Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1996, Blaðsíða 19
Ljósmynd/Jan Guillov STEINUNN Filippusdóttir LeBreton, íslenskukennari við háskólann í Caen, segir að all- ir hafi virst mjög ánægðir með framkvæmd málþingsins. FRIÐRIK Rafnsson, Torfi Tulinius og Einar Már Jónsson ræddu um íslenskar samtímabókmenntir. MÁLÞING í NORMANDÍ Málþing um bókmenntir á Islandi markaói upphaf menningarhátíóarinnar Borcalis í Normandí. ÞORUNN ÞORSDOTTIR ræddi vió Steinunni LeBreton um spurningar og svör, galla og gæói. FRANSKIR áheyrendur voru enn býsna forvitnir eftir tveggja daga málþing um íslenskar bók- menntir fyrr og nú. Menningar- hátíðin Borealis á Normandí hófst með þinginu á þriðjudag og því var fram haldið daginn eftir. Hátíðin er nú helguð ís- landi og hópur rithöfunda héðan hittir frönsk starfssystkin í Caen á vesturströnd Frakk- lands um helgina. Menningarlíf á íslandi, bókmenntaumræða, staða rithöfunda og lest- ur fólks, var meðal þess sem nemendur í norrænum málum og aðrir ráðstefnugestir spurðu um í vikunni. Steinunn Filippusdóttir LeBreton, íslensku- kennari við háskólann í Caen, flutti erindi á málþinginu og heyrði nokkra fyrirlestra. Hún sagði Morgunblaðinu frá. „Allir virtust mjög ánægðir, mínir nemendur og annarra og gamlir íslenskunemar fylltu húsið ásamt áhugamönnum utan úr bæ. Þarna töluðu helstu frönsku sérfræðingar um íslenskar bókmenntir. Sveinn Einarsson tjallaði líka skemmtilega um íslenskt ieikhús í upphafi þingsins. Einar Már Jónsson, frá Sorbonne í París, talaði og Torfi Tulinius var í slagtogi með Friðriki Rafnssyni í umflöllun um skrif síðustu áratuga.“ Vikingakonur Régis Boyer hélt þtjú erindi á miðvikudag, tvö á málþinginu, um fornar bókmenntir og Laxness, og síðast utn víkingakonur, í tengsl- um við íslenska sögusýningu sem opnuð verð- ur á laugardag. Steinunn segir erindið um Laxness hafa vakið hrifningu og þétt hafi verið setið og mikið spurt um víkingakonur. Boyet' hafi leitað fanga í samtíðarsögum frá 13. öld og sagt, víkingakonur valdamiklar húsfreyjur, sem stóðu vörð um unga og aldna og heiður fjölskyldunnar. Þær hafi notið virð- ingar, verið gyðjur eða gyðjudætur, gæslu- menn siða og menningar. Fyrri dag málþingsins tók Frédéric Durand við af Sveini Einarssyni ogtalaði um þjóðveld- ið. Francois-Xavier Dillmann sagði frá starfi Snorra Sturlusonar, Jean Renaud fjallaði um goðin og Steínunn LeBreton um evrópsk áhrif í sögunum. Á miðvikudeginum lét sem sagt Boyer að sér kveða auk Einars Más og þeirra Torfa og Friðriks. Síðdegis sátu þeir fyrir svörum og komu frönsku gestunum á óvart meðal annars með upplýsingum um bókaútgáfu á íslandi. „Mikið meðalupplag íslenskra bóka vakti athygli," segir Steinunn, „mér heyrðist það vera 2.000 eintök meðan milljónaþjóðin Frakkar telur borga sig að gefa út skáldsögu sem selst í 3.000 eintökum. Boyer fullyrti að íslendingar læsu svo rnikið, en Torfi og Rafn fóru varlega í staðhæfingar um hvetjir gerðu það og hvað þeir veldu.“ Hátt veró bóka Bókaverð á íslandi var sagt hátt og Torfi taldi þess vegna algengast að kaupa bækur til gjafa. Síðan fengi gefandinn þær lánaðar hjá þiggjendum. Giskað var á að tíu til fimmt- án rithöfundar ynnu fyrir sér með eigin skrif- um, aðrir fengju kannski höfundarlaun og bættu upp með þýðingum. Sagt var að þýð- ingar erlendra fagurbókmennta væru eflaust hollar fyrir höfundana og myndu almennt hafa góð áhrif á íslandi. Friðrik sagði jólatörnina yfirdrifna, tími gæfist hvorki til að fjallænóg um nýju bæk- urnar né kynna sér það sem þó væri um þær skrifað og sagt. Bókastraumur væri jafnari í Frakklandi yfir árið. Hvað umræðu um bókmenntir varðar, - komst málþingið að jieirri niðurstöðu, að hún væri almennari á Islandi en í Frakklandi. Áhugi og umtal væri í sveitum og bæjum, ekki síður en í háskólanum og stöku stofnun- um. Eins var sagt að háskólinn væri að opn- ast, með endurmenntun og þjónustu við utan- skólafólk. Sagt var um Frakka að þeir létu sérfróðum eða viðurkenndum vitsmunamönn- um umræðuna meira eftir. Hneykslasl ekki Rætt var um hvort það væri gott eða vont fyrir bókmenntir samtímans að lesendur hneyksluðust ekki. Hvort þeir tækju við hveiju sem væri í nafni listarinnar. Og hvcrt það þýddi að hún skipti þá ekki máli. Væri ekki raunveruleg eða lifandi. í ráðstefnulok var enn spurt um ritskoðun,' hvatningu við höfunda, áhrif erlendra mála. Svörin voru þau að ekki gæti talist ritskoðun á íslandi, nokkur verðlaun væru veitt fyrir bestu verk ársins og ensku gætti hjá ungu fólki og erlendum slettum hjá sérfræðingum ýmiss konar. Þeir hefðu lært í öðrum löndum og ættu margir í erfiðleikum með kjarngóða íslensku. Myndlist meó Annars staðar í Caen hélt Valgerður Hauksdóttir myndlistarmaður vandað erindi fyrir kennaranema um íslenska menningu.' Hún sýndi fjölda skýringarmynda og sendi fólkið vísara frá sér. Sami hópur, sem undir- býr listkennslu, fékk verklega stund hjá Val- gerði daginn eftir og naut langrar reynslu hennar af grafíkkennslu. Það var sagt dýr- mætt því frönsk menntun snerist meira um bóklega fræði, kenningar, minna um nýtingu þeirra. „Við lærðum um tíma sem þarf til verks og virðingu fyrir því efni sem notað er,“ sögðu nemarnir. Valgerður opnar tvær sýningar í Caen í vikunni. HAYDN, MOZART OG BEETHOVEN í KAMMER- MÚSÍKKLÚBBNUM ÖRN MAGN- ÚSSON í LISTASAFNI ÍSLANDS PRELÚDÍUR í Listasafni íslands er yfirskrift tónleika sem Örn Magnús- son píanójeikari efnir til á morgun kl. 20.30. Á efnisskrá eru Tólf prelúd- íur eftir Claude Debussy, úr seinni bók, og, Fimm prelúdíur eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Tónleikarnir eru öðrum þræði afmælistón- leikar en um þessar mundir er áratugur lið- inn frá því Örn sneri heim úr námi frá Bret- landi. Af því tilefni kveðst hann hafa farið að líta yfir farinn veg með tónleika í huga og komist að þeirri niðurstöðu að við hæfi væri að tefla saman nútímalegu íslensku verki og erlendu verki úr hinum sígilda geira. Bæði verkin hefur Örn flutt áður. Verk Hjálmars lék hann á tónleikum í Tókýó fyrir sex árum en hefur á hinn bóginn ekki í ann- an tíma „gert því skil“ í Reykjavík. Debussy- verkið flytur hann nú í annað sinn í höfuð- borginni. „Mér þykir vænt um þessi verk og það er áhugavert að sjá þeim stillt upp sam- an — þó tónskáldin séu ólík.“ Örn kveðst jafnan gefa sér góðan tíma til að velja verk á efnisskrá fyrir tónleika enda sé brýnt að halda vel á spöðunum í þeim efnum. „Það er skapandi verkefni í sjálfu sér að stilla upp verkum, því ef illa tekst til get- ur maður átt á hættu að þau dragi úr áhrif- Morgunblaðið/Árni Sæberg ÖRN Magnússon píanóleikari: „Það er skapandi verkefni í sjálfu sér að stilla upp verkum." um hvors annars, þegar maður vonast að sjálfsögðu eftir því gagnstæða.“ Af öðrum járnum sem Örn hefur í eldinum þessa dagana má nefna geislaplötu sem hann mun senn senda frá sér ásamt eiginkonu sinni, Mörtu G. Halldórsdóttur söngkonu. Hefur hún að geyma íslensk þjóðlög úr bók Engel Lund. Þá vinnur píanóleikarinn að frumflutningi á Svipmyndum eftir Pál ísólfs- son sem fyrirhugaður er eftir nýárið. AMMERMÚ SÍKKLÚBBURINN gengst fyrir þriðju tónleikum starfs- ársins á morgun, sunnudag, kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Fram koma fiðluleikararnir Sigrún og Sigurlaug Eð- valdsdætur, Guðmundur Kristmundsson ví- óluleikari og Richard Talkowsky sellóleikari en á efnisskrá verða Strengjakvartett í D-dúr op. 64.5, oft nefndur Lævirkinn, eftir Haydn, Strengjakvartett nr. 18 í A-dúr, K.464 eftir Mozart og Strengjakvartett nr. 9 í C-dúr, op. 59.3 eftir Beethoven. Joseph Haydn hefur verið kallaður hinn mikli nieistari strengjakvartettsins. Samdi hann meira en áttatíu verk fyrir fjögur strengjahljóðfæri og af þeim eru 67 strengja- kvartettar í nútímamerkingu. Meðal sam- tímamanna Haydns voru tónjöfrar á borð við Bach, Beethoven og Mozart en sagan segir að sá síðastnefndi hafi dáðst mjög að kvart- ettum hans. Tileinkaði Mozart Haydn til að mynda sex strengjakvartetta. Munu kynnin við Mozart hafa örvað Haydn til nýrra dáða og af þeim spruttu fjölmörg verk, þeirra á meðal Lævirkinn. Wolfgang Amadeus Mozart samdi 23 strengjakvartetta, þar af þrettán áður en hann náði sautján ára aldri. Síðan liðu tíu ár — langt tímabil miðað við skamma ævi tón- skáldsins — uns hann tók til við formið á ný. Þá urðu „Haydn-kvartettarnir“ sex til, Haydn Mozart Beethoven árangur mikillar og erfiðrar vinnu, svo sem hann skrifaði föður sínum til Salzburg. Tón- leikagestum þess tíma mun hafa þótt þeir erfiðir áheyrnar. Kvartettinn í A-dúr, K.464, sem fluttur verður annað kvöld, er hinn fimmti í röðinni og sá eini af þeim sem ekki hefur verið fluttur áður af íslenskum lista- mönnum fyrir Kammermúsíkklúbbinn. Ludwig van Beethoven sendi þrjá strengjakvartetta frá sér í einu árið 1806, sem samdir voru að ósk Razumovsky greifa, sem var sendiherra Rússa í Vínarborg, en auk þess dugandi tónlistarmaður sem lék á selló. I kvartettum þessum er sellóinu gefið meira vægi en áður hafði tíðkast og líkara því sem nú þykir við hæfi. Kvartettinn op. 59.3 þykir sveija sig í ætt við „nágranna“ sína, 4. píanókonsertinn op. 58 og 4. sinfó- níuna op. 60. LESBÓK MORGUNBLAÐ5INS ~ MENNING/LISTIR 23. NÓVEMBER 1996 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.