Alþýðublaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. janúar1985 3 Skjálfti í Al- þýðubandalaginu vegna framskriðs Alþýðuflokksins? — Er spurt í lesendabréfi í Þjóðviljanum. Barátta gegn nú- tíma sjóránum Þjóðviljinn í gær birti mjög gagnort og fróðlegt lesendabréf frá Bjarna Pálssyni. Þar sem bréf þetta tekur á ákveðnu meini, sem mjög hefur einkennt alla umræðu milli félagshyggjuaflanna í landinu um langt skeið, getum við ekki stillt okkur um að birta glefsur úr bréf- inu. Tilefni bréfsins var grein sem birtist eftir Ó. G. í þættinum Klippt og skorið, í Þjóðviljanum 18. þessa mánaðar. Var sá þáttur allur til- einkaður Jóni Baldvin, formanni Alþýðuflokksins og segir bréfritari að þau skrif hafi verið dæmigerð um þau pólitísku skrif nú tíðk- ast. Síðan segir hann orðrétt: „Það er greinilegt að Ó. G. telur Jón Bald- vin pólitískan andstæðing sinn og greinin því full af dylgjum, vanga- veltum, útúrsnúningum og sögu- sögnum. Þar er ekkert rætt um mál- efni, stefnu, skoðanir og málflutn- ing Alþýðuflokksformannsins nema í utanríkismálum. Og þar er nú aldeilis höggvið“ Styrkir til rannsókna Eins og fram kemur á vegg- spjöldum, sem send hafa verið há- skólastofnunum og rannsóknar- stofum, er umsóknarfrestur um styrki til rannsóknardvalar, vís- indafunda og námskeiðahalds 1. febrúar og 1. október ár hvert. Á fjárlögum Norrænu ráðherra- nefndarinnar á þessu ári eru veittar 1,35 M. d. kr. til dvalarstyrkja, 1,065 M. d. kr. til vísindafunda og 4,59 M. d. kr. til vísindanámskeiða. Dvalarstyrkirnir eru veittir til dval- ar í 2 til 12 mánuði við norræna rannsóknarstofnun og er styrkupp- hæðin 4.500 d. kr. á mánuði. Áuk þess er greiddur ferðakostnaður styrkþega. Bæklingur og umsókn- areyðublöð liggja frammi í skrif- stofu Háskóla Islands og hjá full- trúa íslands í sjóðstjórninni, Erni Helgasyni, dósent, á Raunvísinda- stofnun háskólans (s. 21340) og veitir hann jafnframt nánari upp- lýsingar. Aukið sjúkdóma- eftirlit við fisk- eldisstöðvarnar Af gefnu tilefni vill stjórn Lands- sambands stangarveiðifélaga ítreka ályktun, sem samþykkt var á aðal- fundi sambandsins í október síðast- liðinn þess efnis að auka verði eftir- lit með fiskeldis- og hafbeitarstöðv- um vegna vaxandi sýkingarhættu. Þar eð í ljós hefur komið, að sjúkdóms hefur þegar orðið vart í eldisstöðvum í landinu, telur stjórn L. S. ekkert undanfæri að fjölga nú þegar starfsmönnum við sjúk- dómaeftirlitið og skapa þeim við- unandi vinnuaðstöðu svo að komið verði í veg fyrir að smit berist í villt- an fisk í ám og vötnum landsins en það hefði í för með sér óbætanlegt tjón um ófyrirsjáanlega framtíð. Námskeið í skattframtölum Kvenréttindafélag íslands efnir til námskeiðs í gerð skattframtala. Námskeiðið stendur yfir eitt kvöld og fer fram mánudaginn 28. janúar kl. 20 á Hallveigarstöðum. Leið- beinandi verður Erna Bryndís Hall- dórsdóttir, löggiltur endurskoð- andi. Þátttaka tilkynnist á skrif- stofu félagsins milli kl. 13 og 17 á mánudag. Sími 18156. Síðar í bréfinu segir: „En það hangir fleira á spýtunni sem endan- lega sannar hina áköfu Mogga- dýrkun formannsins. Samkvæmt upplýsingum Ó. G. er Jón Baldvin nefnilega bróðursonur tengdaföður annars ritstjóra Moggans. Svo ein- falt er það. Þarf nokkuð frekar vitnanna við?“ Bréfritari segir að dálkahöfund- ur fullyrði að Jón Baldvin hafi á fundum sínum undanfarið tekið undir andstyggilegar athafnir nú- verandi ríkisstjórnar. Þetta segir bréfritari að sé alrangt. „Undirritaður fór á þann mjög svo fjölmenna fund sem þau Jón Baldvin og Jóhanna Sigurðardóttir héldu í Bæjarbíói í Hafnarfirði á dögunum. Ef Ó. G. hefði verið þar gæti hann ekki verið í vafa um skoðanir þeirra á núverandi ríkis- stjórn. Hann hefði heyrt lýsingar þeirra á misréttinu í þjóðfélaginu, þjóðunum tveim, sem þetta land byggja, óréttlátri tekjuskiptingu, ónýtri húsnæðisstofnun, vonleysi ungs fólks, örbyrgð einstæðra mæðra o. fl. o. fl. Allt er þetta skrif- Jón Baldvin 4 um og eisini fyri íslendska almenn- ingin og siga teimum frá, hvussu foroyingar á ein betri hátt enn ís- lendingar hava lagt búskapin til rættis“. í blaðinu er einnig greint frá því að Com-Data í Færeyjum og Póll- inn á íslandi hafi fengið styrk úr Norræna Iðnaðarsjóðinum og sömuleiðis er greint frá því að borg- arstjórn Þórshafnar muni senda borgarstjórn Reykjavíkur heimboð í sumar, til að endurgjalda heim- sókn frá því fyrir tveimur árum, enda samkomulag um slíkar gagn- kvæmar heimsóknir á tveggja ára fresti. Þá er stjórnarsáttmáli nýju samstjórnarinnar, þar sem jafnað- armenn eru í forsæti, tíundaður ítarlega, en í kaflanum um samstarf við önnur lönd segir meðal annars: „Samstarv við Gronland og ísland verður styrkt og útbygt. Flokksstjórn 1 markaðinum. Því mun þingflokkur Alþýðuflokksins beita sér fyrir á Alþingi að úr þessu verði bætt þannig, að fiskverkunarfólk búi við meira öryggi en nú á sér stað. Atvinnuleysi í fiskiðnaði er af- leiðing þess, að stjórnvöld hafa brugðist þeirri skyldu sinni að skapa sjávarútveginum rekstrar- grundvöll og tryggja samkeppnis- hæfni frystiiðnaðarins. Það ber að gera með eftirtöldum ráðstöfunum: — Réttari gengisskráningu. — Lækkun olíukostnaðar. — Lækkun fjármagnskostnaðar. — Lækkun á frakt og innflutn- ingsverði aðfanga. — Miðlun afla milli staða. — Skipulagningu nýrra verkefna í fiskvinnslu, svo sem „máltíða- framleiðslu” og nýjum tegund- um neysluvarnings. — Auknu frelsi í útflutningi og sér- stöku átaka í markaðsmálum. — Auknum heimildum til línu- og handfæraveiða utan kvóta, sem dregur úr olíukostnaði og skilar meiri gæðum. Þingflokkur Alþýðuflokksins vekur athygli á, að á sama tíma og mörg hundruð verkakvenna og verkamanna eru atvinnulaus i fisk- iðnaði veita stjórnvöld 200 útlend- ingum atvinnuleyfi í greininni í stað þess að skipuleggja aflamiðlun milli staða. Þingflokkur Alþýðuflokksins skorar á stjórnvöld að beita sér nú þegar fyrir þessum ráðstöfunum til að tryggja fulla atvinnu og atvinnu- öryggi verkafólks. að á reikning núverandi ríkisstjórn- ar og að hluta til þá fyrri. En þarna er ekki eingöngu gagnrýnt heldur ennfremur lýst ráðum til lausnar. Ég er handviss um það af kynnum mínum og viðræðum við alþýðu- bandalagsfólk að það hefði getað tekið undir allt það, sem þarna var sagt um innanlandsmálin í dag“ Bjarni Pálsson dregur þá ályktun af skrifum Ó. G. að það séu fleiri en sjálfstæðismenn sem skjálfi vegna greinilegs framskriðs Alþýðu- flokksins. Síðan spyr hann, hvort það séu óumflýjanleg örlög okkar, sem teljum okkur vera vinstra meg- in við miðju, að þurfa sífellt að vera að troða skóinn hvert af öðru. Það er réttmætt að Þjóðviljinn gagnrýni á málefnanlegan hátt það sem hann er andvígur í fari stjórnmála- manna, en jafnframt ber honum að taka undir þær skoðanir þeirra, sem hann er sammála um. Slíkt hljóti að vera vænlegra til samein- ingar eða samstarfs, sem honum og fleirum skilst að ýmsir hafi áhuga á nú. Þetta bréf frá Bjarna Pálssyni er þörf ádrepa á skríbenta Þjóðviljans og þeirra skítkast í nýkjörinn for- mann Alþýðuflokksins á sama tíma og Alþýðubandalagið er að biðla til Alþýðuflokksins og annarra félags- hyggjuafla í landinu um einhvers konar samstarf. Þessum mönnum væri nær að beina spjótum sínum að sameiginlegum óvini allra launa- manna í landinu, ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar. Alþjóða verzlunarráðið hefur stofnað nýja alþjóðlega skrifstofu til að sporna gegn svikum, ránum og fölsunum á einkaleyfum, vörum og vörumerkjum, iðnaðarteikning- um og hönnunum. Þessi skrifstofa hefur aðsetur í London. Hún tekur til starfa 4. febrúar nk. undir nafn- inu THE ICC COUNTERFEIT- ING INTELLIGENCE BUREAU (CIB). Þetta er fyrsta alþjóðlega átakið til að stemma stigu við þessum stuldi og fölsunum. Áætlað er að um 3—9% af árlegum vöruvið- skiptum í heiminum — að heildar- verðmæti um 60 milljarðar banda- ríkjadala — séu tengdar við fölsun eða stuld. Þetta hafa aðallega verið luxusvörur en í þennan hóp hafa nú bæst rafmagns- og heimilistæki, varahlutir í bifreiðar og flugvélar og það sem alvarlegast er, lyf auk ýmissa annarra efna. Einstaklingar og fyrirtæki geta gerst beinir aðilar að skrifstofunni. I samvinnu við félagsmenn og 58 landsnefndir Alþjóða verzlunar- ráðsins mun skrifstofan veita félagsmönnum sínum ráðgjöf til verndar gegn svikum og ránum; veita þeim nákvæmar upplýsingar um þá skipulögðu starfsemi sem vitað er um; rannsaka mál sam- kvæmt óskum félagsmanna og að eigin frumkvæði; dreifa niðurstöð- um þessara rannsókna til félags- manna og lögregluyfirvalda. Loks mun skrifstofan reyna að afla upp- lýsinga um vöruflutninga á fölsuð- um og stolnum vörum og koma þeim upplýsingum til tolla- og lög- regluyfirvalda. Þörfin á að slíkri skrifstofu hefur stöðugt orðið brýnni. Samvinna við tolla- og lögregluyfirvöld í sumum löndum hefur verið mjög bágborin og því reynst erfitt að draga úr þess- um albrotum. Miklar vonir eru bundnar við að þessi skrifstofa geti bætt þar úr. Skrifstofan starfar í beinum tengslum við International Maritime Bureau (IMB), sem síðan 1980 hefur barist gegn svikum í sjóflutningum. SKULDABRÉFAÚTBOÐ Samband íslenskra samvinnufélaga hefur gefiö út skuldabréfaflokk hlutdeildarskuldabréfa aö upphæö 10.000 kr. og 100.000 kr. til sölu á almennum verðbréfamarkaði. Markmtð skuldabréfaútgáfunnar er þriþastt: • Að fJáFmagna atvlnnuuppbygg- ingu með tnnlendu lánsfé. • Að gefa spartfjárelgendum nýjan kost á hagkvæmri ávöxtun spartfjár. • Að fara nýja leið til að efla ístenskan flármagnsmarkað. Kaupþing hf. hefurséö um skuldabréfaútboöic í Samvlnnubanka íslands hf. $ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.