Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENMNG LISTIR 33. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Frúrnar í Andvörpum Árið 1521 teiknaði einn af höfuðsnilling- um myndlistarsögunnar, Þjóðverjinn Albrecht Diirer, þijár myndir af vel klæddum konum í Antwerpen. Konurnar á myndunum voru taldar íslenskar, enda hafði Diirer sjálfur skrifað undir eina myndina: „Þannig ganga ríkar konur til fara á Islandi." Um þessar hugsanlega íslenzku frtír og búninga þeirra skrifar Vilhjálmur Orn Vilhjálmsson fornleifa- fræðingur. Félag íslenskra gullsmiða fagnar 75 ára afmæli sínu um þessar mundir. Halla Bogadóttir formaður fé- lagsins ræðir um iðngreinina og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan hennar á undanförnum árum, en víravirk- ið á ntí undir högg að sækja á meðan þeim fjölgar sem gera tilraunir með óvenjuleg- an efnivið. Einnig er rætt við gullsmiðina Ásgeir Reynisson, Helgu Jónsdóttur og Ófeig Björnsson um þau ólíku verkefni sem þau taka sér fyrir hendur. FORSÍÐUMYNDIN Kvikmyndagerð í Þýskalandi Jónas Kntítsson kvik- myndagerðarmaður skrif- ar þijár greinar um sögu þýskra kvikmynda, sem hófst 1892. Stí fyrsta birt- ist hér og fjallar um gullöld þýskra kvikmynda á árum Weimar-Iýðveldis- ins og stóð þar til nasistar hófu eigin kvikmynda- framleiðslu 1927. Ýmsir snjallir kvikmyndahöfund- ar voru þá dæmdir „úr- kynjaðir" og voru sumir þeirra keyptir til Bandaríkjanna og klifruðu hratt upp met- orðastigann í HoIIywood. Sumartónar nefnist tónlistarhátíð, sem haldin var í Þórshöfn í Færeyjum. Þar voru haldnir 45 tónleikar á nítján dögum. Ríkarður Örn Pálsson sótti Færeyinga heim og hlustaði á stóra hluta dagskrárinnar. Hvar var Brattahlíð? Um það hafa menn ekki verið í vafa og nú er unnið að endurgerð fornra bygginga þar í tilefni landafundaafmælisins. Guð- brandur Jónsson þyrluflugmaður er vel kunnugur á svæðinu og telur hann að Brattahlíð sé ranglega staðsett; engin brött hlíð sé þarna og Eiríksfjörður lokist þar að auki af ís, enda ganga skriðjöklar niður í hann. Svo er hinsvegar ekki í næsta firði, Einarsfirði, þar sem skilyrði til búsetu og siglinga eru mun vænlegri. er af Rauðórfossi á Síðu, skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Rauðá er ekki vatnsmikil en hefur rauðmálað farveginn neðan við fossinn. Ljásm. Glsli Sigurðsson. SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ MANSÖNGURÚR VÍGLUNDARRÍMUM - BROT - Hver vill ræna hita frá heiðrí sól um vorsins daga, sem lundi grænum logar á, í loftið vill hans greinar draga? Hver vUl banna fjalli frá fljóti rás til sjávar hvetja? Veg þann fann sem mangi má móti neinar skorður setja. Hver má banna, að blómstur tvenn bindi saman heldai* rætur og vaxi þannig saman senn, sem náttúran vera lætur. Hvar má skilja flóð við flóð, farveg einn ef hitta taman, og skilja vilja blóð við blóð, sem blæðir tveimur æðum saman? Engir menn því orkað fá og aldrei heldur munu kunna að halda kvenna hjörtum frá honum, sem þær vilja unna. Tryggðin há er höfuðdyggð, helst er margar þrautir reynir, hún er á því bjargi byggð, sem buga ekki stormar neinir. Sigurður BreiSfjörð, 1798-1846, fæddist f Rifgiröingum við Breiðafjörð, en lærði beykisiðn (hmnusmíði) í Kaupmannahöfn og vann við þá iðn á ýmsum stöðum, þ.á m. á Grænlandi. Sfðustu ár sfn í Reykjavík lifði hann við bág kjör og andaðist í örbirgð. Eftir hann liggur fjöldi rfmnaflokka og er hann talinn fremsta rímnaskáld þjóðarinnar á 19. öld. MEÐ KVIKUNA UNDIR FÓTUM RABB / AÍSLANDI hafa nokkur hraun runnið í tíð núlif- andi manna og vægir jarðskjálftakippir verða á hverju ári. Við búum eiginlega á eldfjalli; ís- land er sífellt í sköpun og ótökin í náttúrunni mikil, en sem betur fer sjaldan mannskæð. Af reynslunni má sjá að snjóflóð eru hættuleg- ust; bæði varð mann- og eignatjón í Hnífs- dal 1910 og á þessum áratugi í Súðavík og á Flateyri. Víðar hafa smærri snjóflóð valdið manntjóni. í Ijósi reynslunnar má einnig sjá að eld- virknin og flóð af hennar völdum hafa haft minni lífshættu í för með sér, en gífurlegt eignatjón varð í Heimaeyjargosinu 1973, allnokkuð í jarðskjálftanum á Dalvík 1934 og að sjálfsögðu kostaði sitt að endurbyggja brýmar á Skeiðarársandi þegar hlaupið mikla varð í nóvember 1996 og sýndi við hveiju er hægt að búast austur þar endrum og sinnum. í ljósi eldvirkni og hnattstöðu á norður- hjara heims, má segja að við sleppum furðu vel. Við fáum ekki yfír okkur flóð eins og í Kína eða Bangladesh, mjög sjaldan jarð- skjálfta af sama styrk og varð fyrir fáeinum dögum í Tyrklandi og nánast engin hætta er á 40-50 stiga frosti eins og varð síðastliðinn vetur í Rússlandi og Norður-Ameríku. Eng- in hætta er heldur af skógareldum né kæf- andi hita og skrælnun alls gróðurs eins og varð austantil í Bandaríkjunum í sumar, né heldur af fellibyljum eða skýstrókum. Við höfum brugðizt við snjóflóðahættunni með vamargörðum sem nú þegar hafa gert sitt gagn. Það er ef til vill dæmigert að þessum vömum var ekki komið upp fyrr en stórslys höfðu orðið. Við höfum líklega til- hneigingu til að loka augunum fyrir ýmiss- konar hættum og ekki hægt annað en undr- ast það kæruleysi að byggja íbúðarhús, jafnvel heilu göturnar, uppi við snarbrattar fjallshlíðar þar sem snjóhengjur em tíðar. Torfbæimir hmndu í stóra Suðurlands- skjálftanum 1896, enda vom bylgjurnar svo magnaðar að menn ultu um koll á víðavangi eins og kippt væri undan þeim fótunum. Ef sú saga endurtæki sig, sem líklegast er talið, yrðu án efa miklar skemmdir, ekki sízt á lögnum og leiðslum, en jámbent hús eiga að standa slíkan jarðskjálfta af sér. Emm við ef til vill andvaralaus og jafnvel kærulaus gagnvart þeirri ógn sem upp get- ur komið í svo eldvirku landi? Eg hygg að svarið sé bæði já og nei. Álverið í Straums- vík er til að mynda byggt á hrauni sem rann árið 1151 úr eldstöð, sem er tiltölulega nærri. Hraunrennslið hefur á mjög skömm- um tíma náð til sjávar. Ráðamenn í Sviss Aluminium hafa líklega ekki velt því mikið fyrir sér hvemig færi fyrir álverinu ef sag- an endurtæki sig og ekki minnist ég þess að hérlendir menn vömðu við staðsetningunni. Menn segja ef til vill; við mundum bara kæla slíkan hraunstraum eins og gert var í Vestmannaeyjum. En hraunstraumar em mismunandi. Sumir fara sér hægt og hrúg- ast upp. Aðrir eru þunnfljótandi eins og vatnsflóð og mér skilst af samtölum við jarðfræðinga að hraunin sunnan Hafnar- fjarðar hafí mnnið á skömmum tíma fram til sjávar. Ekki þó hraunkvíslin sem rann um 950 næst Hvaleyrarholti; hún náði ekki til sjávar. Á því hrauni er nú verið að byggja íbúða- hverfi og um leið gefa menn því langt nef að eitthvað viðlíka komi fyrir aftur. Það er þó líklega aðeins spurning um tíma; kannski rennur þar ekki hraun á nýjan leik í 5 þús- und ár og ekki höfum við áhyggjur af því. En það gæti líka orðið næstu nótt. Þetta segir talsvert um þá afstöðu sem við höfum tamið okkur gagnvart hugsanlegri hættu og eyðingaröflum. Við látum slag standa eða hugsum alls ekki um þetta, leggjum að sjálfsögðu alla nauðsynlega vegi yfir gömul og ný hraun, en byggjum þar líka íbúða- hverfi ef henta þykir, enda geta lóðir í hraunum verið fallegar. Hluti gamla bæjarins í Hafnarfirði og Norðurbærinn eru á einhverju fallegasta hrauni sem fundið verður í og við þéttbýli á íslandi. Hraunið rann fyrir um 7 þúsund ár- um úr Búrfellsgíg ofan Hafnarfjarðar og náði langleiðina fram á Álftanes, þar sem heitir Gálgahraun. Sú saga endurtekur sig naumast þar sem mikið landsig virðist hafa orðið sunnan við Vífilsstaðahlíð og hefur myndast há fyrirstaða sem kæmi í veg fyrir að hraun gæti runnið í hinn fyrri farveg. Umhverfis höfuðborgarsvæðið og á Reykjanesskaga er mikil eldvirkni og ómögulegt að sjá fyrir sér afleiðingamar sem orðið gætu þar af stóru hraungosi. Síð- an um landnám hefur allt verið kyrrt og rótt í eldstöðvum ofan við Heiðmörk; þá bættist Hólmshraun ofan á hraunstaflana sem fyrir voru. Ekki yrði Reykvíkingum rótt ef þar yrði eldur uppi og þá gæti farið svo að vatnsveita borgarinnar yrði í uppnámi. Gosið sem varð í eldstöðinni Leit austan í Bláíjöllum fyrir um 4.600 árum var varla neitt stórgos. En hraunið var svo heitt og þunnfljótandi, sagði Þorleifur heitinn Ein- arsson jarðfræðingur í samtali við Lesbók, að það rann með hraða vatnsflóðs niður hjá Litlu Kaffistofunni og áfram í þröngum far- vegi niður hjá Lækjarbotnum og eftir far- vegi Elliðaánna allar götur út í Elliðavog. Þessa landmyndunarsögu hefur Vega- gerðin tekið mátulega alvarlega því þjóðveg- urinn austur yfir Fjall liggur nákvæmlega í farveginum þar sem hraunið rann. Það er í lagi meðan þessi eldstöð bærir ekki á sér. En færi svo að eldflóð steyptist að nýju fram um þennan farveg, yrðu Þingvallavegurinn og Krýsuvikurleiðin að taka við umferðinni mOli Reykjavíkur og Suðurlands. Keflavíkurvegurinn liggur bróðurpartinn af leiðinni yfir hraun og engin völ á öðru. Má sjá að þau hafa verið misjafnrar gerðar; sum farið sér hægt og hrönglast upp eins og hraunbrúnin við Kúagerði sýnir. Suðvestan hennar liggur vegurinn hinsvegar yfir hellu- hraun sem hefur runnið hratt. I ljósi þess að Keflavíkurvegurinn er lífæð í tengslum við Keflavíkurflugvöll hefur ekki mikið verið hugað að varavegi, ef svo færi að hraun- straumur lokaði honum. Ef það gerðist sunnan Hafnarfjarðar, lokaðist Krýsuvíkur- vegurinn um leið og til að komast spottann úr Reykjavík á Keflavíkurflugvöll yrði að aka austur um Svínahraun, Þrengsli, Ölfus og Selvog og síðan eftir frumstæðum vegi um Krýsuvík til Grindavíkur og þaðan á leiðarenda. Raunar telst stutt síðan eldur var uppi norðan Grindavíkur og má minna á að Bláa lónið er í hrauni sem rann á Sturl- ungaöld. Alþingsmenn hafa íað að nauðsyn þess að leggja Suðurstrandarveg frá Gindavík til Þorlákshafnar. Rökin fyrir honum sögðu menn vera að tengja saman þessa tvo út- gerðarstaði og auðvelda flutning á sjávar- afla milli þeirra. Enginn minntist aftur á móti á það að lagning þessa vegar er nauð- synleg varaskeifa til að eiga ef Keflavíkur- vegurinn lokaðist einn góðan veðurdag á einhverjum kafla vegna hraunrennslis. Er ekki bara æsilegt og spennandi að búa með glóandi kvikuna undir þunnri skum jarðskorpunnar? Svo gæti virzt á stundum. Við höfum fengið af þvi lifandi myndir beint heim í stofu hvemig Surtsey fæddist, hvemig eldfjall stakk kollinum uppúr tröll- aukinni sprangu í Grímsvötnum og hvemig jökullinn lagðist yfir það að nýju. Við höfum horft á Heklu gjósa og tölum um túristagos. Allt er það jákvætt. En við vitum líka hvað gerðist í Skaftáreldum og að Hekla hefur stundum spúð kolsvartri ösku yfir stóran hluta landsins. Það vora engin túristagos. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.