist þar. Grímur Thomsen lét af starfí skrifstofu- stjóra í utanríkisráðuneyti Dana árið 1866 og hvarf heim til ísíands árið eftir og sett- ist að á Bessastöðum. Seint er um langan veg að spyija tíðinda. Bið skáldsins á Bessastöðum eftir fregnum af syni sínum hefur verið þrúgandi, von og kvíði hafa tekist á í huga hans uns biðinni lauk. Grímur Thomsen var ekki fæddur með skapgerð hamingjumanns en þrátt fyrir kaldranalegt viðmót var hann viðkvæmur enda er einhvers konar viðkvæmni megin- þáttur allra gáfna. Kvæðin frá fyrstu kveð- skaparárum hans lýsa ekki manni sem býr við hamingju sína. Ólund, Vísan hans Æru-Tobba, Haustvísa, Heift, Ölteiti og Gyðingurinn gangandi eru þar lýsandi dæmi. Þýðingar hans á kvæðum Byrons og Goethes - hinar fyrstu á íslensku - bera heldur ekki í sér hljóm gleðinnar. Grímur Thomsen bar aldrei tilfinningar sínar út á torg. Við lát sonar síns missti hann hluta af „lífs ástundun sinni og gleði“. Greip hann þá ekki til þess ráðs sem dugði Agli Skallagrímssyni - að yrkja frá sér ofurharm sonarmissis? Sonar-tor- rek Gríms Thomsens ber þess ótvíræð merki að sá sem það kvað hefur verið lost- inn sárum persónulegum harmi. Kvæðið er fínsorfíð og virðist hafa verið lengi fægt. Við lestur þess koma í hugann orð Goethes: Und wenn der Mench in seiner Qual verstumt, gab mir ein Gott zu sagen was ich leide. Var Sonar-torrek Gríms Thomsens kveðið til að sefa eigin sorg - til að öðl- ast þá innri ró sem gerði skáldinu unnt að bera sinn harm? Höfundur er fyrrverandi skjalavörður. SÓLVEIG K. EINARSDÓTTIR Svarti kjóll- inn hennar mömmu Hvar sem ég er hvert sem ég fer fylgir mér sorgin heyrðist úr horni en þar hékk kjóllinn fleginn, víður og síður Fór með sorgina í svörtum kjól út á snúru í sólina þar sem aldintrén gróa ávextirnir glóa og grasið er ævinlega grænt Hann læddi inn í hug minn lúnum myndum löngu horfmna daga þegar mamma dró gluggatjöldin frá og mælti mál er að vakna sól skín í heiði mamma í morgunkjól að skúra mánudagar í þvottahúskjallar- anum rauðar pylsur í matinn og pabbi fúll því pylsur þóttu honum ekki matur skorinort og skynsöm skartbúin móðir skundar til veislu mamma fín og falleg á förum út í heim til framandi landa KjóIIinn flaksaðist til í kátri golunni kannski með höfuðverk tútnaði út eins og tíguleg kona tilbúin í valsinn kankvís og kynþokkafullur Með gylltu belti og gullinni slæðu gæti hann ef til vill enn sveiflast í seiðandi dansi sorgar sem gleði Höfundurinn býr f Ástralíu. MILTON FERNANDO GONZALEZ RODRIGES íslandsljóð Miltons Guðrún Kristín Magnúsdóttir þýddi. Hinn dökki möttull leysist sundur, hopar og máninn fölvast um leið. Allt er hljótt allt er kyrrt því í dag mun sólin skína. Þín fagra fold þinn tæri himinn! Þig þráir sál mín ég nú vildi dvelja meðal steinanna þinna og eldfjalla, Island, Island, blóm á grundu salt sjávar. Höfundur er Kólumbíumaöur á unglings- aldri, fslandsvinur og ætlar að koma til íslands á næsta ári.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.