Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1999, Blaðsíða 15
MATJURTABEÐ voru endurnýjuð og á ný ræktaðar ýmsar grænmetistegundir frá tíð Sigtryggs. GREINING og skráning á fjölærum blómjurt- um, sem eftir voru í Skrúði, var mikil vinna. Reynt var að fá þær tegundir sem upp á vantaði. Allflestar tegundir eru nú vandlega merktar til fróðleiks fyrir gesti. huga höfundar þessarar greinar eitt atriði sem reið baggamuninn: forysta Grétars Unnsteins- sonar skólastjóra, sem með áhuga sínum á verkefninu og drifkrafti skipti sköpum. Á fjór- um árum var hver hjallinn á fætur öðrum lagð- ur að baki. Fjármögnun framkvæmdaþátta gekk að óskum og ýmsir helstu sérfræðingar landsins, sem að uppbygginguni komu, unnu eins og einn maður. Vert er að taka fram að stór hluti verksins vai- unninn í sjálfboðavinnu. Framkvæmdanefndin, sem var skipuð bæði áhugamönnum og sérfræðingum, lagði á ráðin. Hafði hún þá meginreglu í heiðri að láta dag- bók Sigtryggs vera nokkurs konai- leiðarvísi. Áhersla var lögð á að færa garðinn í sem upp- runalegasta mynd og/eða samhæfa þær breyt- ingar sem garðurinn hafði tekið á liðnum ára- tugum þeim megináherslum án þess þó að um- bylta öllu. Segja má að unnið hafí verið sleitu- laust í fjögur ár að þessari endurgerð og smám saman fóru sérkenni garðsins að koma betur og betur fram. Afstöðu þurfti að taka til fjölmargra atriða og voru þau rædd á fundum eða metin á staðn- um. Nánast hvert verk var ígrundað vandlega áður en vinnan hófst. Stærsta ákvörðunin í uppbyggingarstarfinu var endurhleðsla vesturgarðsins, sem fyrirsjá- anlega var mikið og vandasamt verk. Fengnir voru færustu hleðslumenn á landinu til þess. Mikil vinna fór einnig í að hreinsa beð og bjarga fjölærum plöntum, skrá þær og koma þeim fyrir á nýjum stöðum. Þá var gífurleg vinna lögð í endurnýjun reyni- og bii’kitrjáa, sem að stofni til voru gróðursett fyrir 70-80 ár- um. Mörg þeirra voru komin á aldur og nauð- synlegt af náttúrlegum orsökum að endurnýja þau. Gróðursettir voru tugir nýrra reyniviða sem eiga að taka við þeim sem þurftu að víkja vegna fúa. Lagt var mat á hvaða tré ættu möguleika á að lifa næstu 10-20 árin og reynt að snyrta þau og laga. Sérstök áhersla var lögð á að koma á ný upp grænmetisbeðum en þau voru verulegur hluti og mikilvægur þáttur í garðinum á fyrstu ár- unum. Gluggar voru endurgerðir í upprunaleg- um stíl gróðurhússins sem byggt var um 1930 af Torfa Hermannssyni að beiðni Sigtryggs. Á þeim árum var Torfi mikil hjálparhella við allar stærri framkvæmdir, s.s. við smíði á undirstöð- um hvalkjálkans sem einnig var reynt að gera við og verja. í byi’jun aldarinnar voru möguleikar til ræktunai’ alls ókannaðir á þessum slóðum og yfirleitt á Islandi. Þar sem áður var urð og grjót var risinn skrautgarður innan fárra ára. Meistaraverkið Skrúður er ekki hvað síst borið uppi af samruna fjölda ólíki’a þátta. Þar tengj- ast í samhljómi lærdómurinn, nytsemin og feg- urðin í öllum sínum myndum. Það óvænta stingur hvai-vetna upp kollinum. Við endurnýjun garðsins var nauðsynlegt að taka tillit til sögu og þróunar sem átt hefur sér stað í garðyrkju í 90 ára sögu hans. Hvernig til hefur tekist verður hver og einn að meta. Eitt er víst að verkinu er hvergi lokið. Til þess að viðhalda Skrúði verður stöðugt að sinna um- hirðu og sjá til þess að hann falli ekki í órækt eins og því miður gerðist. Um þessar mundir er kallað eftir liðveislu við stofnun sjóðs sem á að standa undir árlegri starfrækslu og viðhaldi Ski’úðs. Það fé, sem safnast, mun mynda höfuðstól sem ekki verður skertur. Vextiniir verða notaðir til þess að standa undir rekstri garðsins. Þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt fjárhæðir á reikning Framkvæmdasjóðs Ski-úðs nr. 1175- 26-757 í Sparisjóði vélstjóra. Upphafið að stofnun sjóðsins er í raun að finna í dagbók Sigtryggs en þar segir: „Ennfremur skal þess minnst, að eftir það að menn fóru að gera sér ferðir til þess að sjá og skoða reitinn, hafa ýmsir þeirra opnað þá á staðnum sjóð sinn hans vegna til gjafa. Því miður get ég ekki tilgreint gjafaupphæð hvers gefanda fyrir sig, því að oft hafa verið fleiri saman um gjöf og eigi jafnan vitað nafn gef- anda. Hér skulu þó greind nokkur nöfn frá 10-100 kr. á ýmsum árum mismunandi pen- ingagildis. Má vera að nokkra vanti. Beðið að afsaka það. Örnólfur Valdimarsson, kaupm. á Suðureyri Ólafur Jóhannesson, konsúil, Patreksfírði Karl Proppé, stórkaupmaður í Reykjavík Ásgeir Torfason, framkvæmdastj. á Flateyri Guðm. J. Sigurðsson, vélsmíðameistari á Þingeyri Olafur Hjartai-, járnsmíðameistari á Þing- eyri Ólafur Eggertsson, hreppstjóri á Ki-óksfarð- arnesi Oddgeir ? frá Patreksfírði Þórir Bjarnason, bílstjóri frá ísafírði Björn Bjarnason, útgerðarm. á ísafírði Natanel Móseson, kaupmaður á Þingeyri Gróa Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli Margrét Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli Gestahópar frá Súgandafirði, Önundarfírði, Tálknafírði, Haukadal, Reykjavík, ísafírði, Hnífsdal, Flateyri og Svalvogum Kvenfélög frá Súgandafírði, Þingeyri, Bol- ungarvík, Hnífsdal, Isafírði Sturla Jónsson, útgerðarmaður á Suðureyri Kristján Friðbertsson? Veggerðarstjóri í Dýrafírði og verkamenn hans Ágúst Leósson, kaupmaður á ísafírði." Endurstofnun sjóðs til styrktar Skrúði gefur þeim fjölmörgu aðilum, sem hafa hlýjar taugar til Skrúðs og er annt um menningarverðmæti, tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum. Það er von þeirra sem að þessari söfnun standa að garðurinn undir Gnúpi geti um aldur og ævi verið stolt ræktunai’ og menningar á Is- landi. Heimildir: Fræskrár Þorsteins Gunnarssonar 1959-76. Samt Ingunn S. Þorsteinsdóttir Ingunn Guðbrandsdóttir, 1999. Munnlegar upplýs- ingar Óli Valur Hansson, 1999. Munnlegar upplýsingar Skrúður endurreistur - Dýrafjörður. Morgunblaðið 7. október 1992 Vilborg Guðmundsdóttir. Vorþankar um Skrúð. Morgunblaðið 21. maí 1988 Höfundurinn er framkvæmdasijóri hjó Skógræktarfé- lagi fslands. ERLENDAR BÆKUR THE ENCYCLOPEDIA OF CHRISTIANITY I I flæði og byltingu í fjarskiptum berast kristn- < ar kenningar nú til svæða sem hlutu að verða j útundan af landfræðilegum ástæðum. Þrátt , fyrir flæði kristinna kenninga um alla heim, 1 er amast við kristnum fræðum í freðnustu j marxistaríkjum heims, eða kenningarnar af- , skræmdar og leyfðar í því formi, gleggsta < dæmi um slíka afskræmingu er kommúnista- j ríkið Kúba. , Rit þetta samtvinnast verslegri veraldar- sögu um 2000 ára skeið, fyrst í stað á afmörk- j uðu svæði og síðan í öllu Rómaveldi og með • falli Rómar hefst nýtt skeið þeirrar borgar sem höfuðborg kristninnar. Kirkjan er sið- menningaraflið í Evrópu frá ármiðöldum og er það enn þann dag í dag. Þetta fyrsta bindi alfræðinnar hefur hlotið ágæta dóma. Hans Kúng prófessor í Tubingen: „Á tímum eins og nú, þegar vand- aðri uppfræðslu í guðfræðum er víða ábóta- vant, bæði í ríkisskólum og jafnvel í guð- fræðideildum (einkum lélegra háskólastofn- ana) er þetta mjög þarft rit, hér er fjallað um grundvöllinn og hinar ýmsu kirkjudeildir ásamt sérkenningu, þetta er hið þarfasta rit fyrir guðfræðinga og starfandi presta og er einnig uppspretta almennrar menntunar". Mark A. Noll Wheaton College skrifar: „Út- gáfa Encyclopedia of Christanity er merkur viðburður í útgáfusögu grundvallar-alfræði- rita. . . Itarlegar umfjallanir um efnið og víðfeðm upplýsing gerir það ómissandi í bókasöfnum og fyrir fræðimenn og kirkjunn- ar þjóna. Þetta er evrópskt rit, en einnig rit sem hefur þýðingu fyrir allt kristnihald vítt um heim. Alls er fjallað um kristnihald í 170 ríkjum og yfirlitskaflar yfir heimsálfurn- ar. . .“ SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. NIELS HAV IAXNESS I NAPÓLÍ GULLI ARASON ÞÝDDI Ég hitti Halldór Laxness í Napólí. Ég varð undrandi, því hann dó þetta vor. Undir velsnyrtu yfírvararskegginu lék ánægjubros um varir, og hann gekk glaðbeittur ígegnum rúmgóða sali óákveðins veitingahúss með hvítum dúkum skammt frá Piazza Garibaldi. Hann leit hraustlega út, klæddur ljósum buxum og köflóttum tvídjakka, rétt eins og á ljósmyndunum frá íslandi á fímmta áratugnum. Hann settist við borð hjá konu og manni, og þau þrjú ræddu lífiega saman á ítölsku, meðan þjónninn bar fram vín og hina ýmsu rétti; fyrst pasta, þá físk, brauð og salat. Halldór Laxness borðaði með góðri lyst, hann hló dillandi hlátri meðan hann tók virkan þátt í samræðunum. Það gladdi mig, ég hafði heyrt að hann væri orðinn elliær, og auk þess var hann dáinn. Sjálfur var ég rétt sloppinn lifandi úr klausturklefa fyrir norðan Salerno, þar sem vofur léku lausum hala. Að máltíð lokinni langaði mig til að ganga að borðinu og heilsa upp á hann, segja hversu glaður ég væri að hitta hann frískan og kátan. En mig vantaði orð, og kannski kærði hann sig ekki um að þekkjast hér í framandi landi, eftir andlát sitt. Þess í stað einbeitti ég mér að því að hlusta á samræðurnar og allt í einu tókst mér að fanga eina skýra setningu: „Guðir mannanna eru misjafnlega veigamiklir, rétt eins ogfólkið sjálft," sagði Laxness. „Smáar sálir, litlir guðir, og hinir smásmugulegu leita árangurslaust eftir Honum undir smásjá. “ Hann hló innilega. Að lokum stóðu ítalirnir upp frá borðinu. Konan hélt stutta ræðu, meðan hún tók fram pakka á stærð við bók og rétti Halldóri Laxness. Hann opnaði pakkann mjög varlega. í Ijós kom eitt par af svörtum sokkum, líklega úr silki. Halldór Laxness varð mjög hrærður, það komu tár í augun og hann sagði eitthvað með lágri, óskýrri röddu. Mér tókst ekki að greina orðaskil, en hann talaði fallega ítölsku. Mér fannst eins og hann segði: „Þakka ykkur fyrir, þetta var falleg gjöf. Og ég á ekki einu sinni afmæli í dag!“ Höfundurinn er skóld í Danmörku. FYRSTA bindi þessa alfræðirits um kristni kom út í nóvember 1998 - 933 blaðsíður. í fyrsta bindinu eru 465 ritgerðir og greinar. Þetta bindi er eins og fjögur næstu bindi þýð- ing á Evangelischer Kirchenlexikon: Internationale Theologische Enzyklopadie ásamt miklum viðbótum og fyllri útfærslu. Stuðst er við þriðju útgáfu Kirchenlexikon, endurskoðuð útgáfa. Meðal nýrra þátta eru t.d.: Greinar um kristnihald í flestöllum ríkjum heimsins, nema hvað allra fámennustu smáríkjum er sleppt, hér með eru talin fyrrverandi kommúnista- ríki, síðustu hagtölur um breytingu kirkju- deilda og sameiningarstefnu innan kirknanna og fráhvarf úr kristnum söfnuðum, efnisþætti sem snerta enska málheiminn og umfjöllun um málefni sem ber hæst um þessar mundir - friðahreyfingar, kynjafræði, viðhorf til sam- kynhneigðra etc. - ævi og starfssögu einstak- linga sem markað hafa kirkjusöguna, í fyllra mæli en í þýsku útgáfunni. I lok hverrar ritgerðar er heimildaskrá. Til- vísanir í skylda þætti, tilvísanir í aðrar grein- ar og ritgerðir í ritinu. í upphafi hverrar rit- gerðar er yfirlit um helstu þætti viðkomandi ritgerðar. Þetta fyrirkomulag er mjög hent- ugt fyrir þá lesendur sem leita ákveðinna þátta í umfjölluðu efni. Tilvísanir í hugmyndir og kennisetningar og jafnframt rakinn uppruni hugmyndanna. Þessar margvíslegu tilvitnanir og tilvísanir auðvelda lesendum að fræðast um efnið og forsendur þess í kirkjusögunni allt frá upp- hafi. Fjöldi höfunda af margvíslegum þjóðernum á hlut að þessu verki og leitast er við að spanna kristnisöguna hnattrænt. Útbreiðsla kristinna kenninga spannar nú víðara svið er nokkru sinni áður og með auknu upplýsinga- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚNÍ 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.