Alþýðublaðið - 29.03.1983, Side 2

Alþýðublaðið - 29.03.1983, Side 2
2 ■RITSTJÚRNARGREIN' Sérframboðin ekki traustvekjandi Þaö er fróölegt að fylgjast meö vinnubrögöum þeim er hin nýju framboð - Kvennalistinn og Bandalag jafnaðarmanna - hafa tamiö sér. Tæpast verður sagt að fyrstu skref þessara samtaka auki þeim traust og tiltrú. Því hefur marg oft veriö yfirlýst af sjálfskipuöum foringja Bandalags jafnaraðarmanna, að ákvarö- anir um skipan framboðslista yrðu teknar heima í héraði - af heimamönnum í einstökum kjördæm- um. Hvað kom svo á daginn? í nokkrum kjördæm- um var ekki að finna fólk sem vildi koma nálægt Bandalagi jafnaðarmanna. En það var allt í lagi, því hin sjálfskipaða miðstjórn - sem telur 30 manns - raðaði á listana. m ^ - I Reykjaneskjördæmi var hins vegar að finna fé- lög, sem aðhylltust stefnu Bandalags jafnaðar- manna. Að sönnu voru þau fámenn, svona til samans jafnstór miðstjórninni sjálfskipuðu. Þessi Reykjanesfélög Bandalags jafnaðarmanna vildu hafa sín áhrif áskipan framboðslista Bandalags- ins í kjördæminu, enda það verkefni heimamanna, samkvæmt skilgreiningu foringjans. En þar gerð- ist það sem gerist stundum hjá umræddum foringja; hann var ósammála tillögu heimamanna. Og í stíl valddreifingar og lýöræðis tók foringinn völdin af heimamönnum og skipaði sjálfur listann. Þar skyldu sitja gæðingar foringjans. Valdreifing og lýðræði; það eru bara orð á tylli- dögum, þvf raunveruleikinn er allt annar, f her- búðurm Bandalags foringjans. Ekki ósvipuð staða kom upp, þegar hugmyndir um sérframboð kvenna voru ræddar innan Kvennaframboðsins í Reykjavík. ( atkvæða- greiðslu sem fram fór á fjölmennum fundi Kvenna- framboðsins, var felld tillaga þess efnis, að bjóða ætti fram í komandi þingkosningum. En það skipti engu máli. Þeir kvenmenn sem þar lentu í minni- hluta létu ekki bjóða sér slíkt og buöu samt fram. Þetta þýðir því, að aðeins hluti þeirra kvenna sem stóðu að Kvennaframboðinu í síðustu borgar- stjórnarkosningum, eru að baki framboðs Kvenna- listans í þingkosningunum. Borgarfulltrúar Kvennaframboðsins eru t.a.m. algjörlega á önd- verðum meiði í þessu máli; annar þeirra vildi að boðið yrði fram, en hinn ekki. Þegar þessi deilumál innan raða fyrrnefndra sér- framboða eru fyrirliggjandi og öllum kunn, þá hljómar það ekki traustvekjandi, þegar talsmenn þessara flokka reyna að koma þvf inn hjá almenn- ingi, að með tilkomu þeirra verði upptekin ný og betri vinnubrögð, en verið hafa í fslenskum stjórn- málaflokkum fram að þessu. Foringjaveldið innan Bandalags jafnaðarmanna og misklfðin innan Kvennaframboðs sýna allt aðra mynd. -GÁS Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs Laus staða Staða (75%) sérfræðings í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs, er laus til umsóknar. Æskilegt væri að umsækjandi hefði einhverja reynslu í almennum skurðlækning- um. Skilyrði fyrir veitingu er aö umsækjandi verði búsettur í Keflavík eöa nágrenni. Umsóknir sendist til stjórnar Sjúkrahúss Keflavíkur- læknishéraðs fyrir 10. maí 1983 ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Staðan veitist frá 1. júlí 1983 eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar varöandi stöðuna veitir yfirlæknir Sjúkrahússin;s í síma 92-1400 Stjórn Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs Eiginmaöur minn Oddur A. Sigurjónsson fyrrv. skólastj. Hólagötu 24 Vestmannaeyjum lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja aðfararnótt 26. mars. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 2. apríl kl. 17. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Sjúkrahús Vestmannaeyja. Fyrir mína hönd barna okkar, tengdabarna og barna- barna Magnea Bergvinsdóttir Hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina í Asparfelli 12, Reykjavík, er laus til umsóknar nú þeg- ar. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri stöðvarinnar. Umsóknir um stöðuna ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun skulu sendar heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Magnús 1 tíu árum. Við sýndum fram á það á sínum tíma, að þetta var alveg raun- hæft og framkvæmanlegt mark- mið. Nú er hins vegar búið að stór- skemma þetta kerfi. Tekjustofna: til Byggingasjóðs rikisins er búið að skerða um 3A og framlög til sjóð- anna tveggja Byggingasjóðs ríkis- ins og Byggingasjóðs verkamanna er búið að skerða um helming" Nú kemur það fram í yfirliti sem birtist í Alþýðublaðinu í dag, að greiðslubyrði skemmri bankalána, sem fólk þarf í dag að taka getur farið í allt að 83% af árstekjum Dagsbrúnarverkamanns. Hvað vilt þú segja um þetta? „Þetta segir náttúrlega alla sög- una um það hvað er að gerast hjá húsbyggjendum í dag. Fólk ræður ekki við að borga af þessum skammtímalánum og þá er hlaupið milli bankastofnana. Ný lán tekin til að borga gömlu lánin. Verst er vitaskuld fyrir þetta fólk að vita aldrei hvort það getur fengið fram- lengingu. Það hefur engar trygging- ar fyrir því, þegar það kemur í bankana að fá áfram að fram- lengja. Þetta er vitanlega óviðun- andi ástand, þegar sumir eru komn- ir með víxla og skuldbindingar til skamms tíma í fjölmörgum banka- stofnunum og sjá ekki fram úr þessu nema með hrikalegum þræl- dómi“. En hvað vilt þú annars segja um málflutning forystumanna Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags, sem skyndilega segjast geta leyst húsnæðisvandann? „Ég verð nú að segja það að mér beinlínis flökrar við þessum mál- flutningi, þú afsakar orðalagið. En hvað er annað hægt að segja um menn, sem nú standa yfir rústum þessa kerfis, en standa þá upp eftir að þeir hafa lagt þetta í rúst og segja, að þeir geti bjargað málun- um. Þrátt fyrir að íbúðum hefur fækkað úr 1800 á ári niður í 1200, þá vantar ennþá 120 milljónir inn í Húsnæðisstofnun og allt er þetta rekið á bullandi vanskilum. Þá standa Alþýðubandalagsmenn upp og tala um íbúðir fyrir ungt fólk, þó að þeir viti vel að ekki þarf laga- setningar til að koma þessum mál- um fram. Þetta er vel hægt að gera á grundvelli þeirra laga sem fyrir hendi eru í dag“. Kjósendur athugiö hvort þið eruð á kjörskrá. Kærufrestur er til 8. apríl. Ef þið finnist ekki á kjörskrá, vinsamlegast hafið sam- band við kosningaskrifstofuna, Bankastræti 6. Símar: 12052, 16639. ‘ A-listinn í Reykjavík Um sjálfstæðismenn er það að segja, að nú segjast þeir geta fjár- magnað 80% til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn. En á sama tíma tala þeir um að draga stórlega úr er- lendum lántökum og lækka skatta. Ég fæ ekki séð hvernig hægt er að koma þessu heim og saman. Það er einfalt reikningsdæmi, að ef gert er ráð fyrir um 2000 íbúðum á ári og þeir ætla að lána þeim sem eru að byggja í fyrsta sinn um 80% þá vantar þarna eitthvað á annan milljarð króna. Hvernig ætla þeir að afla þessara peninga? Ætla þeir að gera það með því að lækka skatt- ana? Við sýndum fram á það á sínum tíma, að þetta var hægt að gera á ca. 10 árum með mjög raunhæfum á- ætlunum. En það verður ekki gert á mjög stuttum tíma eins og þessir flokkar lofa nú. Því ofbýður mér, að þessir menn skuli bera þetta á borð fyrir fól't loforð sem þeir geta aldrei staðið Við. Það vita þeir“, sagði Magnús H. Magnússon að lokum. Sjá ennfremur bls. 4. Ellert 1 vera auðvelt fyrir mig að gera það einu sinni enn. Þetta blað, DV, er frjálst og óháð og ég hef starfað sem rivstjóri í iv.mræmi við það. Ég hef auðvitað mínar skoðanir eins og allir hljóta að hafa og ég hef ekki farið leynt með þær á öðrum vettvangi. Það getur verið tilviljun hvort ég fylgi þessum eða hinum stjórnmálaflokkinum. Ég var uppiiaflega ráðinn hingað sem sjálfstæðismaður og auðvitað er ég það enn. En ég hef tekið minar sjálfstæðu ákvarðanir hér. En ég hef fengið leyfi frá störf- um frá páskum, þannig að menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að Ellert Schram verði ritstjóri DV meðan mesta orrahríðin stendur yfir“ sagði Ellert B. Schram. Til umhugsunar 1 eða nægilega og nefndu um leið neikvæða afstöðu gagnvart forystunni, félaginu eða starf- seminni almennt. Svipaðar úiðurstöður komu fram í könnun sem framkvæmd var meðal launþega í Kópavogi í vor. Þar kom fram að þegar virkni var metin með tilliti til fundar- sóknar, þátttöku í ýmissi starf- semi félaganna og fleira hafi um 58% karla og um 74% kvenna í launþegasamtökunum nánast enga virkni og önnur 19% karla og 14% kvenna litla virkni. Að- eins 23% karla og 12% kvenna svöruðu þannig að virknin þótti nokkur eða mikil. í þeirri könnun kom í ljós nokkur fylgni milli launa og virkni, þannig að launa- lægsta fólkið sýndi um leið minnstu virknina. Eins og í hinni könnuninni var virkni minnst innan ASÍ, sérstaklega hjá konunum, en mun meiri innan BSRB, sérstaklega hjá körlunum. Virkni innan annarra launþega- félaga, BHM, SÍB og fleiri var mun meiri. í síðarnefndu könnuninni var einnig spurt um álit á fundarsókn. Þar kom enn ákveðnar í ljós að innan ASÍ og BSRB er ákveðinn hluti félags- manna mjög óánægður með félagið og / eða forystuna. Þannig voru í báðum félögum um 20% svarenda sem sóttu að jafnaði enga eða 1-2 fundi árlega og um leið telja þá fundarsókn „í hæfi- legum mæli“eða „of oft“ og má í grófum dráttum túlka þetta sem svo, að hér sé á ferðinni fólk sem annað hvort er beinlínis óánægt með stéttarfélagið og / eða forystuna, eða hefði hreinlega engan áhuga á því að mæta á fundi. Þessar tölur tala sínu máli. Þessu þarf að breyta. Alþýðuflokkur 1 lágmarkslaun og lífskjartrygg- ingu. Við teljum að vísitölukerfið hafi gengið sér til húðar og samningarnir, sem ég nefndi eiga að leysa það af hólmi. Við nú- verandi aðstæður fá hátekjumenn kauphækkun sem nemur heilum verkamannalaunum og auðvitað gengur það ekki lengur“. Síðan greindi Kjartan nánar frá öðrum helstu atriðum stefnunnar. Næst skyldi koma áfangi sem væri verk sem menn hefðu aldrei kom- ist í vegna þess hversu þeir hefðu verið uppteknir af bráðabirgða- ráðum, en það væri uppstokkun á ríkisbúskapnum, að afnema tekjuskatt ríkisins af almennum launatekjum, að taka upp virðis- aukaskatt í stað söluskatts, taka upp staðgreiðslukerfi skatta, að endurskoða tolla og aðflutnings- gjaldakerfið, að koma á sam- ræmdu lífeyriskerfi fyrir alla Iandsmenn og einnig að leggja Framkvæmdastofnun niður, en í staðinn teknar upp raunhæfar byggðaáætlanir. Með þessum að- gerðum og með því að koma á fót sérstökum skattadómstól mætti sporna við skattsvikum. Síðast áfanginn yrði að leggja varanlegan grundvöli að ábyrgum samskiptum allra aðila í þjóð- félaginu, með því að endurskoða verðlagskerfi landbúnaðarins og gera vinnslustöðvarnar viðskipta- lega ábyrgar, en geti ekki sjálfvirkt vísað á launafólk hverjum sínum uppátektum. „Jafnframt viljum við að fjár- festingasjóðir verði sameinaðir og dregið verði úr sjálfvirkni ríkis- framlaga, ríkisstofnanir verði gerðar efnahagslega sjálfstæðar um leið og þær fá aukið sjálfsfor- ræði og sama gildir um sveitarfé- lögin. Valddreifing verði aukin, bæði innan ríkisvaldsins og til sveitarfélaga“ sagði Kjartan.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.