Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 8. september 1983 -RITSTJÚRNARGREIN- Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna rlugmyndir hafa vaknað um samvinnu Aiþýöu- flokksins og Bandalags jafnaðarmanna,- Þær gangavút á það fyrst og fremst að þingmenn flokk- anna taki upp samstarf á ýmsum sviðum á Alþingi. Hér er um athyglisverðár hugmyndir aö ræöa, sem vert er að skoða gaumgæfilega. Það er Ijóst, að báðir þessir flokkar byggja á grundvelli jafnaö- arstefnunnar og eiga fleira sameiginlegt, en þaö sem skilur þá að. Sighvatur Björgvinsson fyrrum þingmaður Al- þýðuflokksins gérði þessi mál að umtalsefni í Kjall- aragrein í DVnú í byrjun vikunnar. STghvatur benti réttilega á, að samkvæmt hefð, þá væri kastljós fjölmiðla og þá sérílagi ríkisfjölmiöla einatt á stærsta stjórnarahdstöðuflokknum; í þessu tilfelli Alþýðubandalaginu. Sighvatur sagði í grein sinni, að Alþýðubandalagið væri hins vegar ekki hið æskilega andlit stjórnarandstöðunnar út á við. Ferill Alþýðubandalagsins í síðustu ríkisstjórn gerði það að verkum. Þess-vegna væri nauösyn- legt að jafnaöarmannaflokkarnir tveir, Alþýöu- flokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna, tækju höndum saman og mynduðu sterkt afl innan stjórnarandstööunnar. Afl sem ekki væri hægt að ganga framhjá, afl meö jafnrr\arga þingmenn inn- anborðs og Alþýðubandalagið. Framhjá því verður ekki horft að staöa Aiþýöu- bandalagsins til harðrar gagnrýni á gjörðir núver- andi ríkisstjórnar er allt annaö en sterk. Unnt er að staöhæfa, að óstjórnin í tíð ríkisstjórnar Gunnars og Alþýðubandalagsins, hafi verið hvatinn að því ástandi sem nú ríkir. Þessu er hins vegar ekki þannig varið hvað snertir aðra flokka stjórnarand- stöðunnar. Alþýöuflokkurinn gagnrýndi harkalega hringlandann og endaleysuna í efnahagsstefnu ríkisstjórnar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og sjálfstæðismanna, nákvæmlega eins og fiokk- urinn fordæmir nú ieiftursóknarstefnu íhalds og framsóknar. Hvorki f núverandi ríkisstjórn né í þeirri sem áður sat, er ráðist aö rótum vandans; meingölluöum þáttum efnahagskerfisins sjálfs. Aðeins er tekið á einum þætti málsins; kjörum fólksins í lándinu. Og þau skorin niöur. Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista bera heldur enga ábyrgð á því hvernig komiö er í efna- hags- og atvinnumálum þjóöarinnar. Þetta eru ný framboö, sem komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir síðustu kosningar. Að þessu leytinu til er því staða Alþýðuflokks, Bandalags jafnaðarmanna og Sam- taka um kvennalista, önnur en Alþýðubandaiags- ins, 1 harðri en sanngjarnri stjórnarandstöðu. Hitt ber þó að varast að slita í sundur streng sam- stöðu innan stjórnarandstöðunnar. Stjórnarand- staðan þarf á öllu sínu að halda, svo unnt sé aö halda uppi öflugu andófi gegn árásum ríkisstjórn- arinnar á kjör launafólks. Þess vegna ber aö undir- strika, að hugsanlegt samstarf Alþýöuflokksins, Bandalags jafnaðarmanna og mögulega Samtaka um kvennalista, er ekki hugsaö sem afneitun á sameiginlegri baráttu allra stjórnarandstööuflokk- anna gegn vondri ríkisstjórn og miskunnarlausum aðgerðum hennar í garö láglaunafólks. Þessar hugmyndir — og það skal ítrekað að enn er aðeins um hugmyndir að ræða — hafa lítillega verið ræddar innan áöurnefndra flokka. Full á- stæða er hins vegar til að þessir möguleikar verði kannaðir ofan í kjölinn. Þaö skal ekki undan dregið, aö ýmsir Alþýðu- flokksmenn urðu allt annað en ánægðir, þegar Bandalag jafnaðarmanna sá dagsins Ijós. Mörg- um þótti, sem enn á ný væri veriö að stía jafnaðar- mönnum í sundur og dreifa þeim miili fjokka. Orsakaöi þetta sárindi meðal nokkurs fjölda Al- þýðuflokksmanna, sem sáu á eftir mörgum góðum flokksmanninum yfir í Bandalag jafnaðarmanna. En það er liðin tíð. Persónuleg sárindi verða að víkja fyrir meiri hagsrnunum — nefnilega þeim málum sem jafnaöarmenn, hvar í flokki sem þeir kunna að standa, berjast fyrir. Bandalag jafnaðar- manna aðhyllist jafnaðarstefnuna. Þess vegna er skynsamlegt að láta reyna á það, hvort ekki er grunnur fyrir samstarfi þessara aöila. Á hinn bóginn er rétt aö taka það fram, vegna blaðafrétta um aö í gangi séu umræður um hugs- anlegan samruna flokkanna, að þær fréttir eru ekki á rökum reistar. Ekkert slíkt hefur verið rætt. Þær hugmyndir hafa a.m.k. ekki verið á borðum Alþýöuflokksmanna. Slíkir þankar eru og ekki tímabærir, hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér í því sambandi. En samstarf tveggja eða fleiri sjálfstæðra póli- tískra samtaka þarf að vera meira en nafnið tómt. Það eru sameiginleg markmið, sem eiga að vera hv^ti slíkrar samvinnu. Þá hlið máls þarf nú að gaumgæfa og síðan taka um það ákvörðun hvert verði næsta skref. — GÁS. Kreppan 4 getur þann ávinning sem fengist hefur afnámi nýlendustefnunnar. Mörg þeirra þjóðríkja sem nýlega hafa hlotið sjálfstæði standa nú frammi fyrir þeirri áhættu að lenda í því að vera æ ósjálfstæðari í sam- skiptum sínum við ríkari löndin og við hinar ýmsu alþjóðastofnanir. Svo gæti farið að á næstu árum glati þeir því sjálfstæði sem tók áratugabaráttu að ná fram. I þeim vestrænu ríkjum þar sem íhaldsstjórnir ríkja hefur kreppan leitt til þess að horfið hefur verið frá því markmiði að halda fullri atvinnu, en það er gert til að auð- velda slaginn við verðbólguna, sem og hefur verið gripið til þess að ráð- ast á nokkra af mikilvægustu þátt- um velferðarríkisins. Á sama tíma er æ stærri hluta íbúanna mismun- að með því að útiloka þá frá heimi vinnunnar — og þá sérstaklega hin- um ungu, konunum og hinum ýmsu minnihlutahópum kynþáttar og þjóðernis". Áætlun í átta liðum „Það er auðvitað ekki til nein galdralausn á því hvernig endalok kreppunnar náist fram. En það eru til grundvallarreglur og sumar þeirra hafa þegar sannað gildi sitt í verki. Við sjáum til dæmis að austurrískum jafnaðarmönnum hefur með nákvæmri greiningu á tekjum og gjöldum og með lýð- ræðislegri áætlanagerð sem byggir á samvinnu, tekist að ná eftirtektar- verðum árangri í þeim stormi breyt- inga sem nú blæs í alþjóðaefna- hagskerfinu. Á grundvelli þeirra reynslu og annarra leggjum við fram áætlun í átta liðum, sem ramma fyrir aðgerðir jafnaðar- manna. Nýskipan alþjóðlegra efnahagsmála í fyrsta lagi. Efnahagslegur bati í iðnríkjunum, með minnkandi atvinnuleysi og verðbólgu, er það upphafsmarkmið sem valkostur jafnaðarstefnunnar byggir út frá. Enaðgerðiriðnríkjanna munu ekki skila árangri til langframa ef ekki ríkir raunveruleg samstaða á milli Norðursins og Suðursins. Samstaða verður að nást um nýskipan alþjóð- legra efnahagsmála, það er meira en siðferðilegt grundvallarmark- mið í okkar augum, það er knýjandi efnahagsleg nauðsyn. Áætlanagerð og efnahags legt lýðræði I öðru lagi. Spurningin er ekki hvort um áætlunargerð verði að ræða, heldur hverjir munu áætla og hvernig. Jafnvel hernaðarsinnuð ríkisstjórn einkaframtaks, eins og ríkisstjórn Reagans, undirbýr vand- lega skattlagningu og annað til að ákvarða fyrirfram markaðsþróun- ina. Jafnaðarmenn boða opnustu og lýðræðislegustu aðferðina við áætlanagerð. Til dæmis byggja bæði franskir og sænskir jafnaðar- menn á ómiðstýrðu félagslegu eignarhaldi, sem vel má vera að verði ein af mikilvægustu nýjung- um þessa tímabils. Við litum á efna- hagslegt Iýðræði sem leiðina að aukinni framleiðni jafnt sem rétt- látari dreifingu valdsins. Arðbærar félagslegar fjárfestingar í þriðja lagi. Jafnaðarmenn munu beita ráðum sem beina björg- um til raunverulega arðbærra fjár- festinga. í mörgum kapítalískum löndum hefur á síðari árum nægt fjármagn verið til fyrir tilrauna- starfsemi en of lítið til að skapa raunveruleg atvinnutækifæri og auka framleiðsluna. Það eru til ýmsar leiðir — til dæmis félagslegt eignarhald — til að bregðast við þessari sóun kapítalismans. Til dæmis má nefna sjóði til verndar umhverfinu.til nýtingar nýrra orku- linda, til húsnæðisrnála, til endur- skipulagningar í þéttbýli, til heil- brigðis- og menntamála og til sam- göngumála, en allt getur þetta stuðlað að arðbærri atvinnu fyrir milljónir manna í Suðrinu sem í Norðrinu. Jafnvægi í gengis- og vaxtamálum í fjórða lagi. Það hefur greinilega komið í ljós að óstöðug fjármála- stjórn hefur haft alvarlegri afleið- ingar fyrir þriðja heiminn en fyrir iðnríkin. Alþjóðasamband jafnaðarmanna leggur því til að samningar hefjist milli allra áhuga- samra ríkisstjórna um að koma á jafnvægi í gengismálum og til að ná taki á sveiflukenndum vöxtum. Við viljum að útkoman verði nýtt alþjóðlegt fjármála- og peninga- kerfi. Á þessari stundu búa fjöl- margar þjóðir við skuldasöfnun og erfiðleika af þeim sökum, sérstak- Iega þjóðir þriðja heimsins og kall- ar þetta á neyðaraðgerðir. Við hvetjum til þess að endurskipulagn- ing hefjist þannig að komið verði í veg fyrir að skuldabyrðin í þróunar- löndunum eyðileggi þær litlu fram- farir sem þó hafa náðst í Suðrinu frá lokum síðari heimsstyrjaldar- innar. Réttlátari dreifing auðs og tekna í fimmta lagi. Við teljum að jafn- ræði og árangri megi ná fram með réttlátari dreifingu tekna og auðs. Dæmið um jafnræðið er augljóst: Hætta er á mikilli röskun og ef þeir Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar h/f verður haldinn í Glóðinni (efri hæð), Hafnargötu 62, Keflavík, þann 10. september 1983, kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um aukningu hlutafjár. 3. Önnur mál. Sjóefnavinnslan h/f sem minna mega sín eiga að gjalda þess mun fylgja sú afturför að auð- ur færist frá launþegum til hinna ríku. í nafni grundvallarmarkmiðs- ins um réttlæti sem öll lýðræðisríki viðurkenna í orði, verður að nýta hluta þess arðs sem af tæknilegum framförum fæst til að skapa tekjur og atvinnu til handa þeim sem halloka hafa farið í þeirri sömu þró- un — annars verður ekki um fram- farir að ræða — heldur tæknilega framkallaða eymd. Auk þess er það sjálfgefið að meira félagslegt og efnahagslegt jafnræði er kraftmikil uppspretta hagvaxtar, bæði innan iðnríkjanna og milli Norðursins og Suðursins. Með því að auka tekjur og kaup- mátt hinna lægstlaunuðu og einnig þeirra sem við meðaltekjur búa, sem og á milli þjóðríkjanna sjálfra, skapast aðstæður sem allir hafa hag af. Full borgararéttindi auka framleiðni í sjötta lagi. Félagsleg og efna- hagsleg stefnumörkun getur og ætti að samtvinnast. Konur, unga fólkið og minnihlutahóparnir hafa ekki einasta orðið fyrir kerfisbundinni. mismunun kreppunnar vegna, heldur er það einnig svo, að kúgun- in hefur virkað sem dragbítur á efnahagskerfið í heild. FuII efna- hagsleg, félagsleg og stjórnmálaleg borgararéttindi til handa öllum geta aukið verulega á framleiðnina í þjóðfélaginu. Frítími og viunutími í sjöunda lagi. Baráttan fyrir því að stytta vinnudaginn, vikuna, árið og starfsævina hefur staðið yfir í meira en öld. Á þessari öld tækni- legrar byltingar er kominn tími til þess að þjóðfélögin meti upp á nýtt forsendurnar fyrir skiptingunni á milli frítímans og vinnutímans. Þetta eru aðeins fáeinar útfærsl- ur á grundvallarkenningum okkar: Að hina efnahagslegu kreppu níunda áratugsins er ekki hægt að leysa í fundarherbergjum valda- kjarnanna, heldur verður að beita lýðræðislegum vinnubrögðum er ná til allra sviða þjóðfélagsins og til hins alþjóðlega efnahagskerfis í heild. Vettvangur Alþjóða- sambands jafnaðarmanna í áttunda lagi. Alþjóðasamband jafnaðarmanna getur og verður að vera stefnumarkandi vettvangur lýðræðislegrar og óþvingaðrar sam- hæfingar hvað þessar leiðir varðar þegar jafnaðarmannaflokkar eru annars vegar og almennt framfara- sinnuð öfi í heiminum“. ; N A mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin yUMFEROAR Ungir jafnaöarmenn athugið Stjórn F.U.J. í Reykjavík hefur ákveðið að efna til ritgerða - samkeppni. Ritgerðir skulu vera 3-4 blaðsíður og vera málefnalegar. Þrenn peningaverðlaun eru og er ungum jafnaðarmönn- um um allt land heimilt að taka þátt í keppninni. Ritgerðum skal skila inn fyrir 15. september, til núverandi stjórnar- meðlima: Kristín í síma: 78077 Viðars í síma: 75362 Guðrúnar Helgu:73307 Gylfa í síma: 20178 Sigurður í slma: 83275 Nánari upplýsingar eru hjá þeim. Stjórnin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.