Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 17
Úr sjónarspili götuleikhússins Studio Festi, sem kallað er „hið svífandi leikhús". LEIKLISTIN Á AÐ VERAHLUTI AF LÍFINU ITALSKA götuleikhúsið Studio Festi, sem kallað er „hið svífandi leikhús," sýnir sjónarspil sem er göldrum líkast á Hverf- isgötunni í dag. Eitt þekktasta og vinsælasta útileikhús ít- ala, Studio Festi, sýnir Allegoria della Fort- una, eða Himnasendinguna, í dag, laugardag. Sýningin sem er liður í Stjörnuhátíð menn- ingarborgar í samvinnu við Þjóðleikhúsið fer fram á Hverfisgötunni fyrir framan Þjóðleik- húsið og hefst klukkan 17. Himnasending er sýning um hamingjuna, þetta óútreiknanlega og fallvalta aíl og bygg- ist verkið á náttúruöflunum fjórum, jörð, vatni, lofti og eldi - og hefur hún verið sér- staklega löguð að íslenskum aðstæðum. Studio Festi var stofnað fyrir fimmtán ár- um í Bologna, starfaði síðan í Mflanó en er núna í Varese, sem er skammt frá þeirri borg. Framkvæmdastjóri leikhússins er Alessandra Rossetti og leikstjóri Himnasendingar Nani Maimone og segja þær leikhúsið hafa flutt út í sveit til þess að geta unnið betur, til þess að hafa nóg pláss til að byggja upp og geyma gríðarmikla leikmuni sína með tilheyrandi galdramaskínum og hafa allt það olnbogarými og næði sem til þarf til að að byggja upp þær ævintýralegur sýningar sem Studio Festi hef- ur upp á að bjóða. Þeim stöllum leist ekki illa á að fremja götuleikhússýningu í Reykjavík í miðjum des- ember og sögðu ekki næstum eins kalt hér og þær hefðu haldið. „Samt þurftum við að gera töluverðar breytingar á sýningunni til þess að aðlaga hana því rými sem við höfum,“ segja þær Al- essandra og Nani. „Reykjavík er ólík öllum öðrum evrópskum borgum sem við höfum unnið í. Venjulega sýnum við á stórum torgum en hér er ekkert stórt torg. En það er allt í lagi, því við sýnum í því rými sem við höfum.“ Hvers vegna sýnið þið á torgum? „Vegna þess að Studio Festi byggist á hefð- um frá endurreisnar- og barokktímanum þeg- ar leikhúsið var úti á meðal fólksins. Sú hefð felur það í sér að leiklistin eigi að vera hluti af lífi allra íbúanna. Hún á ekki að vera lokuð inni í húsi. Hún tilheyrir hátíðum og veislum og fjallar alltént um það að vera manneskja. Þess vegna á hún að vera alls staðar þar sem fólk er. I borgum Evrópu hafa stór torg verið sá staður þar sem mannfjöldinn safnast sam- an á hátíðum og þegar taka þarf ákvaðanir sem varða heill allra íbúanna. Þau voru eins konar samkomustaður og þess vegna sýndu endurreisnar- og barokkleikhúsin þar. Þau voru fyrir fólkið og voru ókeypis. Þannig viljum við að leikhúsið sé í dag. Og ekki bara leikhúsið, heldur allir skemmtigarð- ar og helst af öllu vildum við fjarlægja öll hlið úr Disneylandi og slíkum stöðum. Almenning- ur á að eiga frjálsan aðgang að þeim.“ Um hvað snýst sýningin sem þið ætlið að sýna í dag? „Hún er táknsaga um gæfuna. Við fetum í fótspor Giacomos Torrellis, hins mikla töfra- manns barokkleikhússins og förum inn í hug- arfylgsni Gioacomos Casanova sem lét sig dreyma um ofurkonuna. Sú kona er risastór vélkona sem birtist í miklu pilsi þar sem hún geymir leyndardóma frjóseminnar og hjart- ans. Svo vinnum við út frá hugmyndum Leon- ardos da Vinci um jörð, loft, eld og vatn. Tónlistin skiptir miklu máli í sýningunni - sem og textinn, vegna þess að áhorfendur verða að skilja hvað er að gerast. Á torgum er fólk á öllum aldri, allt frá smábörnum upp í ellilífeyrisþega og við erum mjög meðvituð um það að við erum ekki inni í leikhúsi þar sem fólk hefur tekið ákvörðun um að borga sig inn á sýningu. Svo eigum við ekki torgin, heldur fólkið sem er þar á hverjum degi. Tónlistin verður að skapa andrúmsloft og kalla fram vissar tilfinningar og síðan verður að útskýra í textanum á hvað við erum að horfa. í einni sýningunni okkar notum við til dæmis gegnsæja kúlu. En hún er ekki gegn- sæ kúla, heldur perla sem táknar upphaf lífs- ins. Orðin segja sögu þeirra athafna og mynda sem eiga sér stað í sýningunni." í leikhópnum sem hér sýnir eru níu leikar- ar, auk þess sem nemendur úr Listdansskóla Islands taka þátt í sýningunni - tákna jörð- ina, og félagar úr Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð verða til aðstoðar.“ Þær Alessandra og Nani segja að leikarar hópsins þurfi að vera mjög hæfileikaríkir og tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu og erf- iði. Ekki sé nóg að geta fiutt texta, sungið og dansað, heldur þurfi þeir að hafa svipað vald yfir líkamanum og sirkuslistamenn. Þeir þurfi einnig að þjálfa upp hæfileika til að vinna í eins konar „trans-ástandi,“ til þess að finna hvorki fyrir hita, kulda, regni né snjó. Þeir verði að geta leikið listir sínar við hvaða að- stæður sem er.“ Sýningin á Hverfisgötunni hefst klukkan 17 í dag. Aðgangur er að sjálf- sögðu ókeypis. Nani Maimone og Alessandra Rossetti. Morgunblaðið/Þorteíl Verið velkomin í verslun okk ar tónlistargjafir Oscar Petereon - Christmas. Bni jóladiskur Petersons og hljómsveitar. Dave Bmbeck - One Alone. I tilefni af áttræöisaímæli sínu gefur Bnrbeck út sólódisk þar sem hann teikur djasslög fjórða og fimmta áratugsins. Oscar Peterson -Trailof dreams. Nýjasti diskurinn frá snillingi Jussi Björfing - Romantic Songs. Sænsku lögin og Sú helga nótt í fiutningi astsaslasta söngvara aldarinnar. . Sonoros De Verdad - Buena Vista. Enn einn frábær diskur frá Kúbu. Hér koma saman aldnir meistararúr Buena Vista hverfinu í Havana. Jacques Loussier Trio - Bachs Goldberg Variations. Eitt fallegasta hljómborösverk Bachs i djassútsetningu Loussiers. Ray Brown Trio w/Guest Singers - Christmas Songs. Jólalögin I flutningi Diönu Krall, Ettu Jones, o.fl. Magnaður jóladjass. Mormon Tabemacle Choir - Christmas. Geysifagur og glænýr jóladiskur fra hinum stórkostlega Mormónakór. J.S.Bach - Aðventu og jólatónlisL Gullfalleg jólatónlist Bachs fyrir kór og orgel. •...frábært safn...‘. Valdemar Pálsson, Mbl. Mikiá úrval aí bókum um klassíska tónlist ásamt íjölJa myntlbantla 12 Tónar Erum með alla íslensku jólaútgafuna. Seiulunt í póstkröfu á homi Barónsstígs og Grettisgötu Sími511-5656 12tonar@istandia.is klassík - jazz - licimslónlist ■ kvikinyndatónlist - raftónlist LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.