Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1999, Blaðsíða 10
.hörku að einstakt er í allri sögu Englands. í lok valdatíma Vilhjálms, eftir áralanga eign- arupptöku og rán á jörðum og í klaustrum, voru nær engir Engilsaxar eftir sem stórir landeigendur í Englandi. Sjálfur sneri Vil- hjálmur aftur til Normandí eftir að hafa tryggt völd sín og komið á lénsskipulagi og þar með breytt innra skipulagi ríkisins í Englandi til langframa. Þar með voru mörkuð þáttaskil í sögu Englands; tími lénsskipulags hófst með landareignum yfirstéttar (frönsku- mælandi í fyrstu) sem skuldbundin var að veita konungi vígsgengi. Sagt er að Vilhjálmur hafi aðeins snúið fjór- um sinnum aftur til Englands á árunum 1072 til dauðadags 1087. í þeirri síðustu undirbjó hann gerð nákvæms manntals sem hlaut nafnið Dómdagsbókin og sem grundvöllur fyrir skattheimtu konungs. Myndfrásögn refilsins áþekk mynd- málí kvikmyndar Utsaumur refilsins er líkt og risavaxin teiknimyndasaga. Einnig má líkja henni við kvikmynd þar sem frásagnaraðferð er áþekkt; sagan sögð í myndskeiðum og hvert myndskeið samsett af af klippingu, hreyf- ingu, nærmyndum. Margar sögur eru sagðar samtímis, ýmis samhliða eða í klipptri röð. Myndfleti refilsins er skipt niður í miðflöt (uþb. 33-34 cm að hæð) þar sem meginat- burðarásin er sögð, og tvo minni fleti neðan og ofan við miðflötinn (hvor um 7-8 cm að hæð) þar sem jaðaratburðir og einstök fyrir- bæri eru höfð til nánari skýringar við at- burðarásina sjálfa. Þannig verður frásaga refilsins ekki aðeins heillandi myndasaga á þremur myndflötum, fleyguð smáatriðum og hliðarfrásögnum, heldur einstakur vitnis- burður og heimild um menningu og mannlíf á söguöld í Frakklandi og Englandi. Klæðnað- ur, hernaður, fæði, siðir, vopn, tæki og húsa- 'kynni; einfalt og naivístískt myndmál refils- ins kastar skýru ljósi á alla þessa þætti þeirra tíma og fleiri. Myndasaga útsaumsins er svo sterk og ein- föld að hún stendur sem sjálfstæð frásögn. Tii skýringar hefa einstaka setningar á latínu verið saumaðar innan um myndimar, sem margir telja að sé síðara tíma verk. (Dæmi: Hic ceciderunt simul Angli et Franci in prelio - Hér dóu Englendingar og Frakkar í bar- daga). Var refillinn saumaður i Englandi? ■ Eitt það merkilegasta við refilinn í Bayeux er að hann er samtímaheimild. Vinnan við út- fyrstu verkum var að greiða fyrir endurbygg- ingu dómkirkjunnar í Bayeux í Normandí. Odo biskup vildi prýða kirkjuna listaverkum, þar á meðal stórfelldum vefnaði. Hann pant- aði risastóran refil sem sýna átti alla þá miklu atburðarás sem leiddi til þess að Vilhjálmur sigursæli varð konungur Englands. Þannig sló Odo biskup tvær flugur í einu höggi; und- irbjó mikilfenglegan listvefnað fyrir dóm- kirkju sína og hyllti hinn valdamikla hálfbróð- ir sinn Vilhjálm. Endurbygging dómkirkjunn- ar og verkið við útsaum refilsins gerðust því samhliða og hafði Odo biskup yfirumsjón með báðum framkvæmdunum. Refillinn er því í senn heimildasaga, lista- verk og áróðurstæki, því ekki fer milli mála að sigurvegarinn segir söguna, þar sem Har- aldur Guðinason er gerður að svikara sem fremur djöfullegt meinsæri er hann brýtur helgan eið og hrifsar til sín krúnu Englands. Og eins og í bestu Hollywood-mynd lætur hann lífíð á dramatískan og myndrænan hátt eins og illþýði eiga ein skilið í lok sögunnar. Hinn mikli hlutur Odo biskups í gerð refils- ins útskýrir einnig stóran þátt hans í hinni útsaumuðu myndsögu. (Samkvæmt reflinum átti Odo bæði hugmyndina að innrásinni í England og bjargaði her Normanna á ögur- stundu í orrustunni sjálfri auk þess sem hann barðist og drap hermenn Engilsaxa á báða bóga með lurki.) Þó gætir pólitískrar forsjálni í myndasögunni, því ekki vildi Odo biskup og jarl styggja engilsaxneska undir- sáta sína og þegna hálfbróður síns í Englandi. Þannig sýnir vefurinn á einum stað miskunnarleysi Normanna þegar þeir reka konur og börn úr brennandi bæjum og fara ránshendi um enskar sveitir fyrir orr- ustuna við Hastings. A þeim tíma sem refillinn í Bayuex var saumaður út, ríkti sá vilji ráðamanna í Frakk- landi (eftir samþykkt borgarráðsins í Arras 1025) að kirkjur skyldu meira skreyttar myndmáli til að auðvelda ólæsu alþýðufólki skilning á trúnni og hinni helgu bók. Refillinn var því saumaður með það fyrir augum að ólæsar hjarðir alþýðunnar gætu skilið hina miklu og spennandi atburðarás á einfaldan hátt frá upphafi til enda. Og sannarlega er myndasagan á útsaumi refilsins í Bayeus sígild frásögn; því enn þann dag í dag heldur hún spennu og hraða. Refill- inn fangar áhuga áhorfanda nútímans, skemmtir honum og heillar, líkt og upphaf- lega fyrir 922 árum. Höfundurinn er rithöfundur. DAUÐI Haraldar Englandskonungs. Á saumnum má lesa: Hic Harold rex interfectus est. (Hér var Haraldur konungur felldur). Haraldur stendur og heldur á skildi og reynir að draga ör úr hægra auga sínu sem óþekktur bogamaður hefur skotið. Til hægri við hann er næsti atburður andartaki síðar þegar ríðandi normanskur hermaður veitir Haraldi náðarhöggið. Konungur Englands er nú allur. Takið eftir að klipping myndsögunnar er líkt og í kvikmynd. Meðan meg- inflöturinn segir söguna úr einu klippi í annað, eru hliðarfrásagnir sagðar á myndflötum fyrir ofan og neðan. Takið eftir líkræningjum á neðri myndflöt sem draga herklæði af líkum og safna saman vopnum. sauminn hófst sennilega strax að afstaðinni 'orrustu við Hastings, 14. október 1066. Myndmál og samsetning refilsins er af þeirri gerð að minnir furðulega á gerð heimilda- kvikmynda. Utsaumur refilsins tók um ára- tug og talið er, að útsaumurinn mikli hafi fyrst verið sýndur opinberlega 14. júlí 1077 er hann skrýddi dómkirkjuna í Bayeux í til- efni enduruppbyggingar hennar eftir elds- voða sem gjöreyðilagði kirkjuna á fyrri hluta elleftu aldar. Gerð refilsins er fyrst og fremst hugmynd og framkvæmd Odo biskups, hálfbróður Vil- hjálms sigursæla, sem barðist við hlið Vil- hjálms við Hastings. í þakkarskyni fyrir holl- stu og góða þjónustu veitti Vilhjámur hálf- róður sínum jarlstign af Kent og gaf honum bæði miklar lendur og völd. Nýjar eignir Odos biskup gerðu honum kleift að sýna holl- vinum sínum rausnarskap og eitt af hans GRÖF Vilhjálms sigursæla í kórnum á St. Etienne-kiausturkirkjunni í franska bænum Caen í Normandí-héraði. MUSÉE de la Tapisserie í Bayeux þar sem refillinn er til sýnis. LITRÍK SAGA Refíllinn í Bayeux hefur varðveist óskaddaður að mestu fram á vora daga. Það verður að teljast einstakt ekki síst með tilliti til litríkrar sögu hans. Reflinum var bjargað úr tíðum brunum á 12. öld, varðveittist gegnum eyðileggingu og grip- deildir hundrað ára stríðsins, trúarbragða- styrjaldir og frönsku byltinguna (sagt er að á byltingarárunum hafi dreglinn verið not- aður sem áklæði yfir flutningavagna). Refillinn var varðveittur í Bayeux allt fram til 1803 þegar hann var hafður til sýnis í Louvre-safninu í París að beiðni Napóle- ons keisara. Fyrir mikinn þrýsting frá íbú- um og yfirvöldum í Bayeux var refillinn fluttur aftur til bæjarins 1842 og hefur verið þar síðan ef frá er talið tímabil í síðari heimsstyrjöld er honum var komið undan listaverkaþjófnaði nasista og falinn í So- urches-höll. Refillinn var þvínæst geymdur í stuttan tíma í Louvre og aftur komið fyrir í Bayeux í stríðslok 1945. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér refilinn nánar eða skoða hann í Bayeux í Normandí er bent á eftir- farandi: Safnið sjálft: Musée de la Tapisserie de Bayeux Centre Guillaume-le-Conquérant, rue de Nesmond, 14400 - Bayeux sími: 31-920548 (opið á hverjum degi árið um kring) Vefslóðir: 1. BAYEUX TAPESTRY http://www.anci- entsites.com/as/er/bayeux.html 2, SECRETS OF THE NORMAN INVASION http://www.cablenet.net/pages/book/index. htm ORRUSTUVÖLLURINN við Hastings í dag. Veggir og turnar Bardagakiausturs (endurbyggðir og breyttir gegnum aldirnar) krýna enn aflíðandi brekkuna þar sem her Engilsaxa stillti sér upp fyrir orrustuna við Hastings 1066. SAUMUR REFILSINS Refillinn í Bayeux er yfirleitt kallaður „Vefurinn í Bayeux“ þótt hann sé í raun útsaumur. Fyrr á öldum var refillinn oft nefndur „Dúkur Vilhjálms hertoga," en á 19. öld var refillinn kallaður „Vefur Matthildar drottningar" og tengdur þeirri goðsögn að Matthildur, eiginkona Vilhjálms hafi hannað og saumað út refilinn með aðstoð hirð- kvenna. Sannað þykir að Matthildur kom hvorki nálægt hönnun eða gerð refilsins heldur sé hér um rómantískar sögusagnir að ræða sem gera Matthildi að eins konar Pen- elope Normandí. í dag er talið með vissu að útsaumurinn hafí verið gerður í Englandi. Grunnur refllsins er línklæði, 70 metrar að lengd. Lengi vel var talið að hin mikla lengd refilsins væri samansett úr átta línklæðum en nýlegar rannsóknir sýna að bútarnir eru í raun níu. Lengsti búturinn er 13,9 metrar en sá stysti 2,43 metrar. Utsaumurinn sjálfur er úr ullarþráðum í átta litum; mismunandi áferðir úr grænum, rauðum, gulum og bláum litum. Litir ullar- þráðanna hafa varðveist ótrúlega vel. Hinir mismunandi litir gera myndirnar oft eins og upphleyptar. Þessi áhrif eru fengin með tveimur einföldum gerðum af útsaum; ann- ars vegar fyllingu með svonefndum Bayeux- saum (ekki ólíkt og þegar stoppað er í sokka, margir þræðir lagðir samhliða og festir saman með þversaum með 3 mm bili og fyllingin þvínæst saumuð íöst við líndúk- inn) og hins vegar stofnsaumi (randsaumi) sem notaður var á allar útlínur, andlit, hend- ur, fætur og stafi. Einnig er notast á stöku stað við fleygsaum með tvöfoldum þræði og keðjusaum, einkum þar sem um viðgerðir síðari tíma er að ræða. ^IO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. ÁGÚST 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.