Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 6
LEIKVERKIÐ UM GUÐRÚNU GJÚKADÓTTUR FRUMSÝNT í KAUPMANNAHÖFN Sagan um Guð- rúnu Gjúkadóttur er rifjuð upp í danskri þurrkví þessa dagana. Haukur Tómasson tónskóld samdi tónlisting, Guðni Franzson aðstoð- aði við uppsetn- ingu og Sverrir Guðjónsson söngvari syngur í þessari óvenjulegu sýningu, sem SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR segir fró hér ó eftir. SAGAN SEM FYLLIR TÓMIÐ RUMSÝNINGARGESTUNUM 450 á leikverkinu um Guðrúnu Gjúkadóttur á miðvikudagskvöld gat ótvírætt borið saman um eitt: Þeir höfðu aldrei séð neitt þessu líkt. í tvo tíma höfðu þeir reikað um í þurrkví, sem getur rúmað stórt hafskip, séð hold- gervinga persóna Eddukvæða vaða eld, brugga ráð, launráð og blóðráð og að lokum séð kvína fyllast af Eyrarsundssjónum, sem skolaði burt blóði, svita og tárum. Tónlist Hauks Tómassonar var í einu af aðalhlutverk- unum í sýningunni, sem margir gestanna kölluðu bæði sérstæða og stórbrotna. Og ekki má gleyma hlutverki veðurguðanna, sem héldu í sér rigningunni sem spáð hafði verið. Sjálf aðkoman að leikverkinu er með óvenjulegum hætti. Sýningin hefst í raun í Nýhöfninni, steinsnar frá Kóngsins nýja torgi kl. 21.30, þegar lagt er frá með leikhús- gesti. Þurrkvíin er hinum megin við höfnina, séð frá Nýhöfninni og þangað er einfaldlega siglt með leikhúsgesti. Kl. 22 hefst svo sýn- ingin, sem fer fram í skjóli myrkursins. Ferð- in um slóðir Guðrúnar hefst því í hjarta borg- arinnar, liggur úr ljósafljóði skarkala borgar- innar út í svartnættið og tómið, sem síðan er hlaðið tónum og tali, leik og litum. Hugmyndina að leiksýningu í þurrkví fékk Louise Beck leikmyndahönnuður fyrir nokkr- um árum, þegar hún stóð á botninum í þurrkví í Stokkhólmi. Þegar hún fann svo samskonar mannvirki á Hólmanum í Kaupmannahöfn, sem hafði verið hermannvirki eins og annað á Hólmanum, fæddist hugmyndin að því að setja á svið gleymda sögu á þessum gleymda stað undir yfirborði sjávar. Sagan sem hún fann var sagan um Guðrúnu, eins og hún er rakin í Eddukvæðum. Haukur Tómasson varð fyrir valinu til að túlka efnið í tónum og yfir 200 aðrir hafa einnig komið við sögu. Hugmyndin er kannski bæði bijálæðisleg og ofurmannleg, því það þarf meira en venju- lega krafta til að koma henni í framkvæmd. Og ekki síst þurfti um 88 milljónir íslenskra króna til að láta hugmyndina rætast. Þurrkví er kannski góð til að gera við skip, en hún þarf margs við til að nýtast sem leikhús. Kranamir koma reyndar í góðar þarfir til að koma hlutum á flug. Tækjakosturinn til að koma hljóðinu til skila er til dæmis bæði mikill og margbrotinn, svo hljóðið berist bæði vel og jafnt til allra. Þetta er aðeins eitt af milljón atriðum, sem þurfa að smella saman í tæplega tveggja tíma langri sögu Guðrúnar Gjúkadóttur, þar sem um 150 manns koma við sögu á hverju kvöldi. Æfíngatíminn hefur verið langur og strangur mánuður. Haukur fylgdist með æf- ingum og hafði sér til fulltingis Guðna Franz- son klarinettuleikara, sem er ekki aðeins þrautþjálfaður tónlistarmaður, heldur einnig vanur leikhúsmaður. í dagskránni er Guðni titlaður sem aðstoðarmaður tónskáldsins. Með bros á vör segist hann aðspurður um hlutverk sitt í uppsetningunni hafa haft fijálsar hendur til að valsa um og segja álit sitt. Og það kom honum þægilega á óvart hve andinn í hópnum var góður. Vissulega hafi menn stundum skipst nokkuð ákaft á skoðunum, en enginn hafí þó skellt á eftir í eitt skipti fyrir öll. Það segir sig sjálft að hægt var að hafa skoðanir á mörgu, þegar við sögu komu 27 leikarar og söngvarar, sautján tónlistarmenn, tæplega níutíu statistar í hlutverkum manna Gjúkunga og Atla Húnakonungs og tæplega sjötíu aðstoðarmenn á sviði tækni og annarra framkvæmda. Og Vigdís Finnbogadóttir for- seti ljáði framkvæmdinni einnig nafn, því hún er vemdari sýningarinnar. Allsherjarlist á hafsbotni Það er erfitt verk að ætla sér að lýsa því sem fyrir augu ber frá því að áhorfendur feta sig niður stiga niður í þurrkvína í húm- inu neðan yfirborðs sjávar og þar til þeir klífa aftur upp á yfirborðið undir miðnætti. Það er rúmt um áhorfendur í þurrkvínni, líka þó þeir séu 450 eins og flest kemst að og þarna reika þeir um, þar til sýningin hefst skyndilega með senu, þar sem Guðrún syng- ur kvæðabrot um það þegar hún er gefin Sigurði. Söngtextana hefur Haukur sjálfur valið úr Eddukvæðum og þeir eru sungnir á íslensku. Hlutverk Guðrúnar er bæði túlkað í söng, en einnig af leikkonu á sviðinu, sem flytur talaða texta á dönsku. Sögunni vindur fram og flytjendur fara á milli palla í báðum endum þurrkvíarinnar, auk þess leikið er á upphækkunum eftir henni endilangri. Aðstoðarmenn leiða áhorfendur fram og aftur, en einhvérn veginn þarf þess ekki, því áhorfendur reika ósjálfrátt um eftir leikurunum, eða koma sér fyrir á pöllum, sem standa við kvíarveggina. Og það kemur einn- ig fyrir að áhorfendur verða þátttakendur og eru reknir með svipuslögum og kyndlum, en þó meira með leikrænum látum en að þeim stafi hætta af. Tónlistin er flutt af Athelas hópnum, fínnskum hópi ungra tónlistarmanna, sem hefur getið sér gott orð fyrir flutning nútima- tónlistar. Danska sjónvarpið mun taka leik- verkið upp, en það var á mörgum frumsýning- argesta að heyra að vel myndi fara á að tónskáldinu gæfist tækifæri til að útbúa tón- leikagerð verksins, því tónlistin er ekki að- eins leikhljóð, heldur gegnumsamið verk, sem myndi án efa njóta sín til hlítar í góðum flutn- ingi í tónlistarsal. Án samanburðar hvarflar hugurinn óneitanlega til Wagners, sem tón- setti sömu sögu fyrir rúmri öld. Einnig hann hafði í huga allsheijar listaverk, sem höfðaði til allra skynfæra. Sýningar á Fjórðu Guðrúnarkviðunni standa til 17. ágúst, alla daga nema sunnu- daga. Miða er hægt að kaupa á dönskum pósthúsum, sem hafa miðasölunetið Billet- Net, en einnig við feijustaðinn í Nýhöfninni, þaðan sem siglt er kl. 21.30. SVERRIR Guðjónsson kontratenórsöngvari i hita leiksins. MARGIR gestanna kölluðu tónlist Hauks bæði sérstæða og stórbrotna. HAUKUR og Sverrir að frumsýningu lokinni. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.