Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1983, Blaðsíða 1
alþýöu- blaðið m Fimmtudagur 8. september 1983 140. tbl. 64. árg. Guðmundur Einarsson, þingflokksfor- maður Bandalags jafnaðarmanna: „Hlýtur að mark- ast af málefnum" „Ég vil fyrir það fyrsta taka frani að þetta er alrangt eins'og þetta er sett upp í DV. En málið stendur þannig, að þetta hefur ekki verið rætt innan þingflokks Bandalags- ins* né í miðstjórninni, en hug- myndin um samstarf er komin fram og inenn munu vafalaust ræða hana. Hvað mitt persónulega álit varðar þá er ég ekki á því að þetta geti oröið svona. Slíkt samstarf, hverjir sem í hlut eiga, hlýtur að markast af málefnum. Við höfum ýmislegt sem við höfum sett á odd- inn en aðrir flokkar ekki tekið und- ir,“ sagði Guðmundur Einarsson, formaður þingflokks Bandalags jafnaðarmanna þegar Alþýðublað- ið innti hann álits á þeim hugmynd- um sem fram hafa komið um sam- starf Alþýöuflokksins og Banda- lags jafnaðarmanna. Guðmundur nefndi sem dæmi að Bandalagið hefði sérstöðu varðandi mál eins og vinnustaðafrumvarpið, Guðmundur Einars- son: „Ég tel ólíklegt að sam- starf verði nánara en gengur og gerist þegar menn eru sammála á Þingi.”______________ Kaflaskipti í Blöndudeilunni: Stefnt að heildar- samningi Viðræðum vinnuveitenda og fulltrúa verkalýðsfélaganna við Blönduvirkjun er lokið í bili. Horfið var frá gerð Blöndusamn- ings og ákveðið að útkljá það sem á milli bar innan ramma heildar- samnings sem nær til allra virkj- ana Landsvirkjunar. Hjá sáttasemjara var í gær fundur í málinu og samþykktu deiluaðilar þar eftirfarandi þók- un: „Samkomulag varð um það hjá samningsaðilum að stefnt skyldi að gerð heildarsamnings vegna virkjanaframkvæmda Lands- virkjunar og að fundir um slíka samninga hefjist sem fyrst. Eins og fram kom í Alþýðu- þlaðinu í gær ber enn nokkuð á milli hjá deiluaðilunum, en nú á sem sagt að reyna að ná sam- komulagi á öðrum vettvangi. stjórnkerfismál, fjölgun þing- manna, verðlagsmál sjávarútvegs- ins og fleira sem væri þess eðlis að Framh. á 3. síðu Kjartan Jóhannsson um samstarf A Iþýðu- flokks og Bandalags jafnaðarmanna: „Margt sem mælir með slíku samstarfi" „Ég tel að það sé svo fátt sem raunverulega ber á milli í megin- atriðum að grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi ef vilji er fyrir hendi. Það er margt sem mælir með slíku samstarfi og ég tel sjálf- sagt að Alþýðuflokkurinn kanni alla möguleika fyrir þessu“, sagði Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðufiokksins, þegar Alþýðu- blaðið innti hann álits á þeim hug- myndum sem vaknað hafa upp á Kjartan Jóhannsson meðal forystumanna úr röðum Alþýðuflokksins og Bandalags Jafnaðarmanna um að flokkarnir tækju upp samstarf um sameigin- leg stefnumál á Alþingi. „Það komu fram mjög jákvæð viðbrögð við þessum hugmyndum á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins og ég er því persónulega hlynntur að þessi möguleiki verði kannaður", sagði Kjartan. SAMNINGANEFND BSRB: Verkalýðshreyfingin skeri upp herör til að ná sjálfsögðum mannréttindum á ný Samninganefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sam- þykkti í gær tillögu stjórnar banda- lagsins samhljóða þar sem ítrekað- ar eru kröfur um að afturkölluð verði lögbinding launa og að af- numið verði bann við greiðslu vísi- tölubóta á laun. Samninganefnd B.S.R.B. leggur þunga áherslu á þá kröfu, að ríkis- stjórn og Alþingi virði þau sjálf- sögðu mannréttindi sem felast í Ráðstefna sveitarstjórnarráðs og frœðslu- ráðs í Munaðarnesi um aðra helgi: Sveitarstjórnarmál, flokksmál og landsmálin Sveitarstjórnarráð og fræðsluráð Alþýðuflokksins efna til ráðstefnu um sveitar- stjórnarmál, flokksmál og stöðu landsmála almennt í Munaðarnesi um aðra helgi — frá kvöldi föstudagsins 16. september n.k. til sunnudags- ins 18. september. Til ráð- stefnunnar eru boðaðir allir sveitarstjórnarmenn Alþýðu- flokksins hvaðanæva á landinu, formenn og stjórnar- menn flokksfélaga og full- trúar Alþýðuflokksins í nefndum og ráðum bæjar- og sveitarfélaga. Að sögn Kristínar Guðmunds- dóttur framkvæmdastjóra Al- þýðuflokksins, þá er það von forsvarsmanna sveitarstjórnar- ráðsins og fræðsluráðsins að ráð- stefnan í Munaðarnesi verði fjöl- menn og árangursrík. „Ég skora á alla að mæta til leiks i Munaðar- nesi“, sagði Kristín,„og strax eftir helgi mun flokksskrifstofan hafa samband við formenn félaga í öll- um landshlutum og fá uppgefinn fjölda þátttakenda. Einnig hvet ég fólk til að hafa samband við flokksskrifstofuna í síma 29273 og skrá sig“. Kristin Guðmundsdóttir Dagskrá ráðstefnunnar verður birt í Alþýðublaðinu á morgun, en ráðstefnan hefst með erindi Sig- urðar E. Guðmundssonar borgar- fulltrúa og Guðmundar Árna Stefánssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Sigurður mun fjalla um húsnæðismálin og nefnist er- indi hans: Frjáls íbúðamarkaður — fjölskyldan og sveitarfélögin. Innlegg Guðmundar Árna ber yfirskriftina: Kjarnorkuvopna- laus sveitarfélög. samningsrétti verkalýðsfélaga. Samningsrétturinn er einn af hornsteinum lýðræðisþjóðfélags. Því verður íslensk verkalýðshreyf- ing að skera upp herör til þess að ná þessum lýðréttindum á ný. Framfærsluvisitalan hækkaði 1. mai um 23.38% og aftur 1. ágúst um 21.45%. Upp í þessar miklu verðlagshækkanir hefur launafólk fengið aðeins 8% 1. júní og fær væntanlega4% 1. október upp í all- ar verðhækkanir fram á næsta ár. Það sem vantar upp á kaupið mið- að við umsamda kaupgjaldsvísitölu er í september 33—36%. Láns- kjaravísitalan hefur hins vegar ó- skert fylgt verðlagi. Tekjur þorra launafólks nægja ekki lengur fyrir nauðþurftunt og sífellt fleiri standa frammi fyrir ó- viðráðanlegum greiðslum af- borgana og vaxta af Iánum. Margir sjá af þessum ástæðum fram á gjaldþrot. Samninganefndin samþykkir að leitað verði eftir samstarfi við önn- ur samtök launafólks um viðbrögð og aðgerðir gegn sviptingu samn- ingsréttar og kjaraskerðingu. Unnar kjötvörur lækka í verði vegna ,kindakjötsútsölunnar‘ en Verð ásementi hækkar Á fundi verðlagsráðs í gær var heimiluð verðhækkun á sementi, en á sama fundi voru staðfestar verð- lækkanir á unnum kjötvörum, þ.e, unnu kindakjöti. Unnið kindakjöt lækkar í verði vegna „kindakjötsút- sölunnar“ sem nú stendur yfir. Sem dæmi um verðhækkun á sementi, þá munu 50 kg. af Port- landssementi hækka úr 167,20 kr. í 184,90 kr. Það er 10,6% hækkun. Þetta þýðir líka að steypa mun hækka í verði og þannig mun unnin S- 200 steypa hækka um 5,7%. Nokkrar algengar unnar kjöt- vörur, þ.e. unnar úr kindakjöti, munu lækka í verði sem hér segir: Vínarpylsur fara úr 122,90 í 117,10, þ.e. 4,7% lækkun. Kindabjúgu fara úr 122,60 í 101,40, sem þýðir 17,4% lækkun. Kindakæfa lækkar úr 158,60 í 129,60 og er það 18,3% lækkun. Kindakjötfars lækkar um 4,5%, — fer úr 83.00 í 79,30 kíló- grammið. Álegg unnið úr kindakjöti mun lækka að sama skapi og þannig lækkar hangikjöt um 12,6%, fer úr 460 krónunt kílóið í 401 krónu. Hún lækkar þessi, — í eilífðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.