Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 5
Ólafur konungur Tryggvason var allra manna grimmastur við óvini sína þegar hann vai- reiður og kvaldi þá mjög. Suma brenndi hann í eldi, aðra lét hann ólma hunda rífa sund- ur, og enn aðra lemja eða kasta fram af háum björgum.22 Einu sinni boðaði konungur á þingi í Túns- bergi að allir sem færu með galdra eða gern- ingar og eins seiðmenn skyldu fara af landi brott. Síðan var leitað að slíkum mönnum í byggðum þar í kring og þeir boðaðir til kon- ungs. Þegar þangað kom var meðal þeirra maður sem hét Eyvindur kelda. Hann var seið- maður og fjölkunnugur. Ólafrn- bauð mönnum þessum til stofu, gerði þeim þar góða veislu og gaf þeim sterkan drykk. Þegar þeir voru orðnir drukknir lét konungur leggja eld í stofuna og brann hún og allir sem inni voru nema Eyvindur kelda. Hann komst út um ljórann og síðan á brott. Nokkru seinna var Ölafur konungur staddur á Körmt á Rogalandi. Þá kom Eyvindur kelda þar ásamt félögum sínum. Þeir voru allir seið- menn og fjölkynngisfólk og ætluðu að fara að konungi og drepa hann. Menn konungs tóku Eyvind og félaga hans höndum og lét konung- ur færa þá alla út í flæðisker og binda þá þar. Lét Eyvindur kelda þar líf sitt og allir félagar hans. Skerið heitir síðan Skrattasker.23 Ólafur konungur Haraldsson, sem seinna var tekinn í helgra manna tölu, rannsakaði kristni manna og kenndi þeim rétta trú, segir í Heimskringlu. Suma þá sem ekki vildu iáta af heiðni rak hann af landi brott. Af öðrum lét hann höggva hendur eða fætur, eða stinga úr þeim augun. Enn aðra lét hann hengja eða hálshöggva, en engum lét hann óhegnt sem ekki vildi þjóna guði.24 Álylctanir Færð eru rök að því að munur milli Islend- inga og Norðmanna á sagnaritun til forna stafi af mismun á því hvernig kristin trú vai- inn- leidd. I Noregi var ráðist að heiðinni trú með báli og brandi við kristnitökuna. Þar hefur ríkt ógnaröld meðan kristni var að komast á. Kunn- átta í heiðnum fræðum var upprætt eftir því sem hægt var. Heiðnir þættir í menningunni dæmdust kristnispell og gat varðað viðurlög- um að hafa slíkan fróðleik undir höndum. Heið- in skáld voru trúboðinu sérstaklega hættuleg vegna íþróttar sinnar og kunnáttu í fornum fræðum. Þau hurfu af sjónarsviðinu á síðasta hiuta 10. aldar. Af þessum sökum öllum rofn- uðu tengsl við fornan sagnaheim tiltölulega lljótt. Heiðnu dróttkvæðin voru gegnsýrð af heiðn- um sagnaminnum. Þess vegna neituðu báðir trúboðskonungarnir að hlusta á skáld flytja kvæði fyrst eftir kristnitökuna. Ólafur Tryggvason hlustaði þó á Hallfreð vandræða- skáld eftir að hann hafði látið skírast, og Ólafur helgi hafði mikið dálæti á hirðskáldi sínu, Sig- hvati Þórðarsyni, en hann hafði tekið trú áður en hann kom til konungs.25 A Islandi komst kristni á með friði. Heiðnir goðar tóku trú, sáu um kristnihald og héldu veraidlegum völdum. Gömul fræði voru áfram leyfð og jafnvel höfð í hávegum. Skáld og sögumenn fluttu kvæði sín og sögur á mannfundum. Forn menning, sagnahefð og ljóðagerð lifði af kristnitökuna. Síðan voru sögur okkar og ljóð úr heiðnum sið skráð á skinn á íslensku. 1. Sigurður Nordal, 1942. íslensk menning, 64,66. 2. Helgi Guðmundsson, 1997. Um haf innan. Háskólaútgáfan, 92-100. 3. Einar Benediktsson, 1918. Thules Beboere. Raadhustrykkeriet A/S, Kristiania (Oslo). 4. Árni Hjartarson og Hallgerður Gísladóttir, 1983. Skollhólaheliir. Árb. hins ísl. forni.féi. 1982,123-134. 6. Guðmundur Ólafsson, 1996. Vitnisburður fornieifafræðinnar... Um landnám á Isiandi. Reykjavík. 6. Guðmundur Hannesson, 1925. Körpermasse... Árbók Háskóla ís- lands. Fyigirit. Reykjavík. 7. Stefán Aðalsteinsson, 1992. Bióðílokkar og menning f slendinga. Staðanöfn, glíma og söl. Saga, 221-243 8. Finnur Jónsson (FJ), 1898. Den oldnorske og oldislandske litterat- urs historie,416-474. 9. Snorra Edda. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík, 1954,353. 10. íslensk fomrit (ÍFII), Egils saga. Sig. Nordal gaf út. Reykjavík, 1933,19. 11. FJ.461. 12. Heimskringla (Hkr) Snorra Sturiusonar, I, bls. 2. Páll Eggert Óla- son sá um prentun. Reykjavík, 1947. 13. Bjarne Fidjestul, 1991. Skaldediktinga og trusskiftet. I Nordisk Hedendom (Ritstj. Gro Stensland o.fl.) Odense Universitetsfor- iag, 120. 14. ÍFII, 157. 15. Ólafía Einarsdóttir, 1964. Studier i kronologisk metode i tidlig is- landsk historieskrivning. Lund. 16. Jón Hnefill Aðalsteinsson, 1997. Blót í norrænum sið. Háskólaút- gáfan, 35. 17. Jón Jóhannesson 1956. íslendinga saga I. Almenna bókafélagið, Reykjavík, 167-8. 18. Jón Hnefill Aðalsteinsson, 1997. Blót í norrænum sið. Háskólaút- gáfan. 19. Helgi Guðmundsson 1997. Um haf innan, 80-83. 20. Alexander Bugge, 1905. Vesterlandenes indflydelse... Jakob Dybvad, Christiania (Oslo), 368. 21. Hkr, II, 63,168 22. Hkr 1,231 23. Hkr 1,213-14 24. Hkr II, 76 25. F. Paasche, 1914. Kiistendom og kvad. Aschehoug og Co. Kristi- ania (Oslo), 35-6,11.6 Höfundur er doktor í búvísindum og áhugamaður um uppruna íslendinga og íslenskrar menningar. GUÐIR FORNMANNA VORU ORKAN I DAUÐUM OG HLUTUM OG LIFANDI Þróun mannsins í samfélagi dýranna hefur ávallt byggst á þekkingu. Þekkingu á umhverfi sínu, náttúruöflunum, náttúru- gæðunum, tímanum, eða í stuttu máli sagt, þekkingu um- fram vit þeirra sem keppt hafa við hann í lífsbaráttunni. Kyn- slóð eftir kynslóð hefur maðurinn viðað að sér þeirri vitneskju, sem að gagni hefur mátt koma, og látið hana ganga til afkomendanna. Aður en ritun hófst, geymdi maðurinn vit- neskju sína í handverki við áhaldasmíð, og munnlegri geymd, og beitti við það þolin- mæði og hugkvæmni, sem honum er eigin- leg. Til dæmis bjó hann sér til mjög fastar reglur um röðun orða í þeim hugsmíðum sem ekki mátti gleyma, þannig að ef orð féllu úr hinni munnlegu geymd þá heyrðist það sam- stundis og var leiðrétt. Jafnvel þó geymdin flyttist milli manna, sem ekki skildu hug- myndina, og afflyttu hana, var hægt að færa hana til upprunalegrar myndar af þeim sem til kunnu. Enn í dag kveðum við kvæði, um það sem við teljum mikilvægt, en þar sem þekking- in er geymd á annan hátt í dag, þá er orðaröðun og atkvæðafjöldi í bundnu máli ekki eins mikilvæg og þá. En eins og svo mörgum tegundum er tamt, þá er maðurinn ættbálki sínum trúr, og vegna þess hve þekking var mikilvæg í lífsbaráttunni, var hann ekkert örlátur á hana. Þekking hefur alltaf verið þeir yfir- burðir, sem hafa fært mönnum völd, og til að halda þeim völdum hefur mað- urinn leitast við að halda þekkingunni leyndri fyrir þeim sem keppt gætu um völdin. Sá sem gat sagt fyrir, ár eftir ár, þar sem hver dagur var öðr- um líkur, hvenær ætti að sá í akurinn, hann var mik- ils virður með sínu fólki, og ef hann var einn um þessa þekk ingu var hann öllum æðri. Það var því engin furða, þótt hann segði ekki hverjum sem var hvernig hann vissi þetta, og smám saman varð það trú manna, að þeir sem með þekkingu sinni gátu sagt fyrir hvenær guðirnir ætluðu af mildi sinni að gefa góða veiði, að hafa græn- an og kjarngóðan haga tilbúinn á áfangastað, eða gefa frjóa árstíð fyrir kornræktun, þeir stæðu guðunum nær en aðrir. Og það var ekki vænlegt til árangurs að setja sig upp á móti þeim, sem nytu náðar og upplýsinga guðs. Goðaveldið íslenska var byggt á þessum grunni. Goðarnir voru fulltrúar guðanna, og geymdu þekkinguna, og miðluðu henni til al- mennings. Þeir voru ósnertanlegir nema jafningjum sínum, og héldu völdum vegna þess að þekking þeirra var ómissandi. Enn í dag halda íslendingar, að tímatalið til forna hafi verið fundið upp af íslenskum goða, sem hét Þorsteinn surtur. Að hann hafi fundið það upp af hyggjuviti sínu, að árið, sem taldist í tveim misserum 364 dagar, væri of stutt, og því þyrfti að bæta við einni viku, sumarauka, í tímatalið, til að ekki færi allt úr skorðum. Slíkar afburða gáfur í þessu efni sem fleirum sýndu svo ekki varð um villst, að án höfðingjaættanna stæðist þjóðfélagið ekki Ef þessi sögn um Þorstein surt er rétt, þá hafa Islendingar ekki komið hingað frá Nor- egi, heldur af annarri plánetu. Að halda það að þeir hafi búið í Noregi um aldir, og ekki þekkt tímatalið, en lifað samt á landbúnaði er alls ekki til í myndinni. En fornmenn þekktu náttúruöflin vel, og höfðingjaættim- ar héldu þekkingunni innan fjölskyldunnar, í munnlegri geymd og launsögnum. Júlíus Cæsar segir frá því í bók sinni um EFTIR KRISTJAN HALL Guði rnir voru orkan sem fær plöntur til að lifna við að vori, snjóinn til að hreyfa sig ó veturna, sjó- inn til að gufa upp og falla sem regn ó sóna akra, fræin til að skjóta frjóöngum, goluna til að leika um andlitið og laufin til að falla. YGGDRASIL, askur lífsins í ásatrú. Hér er heimsmyndin úr Snorra-Eddu teiknuð upp, löndin umlukt hafi, Jötunheimar og útgarðar fyrir utan mannheima. Askurinn er miðlægur og heimstákn, bindur saman þrjú svið al- heimsins, himinn, jörð og undirheima, þar sem Níðhöggur nagar rætur trésins. Teikn- ing úr íslenskum söguatlas. Gallastríðin, að þó prestar hinna innfæddu hafi verið ritfærir á gi-ískt letur, hafi þeir ekki notað það til kennslu, heldur notast ein- ungis við munnlega fræðslu, og sagt að þannig gætu menn ekki slegið slöku við nám- ið, sem gat tekið allt að tuttugu ár. Með launsögnum var hægt að halda þekk- ingunni meðal innvígðra, jafnvel þótt þær væru ritaðar á bók. Þekkingin kom þá fram sem hugtak, en ekki rituð staðreynd. Þannig var til dæmis hægt að skýra frá hegðan nátt- úrannar, og guðanna í litlu ævintýri sem í eyrum leikmanns var bara saga. En hverjir voru nú þessir guðir, og hvert var samband þeirra við lífið og náttúruna? Svarið er einfalt, þeir voru lífið og náttúran. Okkur nútímamönnum hættir gjarnan að líta á fornmenn sem einhverja kjána. I yfirlæti okkar og sjálfsánægju höldum við að maður- inn hafi orðið fyrir stökkbreytingu á tveim til þrem öldum, og hafi aukist að viti og skyn- semi gífurlega. Ekkert slíkt hefur átt sér stað. Þróunin hefur tekið miklu lengri tíma, og einungis fjarlægð nútímamannsins frá náttúrunni og áhugamál hafa breyst, ásamt breyttu orða- lagi og nöfnum á umhverfinu, ekkert annað. Fornmenn kölluðu hreyfiöfl náttúrannar guði. Þeir trúðu ekki á stokka og steina, eins og oft er sagt í skilningslausum hálfkæringi, heldur þekktu þeir öflin sem náttúrulegum breytingum valda. „May the force be with you.“ Er sagt svo oft í kvikmyndum, sem bera samheitið Star Wars. Þetta er nákvæmlega það sama og fornmenn sögðu, þegar þeir óskuðu þess að guðirnir væru með einhverjum. Það era líka ranghugmyndir, að guðirnir hafi verið ein- hverskonar mannlegar verur sem stjórnuðu, eða fjarstýrðu náttúrunni. Guðir fornmanna vora orkan í dauðum hlutum og lifandi. Ork- an sem fær plöntur til að lifna að vori, snjó- inn til að hreyfa sig á veturna, sjóinn til að gufa upp og falla sem regn á sána akra, fræ- in til að skjóta frjóöngum, goluna til að leika um andlitið, og laufin til að falla. Tökum dæmi: Þór hét einn. Hann var eldurinn. Þó ekki brennandi logarnir, né heldur var hann ein- hvers konar stjórnandi eldsins. Hann sat ekki við stjórnborð, eins og stjórnandi kjarnorkuvers, né heldur einhver kynja- vera sem stendur hjá og stýrir eldin- um með bendingum eða hugar- orku, heldur var hann sjálfur innsta eðli eldsins, eðli hitans. Hægt var að sjá til ferða Þórs, þegar hann heldur í austurátt á haustin til að berja á hrímþursum. Þeg- ar maður kemur út á sól- björtum haustmorgni, þar sem döggin liggur hrímuð á túnum og mýr- um, og lítur í vesturátt, er allt með kyrrum kjör- um. En líti maður til austurs á móti rísandi sól, þá sést gufa stíga upp af jörðinni. Þar er Þór á ferð í austur að berja á hrímþursum. Svona voru launsagnirnar. Sumar einfaldar og auðskild- ar, aðrar samantvinnaðar og erfiðai'i úrlausnar, rétt eins og náttúran sjálf. I sumum launsögn- um er sólinni lýst sem barni sem fæð- ist að morgni, en eldist hratt eftir því sem líður á daginn, og deyr síðan sem gam- almenni að kvöldi. Lýsing á Þór, þegar hann fer út sem ung- ur maður að morgni til að veiða Mið- gai'ðsorm vísar til sömu lýsingar. Þ.e. að hér sé um daglegt ferli að ræða. En í sögunni fer Þór af stað og kemur til jötuns nokkurs, sem Hymir heitir, og fær hann til að róa sér á haf út, til að veiða orminn, sem lá umhverfis löndin öll. Þór fékk sér, sem beitu á öngul sinn, höfuð uxa eins, sem Himinhrjóður hét, og renndi síðan færinu. Miðgarðsormur gein við agninu, og þar tókust þeir á Þór. Þegar átökin höfðu staðið lengi varð Hymir hrædd- ur og skar á línuna, særinn kyi-rðist en Þór sló Hymi fyrir borð og óð í land. Hvað segir nú þessi saga? Jú, hún segir okkur frá átökum þeim, þegai- sólin hitar sæ- inn, yfirborðið gufar upp, og berst á land sem regn að kveldi. Hringi'ás í náttúrunni, sem viðheldur lífi á jörðinni. Þór fer af stað að morgni dags, og egnir fyrir Miðgarðsorm, þ.e. hafið, sem umlykur löndin, með haus nauts sem hét Himinhrjóð- ur. Nafnið þýðir himinroði. Hann egnir fyrir orminn með roða himins að morgni dags. Morgunroði boðar regn segja veðurglöggir menn. Þór togast á við Miðgarðsorm, sem blæs eitrinu og atgangurinn er harður, og langur. Gufuna blæs upp af hafinu, en þegar hallar degi húmar að, og húmið, þ.e. Hýmir sker á línuna. Átökin enda, en með kvöldinu kemur hafgolan, vegna þess að sjórinn er heitari en landið, og varma goluna leggur á land upp: Þór veður í land. Höfundurinn er skrifstofumaður í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.