Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1999, Blaðsíða 5
Tveir kvenbúningar. In eyslont gett das gemein Folg also. Þrír kvenbúningar 1521. Also gant man im eyslont dy mechtigh. Hans Pfaffrath, klæddur samkvæmt nýjustu tísku í Niðurlöndum. Pennateikning Albrectht Diirers frá 1520. Antwerpen og konurnar hafí setið fyrir. Því miður ritaði Durer ekki í dagbækur sínar um þessar konur, eins og hann gerði um svo marga aðra sem hann teiknaði. Annar möguleiki er að Diirer hafi teiknað búningana fyrir föstuhátið, sem einhvers konar grímubúninga, sem hann hafði mikið dálæti á að teikna. Einnig er hugs- anlegt að einhver gæti hafa verið á Islandi og séð íslenskar konur og lýst klæðnaði þeirra fyrir Durer. I Antwerpen bjuggu margir kortagerðarmenn og sæfarar sem sigldu í Norðurhöfum. Þeir og aðrir, sem sigldu til Is- lands gætu hafa greint Durer frá klæðnaði ís- lenskra kvenna. Pfaffrath Einn þeirra, sem Dúrer kynntist í Antwerpen var maður, sem líklega var ættaður sunnan úr Portúgal og var af gyðingaættum. Maðurinn, sem hét Hans Pfaffroth eða Pfaffr- ath, stundaði verslun í kaupstöðum við Eystra- salt. Pfaffroth borgaði Dúrer „eitt Filipus- argyllini fyrir mynd teiknaða með koli“. Til er önnur mynd Dúrers af þessum manni, sem ef til vill er uppkast að myndinni sem Pfaffroth keypti og ber hún textann Hans Pfaffrath van Danzgen, ein stark Mann“ (Hans Pfaffrath frá Danzig, öflugur maður) og er teiknuð árið 1620. Pfaffroth, sem líklegast var kristnaður gyðingur eða laungyðingur frá Portúgal, var einn þeirra mörgu sem flýðu ok kaþólskra öfga, og settust að í Niðuriöndum í byrjun 16. aldar. Laungyðingai- eða nýkristnir skiptu sí- fellt um nöfn, til að vekja ekki á sér athygli. Dúrer umgekkst nokkra aðra gyðinga frá Spáni og Portúgal í Antwerpen og teiknaði þá og vinnuhjú þeirra og jafnvel hunda þeirra, sem voru af sjaldséðu spænsku kyni. Hans Pfaffrath hefur þýðingu fyrir þessa frásögn vegna þess að Nicolaus Busch, sem gerði íslensku konurnar að líflenskum konum, hefur lesið tvö eff í miðju nafns Pfaffraths, þótt þau séu að öllu leyti frábrugðin þeim effum sem hann sagðist sjá í nafni landsins í texta Albrecht Durer. Sjálfsmynd um þrítugt anno 1500. myndanna. Eftir að höfundur þessarar greinar hefur skoðað fjölda texta með hendi Dúrers verður niðurstaða mín að vera sú að það er ess (s eða ss) en ekki eff (f eða ff) í nafni landsins á myndum Dúrers. Eff og ess Dtirers geta þó oft verið afar óljós. Annað gott dæmi er til um eff Dúrers. Árið 1525 teiknaði Dúrer draumsýn sína. Hann dreymdi mikinn skýjastrók og vatnagang, sem ef til vill segir dulsálfræðingum eitthvað um Dúrer. En er hann skrifar lýsingu sína á teikn- ingu um þennan vota draum sinn, talar hann um grosser wasser, með essum sem líkjast bókstöfunum í Eisslond. Klæðnaður íslenskra kvenna ó 16. öld Klæðnaður kvennanna á myndum Dúrers er afar sérkennilegur og hafa konur þessai- vænt- anlega vakið mikla athygli í mannfjöldanum í Antwerpen, vegna þess hve frábrugðinn klæðnaður þeirra var því sem gerðist þar. Káp- urnar eða „slárnar", sem allar konurnar bera, eru mjög veglegar og bera að því er virðist hermilínshlöð og pelsleggingar, sem óneitan- lega gæti bent til landa, þar sem loðdýraveiðar og -verslun var mikil. Við vitum lítið um kiæðnað íslenskra kvenna fyrir aldamótin 1600. í Heynesbók (AM 147 4to) frá byrjun 16. aldar og Jónsbók (Reykja- bók AM 345 fol.) frá seinni hluta 15. aldar er að finna nokkrar lýsingar, sem sýna kventísku áþekka þeirri sem ferðalangarnir í Antwerpen fylgdu árið 1521. Eitt er víst að tíska þeirra var ekkert svipuð því sem gerðist meðal heldri kvenna á meginlandi Vestur-Evrópu á fyrri hluta 16. aldar. Það eru einkum hattar, eða faldar kvenn- anna á teikningunum i Heynesbók og Jónsbók; sem eru líkir höfuðfótum kvenna Dúrers. I Heynesbók er mynd af sofandi konu í ölvímu, sem ber háan fald á höfði, sem breikkar efst í það sem virðist flatari, spaðalaga skaut. Það er ekki ósvipað höfuðfati ríku konunnar, sem Spássíumynd í Reykjabók. AM 345 fol. Stofn- un Árna Magnússonar. stendur ein á einni af teikningum Dúrers. í Jónsbókarhandritinu frá seinni hluta 16. aldar í kafla um „kvenna giftingar“ má sjá mikla faldreið. Þar er lýsing af brúðinni og tveimur maddömum sem fylgja henni. Þær bera allai- háa falda, sem breikka efst, líkt og faldurinn í Heynesbók, og bera skildi og annað ski-eyti. Skór kvennanna á myndum Dúrers vekja einnig athygli. A þessum tíma voru oddmjóir skór ekki lengur í tísku í Vestur-Evrópu. Skór kvennanna virðast vera fíngerðir og oddmjóir, og eru opnir að hluta til ofan á ristinni. Þjódbúningar? Arið 1990 sótti höfundur ráðstefnu í Lundi í Svíþjóð um líkamsmannfræði. Mai’gir sérfræð- ingar frá nýju lýðveldunum við Eystrasalt voru meðal þátttakenda. Lettlendingum og Litháum virtist mjög í mun að sýna vestrænum stai’fs- bræðrum sýnum fram á að þeir tilheyrðu „hreinum evrópskum stofni" aftur á ómuna tíð og sniðgengu veru Þjóðverja, Rússa, gyðinga, Svía og annarra, er lagt hafa mikið til menn- ingar og erfðaefnis íbúanna. Einn þátttak- endenna sýndi sögu lands síns og hins „hreina stofns“ með litskyggnum af kvenbúningum landsins á hinum mismunandi tímum, en allar voru myndirnar hugsmíð. Olli þetta dálítilli undran meðal fræðimanna frá Norðurlöndun- um, sem þó sýndu þá kurteisi að gagnrýna ekki þetta þjóðernislega ívaf í fræðifyrirlestrinum. Vangaveltur um tísku hinna ýmsu þjóða, um þjóðbúninga og fjallkonur, virðast vera fylgi- fiskur þess fyrirbæris sem á tískumáli félags- mannfræðinnar er kallað „nation- building" meðal ungra þjóða. Furðulegt er að það voru oftast nær karlar, sem veltu fyrir sér kventísku fyrr á tímum, og einna helst þegar allt var komið á heljai’þröm í löndum þeirra. En í raun er ekki til neinn þjóðbúningur. Þeir eru allir rómantískur tilbúningur. Öll tíska er einn hrærigi-autur og þótt talað sé um íslenska kvenbúninga eða séríslensk einkenni, ellegar líflensk, verður að minnast þess að þau ein- kenni gætu átt rætur að rekja til annarra landa. Líflensk tíska á 16. öld gæti að hluta til hafa komið frá Rússum. Tískan ferðast fljótt. Til dæmis sýnir tískan á Grænlandi á miðöldum vel hve fljótt menn tóku „Parísartískuna" til sín. Föt, sem hafa fundist í gröfum á Grænlandi, fylgja nokkurn veginn nýjustu straumum í Evrópu. Á íslandi hafa menn einnig fylgst með. Samtímis hafa margar gamlar hefðir í klæðaburði haldist og einangrast á Islandi vegna þess hve samgöng- ur til og frá landinu voru stopular á stundum. Gaman væri ef einhver fræðimaður í Eist- landi eða Lettlandi, og ef til vill líflenskur, hefði eitthvað til málanna að leggja vai’ðandi konurnai- sem urðu á vegi Dtirers í Antwerpen árið 1521. Því ekki skal loku fyrir það skotið hér, að þær hafi verið líflenskar frekar en ís- lenskar og þá er hér með búið að leiðrétta villu sem slæðst hefur í íslensk sagnfræðirit. Sama hvert þjóðernið var, þá eru þetta væntanlega elstu myndir, sem frægur listamaður teiknaði af annaðhvort Islendingum eða Líflendingum. Meðal heimilda: Björn Þorsteinsson 1978. íslensk miðaldasaga. Reykja- vík. Busch, Nicolaus 1931. Untersuchungen zur Lebensges- hichte Diirers. Verlag der Buchandlung G. Löffler, Riga. Ephrussi, Charles 1882. Albrecht Durer et ses dessins. Paris. Jónas Kristjánsson 1970. Handritin og fornsögurnar. Bókaforlagið Saga. Sami 1993. Handritaspegill. Hið íslenska bókmenntafé- lag. Kellenbenz, Hermann 1970. Fremde Kaufleute aus der Iberischen Halbinsel. Köln. Lippmann, Friedrieh 1896. Die Handzeichnungen Dur- ers, Bd. 4 (Abteilung XXVI-XLVIII) Nr. 373-375. Berlin. Mende, Ursula 1969. Durers Zeichnungen livlandischer Frauentrachten und seine sogenannte Turkin. í Kun- stegeschichtliche Aufsatze von seinen Schulern und Freunden des KhlK Heinz Ladendorf zum 29. Juni 1969 gewidmet. Hg. Joachim Gaus. Kunsthistorisches Institut der Universitat Köln. 24-40. Páil Eggert Ólafs- son 1922. Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á ís- landi. 11 bindi. Reykjavík. Panofsky, Erwin 1948. Albrecht Durer. Princeton. Rupprich, Hans 1956. Diirer. Schriftlicher Nachlass. G. Grote, Berlin 1956. Simon Thomas, Marie 1935. Onze Ijslandsvaarders. Am- sterdam. Veth, J. og Miiller S. 1918. Diirers niederlandische Reise. BerlinAItrecht. Bréf frá: Landeskonsevatorin Dr. Gisela Goldberg, Ba- yerische Stattsgemaldesammlung, Alte Phinkothek í Miinchen og frá dr. Jutta Zander-Seidel, Germanisches Nationalmuseum, Niirnberg. Vefsiða með konu Diirers, sem sögð er vera frá Lfflandi: http-y/mistral.culture.fr/louvre/img/photos/collec/ag /grande/inv0019.jpg Höfundur er Ph.D. í miðaldafornleifafræði, býr í Kaupmannahöfn og stundar rannsóknir við hóskólann í Hróarskeldu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. ÁGÚST 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.