Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 17
til hugar að Gissur galli kunni að hafa skrif- að sjálfur eða látið aðra færa í letur fróðleik um Norðmenn og Sami. Freistandi væri að athuga hverjir þættir í bókinni hafi verið tekn- ir saman í Víðidalstungu, en með því að rann- sóknir á víðdælskum fornbókmenntum eru enn skammt á veg komnar skal fátt segja um málið að sinni. IV. Samskipti Norimanna og Sama í Egils sögu kemur glöggt í ljós að Norð- menn högnuðust af Sömum með þrennu móti: sköttum, kaupskap og ránum. Konung- ar Noregs kröfðust skatta af Sömum, jafnvel þótt þeir væru ekki norskir þegnar, og voru skattarnir jafnan heimtir af mikilli frekju. Konungar töldu sig einnig hafa einkarétt til að versla við Sama; var þá einkum sóst eftir loðskinnum, og í staðinn fengu Samar smjör, annað feitmeti og ýmsar vörur sem þá van- hagaði um. í Vatnsdælu segir frá því að Ingi- mundur gamli _fær tvo galdramenn til að fara hamförum til íslands, og launar þeim greið- ann með tini og smjöri. Af ránum Norðmanna á Finnmörku segir nokkuð í Egils sögu, en hér skal látið nægja að víkja að frásögn í Örvav-Odds sögu. Þeir Oddur og Hrafnistumenn sigla norður með Hálogalandi og síðan sem sjóleið liggur allt til Bjarmalands. Þegar komið er að Finn- mörku, leggjast þeir við akkeri. „Þar var fjöldi gamma á landi upp,“ segir sagan. „Um morg- uninn ganga þeir Guðmundur á land af skipi sínu. Þeir renna í gammana og ræna Finnum- ar, en Finnar voru ekki heima. Þær þola illa og æpa mjög.“ Þegar Guðmundur kemur aftur um borð segir hann að sér hafi þótt mikið gaman að ræna Finnurnar. Meðferð hans minnir á afstöðu Evrópumanna á síðari öldum til frumstæðra þjóðflokka í Afríku, Ameríku og víðar. Guðmundi varð þó lítill gróði að þessu tiltæki sínu, enda tókst sa- mísku konum með fjölkynngi sinni að ná sér niðri á þessum hrokagikkum. En Norðmenn og Samar áttu einnig vin- samleg viðskipti. Völvan í Völuspá var engan veginn eina norræna barnið sem var sent í fóstur til Sama. Flateyjarbók varðveitir Hem- ings þátt Áslákssonar og vantar þó niðurlag þáttarins. í þeirri frásögn er þess getið að bóndinn í Torgum, sem er eyja norðarlega á Hálogalandi, sendi son sinn sjö ára gamlan í fóstur til Sama. En það norræna fósturbarn Sama að fornu sem náð hefur einna mestri frægð er su Gunnhildur sem síðar hlaut viður- nefnið konungamóðir og náði með fjölkynngi sinni furðumiklu valdi yfir Hrúti bónda vest- an úr Dölum. Snorri Sturluson rekur frásögn af Eiríki blóðöx sem heijar norður á Bjarma- landi. Á heimleið er staldrað við á Finn- mörku, og þar finna menn Eiríks undurfagra konu í gamma einum. Hún kvaðst heita Gunn- hildur og vera dóttir Ösurar bónda á Háloga- landi. Hún dvelst þá með Sömum á Finn- mörk til þess að nema fjölkynngi af þeim tveim Finnum sem fróðastir eru á mörkirini. Þeir vilja báðir eiga Gunnhildi, en hún vill hvorugan. Nú fær hún þessa Norðmenn til að hjálpa sér við að ráðast á Samana sof- andi og drepa þá. Engin hræða í fornum frásögnum launaði kennurum sínum mikinn fróðleik af slíku vanþakklæti og Gunnhildur, enda hlaut hún makleg málagjöld að lokum. Flateyjarbók hermist svo frá að í ekkjudómi sínum fékk hún bónorðsbréf frá Haraldi Gormssyni; kon- an trúði fagurgala hans og hraðaði sér til Danmerkur, en þar biðu hennar þrælar kon- ungs sem drekktu henni í djúpu feni. „Fór þar sem von er að illt upphaf fékk illan enda, því að Gunnhildur hafði grimmlega svikið sína finnsku meistara," segir bókin. í einum kaflanum sem varðveittur er í Flateyjarbók úr Ólafs sögu helga eftir Styrmi fróða er merkileg frásögn af Þóri hund í Bjarkey norðarlega á Hálogalandi. Þórir var höfðingi mikill, og skal þess minnst að sonur hans gekk að eiga Unni Snorradóttur goða, sem áður var eiginkona Víga-Barða og hús- freyja á Ásbjarnarnesi í Vesturhópi. Þórir hundur lenti á öndverðu meiði við Ólaf helga, og leitaði hjálpar af Möttli Samakonungi sem réð þá yfir Finnmörku. Möttull var heiðinn blótmaður og mjög íjölkunnugur. Hann bauð Þóri að dveljast með sér um veturinn 1029-30 og þeim tólf saman til að nema fjölkynngi, og er það stærsti hópur norskra galdranema á Finnmörku sem um getur í fornum heimild- um. Um vorið gefur Samakonungur Þóri tólf hreinbjálfa (=hreindýraskinn) svo magnaða að þá bitu engin járn. Þessa hreinbjálfa höfðu þeir í orrustunni á Stiklastöðum. og töldu sumir að Þórir hefði orðið Ólafi konungi að bana, enda naut Þórir samískrar fjölkynngi sinnar. Niðurlag síðar. Höfundur er fyrrverandi prófessor við Edinborgarháskóla. TONLIST TVEGGJA HEIMA Um þessar mundir fagna Ungverjar 1 100 ára byggó í landi sínu. Af því tilefni gengst Félagió Is- land-Ungverjaland fyrir tónleikum í Norræna húsinu kl. 1 7 í dag þar sem Miklós Dalmay leik- ur verk eftir Béla Bartók, Franz Liszt og Hjálmar H. Ragnarsson. GUNN- STEINN OLAFSSON fjall- ar hér um tónlist ung- versku tónskáldanna og tengslin milli þeirra. BÉLA Bartók hljóðritar ungversk þjóðlög í sveitaþorpi. BÉLA Bartók og Franz Liszt eru sjaldan nefndir í einu vetfangi nema sökum sam- eiginlegs þjóðernis þeirra. Þeir voru báðir ungverskir að uppruna en lifðu hvor á sinni öldinni: Liszt var síð- rómantískt tónskáld en Bart- ók var eitt áhrifamesta tónskáld þessarar aldar. Báðir töldu þeir sig uppgötva ung- versku þjóðlögin en í ljós kom að annar þeirra fór villur vegar. Engu að síður hafði uppgötv- un hvors um sig mikil áhrif á tónsmíðar þeirra. Franz Liszt fæddist í Ungveijalandi árið 1811 en bjó lengst af í Frakklandi og Þýska- landi. Hann var einstakur píanósnillingur og ferðaðist vítt og breitt um álfuna til tónleika- halds. Þegar fram liðu stundir vildi Liszt endurnýja tengslin við föðurland sitt. Hann ferðaðist _þá oft til Ungverjalands og hélt tónleika. í Búdapest kynntist hann nýrri teg- und tónlistar, sígaunatónlistinni. Þessi sér- stæða öldurhúsatónlist höfðaði sterkt til hans og hann var þess fullviss að hún væri ung- versk þjóðlagatónlist. Hann samdi mörg verk í anda hennar, þ.á m. 20 Ungverskar rapsód- íur fyrir píanó, Tilbrigði við ungversk þjóðlög fyrir píanó og hljómsveit og loks skrifaði hann bók um „ungversku þjóðlögin". Síðustu æviárin dvaldi Liszt jafnan að sumarlagi í Búdapest og kenndi við eigin tónlistarskóla. Skólinn varð vísir að núverandi tónlistarhá- skóla landsins, Franz Liszt-tónlistarakadem- íunni. Árið 1899 hóf nám við skólann átján ára tónlistarnemi utan af landi, Béla Bartók að nafni. Hann kynntist tónverkum Franz Liszts og fannst þar kenna óvenju framsækinna hugmynda. Meðal þess sem vakti athygli hans voru tónstigar í jafnstiga tónbilum. Mefistóvalsinn fyrir píanó hófst t.d. á fimm- undaröð upp á við frá tóninum e og síðan niður á við frá sama tóni. Fást-sinfónían hófst hins vegar á stórum þríundum sem fikr- uðu sig með hálftóns millibili niður á við. Frank Liszt: Upphaf Mefistóvalsins í einfaldaðri mynd. Franz Liszt Béla Bartók Útsetningar Bartóks á þjóðlögunum tóku mið af gerð hvers lags fyrir sig. Undirleikur- inn var einfaldur en hveijum tóni var valinn öruggur staður. Bartók gekk einnig skrefi lengra: hann mótaði eigin tónsmíðakerfi út frá þjóðlögunum. Hann var mikill náttúru- unnandi og kom fljótlega auga á samband þjóðlaganna við lögmál miðaldastærðfræð- ingsins Fibonaccis um vöxt og viðgang í náttúrunni. Fibonacci taldi trjágreinar ijölga sér samkvæmt röðinni 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13 o.s.frv. Bartók sá að samband tóna innan fimmtónastigans byggði á sama lögmáli. Þar voru hálftónbilin 2 (stór tvíund) og 3 (lítil þríund), 5 (hrein ferund), og 8 (lítil sexund). Fimmtónaröð. Bartók heillaðist af hugmyndum Liszts og færði sér þær í nyt í tónsmíðum sínum. Ljós- lifandi dæmi um áhrif Liszts á Bartók er upphafið á 2.þætti Svítu op. 14. Stækkaðir þríundahljómar fikra sig með fimmunda milli- bili niður á við. (Þessi svíta verður á efnis- skrá Dalmays í Norræna húsinu.) Béla Barók: Svíta op. 14, 2. þáttur. |fa r r - M 1 ! - f- —. : ^ Bartók bjó til nýja tónstiga sem byggðu á víxlskrefi. Tvennskonar tónbil voru notuð og var annað þeirra oftast lítil tvíund. Þau gátu verið í hlutföllunum 1:2 (lítil tvíund á móti stórri tvíund) og 1:3 (lítil tvíund á móti lítilli þríund). Möguleikarnir vom óþijótandi. í bal- lettinum Makalausa mandarínanum er stef gleðikonunnar í hlutföll- unum 7:1 (hrein fimm- und á móti lítilli tvíund). mm n 'mm m Fimmundaröðin í Mefistóvalsinum. 4 +3T ÍE- It' :IPÍ P i Franz Liszt: Upphaf Fást-sinfóníunnar. í upphafi 20. aldar tóku ungversk skáld og listamenn að leita uppruna menningar sinnar í sveitum landsins. Þar voru bændur bláfátækir en stóðu föstum fótum í æva- fornri menningu sinni. Bartók smitaðist af áhuga skáldanna og safnaði þjóðlögum hjá ungversku alþýðufólki. Fljótlega varð hann þess var að sígaunatónlistin, sem Franz Liszt taldi vera ungversk þjóðlög, var hefðbundin vestur-evrópsk tónlist, lituð af indverskum uppruna sígaunanna. Hin raunverulegu ung- versku þjóðlög voru þau lög sem alþýðan í sveitum söng. Þau voru allt annars eðlis: hljómuðu framandi í eyrum, voru oft mikið skreytt og bentu til aust- ræns uppruna þjóðarinn- ar. Lögin voru í fornum kirkjutóntegundum, oft fimmtóna (pentatónísk) og niðurlag þeirra var iðu- lega ferund niður á við en ekki ferund upp á við eins og þekktist í vestrænni tónlist. Bartók hugðist útsetja þjóðlögin með píanóundirleik, en þar sem þau voru svo ólík vestrir- evrópskum sönglögum var útilokað að útsetja þau að dæmi vestrænna tón- skálda á borð við Schubert og Brahms. Finna varð ungversku þjóðlögunum nýjan búning. Béla Bartók: Úr Makalausa mandarínanum. i r i;T:isT! li iiTfi “Jií J Bartók mótaði einnig form verka sinna í anda Fibonacci-raðarinnar. Hendingar voru ekki jafnar líkt og í vestrænni tónlist heldur skiptust þær í 3ja, 5, 8 eða 13 takta hending- ar samkvæmt Fibonacci-röðinni. Dæmi um slíkt fyrirkomulag er í Allegro barbaro fyrir píanó. (Dalmay leikur það verk einnig á tón- leikunum.) Þá velti Bartók því fyrir sér hvern- ig semja mætti verk í gullinsniði. Hann reikn- aði upp á hár hvar nýtt efni ætti að hefjast samkvæmt réttu eða öfugu gullinsniði, hvar tónsmíðin ætti að vera lágværust og hvar hún skyldi rísa hæst. Þannig taldi hann að tónlistin færðist nær eðlilegum uppruna sín- um og losnaði undan jafnri og ónáttúrlegri lotuskiptingu vestrænnar tónlistar. Bartók stóð föstum fótum í síðrómantískri tónlist. Hann reis ekki öndverður gegn henni heldur samdi miklu fremur í anda hennar. Nýsköpun hans byggðist hins vegar á fornri gerð ungverskra þjóðlaga. Þau höfðu staðið af sér öll utanaðkomandi áhrif og voru líkt og hrein og ómenguð uppspretta. Með því að sameina tónlist þessara tveggja heima markaði Béla Bartók nýja stefnu í tónlist og skipaði sér um leið á bekk með fremstu tón- skáldum sögunnar. Höfundur er kór- og hljómsveitarstjóri. Hann stundaói um órabil tónlistarnóm í Ungverjalandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.