Tíminn - 30.12.1966, Qupperneq 9

Tíminn - 30.12.1966, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 30. desemb er 1966 TÍMINN K en vonandi kemur þó sá tími að hervæðing verður ónauðsyn leg. Varnarmálin báru alloft- á góma. Engan hitti ég, sem ekki var álcveðinn stuðningsmaður Atlants'hafsbandalagsins og flestir töldu hersetu banda- manna og sérstaklega Banda ríkjamanna í landinu afar nauð synlega. Hins vegar dást margir að sjálfstæðisbrölti De Gaulle eins og einn Þjóðverji orðaði það. Þjóðverjar hrífast gjarna af sterkri stjórn. Aftur á móti virtust ýmsir telja, að De Gaulle væri langt á eftir sinni samtíð og skildi ekki, að í dag er Frakkland máttlaust án sam stöðu með vestrænum þjóðum. Allt radarkerfið og mestallur varnarmátturinn er í höndum Atiantshafsbaadalagsins, sagði einn ungur maður. Án þess eru Frakkar ósjáifbjarga eins og barn í vöggu. Stundum var spurt um varnar mál okkar íslendinga. Margir hafa lesið um andstöðu okkar gegn erlendum fter í landinu og menn skilja það. Þjóðernis kenndin er sterk í Þjóðverjum. Þeir meta sína eigin menningu. tungu og sögu mikils og gera sér grein fyrir því að smáþjóð getur auðveldlega glatað þeim arfi sínum, eða viljanum til þess að standa á eigin fótum og þá um leið sjálfstæði sínu. Kynni mi-n af Þjóðverjum sannfærðu mig enn um það, að sérstaða okkar íslendinga á góðum skilningi að mæta á meðal vest rænna þjóða. Þær mundu taka vel þeirrj ákvörðun okkar að vilja halda áfram þátttöku okk ar í yestiænu samstarfi, en án hersetu. Samgöiguæðin mikla. Steinsnar frá svölum hótel- herbergisins í Bad Godesberg rennur áin Rín, nokkur hundr uð metra breið og lygn. Þetta er gífurlegt fljót, sem á upp tök sín langt inni í Mið-Evrópu í Alpafjöllum. En Rín er meira en venjulegt fijót. Um aldir hefur áin verið lífæð þess hluta Þýzkalands, Frakklands og jafn vel Sviss, sem að henni liggja. Um fljótið streymir stöðug röð af stórum prömmum. Þeir eru hlaðnir framleiðslu iðnaðarhér aðanna, sem við Rín eru, eða hráefni og matvöru. Einstaka prammi fer tómur aðra leiðina, en þeir eru fáir. Flestir eru prammanir þýzkir, en innan um má sjá allmarga með frönskum eða svissneskum flöggum. Áður fyrr voru prammarnir í eigu einstaklinga. Nú gengur einstaklingunum illa að keppa við stóru fyrirtækin, sem eiga heilan flota af prömmum og geta tryggt sér stöðugan flutn ing með löngum samningum eða eigin framleiðslu. Á hverjum pramma er skip stjóri og venjulega einn að- stoðarmaður. Skipstjórinn býr þar með fjölskyldu sinni árið um kring. Stundum má sjá leik grind með smábörnum fyrir framan stýrishúsið, sem er aft ast á prammanum. Skólaganga þessara barna er nokkuð vanda máf. Á nokkrum stöðum við Rín hafa verið reistir sérstak ir skólar. Þar eru börnin skilin eftir í heimavist annað slagið um skólatímann á meðan for- eldrarnir sigla upp og niður fliótið. Úr köstulum í glerhallir. Fiestir, sem ferðast um Þýzkaland í dag leita að rúst um styrjalda, en þær finnast óvíða. Stórborgimar hafa allar verið endurreistar, ýmist í sinum gamla byggingarstíl, eins og Munchen, eða með nýjum og glæsilegum glerhöllum, eins og Berlín og Hamborg. Fyrir utan örfáar niðurrifnar bygg ingar í stórborgum voru einu rústina, sem við sáum, kastala rústir við Rín og margar eru þær allt frá dögum Gústafs Adolfs, Svíakonungs, þegar hann herjaði um Þýzkaland í 30 ára stríðinu og herjum hans tókst að sigra ýmsa af hinum ósigrandi köstulum. Kastalarn- ir voru byggðir fyrst og fremst með ófrið í huga. Með glerhús unum er ekki gerð nein tilra-un til þess að standast ógnir ófrið ar, enda til lítils í dag. Kastai arnir eru með þykkum veggjum og litlum gluggum, kaldir og óþægilegir, en glerhúsin virð ast veikbyggð, en eru björt, rúmgóð, þægileg og hlý fyrir þá, sem þar starfa. Okkur fannst fróðlegt að skoða byggingar frá hinum ýmsu tímum, og langar mig til þess að lýsa nokkrum þeirra hér á eftir. Kastalarnir við Rín standa flestir uppi á háum toppum, einkium þar, sem hliðardalir koma að ánni. Flestir eru þeir fyrir sunnan borgina Koblenz. en þar þrengist Rínardalurinn mjög og hlíðarnar verða háar og brattar. Úr slíkum vígum gátu höfðingjarnir ráðið ferðum um Rín og að ánni og heimtað toll af hverjum, sem þar um fór. Flestir eru þessir kast alar nú rústir einar, eins og fyrr segir, en skammt fyrir sunn an^Koblenz stendur þó kastalj, sem er að öllu leyti heill og óskemmdur. Þennán kastala heimsóttum við og skoðuðum okkur til fróðleiks. Kastalinn var reistur um 1200, en síðan voru smám sam an gerðar á honum ýmsar um bætur. Hann var aðsetur sveit arhöfðingja og fursta um aldir. Kastalinn. björgum úr kastalanum niður stíginn. Þá hefur verið erfitt um undankomu i mjóum stígn um með náa veggi á báða vegu Við kastalann var ýmislegt til varnar. Þar eru skotraufar fyr ír varnarliðið og skýli fyrir blóðhunda. Fyrir ofan aðalinngang kast alans eru fallbyssustæði. Þar standa ennþá ævafornar fall byssur. Þeim stærstu er beint að Rín og mátti skjóta með þeim í gegnum raufar á múrnum allt yfir ána, en nákvæmnin var lítil og það tók langan tíma að hlaða að nýju. Minni byssur beindust að dalnum, sem ligg ur úr austri að ánni og var þannig unnt að ógna ferða- mönnum og heimta af þeim greiðslu tolls. Frá fallbyssustæðunum er gengið inn í kastalann. Fyrst er komið í dvalarstöð varnar Prammarnir Kastali þessi er ekki stór mið að við sumar þær hallir, sem stórhöfðingjar byggðu áður, en hann er mjög rammgerður o g stóðst því árásir ; óvina um aldir, enda ekki auðsóttur. Til þess að komast að kastaJ anum þarf að fara upp brattar hlíðar. Nú er hægt að aka mest alla leiðina, en óaðgengilegt hefur verið fyrir óvinaher að sækja á brattann á fyrri ár- um. Kastalinn er umluktur há um múrum og er fellibrú við innganginn. Frá henni er geng ið upp alllangan stíg, sem ligg ur að innri múmum, eða kast alanum sjálfum. Þeir óvinir, sem komust inn á stíg þennan, gátu átt von á því að velt yrði að þeim hnullungum, eða jafnvel liðsins og taka síðan við her bergin hvert af öðru. Þar er stórt eldhús með mjög miklum hlóðum, setustofa, svefnher- bergi, kapella, o. fl. fyrir höfðingjann, venzlalið hans og gesti. Þarna eru sýndir ýmsir mun ir, sem tilheyrðu íbúum kastal ans á fyrri öldum. í einum saln um er raðað upp brynjum og vopnum allt frá fyrstu tímum kastalans. í fyrstu voru brynj ur fremur lélegar en léttar, síð an komu hringbrynjur og smám saman verða þær þyngri og úr járni frá hvirfli til ilja. Það er engin furða, þótt jafnvel hraustum mönnum hafi gengið erfiðlega að komast á bak hesti sfnurn í tlikum klæðnaði. Það er einnig athyglisvert að yfir leitt hafa þeir menn, sem þesái klæði báru, verið töluvert minni en nú er algengt. Þó voru innan um brynjur meðal stórra manna á nútímavísu. í þessu herbergi mátti sjá í einni svipan 800 ára þróun hernaðartækni. Þarna gat að líta hið ljósasta dæmi um hinn stóraukna hraða allrar tækni þróunar á undanförnum árum. Engum, sem ber þessi hernaðar tæki saman við þrýstiloftsvél ar og kjarnorkusprengjur nú- tímans, getur dulizt sú stað reynd, að „framfarir“ hafa orð ið langtum meiri á undanförn um fáum áratugum en í' aliri mannkynssögunni áður. Svo er ekki aðeins í hernaði, sem betur fer, heldur einnig á flestum öðrum sviðum tækn innar. í öðru herbergi voru til sýn iis pyntingartæki alls konar, sem staðsett höfðu verið í kjallara kastalans. Þau báru vott um mikla hugvitsemi á þessu sviði og hrottalega grimmd. Ekki hefur lífið í kastala sem þessum verið skemmtilegt. Byggingin er öll kuldaleg og upphitun var eðlilega lítil, enda mun heilsufar hafa verið lé- legt og er sagt að meðalaldur hafi varla náð 30 árum. Höllin í Heidelberg var raun ar einnig byggð sem vígi eða kastali, en allt annars eðlis en sá, sem við skoðuðum fyrr við Rin. Hún var byggð á miðöld um og er borg út af fyrir sig með stórum og glæsilegum görðum og svölum. Þarna bjuggu kjörfurstar áður fyrr með miklum glæsibrag, en nú er hluti af höllinni rústir, en annar hluti notaður fyrir veizl ur. Kastalanum og svæðinu er haldið við af opinberum aðil um. Höll þessi bar lengi ægis hjálm yfir háskólaborgina Heidelberg, sem liggur við fæt ur hallarrústanna. Heidelberg er elzta háskólaborgin í Þýzka landi og er enn mjög mikið menntasetur með miklum fjölda nemenda, sem ennþá sækja hinar gömlu bjórkrár og eru meðlimir alls konar bræðra félaga, sem yfir hvílir enn mik il ieynd. í sumum þessara fél aga eru stundaðar íþróttir, eins og t. d. skylmingar. Allt fram að fyrri heimsstyrjöld og jafn vel töluvert lengur voru þær stundaðar þannig, að sumir fé kgarnir bera ör frá þeim leik til æfiloka. Erfiðlega hefur geng ið að afnema slík einvígi. Gaman var að líta inn á stúdentakrárnar, þar sem borð in eru útskorin og finna má nöfn ýmissa þekktra einstakl inga, og veggir allir eru hlaðn ir af myndum af nemendahóp um og félögum. Sumarhöll konungsins í Alpafjöllum fyrir sunnan Miinchen var byggð á seinni hluta 19. aldar af Louis II. sem var þá konungur í Bæjara landi. Hann þótti geðveill og kom veikleiki hans m. a. fram í því, að hann sýndi málefnum rikisins lítinn áhuga, en keppt ist við að eyða fjármunum Jþess í byggingu alls konar halla. Frægastar eru sumarhall irnar þrjár suður í Alpafjöll um. Við heimsóttum minnstu sumarhöllina. Hún nefnist Lindenhof og stendur í þröng um skógivöxnum dal á milli himinhárra og tignarlegra fjalla rétt suður við landamæri Aust urríkis. Varla er hægt að hugsa sér áhrifaríkari og dásamlegri stað. Hin djúpa kyrrð náttúrunn ar var þó rofin sem snöggvast af flugi orrustuþotu. Það var ein af hinum fljúgandi líkist um, sem Þjóðverjar kalla svo. Höllin, sem er ekki mjög stór, er í byggingarstíl endur reisnartímabilsins. Öll herberg in eru hlaðin óhemju af gylltu skrauti og málverk eru á öll um veggjum. Mörg eru þau frá hirðinni í Versölum, sem kon ungur dáðist mjög að. Louis II. var ókvæntur. Sagt er að heit mey hans, sem var austurrísk og unni óspilltri náttúrufegurð, hafi ekki getað hugsað sér slíkt tildur og snúið heim eftir fyrstu heimsókn til konungs. Svefn herbergi konungs er stærst og einna skrautlegast. Yfir stóru rúminu hangir mikill hjálmur hlaðinn skrauti. Ef hann félli niður, má ætla að hverjum manni, sem undir yrði, væri bani búinn. Ef til vill hefur prinsessunni ekki litizt á að hvíla í rekkju konungs. Næst höllinni eru ótal gos brunnar og fossar og vandlega skipulagðir blómagarðar. Síð an taka við grasi grónar og skógi vaxnar brekkur. Um þær liðast langir göngustígar, en hingað og þangað eru sett niður minni garðshús. Þar er kinverskt tehús méð öllu sínu skrauti. Framhald á bls Ið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.