Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.2000, Blaðsíða 19
Listamaðurinn Rachel Whiteread og Thomas Klestgil, forseti Austurríkis, við afhjúpunina. Viðvörun um alla framtíð. Ljósmynd/Haraldur Jóhannesson simon Wiesenthal flytur tölu sína við afhjúpun minnisvarðans. MINNISVARÐIUM HELFÖR GYÐINGA REISTUR (VlN FYRIR yrir um 6 árum kom Simon Wiesenthal þeirri hugmynd sinni á framfæri við þáverandi borgar- stjóra Vínar, Helmut Zilk, að borgin þyrfti að reisa rúmlega 65.000 austurrískum Gyðingum, fórnarlömbum nasista á valda- tíma þeirra, á árunum 1938-1945, veglegan minnisvarða. Herra Zilk tók vel í þessa málaleitan og lét efna til samkeppni meðal evrópskra mynd- listarmanna um útlit varðans. Úr tillögum fjölda þátttakenda valdi alþjóðleg nefnd verk bresku listakonunnar Rachel Whiteread, sem dómnefndarmenn voru þó ekki allir einhuga um í upphafi. Næst kom til kasta annarrar nefndar að gera tillögu um staðsetningu verks- ins. Þetta hvort tveggja þurfti miklar vanga- veltur og tók langan tíma, en loks urðu menn einhuga um að reisa skyldi verkið á Judenplatz (Gyðingatorgi). Um þetta torg má telja líklegt að á skuggalegasta tímabili allrar Evrópu hafi flest fórnarlambanna átt leið. Þessi staður tengist menningarsögu austurískra Gyðinga í gegnum aldirnar. A miðöldum áttu sér stað gyðingaofsóknir á þessum stað. Þegar hafnar voru framkvæmdir við að reisa minnisvarðann, var í uppgreftri komið niður á leifar „sínagógu" (bænahús Gyðinga) frá miðri 13. öld. Á þeim tíma hefur hún verið ein hin stærsta í Evrópu. Þessar menningarleifar verða framvegis til sýnis og er innangengt neð- anjarðar til þeirra úr minjasafni Gyðinga, sem stendur við eina hlið torgsins Umhverfis þetta torg og í nágrenni þess voru og eru margar merkustu og fjölsóttustu menningarstofnanir austurrískra Gyðinga. Einnig býr fjöldi fólks af gyðinglegum ættum í nærliggjandi götum. Oldum saman hafa Gyðingar búið í Vín, á tíð- um mjög fjölmennir, en þeir hafa oft orðið að þola fyrirlitningu og margvíslega niðurlæg- ingu af samborgurum sínum. Þeim var um kennt ef börn eða ungmenni hurfu og voru þá dæmdir til pyntinga og lífláts og var dómum fullnægt jafnvel þó þeir glötuðu fyndust heilir á húfi áður en aftakan fór fram. Á árinu 1421 bjuggu rúmlega 800 Gyðingar í Vín, tveim hundruðum þeirra var kastað á bál utan borgarmúranna, 80 lokuðu sig inni í bænahúsi og frömdu sjálfsmorð með íkveikju en þeim rúmlega 500 sem eftir voru var skipað um borð í áralausar ferjur, sem ýtt var frá Leiðrétting INGÓLFUR Steinsson er maður nefndur og birtist eftir hann ljóð í Lesbók 25. nóv. sl.: »Byggðin hennar". Svo óhönduglega tókst til að rangt var farið með föðurnafn höfundarins og hann sagður Sveinsson. Leiðréttist þetta hér með og eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar. Minnisvarði um helför Gyðinga í Austurríki hefur verið afhjúpaður í Vín. HARALDUR JQHANNSSQN segir frá. landi út á Dóná. Þetta var sem' sagt á miðöld- um. En eftirförinni var haldið áfram, þó ekki með slíkum ósköpum fyrr en árið 1938 er þýsk- ir nasistar innUmuðu Austurríki, með fullu samþykki austurrískra borgara, og gerðu að hluta Þýskalands. Þá töldust í landinu um 200 þúsund Gyðingar. Þá þegar hófst smölun þeirra og þeim var safnað saman í sínar eigin skólabyggingar, sem í dag hafa aftur verið teknar til uppruna- legra nota. Frá þeim voru þeir svo fluttir með járnbrautum til útrýmingarbúðanna eða rúm- lega 65.000 manns á öllum aldri. Hinum tókst að flýja og þá auðvitað helst þeim, sem betur máttu sín. Eftir stóð Austumki sneytt glæst- um menningarfrömuðum og uppvaxandi af- reksmönnum, en með sæg af vappandi gestapóhermönnum, mannaveiðurum á öllum strætum snuðrandi eftir borgurum, en fjöl- margir þeirra höfðu verið menningarlegir máttarstólpar í þessu landi, til að fá þeim kál- að, fólki sem ekkert hafði til saka unnið annað en vera bomir Gyðingar. Um og eftir aldamótuin 1900 voru það ekki síst Gyðingar sem gerðu orðstír Vínar mikinn. Þeir sömdu tónlist og skrifuðu texta óperett- anna víðfrægu, voru framúrstefnumenn í ýms- um greinum leiklistar, þeir ráku menningar- stofnanir, vom títt vísindamenn í ýmsum greinum og svo má lengi telja. í hópi þeirra sem tókst að forða sér í tæka tíð era nöfn margra Islendingum vel kunn. Má nefna rithöfundinn Stefan Zweig, sálfræðing- inn Sigmund Freud, óperusöngkonumar Lotte Lehmann og Maria Jeritza, hinn heimskunna leikstjóra og framkvöðul í leiklist Max Rein- hardt og konu hans Helene Thimig leikkonu (hún varð síðar skólastjóri hins þekkta Max Reinhard leiklistarskóla í Vín), Bertolt Brecht og Kurt Weill höfunda Túskildingsóperannar og fleiri verka, Hollywood-kvikmyndaleik- stjórann Billy Wilder og kvikmyndaleikarana Leo Askin, Peter Lorre, Hedy Lamarr, Paul Hendricks, Lotte Lenia, tónskáldin G. Mahler og Schönberg o.m.fl. Gyðingar gera sjaldnast minnismerki úr tré eða málmi, þeirra minningamenjar era bækur, enda stundum nefndir bókaþjóðin. Þessi veigamikli minnisvarði, sem nú var af- hjúpaður er úr steinsteypu, hann er 10x7 m2 og 3,8 m á hæð. Útveggir hans tákna safn bóka, sem snúa kiljunum inn, á öðrum gafli hans era dyr, sem ekki er hægt að opna, „bókasafn sem ekki er hægt að komast inn í, en mun um alla framtíð hafa eftirminnileg álirif á þá sem aug- um Hta,“ sagði kempan hinn 92 ára gamU Sim- on Wiesenthal við afhjúpunina. Á stétt sem er kringum varðann eru nöfn útrýmingarbúð- anna, sem pyntingar og aftökur Gyðinganna fóru fram í. Vígslan fór fram að viðstöddum mörgum framámönnum í austurrísku þjóðlífi, en án full- trúa núverandi ríkisstjórnar, því eftir þeim var ekkióskað. „Eg veit ekki hvort við getum talað um fagr- an dag,“ sagði núverandi borgarstjóri í sólskin- inu við sama tækifæri, „en þetta er óumdeilan- lega þýðingarmikill dagur fyrir þróun þessarar borgar. Það er kominn tími til að við segjum skilið við gyðingaofsóknir í eitt skipti fyrir öll og skorum á alla að láta slíkt ekki endurtaka sig, hvorki í Vín, í Evrópu, né heimi öllum“. Kardínáli Vínarborgar sagðist harma saí»- sekt kaþólsku kirkjunnar í þeim hörmulegu að- foram sem minnisvarðinn ætti að minna á. Forseti Austurríkis, Thomas Klestil, sagði: „Hér í dag á Judenplatz er það sýnilegt að for- tíð og nútíð haldast í hendur, hér er minnt á hryggilega fortíð, sem við getum í engu breytt, en um leið á framtíð, sem við ætlum að bæta og hafa hugfasta. Aldrei, aldrei aftur skal slíkt endurtaka sig.“ € ^Jerna www.raymond-weil.com RAYM0ND WEIL GENEVE LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. DESEMBER 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.