Alþýðublaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.03.1983, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Haligrimsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jonsdóttir. Dreifingarstjórí: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúia 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Hvers vegna hverfa ungir húsbyggjendur af húsnæðismarkaðinum? alþýðu- Þriöjudagur 29. mars 1983. Áskriftarsíminn er 81866 Greiðslubyrði skammtímalána getur numið allt að 83% af árstekjum Viðurkennt er að mikill vandi steðjar nú að ungum húsbyggjendum hér á landi. Þeir geta ekki fjármagnað nema tiltölulega lítinn hluta af íbúðaverðinu með langtímalánum og þrautalendingin hjá mörg- um er því að hlaupa milli banka til að bjarga sér árum saman með skammtímalánum. Svo má ekki gleyma hinum sem ekki þora að leggja út í fjármálaævintýri húsbyggjandans, enda fullyrða þeir sem stunda viðskipti á þessu sviði að ungt fólk sé nánast að hverfa af þessum markaði. En hvernig lítur þetta dæmi út í einstökum til- vikum? Alþýðublaðið birtir hér eitt dæmi, sem byggt er á upplýs- ingum frá Þjóðhagsstofnun, þar sem skýrt kemur fram hvernig greiðslubyrgði „tækjamanns á Dagsbrúnartexta“ er samkvæmt nú- verandi kerfi og skv. tillögum Magnúsar H. Magnússonar, sem hann lagði fram á sínum tima er hann var félagsmálaráðherra 1979. Dæmið ætti t.d. að svara þeirri spurningu, hvers vegna ungt fólk hverfur nú af húsnæðismarkaðnum, þar sem greiðslubyrði skamm- tímalána getur farið í allt að 83% af árstekjum. Tekið er dæmi af íbúð sem kostar fullfrágengin 1.389 þús. kr. Kaup- andi hennar, N.N. starfar sem „tækjamaður“ eftir Dagsbrúnar- taxta og eru árstekjur hans 250 þús., kr. á fyrsta ársfjórðungi 1983 (byggt á meðaltímakaupi og fjölda vinnu- stunda frá Kjararannsóknarnefnd). Hann fær hámarkslán úr Lífeyris- sjóði Dagsbrúnar 247 þús. kr. (eftir 13 ára starf). Lánið er til 20 ára og ber 3% vexti auk fullrar verðtrygg- ingar. Fjölskylda N.N. telur 4 með- limi, og fær hann því 268 þús. kr. í Ián frá Húsnæðisstofnun. M.v. nú- verandi ástand greiðir N.N. 2,25% í vexti og lánstími er 26 ár, þar af af- borgunarlaust fyrsta árið. N.N. leggur 431 þús. kr. í íbúðina af eigin fé. Það sem upp á vantar, kr. 434 þús. fær hann að láni í banka. Láns- tíminn er, a) 3 ár og vextir 2,5%, b) 5 ár og vextir 3%. Skv. tillögu Magnúsar H. Magnússonar yrði lán frá Húsnæð- isstofnun sem svarar 45% af verði staðalíbúðar (1,2 milljón kr.) eða 540 þús. Lánið er greitt út á sama hátt og í dag, 1. hluti eftir 3 mánuði og 6 mánuðir líða á milli næstu tveggja greiðslna. Hver greiðsla er hækkuð með lánskjaravísitölu frá því lánsumsókn var lögð inn og þar til greiðsla berst. M.v. 40% ársverð- bólgu verður heildarlánið því 702 þús. kr. N.N. tekur lífeyrissjóðslán eins og að ofan, en afgangurinn 431 þús. leggur N.N. sjálfur fram. Hann þarf því ekki að leita á náðir banka. í töflunni hér að neðan eru sýnd- ar greiðslur N.N. af lánunum ann- ars vegar eftir núgildandi kerfi og hins vegar skv. tillögu M.H.M. Tvö tilvik um lengd bankalán eru tekin. Allt reiknað á föstu verði. í þessum dæmum má benda á eftirfarandi: 1) Fjármögnun af eigin fé er hin sama í báðum tilvikum eða 31% af kaupverði, 36% af kostnaðarverði staðalíbúðar. 2) I núgildandi kerfi er hlutfall langra lána (Byggingarsjóður og líf- eyrissjóður) 37% af kaupverði, 42% af verði staðalíbúðar (raunar minna af því lánshlutarnir eru ó- verðtryggðir). í dæmi M.H.M. er hlutfall langra lána 57% af kaup- verði en 65% af byggingarkostnaði staðalíbúðar. Það vantar því 15% upp á að takmarkinu um 80% fjár- mögnun með löngu láni sé náð, m.v. að viðkomandi eigi rétt til lífeyris- sjóðsláns. Að lokum skal tekið fram, að dæmin eru mjög einfölduð þannig að ekki er sérstaklega gert ráð fyrir Þegar húsbyggjendur eru komnir í þrot, hvaðan á þá að að taka peningana? Stundum fer svo að byggingar eru látnar standa háifkarðar árum saman meðan eigendur reyna að skrapa saman fé til að fullkomna verkið. óhjákvæmilegum bankahlaupum o.s.frv. Þessi einföldun hefur án efa verandi kerfi kemur líklega töluvert og skammtímalánum til að brúa bil áhrif á niðurstöður þannig að nú- hagstæðar út en ella. Greiöslubyrði NN skv. núgildandi kerfi og tillögu Magnúsar H. Magnússonar m/v 250.000 kr. árstekjur Ár Greiðslur núgildandi kerfi, þús. kr Greiðslubyrði sem % af árstekjum Greiðslur skv. tillögu MHM, þús. kr Greiðslubyrði sem % af árstekjum mv. 3 ára bankalán mv. bankalán mv. 3 ára mv. 5 ára bankalán bankalán 1 208,4 160,7 83,4 64,3 35,6 14,2 2 201,7 158,1 80,7 63,2 63,4 25,4 3 186,9 147,3 74,7 58,9 63,0 25,2 4 32,8 136,5 13,1 54,6 62,6 25,0 5 32,4 125,7 13,0 50,3 62,3 24,9 6 32,0 32,0 13,0 61,9 24,8 10 30,6 30,6 12,2 60,4 24,2 15 28,7 28,7 11,5 58,5 23,4 10 26,9 26,9 10,7 56,7 22,7 25 14,1 14,1 5,7 44,0 17,6 TIL UMHUGSUNAR Virkni almennra félagsmanna verkalýðshreyfingarinnar er í lágmarki - úr því þarf að bæta Miöstýring innan verkalýðs- hreyfingarinnar og lítil virkni hins almenna félagsmanns eru þau samstíga vandamál sem hvað mest eru áberandi um þessar mundir. Auk þess ríkir milii hinna ein- stöku aöildarfélaga ágreiningur um launajöfnunarstefnuna. Mikið hefur verið rætt og ritað um miðstýringuna og launa- jöfnunarvandamálið, en þess minna um litla virkni félags- manna hvað fundarsókn og þátt- töku í starfsemi stéttarfélaganna varðar. í nýlegri könnun Kristins Karls- sonar, þjóðfélagsfræðings, um jafnréttismál í Reykjavík kom fram, að 46.2% karla og 61.4% kvenna í ASÍ sækja að jafnaði engan fund hjá félaginu á árs- grundvelli. Önnur 31.5% karla og 23.4% kvenna sækja að jafnaði aðeins 1-2 fundi og aðeins um 22% karla og um 15% kvenna í ASÍ sækja að jafnaði 3 fundi eða fleiri á ári. Virknin er meiri meðal BSRB- félaga. Um 35% karla og um 39% kvenna sækir að jafnaði engan fund hjá félaginu, önnur 24% karla og 38% kvenna sækir að jafnaði aðeins 1-2 fundi og um 31% karla og um 23% kvenna í BSRB sækir að jafnaði 3 fundi eða fleiri. í könnuninni var fólk beðið um að láta í ljós álit sitt á fundarsókn sinni og kom þá ýmislegt athyglis- vert í ljós. Alls töldu sig 20% karla og um 22% kvenna innan ASÍ sig sækja fundi of sjaldan vegna tímaskorts. Önnur 42% karla og 53% kvenna töldu sig sækjafundi of sjaldan og þá vegna eigin dugnaðar- eða áhugaleysis. Athyglisvert er að 15% karla og 9% kvenna töldu sig sækja fundi of oft eða nægilega og nefndu um leið neikvæða afstöðu gagnvart forystu, félagi eða starfseminni almennt. Innan BSRB töldu 12% karla og 21% kvenna sig sækja fundi of sjaldan og þá vegna tímaskots, en önnur 27% karla og 42% kvenna töldu sig sækja fundi of sjaldan og þá vegna eigin dug- eða áhuga- leysis. Alls töldu sig 19% karla og 8.5% kvenna sækja fundi of oft Framhald á 2. síðu Kosningastarfið undirbúið Flokksfélögin f Vestmannaeyjum héldu fund til undirbúnings Alþingiskosn- inganna í Skútanum á sunnudaginn var. Kosin var kosningastjórn og fjallað um starfið framundan. Mikill hugur er nú i sunnlenskum jafnaðarmönnum að gera kosningu Magnúsar H. Magnússonar sem glæsilegasta og reyna þannig að rétta eitthvað við það misvægi sem komið er á Sunnlendinga í landsstjórninni. At- vinnuleysi er nú mest á Suðurlandi af öllum kjördæmum og stjórnarflokkarnir gersamlega gleymt Sunnlendingum i kapphlaupinu um að veita fjármagni þjóð- arinnar i „ráðherrakjördæmin“ og í ofanálag oftast í gersamlega arðlaus fyrir- tæki. Á myndinni sést Kristjana Þorfinnsdóttir formaður Alþýðuflokksfélags- ins í Vestmannaeyjum, (fyrir miðju til vinstrí) fara yfir helstu mál kosninga- starfsins fyrir kosningastjórnina en Sólveig Adólfsdóttir og Magnús H. Magnús- son frambjóðendur Alþýðuflokksins í 3ja og lsta sæti á Suðurlandi fylgjast með. Ljósm.: G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.