Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1997, Blaðsíða 10
ERLENDAR BÆKUR UPP- SPRETTUR DYGGÐAR- INNAR Matt Ridley: The Origins of Virtue. Viking 1996. ÞRÁ til lífs, til lífs í lægsta ormi... “ Einar Bene- diktsson: Kvöld í Róm - Einkenni „genanna" er vart skýrar tjáð en með þessum orðum Einars Benediktssonar. Richard Dawkins segir í bók sinni „The Selfish Gene“ Oxford 1976 - frá áhrifum genakenninga George Willimans og Williams Hamiltons. „Við erum mót- aðir fyrirfram til þess að halda lífi í og framlengja líf erfðavísanna - genanna - sem marka líf manna og mannheima. Þótt ég hafi vitað þetta svo árum skipt- ir, gengur mér illa að venjast kenningun- um.“ Svo er um fleiri. Genakenningarnar eru nýjustu kenn- ingar um hver sé og hvar sé að fínna þá kveikju og það mótunarafl sem marki mannlega viðleitni. Er þetta verk mann- anna sjálfra, guðanna, umhverfísins, samfélagsins? Er „fastmótað mannlegt eðli“ staðreynd? Meðfæddir og erfiðir eiginleikar af mismunandi gerðum stang- ast á við aðrar kenningar um áhrif um- hverfís og jafnvel gjörlegar breytingar á „mannlegu eðli“. Kenningar Rousseaus og Hobbes um hinn vammlausa villimann og eigingirnina sem kveikju að mennsku hátterni hafa löngum verið deiluefni. „Maðurinn er fæddur fijáls, en alls stað- ar sé ég hann í hlekkjum." - Rousseau. Þessu var svarað af Hobbes-geiranum - De Maistre o.fl.: „Sauðkindin er fædd kjötæta, en hún er alls staðar á beit.“ Ridley skrifar þessa bók til þess að leita útskýringa á þeirri þverstæðu að hugmyndir okkar séu „programmeraðar" af genum, kveikju hegðunar og skoðana sem leitast við að tryggja eigin hag og byggist á eigingirni, en þessu fylgja eig- inleikar sem eru þvert á eigingirnina, aðstoðarhvati og tillitssemi við aðra. Það þýðir að maðurinn er gæddur hvötum til samfélagslífs. Maðurinn getur ekki lifað án samfélags við aðra menn. Ridley leit- ast við að útskýra þessa þverstæðu í bók sinni með tilvísunum til lifnaðarhátta ótal dýrategunda og allt niður í bakter- íur. Sem sagt tillitssemi við aðra er ein- staklingnum lífsnauðsyn og einnig að sjá hag sínum sem best borgið. Menning mannheima á sér langa sögu, efnahags- leg og andleg. Höfundur skrifar: „Sið- fræðikröfur voru einkenni mannheims löngu fyrir stofnun kirkjunnar, verslun löngu fyrir myndun ríkja, vöruskipti fyr- ir daga peninga, samkomulag um lög og venjur löngu fyrir daga Hobbes, vel- ferðarstefna löngu fyrir mannréttindakr- öfurnar, fégræðgi og hagsmunabarátta löngu fyrir daga Adams Smiths og fyrir daga „kapítalismans". Maðurinn er æði gamall og hann ber í sér nákvæmlega sama eðli og í árdaga. Lionel Trilling skrifar: „Maðurinn virðist eiga einhvern varasjóð í gervi mennskunnar, sem þvinganir og harðstjórn nær ekki til.“ Þessvegna misheppnast framkvæmd allra hugmyndafræða, sem vinna að því að umbylta manninum í þægt og hannað vinnudýr, sem lifír með hag heildarinnar fýrir augum, og sem markmið. Verkaskipting, stéttaskipting, verkleg og andleg menning byggist á því leiðar- hnoða eða kveikju sem felst í erfðavísun- um. Maðurinn er einstaklingur og jafn- framt hæfur til að lifa með öðrum ein- staklingum en sem hrein samfélagsvera, aðeins gæddur samfélagslegri virkni, verður hann afskræmi, þokukennd vera, meðvitundarlítill fáráðlingur. Tilraunir til slíkrar sköpunar hafa alltaf mistekist og munu mistakast. Staðhæfíng Lionels Trillings stenst. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON NY STJARNA FRÁ SKOTLANDI KOSKI leikarinn Ewan McGregor annar ekki eftir- spurn enda virðist hann geta leikið hvað sem er. Á síðasta ári var hann í myndunum „Tra- inspotting“ og Emmu, einnig „The Pillow Book“ eftir Peter Greenaway, „Brassed Off“ var frumsýnd í Bretlandi fyrir síðustu jól en í henni leikur hann kolanámumann, Næturvakt- in er nýr tryllir með honum og Nick Nolte endurgerð samnefnds dansks tryllis og Ewan mun væntanlega leika Obi Wan Kenobi í næstu Stjörnustríðsmynd. Hann hefur lokið við að leika í tveimur myndum til viðbótar, önnur gerist í London á áttunda áratugnum en hin fjallar um skoskan draumóramann á ferð um Bandaríkin. Kameljón Sagt er að Ewan McGregor sé athyglisverð- asti skoski kvikmyndaleikarinn sem fram hef- ur komið síðan Sean Connery steig sín fyrstu spor á hvíta tjaldinu. Líkt og Daniel Day-Lew- is og Gary Oldman er hann sannkallað kame- Ijón kvikmyndanna sem breytt getur sér í allra kvikinda líki; framleiðendur og leikstjórar segja að hann sé efni í stórstjörnu. Sjálfur er McGregor undrandi yfir velgengni síðustu tveggja ára og skrifar hana á einfalda heppni. „Eg hef verið mjög heppinn“,_ segir hann nýlega í The New York Times. „Ég hef alltaf fengið eitthvert verkefni upp í hendurnar þeg- ar öðru hefur lokið. Og núna hef ég meira að segja tækifæri til þess að velja á milli verk- efna. Það getur ekki orðið betra.“ Ewan er frá bænum Crieff í Skotlandi og fékk áhuga á leiklist þegar hann var níu ára. Frændi hans er leikarinn Denis Lawson og hafði hann nokk- ur áhrif á hvaða stefnu Ewan tók í lífinu. Dawson lék á sviði og í kvikmyndum og er kannski eftirminnilegastur sem kráareigand- inn í mynd Bill Forsyths, „Local Hero“, frá árinu 1983 (hann fór einnig með lítið hlutverk í öllum þremur Stjörnustríðsmyndunum). „Hann var alltaf allt öðruvísi en annað fólk í kringum mig og á þessum aldri vildi ég vera öðruvísi eins og hann,“ segir McGregor. „Þannig að ég ákvað að gerast leikari og lét engann aftra mér frá því.“ Skoskwr dóphaws Hann hætti í skóla þegar hann var 16 ára og vann um tíma við leikhús í Perth-skíri, aðallega baksviðs. Hann hóf leiklistarnám í London og var þar í þijú ár en árið 1992 fékk hann sitt fyrsta stóra hlutverk í sjónvarpseríu Dennis Potters, „Lipstick on Your Collar", eink- ar skoplegri tónlistargamanmynd sem ríkissjónvarpið sýndi á sínum tíma. Ewan hefur ekki stoppað síðan. Eftir tvö minni- háttar hlutverk, annað var í vondri mynd Forsyths, „Being Human“, þar sem leikar- inn fór með eina setningu, „Ég skal gera það, don Parlo", var hann ráðinn af framleið- andanum Andrew Macdonald og leikstjóranum Danny Boyle til þess að fara með eitt aðalhlut- verkanna í mynd sem þeir höfðu í undirbún- ingi og hét „Shallow Grave". Myndinni var tekið fagnandi í Bretlandi og víðar þegar hún var frumsýnd jafnt af gagnrýnendum sem al- menningi enda var hún velheppnuð sem mein- hæðin glæpakómedía og uppasatíra. Ewan átti stóran þátt í velgegni hennar en hann var í hlutverki blaðamanns frá Edinborg er fann lík í íbúð sem hann leigði með tveimur öðrum. „Ég hélt að þetta gæti orðið athyglisverð bíó- mynd,“ er haft eftir honum, „en það var ekki fyrr en ég hafði séð grófklippta útgáfu henn- ar sem ég hugsaði með mér, guð minn almátt- ugur, gerðum við virkilega þessa mynd?“ Hann hélt áfram samstarfinu með Macdon- ald og Boyle í myndinni „Trainspotting" og hefur eflaust orðið jafnundrandi yfír þeirri útkomu. í henni lék hann nauðasköllóttan eiturlyfjafíkil að nafni Renton en Ewan þurfti að létta sig um ein 15 kíló áður en hann lék hann. „Renton var á heróíni," segir leikarinn, „svo hann var engin buff- kaka“. „Trainspotting" varð einhver vin- sælasta og ábatasamasta bíómynd sem óháðir framleiðendur höfðu gert í mörg ár. Hún kostaði 210 milljónir króna í fram- leiðslu en hefur aflað meira en fjögurra millj- arða króna um heim allan. Trygglyndwr Ewan hefur lokið við að leika í þriðju mynd félaganna (handritshöfundurinn John Hodge er þriðji maðurinn í samstarfinu). Hún heitir „A Life Less Ordinary" og er fyrsta myndin sem þríeykið gerir í Bandaríkjunum. Um er að ræða svartkómíska rómantíska gaman- mynd sem tekin er í Utah og verður frumsýnd nú í haust. Ewan leikur Skota sem rænir dótt- ur ófyrirleitins kaupsýslumanns en með hlut- verk dótturinnar fer Cameron Diaz. Ein af nýrri myndunum með Ewans var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Hún heitir „The Serpent’s Kiss“ og segir af fjölhæfum garðarkítekt í Gloucester-skíri árið 1699 og samsærum og svikum honum tengdum. Ewans leikur garðarkítektinn sem nýríkur uppskafningur, leikinn af Pete Post- lethwaite, er einnig leikur á móti honum í „Brassed Off“, fær til þess að koma upp lysti- garði á landareign sinni ef það mætti verða til þess að gleðja daufgeðja eiginkonu hans, en Greta Scacchi leikur hana. Þetta er fyrsta myndin sem franski kvikmyndatökumaðurinn Philippe Rousselot leikstýrir. Hann hlaut ósk- arsverðlaunin fyrir tökuna á mynd Robert Redfords, „A River Runs Through It“. Rousse- lot á ekki nógu sterk orð til þess að lýsa Ewans. „Hann hefur frábært útlit og smell- passaði í hlutverkið; hann var sá fyrsti sem var ráðinn.“ Framleiðandinn, Robert Jones, hælir leikaranum unga fyrir trygglyndi. „Það tók langan tíma að koma þessari mynd í fram- leiðslu," er haft eftir honum, „og hann hefði getað hætt við hvenær sem er en hann fór hvergi. Allir vilja vinna með honum.“ Fyrir tveimur árum fóru tökur fram á nýj- ustu mynd Peter Greenaways, „The Pillow Book“. Myndin gerist í Hong Kong og fer Ewan með hlutverk tvíkynhneigðs túlks frá Bretlandi sem kemst í kynni við rithöfund er notar líkama hans fyrir handrit. Rit- höfundurinn, sem er kona, skrifar með skrautskrift á nakinn líkama túlksins og sendir hann síðan til útgefanda síns, sem er samkynhneigður. „Þegar tökur stóðu yfir á atriðunum þar sem ég var með skrautskriftina á líkaman- um fór ég inn í þetta ískalda upptöku- ver klukkan fjögur á næturnar og lá útaf uppi í rúmi með hitablása á hvora hlið,“ segir McGregor. „Ég lá í rúminu í tvær klukkustundir á meðan þeir máluðu framan á mig og sofnaði iðu- lega á meðan á því stóð. Eftir það varð ég að standa upp á endann í tvær stundir í viðbót á meðan þeir máluðu aftan á mig, sem varð þreytandi til lengdar. En það var stórkostlegt að gera þá mynd“. Það kom honum í góðar þarfir þegar hann lék kolanámumann í „Brassed Off“ að hann hafði tónlistarmenntun. Persóna hans í myndinni leikur á blásturshljóðfæri en Ewan hafði lært það í skóla. Það sem þó höfð- aði mest til hans og gerði það að verkum að hann ákvað að leika í myndinni var sú sam- úðarfulla lýsing sem myndin gefur af hnignum breska kolaiðnaðarins. „Þetta er ákaflega ástríðufull mynd um eyðileggingu samfélags." Þá lauk hann nýlega við að leika í mynd Todd Haynes, „Velvet Goldmine", sem tekin var í London og gerist á áttunda áratugnum. Og fljótlega hefjast tökur á Stjörnustríði I þar sem hann mun væntanlega feta í fótspor Alec Guinness sem Obi Wan ungur. „Ég held ég yrði skelfing leiður á því að leika alltaf sama karakterinn," segir þessi ljölhæfi leikari. Eins og sjá má af upptaln- ingu þeirra hlutverka sem Ewans hefur farið með á stuttum ferli, hann er aðeins 26 ára gamall, er ljóst að hér er á ferð- inni sjaldgæflega gott efni í kvikmynda- leikara framtíðarinnar. Hann hefur þegar sýnt og sannað að hann getur leikið hvað sem er. LÉTTI sig um 15 kiló; sem fíkillinn Renton í„Trainspotting“. Fáir kvikmyndaleikarar hafa vakió eins mikla athygli upp á síókastió og Skotinn Ewan McGregor, segir ARNALDUR INDRIÐA- SON, og fáir hafa meira að gera. Hér segir af hinum unga leikara sem, eins og Daniel Day-Lewis og Gary Oldman, er sannkallaó kameljón kvikmyndanna 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚLÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.