Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Blaðsíða 4
OTTO VON BISMARCK JÁRNKANSLARINN SEM SAMEINAÐI ÞÝSKALAND EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON 100 ár eru liðin frá láti Bismarcks sem var stórgáfað- ur nautnamaður og bókmenntasinnaður tungumála- maður sem taldi stöðu sína sjálfgefna samkvæmt guðlegum boðum. Hann stóð á skilum aðals og borg- ara, átti skjótan frama. Með sameiningu Þýzkalands varð hann valdamesti maður keisaradæmisins og kom á jafnvægi milli stórveldanna, en lenti í heiftar- legri andstæðu við nýjan keisara, Vilhjálm II, s ,em bolaði honum frá völdum með afleiðingum sem 1 höfóu í för með sér tvær heimsstyrjaldi r. Bismarek fæddist 1. apríl 1815 á herragarðinum Schönhausen við Elbu. Vínarfundurinn stóð sem hæst og þegar Bismarck var ellefu vikna gamall þann 18. júní vannst endanlegur sigur á Napóleón við Water- loo. Sigurvegarinn Wellington kvaðst hafa sigrað mesta hersnilling Evrópu með úrkasti mannkynsins, eins og hann nefndi óbreytta hermenn sína. Rán og rupl- ferðum Frakka um Evrópu var þar með lok- ið. Vínarfundurinn ákvað að koma á svipuð- um samfélagsháttum í Evrópu og tíðkuðust fyrir upphaf frönsku stjórnarbyltingarinanr 1789. Mettemich tókst að halda Evrópu í því horfi allt fram til byltingarinnar 1848. Jafn- vægi og friður ríkti í Evrópu þetta tímabil og síðar tók Bismarck við af Mettemich að tryggja jafnvægi milli stórveldanna. Bis- marck var kominn af gamalli og gróinni junkera-ætt í karllegg, en móðir hans var komin af embættis og menntamönnum, sem sagt „ættlaus" eins og þá var viðkvæðið, þ.e. ekki af aðli. Bismarck minntist á það á síðari ámm, að junkeramir hefðu aldrei fyllilega viðurkennt hann, vegna móðurættarinnar. Gáfur Bismarcks og fas hans og tal vom venjulegum búralegum junkemm óskiljan- leg. En Bismarck átti sinn heim í þeirri Evrópu, þar sem landbúnaður var höfuðatv- innuvegur og trygg eign jarðeignir og í aust- urhlutum Þýskalands fylgdu bændur með jörðunum. Bismarck var hærri á vöxt en aðrir menn, mikill matmaður, kunni vel að meta dýrar veigar, tóbaksmaður mikill, ágæt skytta og snjall veiðimaður. En hann var einnig and- lega vökull og víðfeðmur og sökkti sér niður í klassískar bókmenntir, las Shakespeare og hafði mikla unun af verkum Byrons, svo ekki sé minnst á þýsk stórskáld samtímans. Hann hafði fullkomið vald á móðurmálinu í ræðu og riti, sbr. Endurminningar hans. Rökfastur og hittinn ræðumaður og gat talað andstæð- inga sína á kaf eins og Edmund Burke á sín- um tíma í enska parlamentinu. Þótt hann virtist grófur og grimmur sbr. „Blut und Eis- en“, þá var hann mjög viðkvæmur og smekk- ur hans fyrir hljómlist var hárfínn, Beethov- en „er eitthvað fyrir mínar taugar“. Þótt hann ætti ekkert sálufélag með junkerunum nágrönnum sínum, talaði hann um að það væri hollara að búa innan um hesta og eikur en blauthyggjulýð borganna. En í borginni átti hann helst sálufélag með róttækum blaðamönnum, þá oft af Gyðingaættum. Svo gat hann hótað, eins og í byltingunni 1848, að safna saman bændum sínum og stefna til Berlínar og kenna borgarlýðnum skylduga hlýðni við yfirvöldin. Hann lifði þáttaskilin í Evrópu. Stigveldi miðalda, sem hann var sjálfur sprottinn upp úr, ættarhefða og stéttar, þar var hans heim- ur. Hann taldi stöðu sína sjálfgefna og hið foma samfélagsform vera samkvæmt guð- legum boðum, helgað íyrirkomulag, þar sem engu mátti hnika til í grundvallaratriðum. Ríki Evrópu voru ekki þjóðríki, innviðir þeirra voru furstar og konungar af Guðs náð, og síðan lögstéttimar, aðallinn, klerkastéttin og bændur og borgarar. Disraeli sagði um Bismarck á stúdentsárum sínum. Otto von Bismarck. Portret eftir Franz von Lenbach, 1892. Teikningsem sýnir banatilræðið við Bismarck 1866. miðja 19. öld, að tvær þjóðir byggju á Eng- landi, um væri að ræða menningarleg og efnahagsleg skil. En skilin voru enn mark- aðri í heimi hins forna stigveldis, ættar og menningarskil milli efstu laga samfélaganna og þeirra lægri, bænda og borgara. Þetta form var mjög mótað um miðja og austan- verða Evrópu. Bismark stóð á skilum aðals og borgar. Móðir hans var gáfuð kona en köld, Bismarck sagðist „hafa hatað hana“ í minningum sínum, hann varð aldrei aðnjót- andi móðurlegrar hlýju. Aftur á móti segist hann hafa „elskað föður sinn“. Þessar and- stæðu tilfinningar til foreldranna mótuðu hann sem mann andstæðnanna og mögnuðu andlegar þverstæður í viðhorfum hans og lífi. Móðir hans var skynsemisstefnan og upp- lýsingin holdi klædd, „ættlaus" einstakling- ur, köld og útsjónarsöm, faðir hans sprottinn upp úr prússneskri jörð, fæddur til samfé- lagsstöðu í krafti ættar og óðala. Þessar and- stæður mótuðu Bismarck. Á stúdentsárum sínum hneigðist hann til skynsemisstefnu og upplýsingar, t.d. í trúmálum, var atheisti, svallaði, dansaði og háði 30 einvígi, engum manni var sárara um heiður sinn en honum. En samhliða þessu var hann erki-íhaldsmað- ur. Hann sparaði ekki níðangurslegar útlist- anir á stefnu pólitískra andstæðinga sinna, hæddist að hugtökum þeirra eins og „þjóð“ og öllum slepjulegum útlistunum á „göfgi al- þýðunnar“ eða réttlæti „almenningsálitsins“. Hann talaði óvarlega og hundsaði einkanlega helgustu hugsjónir frönsku byltingarinnar sem svo „frelsi, jafnrétti og bræðralag". Eftir að hann gekk í þjónustu konungs og sat þing, varð hann annálaður fyrir íhalds- semi og gekk svo langt að yfirboðurum hans var nóg boðið. Bismarck segir frá trúar- reynslu sinni í Endurminningunum og lýsir því „þegar hann gat beðið aftur“. Um svipað leyti kvæntist hann Jóhönnu von Puttkamm- er, sem var aðalsættar úr Pommern. Hjóna- band þeirra var farsælt alla tíð. Manni andstæðnanna eins og Bismarck var gefinn meiri skilningur á mennsku streði, en einnar víddar einstaklingi. Andstæður eru höfuðeinkenni í ríki náttúru og mannheima, málið sjálft er byggt upp af andstæðum. Hegel skynjaði þetta manna best, skilgreindi og kerfaði. Kveikjuna og snilld Bismarcks í ræðu og riti og sem stjómmálamanns má rekja til þessarar stöðugu togstreitu. 1859 var Bismarck skipaður sendiherra í Sankti Pétursborg, hann lagði stund á rúss- nesku, þótt franskan dygði við rússnesku hirðina. Hann var ágætur frönskumaður og franskan var þá enn alþjóðatunga, enda þróaðasta tungumál Evrópu, hugtök skýr og skilgreind. Bismarck var málamaður, hafði numið latínu og grísku í skóla og síðar vitnaði hann oft í latneska og franska höfunda í þing- ræðum sínum. 1862 var Bismarck skipaður Bismarck ásamt Jóhönnu konu sinni. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.