Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 19
GRAMOPHONE-VERÐIAUNIN MEÐAL helstu árlegra viðburða í heimi sígildrar tónlistar eru verðlaun breska tónlistartímari- tsins Gramophone. Ritið veitir verðlaun fyrir fjölda flokka tónlistar, allt frá barokktónlist í nútímaklassík og einnig veit- ir það verðlaun fyrir hljóðfæraleik meðal annars. Verðlaun fyi'ir eldri tónlist að þessu sinni fékk Davitt Moroney fyrir flutning sinn á öllum hljómborðsverkum Williams Byrds, en Moroney lék á slaghörpu, orgel, klavíkord, virginal, spínett og muselar. Hyperion gefur verkin út en þau eru alls á sjö geisladiskum. Les Ai-ts Florissants söngflokkurinn undir stjórn Williams Christies hlaut verðlaun fyr- ir sungna barokktónlist. Verðlaunaupptakan var af Acis og Galatea eftir Handel, sem færð hafði verið í upprunalegan búning og sem líkastan því að menn telja að verkið hafi verið flutt á sínum tíma. Erato gefur út. Besti flutningur á leikinni barokktónlist þótti dómnefnd Gramophone vera í fiðlusón- ötum Pandolfis, en fiðluleikarinn var And- rew Manze og Richard Egarr lék á slag- hörpu. Giovanni Antonio Pandolfi var uppi um miðja sautjándu öld og hefur lítið farið fyrir verkum hans á plötum hingað til. Har- monia Mundi gefur út. Besti hljóðfæraleikur ársins var að mati dómnefndar í vangaveltum Godowskys um etýður Chopins. Píanóleikarinn kanadíski Marc-André Hamelin hreppti verðlaunin, en hugleiðingar Godowskys eru á tveimur disk- um sem Hyperion gefur út. Það vakti athygli manna að upptaka á nú- tímaóperu fékk verðlaun sem besti óperu- diskur ársins. Þar var á ferð Roger konung- ur eftir Szymanowski, en á disknum var einnig fjórða sinfónía Szymanowskis, Symphonia concertante. Flytjendur voru kórar CBS útvarps- og sjónvarpstöðvarinn- ar, einsöngvarar og píanóleikarinn norski Leif Ove Andsnes. Simon Rattle stjórnaði. EMI gaf út á tveimur diskum. í flokknum kammerverk þótti dómnefnd mest koma til upptöku Emerson kvartetts- ins á öllum strengjakvartettum Sjostako- vitsj. Upptakan, sem Deutsche Gramophone gefur út, var gerð á tónleikum og tekur sex klukkustundir í flutningi. Lítið liggur eftir Lili Boulanger, en upp- tökur af verkum hennar hlutu verðlaun sem besta kórupptaka ársins. Verkin eru Faust et Héléne, Psaume 24, D’un soir triste, D’un matin de printemps og Psaume 130, ‘Du fond de l’abime’. Flytjendur voru ýmsir ein- söngvarar, CBSO kórinn og fílharmóníu- hljómsveit breska ríkisútvarpsins. Yan Pasc- Angela Gheorghiu fékk Gramophone-verðiaun fyrir söng öðru sinni. Listamaður ársins að mati dómnefndar Gramophone; söngvarinn Antonio Pappano. Kanadíski píanóleikarinn Marc-André Hamelin fékk verðlaun fyrir flutning á Godowsky. al Tortelier stjórnaði, en útgefandi er Chandos. Norski píanóleikarinn Leif Ove Andsnes Simon Rattle stýrði sinfóníuhljómsveit Berlín- ar í upptöku á tíundu sinfóníu Mahlers og hreppti Gramophone-verðlaun fyrir plötu árs- ins og einnig bestu hljómsveitarupptökuna. Rattle fékk og verðlaun fyrir óperudisk ársins. kom við sögu á disknum sem verðlaunaður var fyrir bestu óperuupptökuna, en hann er í aðalhlutverki á disknum sem fékk verðlaun fyrir bestu konsertupptöku. Á disknum flyt- ur Andsnes þrjá píanókonserta eftir Haydn, nr. 3, 5 og 11, en með honum leikur norska ^ kammersveitin. EMI gefur diskinn út. Bestan einsöng taldi dómnefnd Gramo- phone vera á diski með norrænum sönglög- um sem kallaðist Snjódemantar. Flytjandinn er Barbara Bonney, en á disknum eru söngvar eftir Hugo Alfvén, Edvard Grieg, Jean Sibelius, Carl Sjöberg og Stenhammar. Undirleikari Bonney var Antonio Papano. Decca gefur út. Dómnefnd Gramophone greinir á milli söngupptöku á við þá sem Barbara Bonney var verðlaunuð fyrir og þess sem hún kýs að kalla Recital, eða tónleikadagskrá. í þeim fiokki hlaut verðlaun Angela Gheorghiu sem söng með Giuseppe Verdi sinfóníuhljóm- ^ sveitinni undir stjórn Riccardos Chaillys ar- íur eftir Verdi. Angela Gheorghiu hefur áður hlotið Gramophone verðlaun, síðast fyrir þremur árum þegar hún og eiginmaður hennar, Roberto Álagna, hlutu verðlaun fyi-ir plötu ársins og bestu óperuupptöku fyrir La rond- ine eftir Puccini. Decca gefur út. Besti diskur með nútímatónlist var valinn diskur með verkum eftir Elliott Carter; sinfónía: sum fluxae pretium spei og klarin- ettkonsert. Michael Collins leikur á klarinett með Lundúnasinfóníettunni og sinfóníu- hljómsveit breska ríkisútvarpsins, en Oliver Knussen stjórnar. Þess má geta að íslend- ingurinn Ti-yggvi Tryggvason stýrði upp- tökum og sá um tæknistjórn og eru þetta fjórðu Gramophone verðlaunin sem hann fær. Deutsche Gramophone gefur út. Upptaka frá Bayreuth hátíðinni á Götter- dámmerung úr Niflungahring Wagners und- ir stjórn Hans Knappertsbusch fékk sér- staka viðurkenningu, en verkið var tekið upp 1951. Listamaður ársins að mati dómnefndar Gramophone var valinn söngvarinn Antonio Pappano, en verðlaunin fékk hann meðal annars fyrir fjórar óperu- og einsöngsplötur sem komu út á árinu. Annar söngvari, Carlo Bergonzi, var heiðraður sérstaklega fyrir ævistarf í tónlist. Plata ársins var valin upptaka sinfóníu-4fc hljómsveitar Berlínar á tíundu sinfóníu Gustavs Mahlers í hljómsveitarbúningi Der- ycks Cookes undir stjórn Simons Rattles, en sú plata fékk einnig verðlaun fyrir bestu hljómsveitarupptöku. Almenningur fékk einnig að taka þátt í vali á plötu ársins og hlustendur Classic fM völdu Verdi disk Angela Gheorghiu besta diskinn. ENDUR- VINNSLA TOJVLIST S í g i I d i r d i s k a r CHITOSE OKASHIRO Peter Ilyich Tchaikovsky: Sinfónía nr. 6 í h-nioll op. 74, Pathétique - pianóútsetning eftir Walter Niemann. Einleikur: Chitose Okashiro. Heildartími: 44’46. Útgáfa: Pro Piano Records PPR 224530. Verð: kr. 2.100. Dreifing: 12 tónar. AÐ mönnum skuli detta annað eins í hug, er fyrsta hugsunin þegar maður sér disk eins og þennan. Það að ætla sér að gera píanóútsetn- ingu af stóru sinfónísku verki eins og Pathét- ique sinfóníunni þannig að sannfærandi sé má telja ansi geggjaða hugmynd. Enda getur slík útsetning á verki sem samið er fyrir 100 manna sinfóníuhljómsveit varla orðið annað en skugg- inn af sinfónísku hljómsveitarverki. Eða það skyldi maður ætla. Píanóútsetningar á stórum rómantískum sinfóníum eru reyndar ekki eins- dæmi í tónlistarsögunni. Ymsir hafa gert þetta og mörg tónskáld hafa sjálf samið slíkar umrit- anir á eigin verkum og þá vafalaust helst til eig- in nota og ekki ætlað þær til opinbers flutnings. Sjálfur samdi Tchaikovsky drijg að fjórhentri píanóútgáfu á Pathétique. Diskur japanska píanóleikai-ans Chitose Okashiro geymir eina þessara píanóumritana á víðfrægri sinfóníu. Hana hefur þýska tónskáldið og tónvísindamaðurinn Walter Niemann (1876- 1955) gert. Ekki verður annað sagt en að út- setning Niemann sé áhrifarík. Reyndar hefur frk. Okashiro kryddað hana að einhverju leyti með eigin hugmyndum, bætt sumu við og breytt öðru að hætti ýmissa genginna stórmenna í píanóíþróttinni eins og Horowitz og Godowski. En að grunni til er verkið útfærsla Niemanns. Sérstaklega er fyrsti kaflinn áhrifaríkur. Hið skelfilega andrúmsloft algerrar einsemdar og örvæntingar sem Tchaikovsky lýsir svo vel í upphafskafla sinfóníunnar er jafnvel enn óhugnanlegra í útsetningu Niemanns en hjá tónskáldinu sjálfu. í hinum átakanlega loka- kafla, þar sem vonleysið hefur náð algjörum tökum á tónskáldinu fer ekkert á milli mála. Þetta er geysilega áhrifaiík tónlist, sérstaklega þegar haft er í huga að Tchaikovsky féll fyrir eigin hendi þremur vikum eftir frumflutning sinfóníunnar og er verkið því svanasöngur tón- skáldsins. Og ekki er hún síðri þegar hún er leikin á píanó. Þrátt fyrir glitrandi yfirborð hef- m* annar kaflinn, hinn sérkennilegi „vals í 5/4 takti, talsvert þyngri undiröldu í píanóútsetn- ingunni en í hljómsveitargerð Tchaikovskys. Marsinn í þriðja kafla er sannarlega ógnvekj- andi þótt glæsilegur og léttleikandi sé á yfir- borðinu. Spilamennska þessa unga japanska píanóof- urhuga er í einu orði sagt hrikalega glæsileg. Ekki veit ég hve gömul hún er (alltaf leyndar- mál hjá kvenþjóðinni þegar undrabamsaldrin- um sleppir - furðulegt!) en eftir myndinni á um- slaginu að dæma er hún varla komin af táningsaldri. Tæknilegir yfirburðir þessa unga píanóleikai'a eru svo algerir að fúi'ðu má sæta. „Hvað hefur hún eiginlega margar hendur?" er haft eftii' ónefndum gagnrýnanda tímaritsins Fanfare. Ekki er það eingöngu fingrafimi sem hér er þörf á heldur miklir líkamlegir kraftar sem engum getur dulist að hún hefur í ríkum mæli. Og hér er sko tekið á svo um munar í dramatísku köflunum. Ekki á Okashiro heldur í neinum vandræðum með að tjá tilfinningar tón- skáldsins. Tilfmningalega di'egur hún ekkert undan í átakanlegum lokakaflanum en fer þó hvergi yfir strikið. Upptakan er mjög góð eins og vænta má úr þessari átt. Hljóðritanir frá Pro Piano Records hefur áður rekið á fjörur mínar og á þeim bæ vanda menn sig, það er augljóst. Þetta er diskur fyrir alla Tchaikovskyunn- endur. TÆKIFÆRISKANTÖTUR Kantötur eftir Johann Sebastian Bacli: Angenehmes Wiederau (BWV 30a), Schwingt freudig euch empor (BWV 36c), Die Freude reget sich (BWV 36b), Die Zeit, die Tag und Jahre macht (BWV 134a), Durchlauchstster Leopold (BWV 173a). Einsöngur: Andreas Schmidt. og Klaus Háger (bassar), Marcus Ullniann (tenór), Ingeborg Danz (alt), Christiane Oelze, Eva Oltyványi og Marlis Petersen (sópran). Kór: Gáchinger Kantorei. Hljómsvcit: Bach-Collegium Stuttgart: Stjórnandi: Helmuth Rilling. Heildarlengd: 2’01. Útgefandi: Hánssler CD 92.139. Verð: kr. 2.500 (2 diskar). Dreifing: 12 tónar. NÚ er þetta mikla Bach-ár að renna skeið sitt á enda. Áður hafa menn helgað heilt ár einu til- teknu tónskáldi en aldrei með eins mikilli við- höfn eins og nú þegar Johanns Sebastians Bachs er minnst. Tónlistarhátíðir hafa verið haldnar, á Bach-degi voru maraþontónleikar í sjónvarpi og síðast en ekki síst var ráðist í víð- tækari plötuútgáfu en áður hefur þekkst vegna eins tónskálds. Lotningin sem tónlistarunnend- ur hafa sýnt þessum mikla meistara virðist takmarkalaus og það veit sá sem allt veit, að hún er réttmæt. Bach-árið hefur fært hlustendur miklu nær tónsmíðum tónskáldsins og ekki er á því vafi að menn hafa uppgötvað ýmislegt óvænt eins og t.d. þá útsjónarsemi Bachs að endurnýta verk sín í ríkum mæli. Um „þjófnað Hándels á sínum eigin og annarra verkum vita margir, en að hinn háheilagi Bach skuli hafa gert slíkt og annað eins, það kemur á óvart. Höfundur Matteusar- passíunnar endurnýtti sem sé ýmislegt af efni sínu í það verk og svo er um fjölda annarra verka meistarans. Og svo útsjónarsamur var Bach að hann gaf ekki út á prenti sumt það efni sem hann sá að hann gæti komist upp með að nota aftur. Þetta nýjasta og næstsíðasta diska- sett í Edition Bachakademie frá Hánssler inni- heldur einmitt nokkur slík verk, veraldlegar tækifæriskantötur, sem eiga sér vægast sagt. skrautlega og flókna sögu að baki. Texti kantat- anna er gjaman lofsöngur um tiltekna kjör- fursta eða aðra valdamenn. Eitt verkið, Ange- nehmes Wiederau BWV 30a (1737), fjallar t.a.m.um það er tiltekin landareign var tekin eignamámi af kjörfursta Saxlands. Svo ekki er nú upphöfnum hátíðleikanum alltaf fyrir að fai'a hjá þessu mesta trúartónskáldi allra tíma! Ári seinna notaði Bach efni úr verkinu í Jóns- messukantötuna „Freue dich, erlöste Schar“ BWV 30. Tækifæriskantatan „Die zeit, die Tag und Jahre macht“ BWV 134a, sem samin var til heiðurs Leopold prins í Cöthen, skýtur svo upp kollinum í þrígang sem mismunandi útgáfiir páskakantötunnar „Ein Herz, das seinen Jesum lebend Weiss“ BWV134 (1719,1731 og 1735). Efni þessara kantata hljómar gersamlega fáránlega í eyi-um nútíma hlustenda. Skjallið er svo yfirgengilegt að það er eiginlega bráðfyndið. En það er tónlistin sem skiptir máli. Og þar er hlustandinn sannarlega í besta félagsskap sem hægt er að hugsa sér. Tónlistarlega séð er Baeh hér oft upp á sitt allra besta, ótrúlega hug- myndaríkur og hittinn á skemmtilegar laglínur sem greypa sig fast í huga hlustandans. I sér- stöku uppáhaldi hjá mér er hin glæsilega Ange- nehmes Wiederau BWV 30a, sem samin er í sér- staklega tilkomumiklum stíl með þremur trompettum, pákum, tréblásurum og strengja- sveit. Óþarfi er að öðru leyti að tiltaka öll þau herlegheit sem fyrir eyru ber á þessu áhuga- verða setti. Þegar við bætist framúrskarandi kór, ágætir einsöngvarar og frábær hljómsveit ■% undir snarpri stjóm Helmuths Rilling þá er safnið hið eigulegasta. Og ekki ætti lágt verðið að skemma fyrir. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000 1 9 «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.