Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 2
KALLAÐ EFTIR YERKUM A HÓNNUNAR- SÝNINGU STÓR hönnunarsýning verður haldin að Kjarvalsstöðum í október á næsta ári og er unnið að því þessa dagana að safna verkum á hana. Sýningunni er ætlað að spegla 100 ára sögu hönnunar á Islandi en megináhersla verður þó lögð á nútímann. Sýningin er haldin í tengslum við dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000, að tilstuðlan Form ísland, en einnig hafa stjórn hins nýstofnaða Hönnunarsafns íslands og Kjarvalsstaðir verið fengin til samstarfs. Sýningarstjórar verða hönnuðim- ir Katrín Pétursdóttir og Michael Young. Hugmyndafræði sýningarinnar er að sögn Katrínar tvíþætt: Annars vegar er sýning- unni ætlað að varpa ljósi á hinn sögulega arf og gefa yfirlit yfir þróun íslenskrar hönnunar til þess sjálfstæðis og fagmennsku sem ein- kennir hana nú. Hins vegar er henni ætlað að veita innsýn í það margvíslega ferli sem hönnun og framleiðsla er. Katrín segir sýninguna verða mjög stóra og metnaðarfulla og að þar megi sjá allt það besta sem gert hefur verið í hönnun á Islandi á einum stað, en þetta verður í fyrsta skipti sem haldin er stór íslensk hönnunarsýning. „Við erum að tala um húsgagnahönnun, iðnhönnun, arkitektúr, textílhönnun, kera- mik, allt sem lýtur að húsbúnaði, tískuhönn- un, landslagsarkitektúr, í stuttu máli; sjón- ræn hönnun í víðtækustu merkingu þess orðs,“ segir hún. Eina ástæðu þess að Katrín og Michael Young, eiginmaður hennar, hafi verið ráðin til að velja verk á sýninguna og hanna hana, telur hún vera þá að þar sem þau hafi lengi starfað erlendis og séu tiltölulega nýflutt hingað heim, megi segja að glöggt sé gests augað. Katrín kveðst vilja hvetja alla þá sem fást við hönnun í víðu samhengi að senda inn verk fyrir 15. desember nk. Utanáskriftin er Form ísland, pósthólf 1584,121 Reykjavík. Ennfremur stendur til að gefa út veglega bók í tengslum við sýninguna. ÍSLENDINGAR SÝNA í STUTTGART ÞRIR listamenn frá Islandi, eða 3 Kixnstler aus Island, er sýning sem opnuð verður í Ga- lerie Michael Sturm í Stuttgart í dag. Þar eru á ferð listamenn sem Edda Jóns- dóttir í galleríinu i8 hefur á sínum snærum, þau Kristján Guðmundsson, Finnbogi Pét- ursson og Ragna Róbertsdóttir. Á sýning- unni eru að sögn Eddu tvö stór verk úr gleri og hrauni eftir Rögnu, tvö stór máluð gler- verk eftir Kristján og álplötur og gólfverk eftir Finnboga. Sýningin stendur til 22. jan- úar næstkomandi. SELTJARNARNESKIRKJA HELGUN TEXTÍLVERKS Morgunblaðið/Golli Verk Herdísar er unnið úr ull, hör, sísl og koparþræði. TEXTÍLLISTA- VERK Herdísar Tómasdóttur verður helgað í Seltjarnar- neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 11. Á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í júní 1997 var lögð áhersla á myndlist og voru fengnir níu listamenn til að gera tillögur að nýjum listaverkum í níu kirkjur í Reykjavík- urprófastsdæmi, en þessar kirkjur áttu það sameiginlegt að innan við 10 ár voru frávígslu þeirra. Herdísi var falið að gera tillögu að veflistaverki á vegg í Seltjarnarneskirkju. Tillögurnar voru felldar inn í ljósmynd af því rými þar sem þær áttu að vera og var ljósmyndin sýnd á Kirkjulistahátíð- inni ásamt tillögum listamannanna, mód- eli af listaverkinu og vinnuteikningum arkitekta af kirkjunni. Verkið byggt á formi kirkjunnar Sóknarnefnd Seltjarnameskirkju og prestur fóra þess síðar um haustið á leit við Herdísi að hún fullynni sína til- lögu íyrir kirkjuna. Veflistaverkið er unnið úr ull, hör, sí- sal (snæri) og kopar- þræði. Stærð verksins er 350x200 cm. Verkið er að miklu leyti byggt á formi kirkjunnar sjálfrar, þakhallanum, litum innan kirkjunn- ar og utan, bláum litum hafsins, himinsins og fjallanna í fjarska. Formin mynda í dökkum og rauðum hluta verksins nokkurs konar homsteina og hleðslu, sem síðan lýsast upp við krossana þrjá og breytast í bjartari bláa liti og efst í ljósa og að lokum ljósa liti. Band- ið/efnið í verkið hefur Herdís litað sjálf, þ.e. annað en hvítt og svart. Táknmál kristinnar trúar er ríkulegt. Form, litir og tölur hafa táknræna merkingu. Herdís er fædd árið 1945 og er búsett á Seltjarnamesi. Hún lauk prófi frá Myndlista- skólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla íslands, textíldeild og vefnað- arkennaradeikl. Árið 1998 hélt Herdís einka- sýningu í Norræna húsinu og hún hefur einn- ig tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk hennar prýða m.a. íslands- banka, Landspítalann og varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins. Herdís var valin bæj- arlistamaður Seltjarnarness árið 1997. Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona Semurvið óper- una í Wurzburg AUÐUR Gunnarsdóttir sópransöngkona hefur skrifað undir samning við ópemna í Wiirzburg í Þýskalandi. Hefur hún þegar þreytt frumraun sína við húsið, sem Desp- ina í Cosi fan tutte eftir Mozart, og var hrósað af gagnrýnendum fyrir líflega sviðs- framkomu og leiftrandi rödd. Auður hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin sjö ár. Hún lauk framhaldsnámi frá Tónlistarháskólanum í Stuttgart vorið 1997 og hefur síðan starfað sem gesta- söngvari og við kennslu. Hefur hún meðal annars sungið við húsin í Heidelberg, Mannheim og Bielefeld, þar sem hún fer nú með hlutverk Juliu de Weert í óperettunni Der Vetter aus Dingsda eftir Kunneke. Fyrsta geislaplatan komin út Samningurinn í Wurzburg er til tveggja ára og mun Auður meðal annars syngja hlutverk Pamínu í Töfraflautu Mozarts, Luisu í Unga Lordinum eftir Hense og Annínu í Nótt í Feneyjum eftir Johann Strauss. Auður kveðst leggja mikla áherslu á að syngja fyrir Islendinga og hefur komið fram á mörgum ljóða- og óperutónleikum hér á landi. Hún hefur starfað mikið með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara og í vikunni _kom út fyrsta geislaplata þeirra saman. Á henni eru íslensk þjóð og sönglög sem fæst hafa komið út áður en einnig er að finna gamalkunnar söngperlur eins og I dag skein sól og Eg lít í anda liðna tíð. Japis gefur út. Meðfram verkefnum á nýjum vinnustað mun Auður koma fram á ýmsum tónleikum í vetur, meðal annars í Liederhalle, elsta tónleikahúsi Stuttgart. Þá stefnir hún að því að syngja á Tíbrár-tónleikum í Salnum í mars á næsta ári. Ljósmynd/Matthias Stutte Auður Gunnarsdóttir í hlutverki Juliu de Weert í Der Vetter aus Dingsda í Bielefeld. Með henni á myndinni er tenórsöngvarinn Hans-Jurgen Schöpflin. MENNING/ LISTIR MYNDLIST Ásmundarsafn: Verk Ásmundar Sveins- sonar. Gallerí Fold: Soffía Sæmundsdóttir. Til 28. nóv. Galleri@hlemmur.is: Sara Björnsdóttir. Til 19. des. Gallerí Smíðar/Skart: Ragnheiður I. Ágústsdóttir. Til 4. des. Gallerí Stöðlakot: Linda Eyjólfsdóttir. Til 5. des. Gallerí Sævars Karls: Vignir Jóhannesson. Til 19. des.. Gerðu- berg: Eiríkur Smith. 9. jan. Hafnarborg: Sigurður Magnússon. Hrönn Axelsdóttir. Láms Karlsson: Til 13. des. Hallgrímskirkja: Leifur Breiðfjörð. Til 16. des. i8, Ingólfsstræti 8; Magnús Pálsson. Til 5. des. Kjarvalsstaðir: Grafík í mynd. Ragna Róbertsdóttir. Til 19. des. Listasafn ASÍ: Ingimar Ólafsson Waage, Karl Jóhann Jónsson. Harpa Bjöms- dóttir. Til 5. des. Arinstofa: Verk úr eigu safnsins. Listasafn Akureyrar: Stefán Jónsson.Yfirlitssýning á vegum safnsins. Til 5. des. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laug- ardaga og sunnudag kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Ásgrímur Jónsson . Málverk og höggmyndir í eigu safnsins. Til 21. des. Kaffist.Málverk Dunganons. Til 31. des. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Verk Sigurjóns Ólafssonar. Listasalurinn Man: Sigurborg Stefáns- dóttir. Til 1. des. Mokkakaffi:Snorra Ásmundssonar. Til 3. des. Norræna húsið: Lifi Kalevala. Til 31. des. Nýlistasafnið: Didda Hjartardóttir Leaman, Þómnn Hjartardóttir, Olga Bergmann og Anna Hallin. Til 12. des. One o one Gallerí: Haraldur Jónsson. Sparisjóður Garðabæjar: Átta mynd- listakonur. Til 31. des. Stofnun Áma Magnússonar: Handrita- sýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14- 16. Til 15. maí. TÓNLIST Sunnudagur Hallgrimskirkja: Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju. Kl. 17. Kvennakór Reykjavíkur. Kl. 20. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur. Kl. 20. Þjóðleikhúsið: Þórarinn Eldjárn og Jó- hann G. Jóhannsson. Kl. 21. Mánudagur Hafnarborg: Ágúst Ólafsson og Kiril Kozlovski. Kl. 20.30 Þriðjudagur Frikirkjan í Reykjavík: Blásarakvintett Reykjavíkur. Kl. 20.30. Þjóðleikhúsið: Þórarinn Eldjárn. Jó- hann G. Jóhannsson. Kl. 20.30. Miðvikudagur Hafnarborg: Hanna Björk Guðjónsdótt- ir. Claudio Rizzi ,K1.20.30. Salurinn, Kópvogi: Emil Thoroddsen: Þorgeir Andrésson, Sigurður Skagfjörð Steingi-ímsson og Jónas Ingimundarson. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Sjálfstætt fólk: Bjartur, ogÁsta Sóllilja, lau. 27. nóv. Krítarhring- urinn, 1., fim. 2., 3. des. Glanni glæpur í Lataþæ, sun. 28. nóv. Abel Snorko býr einn, sun. 28. nóv. Fedra, sun. 28. nóv. Borgarleikhúsið: Bláa herbergið, frums. 3. des. Litla hryllingsbúðin, 27., 25. nóv. Fegurðardrottningin frá Línakri, fim. 2. des. Pétur Pan, sun. 28. nóv. Leitin að vísbendingu..., lau. 27. sun. 28. nóv. Islenska óperan: Mannsröddin, 1. des. Baneitrað samband, 27. nóv. Hellis- búinn, 2., 3. des. Loftkastalinn Jón Gnarr, lau. 27. nóv. Mið. 3. des. SOS- kabarett, lau. 27. nóv. Iðnó: Frankie & Johnny, lau. 27. Fös. 3. des. Leitum að ungri stúlku, lau. 27. nóv. Gleym mér ey og Ljóni Kóngsson, lau. 27. okt. Leikhússport, mán. 29. nóv. Kaffíleikhúsið: Ó, þessi þjóð, 3. des. Æv- intýrið um ástina, 28. nóv. Tjarnarbíó: í kjölfar stormsins, (flutt á ensku), sun. 28. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið: Salka ástar- saga, lau. 27. nóv. Fös. 3. des. Bæjarleikhúsið Mosfellsbæ: Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, lau. 27., sun. 28. nóv. Hjáleigan Kópav. Leikf. Kópav.:Kirsu- berjagarðurinn, 27. nóv. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.