Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 5
Mælifells og tók myndir af jökli, sandi, mann- fólki og hestum. Enn var haldið af stað. Blesi var enn hinn vígreifasti og leið engar taflr. Heldur tók hann þó að sansast þegar á leið. Nicole hafði nú tekið við bílstjóm. Um það bil miðja vegu milli Mæli- fells og Hvanngils, hægra megin vegar, svo sem 1—2 km frá, á Slysaalda að vera, þar sem fjórir menn báru beinin fyrir meira en einni öld. Ekki gat ég komið auga á hana, þó að eftir væri leitað. En Nicole og Margrét munu hafa fundið hana úr bílnum. Ekki langt austar og norðar á Skiptingaralda að vera. Þar skiptu gangnamenn eða skipta í leitir. Og enn norðar breiða sig Strútsöldur frá austri til vesturs. Einhvem tíma spurði ég Jón, er við riðum þarna samsíða og röbbuðum saman: „Er stutt í Hvanngil?" „Já, stutt,“ svaraði Jón. Svör hans vom sjaldan lengri en tilefni var til! Já, það fór að styttast í Hvanngil. Yfir Kaldaklofskvísl var farið, sem er talsvert ströng, vatnsmikil og nokkuð grýtt í botninn og bratt upp úr henni norðan megin. Jeppinn fór þetta þó greiðlega. Var þá komið í Hvanngilskrók, haldið lengra áfram inn í sléttan og gróinn, en fjöllum gyrtan dal eða dalverpi á þrjá vegu. Ófæra (og nú er það fjall) er í norðvestri, Hvanngilshnjúkar á móti og í norðri Röðull, Ófæruhöfði og Úti- gönguhöfði. Hvanngil er frægur staður og ganga af hon- um ýmsar sögur. Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson komu þar 30. ágúst 1757 og segir svo í Ferðabók þeirra: „Hvanngil nefnist hamragil eitt alkunnugt að fjallabaki. Botn þess er þak- inn hvönnum og mosa, en annars er það hömr- um girt. Miklar sögur fara af þessum stað, sem þykir bæði ægilegur og hættulegur vegna trölla og reimleika, svo að ferðamönnum var vart talið óhætt þar um hábjartan dag. Fylgd- armaður sagði okkur margar sögur um at- burði, er þar höfðu gerzt, og fullyrti meira að segja, að hann hefði orðið vitni að sumum þeirra. Hann var annars heiðarlegur maður og hreinskilinn. Við urðum hins vegar einskis var- ir af öllu þessu, enda þótt við færum þar mikið um, skoðuðum hella og klifruðum í kletta í leit að plöntum." Og einskis urðum við, sem þar komum, nú vör, sem óhreint má telja. Okkur reyndist Hvanngil fögur vin í mikilli eyðimörk. Skilur maður best á ferðum sem þessum, að mörgum hefur verið þar langþráð hvíldin. Gangnamannaskáli er í Hvanngili, auðsjáan- lega nokkuð gamall orðinn og girðing í kring fyrir hross. Skálinn stendur á bakka Hvann- gilskvíslar, en hún fellur nokkru neðar í Kalda- klofskvísl. Hesthús var niðri í skála þessum og sameiginlegur inngangur fyrir hesta og menn. Fyrir enda stalls, beint á móti inngangi, var svo brattur stigi upp á svefnloft og lúga á lofti með hlera yfir. Stigi þessi náði þó aðeins hálfa leið niður að gólfi. Vatn þurfti að sækja í kvísl- ina. Ekkert var hitunartæki, en fararstjórar voru við öllu búnir og sóttu gashitunartæki í bílinn. Þegar á daginn leið, fór að væta nokkuð og hvessa og var raunar komið mesta leiðindaveð- ur, þegar á áfangastað kom. Hestar voru þó hafðir úti, því að ekki var tiltakanlega kalt, en nóg hey fengu þeir. Þess er nú að geta, að þó að við riðum bílveg- inn vestur Mælifellssand, er það ekki hin gamla reiðleið. En þarflaust var að fara hana, því að eins og fram hefur komið, er bflvegurinn ágætagóður og umferð var lítil. Reiðvegurinn er talsvert norðar, a.m.k. þegar kemur vestur fyrir Mælifell. Sunnan í Strútsöldum liggur hann. Er þá farið yfir Kaldaklof skammt norð- an við Slysaöldu á milli Sléttafells og Ein- stigsfjalls og loks milli Röðuls og Hvanngils- hnausa. Er þá komið niður í Hvanngilið ofarlega og riðið niður gilið að skálanum. Vafa- laust er þetta sérstæð leið, sem gaman gæti verið að fara. Skömmu eftir að í skála kom börðu nokkrir hjólríðandi útlendingar að dyrum að leita húsaskjóls. Þeir báru sig heldur illa og kviðu því að þurfa að tjalda eins og veðrið var. Ekki kom til mála að hleypa þeim inn í þennan „valda“ hóp okkar, enda ekkert aukarými að láta af hendi. En Jón miskunnaði sig þó yfir þá og leyfði þeim að tjalda niðri í hesthúsinu. Hófu þeir matseld þar frammi við dyr og virt- ust una hag sínum vel. Sama gerðum við á lofti uppi. Mötuðumst við af góðri lyst og héldum smá söngskemmtun á eftir. Heldur var hún þó í daufara lagi sakir syfju og þreytu. En það kom kannski ekki mjög að sök, þvi að sönglist fengum við lengi nætur: hesthúsbúar hrutu af mikilli innlifun í tjaldi sínu. Nú vildu menn taka á sig náðir. Borð voru upp tekin og raðað í eitt homið, því að ekki veitti af gólfrýminu. Engar voru kojur, aðeins dýnur til að leggja á gólf. En þar vandaðist málið: aðeins fundust 12 dýnur íyrir 19 manns. Hugsuðu menn stíft og fast hvernig 19 manns gætu sofið á 12 dýnum, því að ekki áttu menn kost á sömu úrræðum og frelsarinn með fisk- ana forðum. En þá var það sem Úlfrekur hinn þýski fann lausnina. Dýnur skyldi leggja langsum meðfram veggjum í tvöfaldri röð. Hver fékk einn þriðja úr dýnulengd að liggja á, en tvær breiddir. Þetta var gert og svaf fólk andfætis. Allt gekk þetta og allir komust fyrir. Mikill hlátur og gaman varð að þessu og að lok- um prýðileg hvfld. Raunar hætti mönnum til að renna fram af þessum næturbúnaði og vökn- uðu við það, að þeir spyrntu í iljar andfætlings síns. Ekki þurfti að leggja af stað snemma næsta morgun, því að dagleið var í styttra lagi. Menn drifu sig þó á fætur tímanlega. Dýnur voru saman teknar, borð upp sett á ný, vatn sótt í kvísl, kaffi hitað og matur fram borinn. Allir hjálpuðust að sem ein samhent fjölskylda. Úlrik tók að sér að sópa gólfið og lagði sig fram við það vandaverk. Þegar hann var kominn fram að loftskör með feng sinn, sýndist honum snjallræði að demba honum fram af skörinni og niður á hesthúsgólfið. Ekki vissi hann þá, að hesthúsbúar, sem þar sváfu enn vært í tjaldi sínu, höfðu látið grautarpott sinn beint undir gatið. Er ólfldegt að þeim hafi bragðast hádeg- isgrauturinn vel með þessu nýstárlega kryddi. Af þvi fara engar sögur. Lagt var af stað klukkan tólf á hádegi í held- ur leiðinlegu veðri. Slagviðrishryðjur skullu á okkur, einkum þegar á daginn leið og var því betra að regnklæðast vel. Útsýni var að sjálf- sögðu í minna lagi. Fyrst var vitaskuld haldin sama leið til baka yfir Kaldaklofskvísl. Síðan lá leiðin niður á Emstrur um fremur grýttan veg, yfir kolmórauða Innri-Emstruá á brú; skammt var farið frá Hattafelli og nokkru síðar yfir Markarfljót á Mosum, mikilúðlegt og dökkt. Þá fór að nálgast Einhymingsflatir. Veðrið var orðið afar leiðinlegt og við höfðum það í fangið. Ég reið á Flugari og teymdi Blesa. Blesi er oft erfiður í taumi, vegna þess hve framsækinn hann er. En hann hafði þó hagað sér sæmilega þar til núna. Hefur sennilega legið á að komast í skjól. Lætin voru svo mikil í honum, að hann ætlaði að rífa mig úr axlarliðnum og gerði Flugar þar að auki órólegan. Ég sá því þann kostinn vænstan að fara nánast fetið seinasta spölinn, því að þá gekk einna best. Við þetta lenti ég nokkuð á eftir hópnum. Loks sá í skál- ann á Einhyrningsflötum og víðir vellir fram- undan. Fannst mér nú upplagt að sleppa Blesa gamla og láta hann hlaupa heim. En þá tók ekki betra við. Svo mikill æsingur kom í Flug- ar, að hann hentist af stað og skvetti upp rass- inum og lét öllum illum látum. Fannst mér þá hyggilegast að stöðva hann og teyma síðasta spölinn heim að skála. Ætli það hafi ekki verið heldur lágt risið á karli, þegar hann kom langt á eftir öðrum með hestinn í taumi! Um klukkan þrjú komum við á Einhyrnings- flatir og voru held ég allir fegnir þangaðkomu í snyrtilegan skála, þvi að veðrið hafði þreytt okkur nokkuð. Taka má fram að reiðleiðin úr Hvanngili á Rangárvelli (Keldur) er önnur en sú, sem við fórum í dag. Menn sleppa þá Fljótshlíðinni, enda er það mun lengri leið, þó að sjálfsagt sé að sýna útlendingum þá dýrðarsveit. Sé hin hefðbundna leið farin, er fyrst riðið svo til beint í vestur frá skálanum í Hvanngili, miUi Ófæru og Stóru-Súlu, vestur um Brattháls og Klámbrekku, fram með Torfahlaupi og vestur yfir Torfakvísl. Farið er niður með henni, uns komið er í Krók hjá Hvítmögu. Þar er sagt undurfagurt. Tekur nú bflvegur við og er þar riðið langa leið í vestur uns komið er á aðal- veginn skammt frá Keldum. Þetta er sögð skemmtileg og tilbreytingarík leið og sjálfsagt að fara hana fyrir þá, sem Fljótshlíðinni eru kunnugir. Þá er ennfremur hægt að fara frá Mosum við Markarfljót í Krók eftir annarri leið eins og fram kemur í annarri ferðasögu. (Ath. að sleppt er úr frásögninni frá fyrri parti ferðarinnar og einnig er sleppt niðurlagi kaflans). Á Mælifellssandi. Fjallabaksleið syðri. Við Eínhyrning. Höfðum við því verið þijá og hálfan tíma á reið. Líklega eru þetta um 20—25 km, þó að erfítt sé að áætla alla krókana og brekkumar. Sé ég á ferðasögum að oft hafa menn verið fljótari en þetta. En ég sé þó varla að við hefðum getað farið miklu hraðar eins og landið lá. Hér hvíldum við í klukkustund og létum líða úr okkur. Ég skipti nú um hest. Flugar hafði borið mig til þessa og staðið sig vel. En nú var Mælifellssandur framundan og þar hafði mig lengi langað til að sjá hvers Blesi væri enn megnugur. Einkum væri gaman að fá nokkra röska skeiðspretti. Og hann brást engum von- um, blessaður karlinn. Annars var ekki mikið haft fyrir því að skipta um hesta í þessari ferð. Austvaðsholts- hestarnir voru búnir að fara í margar fjalla- ferðir í sumar og orðnir þrautþjálfaðir. Virtust þeir vera nálega óþreytandi. Einn Þjóðverj- anna, Úlrik að nafni, reið t.a.m. sama hestinum alla dagana átta og var ekki að sjá, að sá rauði tæki það neitt nærri sér. Þó var Úlfrekur þessi að sögn 100 kg að þyngd. Og voru báðir æði þrekvaxnir aftan fyrir, Úlfrekur og Rauður. Innan skamms var komið að Hólmsá og riðið yfir hana. Hún var lítil núna, en getur víst vax- ið illilega. Nú vorum við komin á Fjallabaksleið syðri. Mælifell blasti við vestan við suður og Mýrdalsjökullinn gnæfði þama í voldugri tign sinni. Á hægri hönd var Svartafell og Strútur, á þá vinstri Háalda og suður í jökli, austarlega, Öldufell. Þegar suður á sandinn kom, tók ferð að greiðast. Vegur afbragðsgóður og ekki fór á milli mála, að Blesi vildi vera fyrstur. Nicole hélt í við hann á sínum hesti. Og í fyrsta sinn áttu útlendingamir fullt í fangi með að fylgja eftir. Það var tími til kominn og gaman var þetta. Veður var sæmilega gott og ryk ekki til mikflla óþæginda, a.m.k. ekki fyrir þá sem fyrstir fóru! Sunnan undir Mælifelli var gerður góður stans, hestum gefin tugga og menn fengu einhverja hressingu. Myndir voru tekn- ar. Margrét hljóp upp í mosagrónar hlíðar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.