Alþýðublaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 25. janúar 1985 fasteignamarkaðnum ■RITSTJÓRNARGREIN........ Misréttið á Staðgreiðsluverö eldra ibúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu var lægra en byggingar- kostnaður nýrra íbúða, ef tekið er mið af fyrir- liggjandi tölum frá síðasta ári. Munurinn er ennþá meiri ef farið er út fyrir höfuðborgar- svæðið, út áiandsbyggöina; þarmunar 32-55% á staðgreiðsluverði eldri íbúða og aftur bygg- ingarkostnaöi. Þessar upplýsingar og fleiri varðandi fast- eignamarkaðinn komu fram í fróðlegu erindi Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmda- stjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins og borgar- fulltrúa í hljóðvarpinu fyrir skömmu. Alþýðu- blaðió hefur og birt þetta erindi Sigurðar. Sigurður bendir réttilega á, að hart sé til þess að hugsa að þegar almenningur og sveit- arstjórnir leggja kapp á að reistar verði margar ibúðir, að húsnæðisvandræðin verði sem minnst, þá geti það átt stóran þátt í almennu veröfalli áeldri ibúðum. Segir Sigurður að orða mætti þetta þannig, að uppboðskerfi hins frjálsa markaðar refsi mönnum fyrir framtakið og dugnaðinn. Annar mikilvægur þáttur fasteignamarkaóar- ins er sá verðmunur á íbúðum sem fyrirfinnst eftirstaðsetningu húsnæðis. Upplýsir Sigurð- ur E. Guðmundsson að söluverð eldri íbúða í tveimur kaupstöóum á Suðurlandí hafi á fyrri hluta síðasta árs ekki numið nema helmingi af söluverði sambærilegra íbúða í Reykjavík. Ef samanburðinum við Reykjavík er haldið áfram og skoöaðirstaðirá borð við Akureyri, isafjörð og sveitarfélögin á Suðurnesjum, þá kemur í Ijós að íbúðarverð var þriðjungi iægra en i höfuðborginni. Og eðlileg spurning vaknar hjá Sigurði E. Guðmundssyni í kjölfar áðurgreindra stað- reynda: Er of hár byggingakostnaður og nei- kvæð verðþróun eldri íbúða, samfara undir- verði íbúða á landsbyggðinni, hugsanlega að kippafótunum undan byggingaframkvæmdum víða á landinu? I framhaldi af þessu ervelt vöngum yfirafleið- ingum frjálsa markaðskerfis ibúðarhúsnæðis á lif fólks, vonir þess, þrá og óskir. Hver er t. a. m. staða þess fólks sem eyðir stórum hluta ævinnar í byggingu vandaösibúðarhúsnæðis úti á landi, en ytri aðstæður kallafram nauðsyn þess að þetta sama fólk flytji til höfuðborgar- svæðisins? í mörgum tilvikum gætu íbúðir þessa fólks veriðseldar fyrirsmánarveró, langt undir sannvirði, afraksturinn af lífsstarfi þess er aö hluta til gerður upptækur og menn jafn- framt snarlækkaðir í húsnæðiskjörum, færðir aftur á bak um nokkra áratugi, á það stig, sem þeir byrjuöu á sem ungir menn. Undir vissum kringumstæðum geta íbúðir þannig virkað sem átthagafjötrar, þegar fólk þarf og vill flytja til annars byggðarlags. Sigurður E. Guðmundsson gerir einnig að umtalsefni ekki slður alvarlegt mál I þessum efnum og það er þegar háir vextir og verðtrygg- ing íbúðalánaverðurtii þess að fasteignaiánin hækka hlutfallslega meir en íbúðarverðið sjáift. Slik dæmi eru til staðar, einkum þar sem verðhækkana gætir einna minnst. Ekki eru tök á því á þessum vettvangi að fara nákvæmlegaofan í saumanaáþeim fjölmörgu mikilvægu atriðum, sem Sigurðru E. Guð- mundsson drepur á í erindi sínu, en í þvi er að finna margháttaðan fróðleik um þróunina á fasteignamarkaðnum, enda Sigurður öllum hnútum kunnugur á þeim vettvangi. Það er og ástæða til að taka undir með greinarhöfundi, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni, að fast- eignamarkaðurinn í núverandi mynd, og öll þau göt og ailt það misrétti er þar má finna, er ekkert óumbreytanlegt náttúrulögmál. Þar má koma við úrbótum, ef vilji er fyrir hendi. r I niðurlagi greinar sinnar segir Sigurður E. Guðmundsson: „Það er sorglegt hve halloka íbúðarkaupendur úti á landi fara í viðskiptum sínum við kerfi fasteignamarkaðarins. Það er hörmuiegt hvernig ungt fólk og aörar efnalitlar manneskjur verða að knékrjúpa því svo það fái frumþörfum sínum fullnægt og það með ofur- kjörum, sem eru þyngri en nokkru tali tekur. Þaö er furðulegt að Alþingi skuli ekki fyrir löngu hafa látið þessi mál til sín taka og knúið fram leióréttingar, svo fasteignamarkaðurinn komist í takt við þá tíma, sem við lifum á.“ - GÁS. Fangar 4 aldrinum 16—20 ára, en 1983 var þetta hlutfall komið niður í 1,7%. Árið 1979 voru 45,2% fanga á aldr- inum 21—30 ára, en 1983 var þetta hlutfall komið upp í 55,3%. Árið 1979 voru 29% fanga á aldrinum 31—40 ára, en 1983 var þetta hlut- fall komið niður í 23,2%. Og árið 1979 voru 14,7% fanga 41 árs eða eldri, en 1983 var þetta hlutfall 13,8%. Af þessu má ráða að fjölgun fanga er einkum meðal fólks á aldr- inum 21—30 ára. Frá 1979 til 1983 fjölgaði föngum almennt úr 157 í 246 eða um 56,7%, en innan aldurs- flokksins 21—30 ára nam fjölgunin úr 71 í 136 eða um rúmlega 95%. Afbrot og kynferði Ekki er skýrsla þessi sundurliðuð eftir kynferði fanganna, en í sama tölublaði Verndarblaðsins er hins vegar að finna fróðlega grein eftir Hannes Hilmarsson félagsráðgjafa, þar sem hann veltir því fyrir sér hvers vegna konur gisti sjaldnar fangelsin en karlar. Á timabilinu 1960—1972 taldist brotatíðni ís- lenskra kvenna vera 5%, en á hinum Norðurlöndunum yfirleitt um 10%. Er meðal annars vitnað í Otto Pollak sem telur að i reynd sé eng- inn eða óverulegur munur á af- brotahneigð karla og kvenna. Telur hann að konur fremji hins vegar í ríkara mæli brot sem auðleyndari eru og að konur njóti forréttinda og linkindar umfram karlmenn að því leyti að þær sæti síður kæru, hand- töku, málshöfðun og sakfellingu. Með greininni fylgir tafla yfir „þátttöku í samfélagi götunnar“ eins og það er orðað, en þá er byggt á skýrslum Útideildar 1977—1978. Þar kemur fram að til þessa hóps teljist 17,5% 16 ára pilta og 17,8% stúlkna sama aldurs og því um jafn- ræði að ræða. Hjá 17 ára piltum fer hlutfallið hins vegar upp í 18,6%, en hjá 17 ára stúlkum hins vegar niður í 5,2%. „í samfélagi götunnar 17—18 ára, þá virðist greinilegt að stúlkurnar róist og verði heimakær- ari. Þær hafa enda í meira mæli tek- ið þátt i „samfélagi götunnar" á fyrri árum, því á aldrinum 14—15 ára er hlutfall stúlknanna hærra. Fylgi_______________________£ Kvennalistinn 4. Með öðrum orð- um fengi Alþýðuflokkurinn 4 þing- menn til viðbótar, Framsóknar- flokkurinn tapaði 3 þingmönnum, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 2 til viðbótar og Kvennalistinn 1, en Al- þýðubandalagið tapaði 1 þing- manni. Sem fyrr segir verður að hafa þann vara á, að upp undir helming- ur aðspurðra var óákveðinn eða neitaði að svara. Tölurnar hér að framan miðast í raun við að sá hóp- ur skiptist á sambærilegan hátt milli flokka og hinir sem afstöðu tóku. Verður hver og einn að meta hvort það sé líklegt eða ekki. Þá var í könnun Helgarpóstsins spurt um stuðning við ríkisstjórn- ina. Um 29% aðspurðra svöruðu ekki ákveðið, en hinir skiptust þannig að 46% tjáðu sig styðja rík- isstjórnina, en 54% að þeir gerðu svo ekki. í könnun DV frá því í október töldu um 47,5% sig vera fylgjandi stjórninni en um 52,5% vera henni andvíga og er munurinn á milli þessara talna vart marktæk- ur, en þær sýna þó svo ekki verður um villst að stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar eru komnir í minni- hluta. Þá er loks að geta þess að Ellert B. Schram hefur lofað skoðana- könnun í kringum þingsetninguna, en hún verður næsta mánudag. Við munum því brátt hafa úr þremur könnunum að moða og ættu þær allar til samans að gefa okkur sterka vísbendingu um þróun og stöðu mála um þessar mundir hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar. PÓST- OG SlMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða í stööu blaðafulltrúa, um hlutastarf getur veriö aö ræöa. Nánari upplýsingar veröa veittar starfsmannadeild stofnunarinnar. hjá PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa skrifstofumann — vélritunarkunnátta æskileg. Nánari upplýsingar veröa veittar hjá starfsmannadeild. Húsgagnasmiöi eöa húsasmiði vana innréttingasmíöi. Upplýsingar veitir Halldór Stefánsson, trésmíöaverkstæðinu á Jörfa, sími 687341. Bréfbera í 50% starf viö póst- og sím- stööina á Varmá. Nánari upplýsingar veitir stöövarstjóri Pósts og síma, Varmá. Fulltrúa stöðvarstjóra viö póst- og sím- stöðina á Patreksfirði. Upplýsingar veitir stöövarstjóri Pósts og síma á Patreksfirði. Útboð Tilboð óskast í eftirfarandi málningarvinnu fyrir bygg- ingardeild: 1. Málun leiguíbúða í fjölbýlishúsum. 2. Málun leiguíbúða I stofnunum aldraðra. Útboðsgögn eru afhent áskrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Reykjavik, gegn kr. 2.500,— skilatryggingu fyrirhvert verk fyrir sig. Tilboðin verða opnuö á sama stað mið- vikudaginn 13. febrúar nk. kl. 14 e. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 9 útboð Tilboð óskast í að selja grjótmulningsstöð Reykjavíkur- borgar, Bólstraberg, til framleiðslu á muldum ofaní- buröi. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 11 f. h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Árshátíð Hafnarfirði og Garöabæ Árshátið Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði og Garðabæ verður haldin laugardaginn 2. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 19.30. Mikil stemmnfng. — Mætum öll. Nánar síðar. Nefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.