Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.07.1996, Blaðsíða 11
syni, unnusta og bræður og bíða örlaga sinna. Trójudætur er mikil ádeila á stríðs- rekstur og leikritið dæmir fánýta hina háu tign feðranna frægu sem kostar líf og limu og hamingju fjöldans. Segja má að í Trójudætrum sé stillt upp sem andstæðum karla- og kvennaheimi og það sama var gert í fleiri leikverkum þótt á ólíkan hátt. Hér má nefna til dæmis Himnaríki eftir Árna Ibsen, þar sem heimur kvennanna var innan húss þar sem þær sátu yfir matseld og glasi og spjölluðu og sprelluðu, en heimur karlanna var utan dyra þar sem þeir þjóruðu og töluðu saman. Sam- skipti kynjanna eru þarna 5 brennidepli líkt og í fleiri verkum, t.a.m. Þreki og tárum og Hamingjuráninu, sem bæði voru sýnd í Þjóðleikhúsinu. Svo skemmtilega vildi til að jafnvel gesta- sýningar að utan smellpössuðu inn í þetta kynja-þema leikársins. Þannig var t.d. um bráðskemmtilega sýningu frá finnska tveggja manna leikhúsinu Theater Kennedy, Tveir menn í einu tjaldi, sem lýsti tjaldferða- lagi tveggja ólíkra vina og samskiptum þeirra þar sem skemmtilegar hliðar á karl- mennsku og kvenhylli komu í ljós. . . . eöakonca Aldrei þessu vant fengu íslenskar leikkon- ur að spreyta sig á fjölda spennandi kven- hlutverka á síðasta leikári. Það er alkunn staðreynd að leikbókmenntirnar skarta mun fleiri hlutverkum fyrir karlmenn en konur - enda leikskáld lengst af karlkyns að mikl- um meirihluta. En þetta er líklega að breyt- ast og vonandi er nýliðið leikár ekkert eins- dæmi hvað þetta varðar. Óvenju mörg leik- verk frá síðasta ári fjölluðu sérstaklega um konur, líf þeirra og hlutskipti, og er hér um að ræða bæði innlend og erlend leikrit, ný og gömul. Sérstaka athygli vakti nýtt ís- lenskt verk Hlínar Agnarsdóttur, Konur skelfa, sem sýnt var á litla sviði Borgarleik- hússins við feikilega góða aðsókn. Leikritið gerist á kvennaklósetti á skemmtistað, sem er eins og allar konur vita herlegur sam- komustaður kvenna. Áhorfendur fá að fylgj- ast með fimm ólíkum konum (og einum karli) þessa kvöldstund og kynnast þeirra vonum, væntingum og vonbrigðum. Segja má að hver kvennanna sé fulltrúi ákveðinn- ar kvengerðar eða -ímyndar; allar eru þær a.m.k. kunnuglegar. Konur skelfa er heiðar- leg tilraun til að kryfja stöðu íslenskra kvenna á gamansaman hátt; leikritið sýnir okkur sjálfar í spéspegli um leið og tekið er á alvarlegum vandamálum kvenna, eins og áhyggjum af útliti og þyngd (sem getur leitt til sjálfssveltis), yfirborðsdýrkun og vanmáttarkennd. Af sama toga var einleikur Völu Þórsdóttur leikkonu, - Eða þannig, sem hún sýndi í Kaffileikhúsinu. Vala brá þar upp mynd af ungri konu að snyrta sig og var á leið á skemmtistað og voru hugrenn- ingar hennar mjög í ætt við pælingarnar á kvennaklósetti Hlínar. Lundúnaleikhúsið sýndi í Tjarnarbíói nýtt leikrit eftir Kristínu Omarsdóttur, Margréti miklu, þar sem kvenlegum gildum er meðvit- að snúið á haus og gert er grín að „kvenleg- um“ tilfinningum eins og móðurást og um- Stœrstur hluti verk- anna fjallabi á einn eöa annan hátt um kyn eba kynferbi hyggju fyrir öðrum og sýnt hvernig þær geta kallað fram andstæður sínar. Leikrit Kristínar er í anda fáránleikaleikhúss og bauð upp á bráðskemmtilegan, margræðan texta og var sýningin hin skemmtilegasta. Fleiri íslenskar konur en þær Hlín, Vala og Kristín fengust við að skrifa leikrit á síðasta ári og vil ég t.d. benda á Höfunda- smiðjuna þar sem settir voru upp einþátt- ungar eftir sex konur og t.d. fjallaði einn þeirra, Brenndar varir eftir Björgu Gísla- dóttur, um ástarsamband tveggja kvenna - efni sem ekki hefur mikið borið á í íslensk- um bókmenntum. En það var ekki síður í þeim þýddu er- lendu verkum sem sett voru upp á leikárinu sem konur og samskipti þeirra innbyrðis voru í brennidepli. í Borgarleikhúsinu var frábær sýning á Hvað dreymdi þig, Valen- tína? eftir Ljúdmílu Razúmovskaju, þar sem takast á þijár kynslóðir kvenna, líkt og einn- ig í verki Edwards Albee, Þrjár konur stór- ar, sem Kjallaraleikhúsið setti upp í Tjarnar- bíói. Þrátt fyrir að bæði þessi leikrit fjalli um þrjár konur, hveija af sinni kynslóð, eru þau mjög ólík. Hvað dreymdi þig, Valent- ína? er miskunnarlausara verk þar sem kon- urnar takast á af (ókvenlegri) hörku mark- aðri af biturri lífsreynslu þeirra og reynast þegar á allt er litið ekki síðri kúgarar hver annarrar en örgustu karlrembusvín. I verki Albees eru konurnar þijár allt eins þijár mismunandi hliðar einnar manneskju og sýna þá þróun sem á sér stað í þroskaferli einstaklings um leið og sýnd eru átök kyn- slóða. Þá er ónefnd ein stærsta sýning Borgar- leikhússins, Hið ljósa man, í nýrri leikgerð Bríetar Héðinsdóttur. Á aðdáunarverðan hátt tókst Bríeti Héðinsdóttur að rekja upp þráð sögu Snæfríðar íslandssólar úr íslands- klukkunni án þess að raska hinni snilldar- legu örlagasögu Halldórs Laxness, og setja upp heilsteypta leikræna og fallega sýningu (með dyggum stuðningi búninga- og leik- myndahönnuða). Hið ljósa man er áhrifarík og örlagaþung saga konu sem er íslenskari en allt íslenskt (þ.e.a.s. eins og við viljum hafa það): falleg, stolt, mátulega kaldhæðin og orðheppin; kona sem ekki ber sorgir sín- ar á torg en heillar alla með einlægni sinni og reisn. Fleiri sýningar fjölluðu um konur á einn eða annan hátt. Kirkjugarðsklúbburinn sem sýndur var á litla sviði Þjóðleikhússins lýsti vinasambandi þriggja ekkna; Engillinn og hóran sem sýnt var í Kaffileikhúsinu lýsti þremur ólíkum hliðum einnar konu, og í Þreki og tárum Ólafs Hauks Símonarsonar er kvennakúgun ríkjandi þema (og eru kon- urnar þar kúgaðar af eiginmönnum og feð- rum,og kannski að nokkru leyti einnig af sjálfum sér). /' Þarnaerefinn I Shakespeare-sýningu Þjóðleikhússins, Sem yður þóknast, lék Elva Ósk Ólafdóttir konuna Rósalind sem í verkinu leikur karl sem síðan bregður sér í hlutverk konu. Á tímum Shakespeares var ekkert kvenfólk í leikarastéttinni, þannig að þá var í hlut- verki Rósalindar karl sem lék konu að leika karl að leika konu! Slíkur kynjaruglingur er nokkuð algengur í kómedíum Shakespear- es og oft er það einmitt hann sem drífur fléttu leiksins áfram. En Sem yður þóknast var ekki eina leik- sýningin á síðasta leikári þar sem kynjarugl- ingur var á seyði. Vert er að benda á Drak- úla hjá LA, því vampíran er í eðli sínu haf- in yfir andstæðumar karl-kona, eins og seg- ir í leikskrá sýningarinnar: „Vampíran brýt- ur niður markalínur milli lifandi og dauðs, manns og guðs, konu og karls og sameinar þessar andstæður í sínum afturgengna lík- ama.“ Og Drakúla er í sókn sinni eftir lík- ama annarra tvíkynhneigður; hann gerir ekki upp á milli kynja í blóðþorsta sínum! Kannski er langur vegur milli Drakúla og Línu langsokks - en samt sem áður er hérna snertiflötur í því að í hinni frábæru persónu Línu eru kynjamörk einnig upphafin. Lína er sterkari en nokkur strákur og sjálfstæð- ari en nokkur fullorðinn. Lína er hafin yfir kyn og kynjahlutverk, hún er óskadraumur allra kúgaðra. í Tvískinnungsóperu Ágústs Guðmunds- sonar, sem sýnd var á stóra sviði Borgarleik- hússins, skipta aðalpersónurnar þau Sólveig og Þór bókstaflega um kyn (með „vísinda- legri“ aðstoð) og upplifir konan aukið frelsi við flutninginn í karllíkamann en karlinn á hinn bóginn mætir ýmsum takmörkunum eftir að hann hefur breyst í konu. í leikdómi Sveins Haraldssonar á Tví- skinnungsóperunni í Mbl. sagði hann að meginmunurinn á aðalpersónunum byggðist ekki á kyni þeirra heldur á persónuleika hvors fyrir sig. Sveinn taldi einnig að hið farsakennda form þessa leikrits/söngleiks væri lítt fallið til alvarlegrar þjóðfélagsum- ræðu um samskipti kynjanna þar sem týp- urnar sem notast verður við féllu lítt að hugmyndum okkar um kynin nú á dögum. Hætt er við að öll umfjöllum um kyn, sett fram í listformi eða í umræðu, taki mið af týpum eða klisjum og þannig er hún að sjálf- sögðu takmörkuð. En hitt er þó engu að síður rétt að einmitt klisjurnar benda á ein- hvern sannleika, því klisja verður ekki til úr engu. Allar þær stöðluðu kven- og karltýpur sem birst hafa á leikfjölunum síðastliðið leikár hljóta að segja okkur eitt- hvað um hvað felst í því að vera dæmdur í kynhlutverk. Líf okkar er markað og tak- markað af því að vera karl eða kona; því leyfi ég mér í fyrirsögn þessarar umfjöllun- ar að snúa út úr fleygustu orðum leikbók- menntanna: Að vera eða ekki vera . . . Höfundur er leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins PETUR SONUR „HANS“ AF PÉTRI HANSSYNI EFTIR JÓNAS GÍSLASON HANN var lágvaxinn og grannholda, dökkur á brún og brá og líkastur frans- manni. Faðernið var alls ekki öruggt... Oft var erfitt að henda reiður á, hver átti stefnumót við hvern í rökkrinu í lágreistum bæ í afskekktri sveit, þar sem skipbrotsmenn voru miklum mun fjölmennari en heimamenn. Þessi stóri hópur útlendinga, sem gátu hvorki skilið heimamenn né gjört sig skiljanlega, bar með sér ævintýralegan framandleik frá hinum stóra heimi inn í fámenna og afskekkta íslenzka sveit. Var nokkur furða, þótt ungar stúlkur fengju glýju í augun og yrði stundum hált á svellinu, er þær gáfu sig ævintýrinu á vald án þess að vita, hver mótleikarinn var, og þaðan af síður hvað hann hét. Þegar voraði, hurfu þessir gestirnir burt og allt varð aftur hljótt og fábreytt. En svo kom í Ijós, að þessir ævintýraprinsar höfðu skilið eitthvað eftir, þvf að á sumum bæjum heilsuðu vorinu framsettar stúlkur með svima og uppköst. Þannig fæddist Pétur inn í mannheim og þegar spurt var um foreldra hans, var auðvelt að sýna móður hans, en öllu erfíðara var með faðernið. Ungu stúlkunni hefur eflaust vafizt tunga um tönn. Hún vissi ekki um faðernið - a.m.k. ekkert með fullri vissu. Því varð þrautalendingin sú, að Pétur litli var sonur „hans“, sem varð fulltrúi allra útlend- inganna, og það eitt var ljóst, að „hann“ var örugglega faðir hans. Pétur þurfti snemma að taka til hendinni, enda þótti hann verkmaður góður. Þegar hann hafði aldur til, gekk hann í hjónaband og þau hjónin eignuðust myndarleg börn. Það er ekki út í bláinn, sem sagt hefur ver- ið, að prestastéttin og erlendir skipbrotsmenn hafi beint og óbeint bjargað íslenzku þjóðinni frá úrkynjun. Prestshjónin voru yfirleitt að- komufólk - oft með stóran bamahóp - og meirihluti barna þeirra settist að í sveitinni. Þannig kom nýtt blóð inn í gamalt samfélag. Afmeeli Péturs Pétur var orðinn aldraður maður, er ég kynntist honum. Hann heimsótti mig stöku sinnum og var þá oftast að bjóða nýjar kartöfl- ur. Pétur átti stór afmæli, meðan ég dvaldist eystra. Þegar mikið stóð til hjá Pétri, þurfti hann oft að skreppa suður og hitta gamlan vin sinn og velunnara, Gísla Sveinsson, fyrrum sýslumann og þingmann þeirra Vestur-Skaft- fellinga. Gísli tók Pétri hið bezta að vanda og~ einum sið hélt hann alla tíð, meðan báðir lifðu. Hann lét Pétur aldrei fara þurrbijósta frá sér. Og enn hafði smálögg runnið á ferðapelann hjá Pétri, áður en hann hélt aftur heim á leið. Ég hitti Pétur úti á götu morguninn eftir, að hann kom heim. Svipur hans bar þess merki, að enn naut hann ferðaskálar Gísla vinar síns. Þegar Pétur sá mig, færðist hlýlegt bros yfir andlit hans. Hann kom til mín með opinn faðm- inn, tók utan um mig og heilsaði mér innilega. „Velkominn heim, Pétur minn, og til ham- ingju með afmælið!" sagði ég. „Þakka þér kærlega fyrir, prestur minn! Má ég ekki bjóða þér smáhressingu?“ Um leið dró hann upp litla vasafleyginn og rétti mér. „Þú verður að afsaka mig, Pétur minn. Ég er ekki enn byijaður á þessu!“ Pétur horfði á mig með undrunarsvip, um leið og hann stakk pelanum aftur í vasann. Þá dró hann tóbaksbauk upp úr vasanum og rétti mér, um leið og hann sagði. „Ég má þó bjóða þér í nefíð, prestur minn.“ „Þú verður enn að afsaka, Pétur minn, að ég er ekki heldur byijaður að taka í nefíð.“ Pétur horfði á mig áhyggjufullur á svip. Það ætlaði ekki að verða auðvelt fyrir hann að fá mig til að þiggja góðgjörðir hjá sér! En svo glaðnaði allt í einu yfir svip Péturs og enn stakk hann hendinni í vasann. Nú dró hann upp h'tinn bijóstsykurspoka og rétti mér, um leið og hann sagði við mig: „Ég má þó alltént bjóða blessuðum prestin- um bijóstsykur?" Þar með var málunum bjargað! Höfundur er vígslubiskup. Morgunblaóið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Þorkell „ÍSLENSKA mafían er leikrit sem snýst um karla og þeirra marg- „TRÓJUDÆTUR er mikil ádeila á stríðsrekstur og leikritið dæmir víslega brambolt. Þó væri rangt að ætla höfundum þess það fánýta hina háu tign feðranna frægu sem kostar líf og limu og markmið að kryfja karlmennskuna." hamingju fjöldans." ÞARNAEREFINN... LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. JÚLÍ1996 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.