Alþýðublaðið - 21.01.1986, Side 3

Alþýðublaðið - 21.01.1986, Side 3
Þriðjudagur 21. janúar 1986 3 Lesendabréf: Hafa endan- lega kyngt peningaokrinu Ekki verður annað séð en að rit- stjórar íhaldspressunnar hafi nú endanlega kyngt peninga-okrinu. Leiðari Morgunblaðsins 16/1 vitn- ar í óljósar tölur Seðlabankans um innlán og lofsyngur síðan raun- vaxtastefnuna. I leiðara blaðsins sl. haust (6/9) var gagnstæð afstaða tekin og lagt til, að verðtrygging- unni væri hætt. E.t.v. hefir sami rit- stjóri ekki skrifað báða leiðarana. Um hitt eru ritstjórarnirsammála, að kaupgjald má ekki hækka sam- kvæmt vísitölu, bara peningarnir. Með öðrum orðum: raunvextir pen- ingamanna eru æskilegir, en raun- tekjur launamanna eru hættulegar. Ég er hræddur um, að menn með heilbrigða dómgreind eigi erfitt með að koma þessu heim og saman. Það gegnir þó enn meiri furðu, að ritstjórarnir tengja þessa svo- kölluðu innlánsaukningu við aukn- ingu sparnaðar. Vita mennirnir ekki, að stórfelldar lántökur við- skiptabankanna hafa átt sér stað bæði frá útlöndum og frá Seðla- bankanum. Þetta fé hlýtur að lenda á innlánsreikningum bankanna, og svo bætast ránvextirnir víð allar innstæður, hvort sem þær eru til orðnar við lántöku eða bein spari- innlegg viðskiptamanna. Hve mik- ið hafa bein spari-innlegg aukizt sl. 4 ár og hver á þau, stétt launþega eða stóreignamanna? Vilja ritstjór- ar Morgunblaðsins ekki spyrja vini sína í Seðlabankanum um þetta? Ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, sýnir öllu meiri karlmennsku en rit- stjórar Morgunblaðsins, því að hann ritar fullt nafn undir leiðara sinn. Leiðarar Morgunblaðsins, einnig Reykjavíkurbréfin og Stak- steinar, eru nafnlausir, enda þótt þar sé að finna óviðurkvæmileg orð um einstaka menn og málefni. Jón- as Kristjánsson gefur í Ieiðara 14/1 óhugnanleg dæmi um okurvexti, en segir siðan, að allt tal um lægri vexti sé „ekkert nema rugl“. Hann sér ekki sambandið milli okurvaxta og verðbólgu, skilur ekki, að verð- bólga getur ekki þokast niður fyrr en vaxtafárið hefir verið stöðvað. Jónasi lætur vel að ganga milli veit- ingastaða, éta og skrifa um mat. Þar er hann á réttri hillu og þar vinnur hann lesendum DV gagn. G.J. Og þantiig 4 Þannig var a.m.k. hin „smekklega“ túlkun Morgunblaðsins á málinu. — Margir telja því, að það hafi raunverulega verið Morgunblaðið, sem úrslitum hafi ráðið með áróðri sínum síðustu daga fyrir kosningar. 150 þúsund lesendur Hvort sem fyrrgreind útskýring er rétt eða röng, er það engu að síð- ur staðreynd, að Morgunblaðið er nú einn voldugasti fjölmiðill þessa lands, ef ekki sá allra voldugasti. Ætla má, samkvæmt upplagstölum Morgunblaðsins sjálfs, að um 150 þúsund íslendingar, um 2/3 hlutar þjóðarinnar, lesi Morgunblaðið á hverjum einasta degi, og sjaldan eða aldrei hefur útbreiðsla, stærð og auglýsingamagn blaðsins verið meira en nú. Sterkar líkur benda til þess, að Morgunblaðið sé áhrifameiri fjöl- miðill en útvarp og sjónvarp. Ástæðan er sú, sem sérfræðingar í fjölmiðlun eru sammála um, að betur komist til skila það sem menn lesa svart á hvítu, en það sem þeir sjá (mynd) og heyra (útvarp) í fjöl- miðlum. Saklaust og óháð Morgunblaðinu stjórna dug- miklir menn, sem eru á góðri leið með að telja landslýð trú um að blað þeirra sé hverjum rnanni lífs- nauðsyn, enda sé það tiltölulega saklaust og óháð frétta- og fræðslu- blað. Slagorðið um að Morgun- blaðið sé blað allra landsmanna hefur brennt sig inn í hug furðu margra. Til þess að renna enn betri stoðum undir þessa staðhæfingu hefur Morgunblaðið að undan- förnu birt í sjónvarpi auglýsingar, sem koma eiga mönnum í skilning um að Morgunblaðið sé ómissandi á hverju heimili, og að yfir því sé sá létti og þægilegi blær (eða morgun- andvari) að vart þurfi að óttast að það hafi nokkur skoðanamyndandi áhrif. Þetta er þekkt sálfræðileg að- ferð úr fjölmiðlaheiminum og til þess beitt að hylma yfir hinn eigin- lega tilgang með útgáfu blaðsins, þ.e. að vera purkunarlaust áróðurs- málgagn Sjálfstæðisflokksins. — í einni auglýsingunni er notað hana- gal, og væri vert að athuga hvort haninn galar þrisvar! Þegar sú skoðun er orðin almenn að óhætt sé að lesa Morgunblaðið nær gagnrýnislaust, er hægt að koma áróðrinum á framfæri eins og væri hann hinn eini stóri sannleik- ur. Þetta hefur Morgunblaðinu að mörgu leyti tekist og er óhætt að fullyrða að jafnvægi i eðlilegri skoðanamyndun í landinu er mjög tekið að raskast. Slíkir eru yfirburðir Morgun- blaðsins að þeir sem ekki aðhyllast skoðanir þess eða Sjálfstæðis- flokksins þurfa að grípa til alvar- legra gagnráðstafana til að fletta of- an af hinum eiginlega tilgangi blaðsins, sem hefur brugðið yfir sig huliðshjálmi og tekist að móta það álit, að allt sem í því blaði standi sé satt og rétt. Það er sýnu alvarlegast ef Morg- unblaðinu tekst að telja þjóðinni trú um að Sjálfstæðisflokkurinn beri enga ábyrgð á þeirri óstjórn, sem hefur leitt af forystu flokks- manna hans í ríkisstjórn og á þingi. Sem dæmi um mátt Morgunblaðs- ins má geta þess að því tókst á liðn- um vetri að telja landsmönnum trú um að Sjálfstæðismenn væru hinir eiginlegu stjórnarandstæðingar á Alþingi. Þó er það mat allra kunn- ugra manna að hinn eiginlegi stjórnarandstöðuflokkur var Al- þýðuflokkurinn, enda Sjálfstæðis- flokkurinn í molum og stóð tvístr- aður í þingsölum. En þar sannaðist að blaðið prentar eingöngu þær fréttir, sem koma sér vel fyrir Sjálf- stæðisflokkinn út á við. Morgunblaðið er Alþýðuflokkn- um sérstaklega hættulegt. Það hef- ur um langt árabil rekið þann áróð- ur að Alþýðuflokkurinn lifi ekki sjálfstæðu lífi, heldur þurfi hann að sækja fylgi sitt ýmist til hægri eða vinstri. Blaðið hefur gengið svo langt að hafa uppi barnalegar hót- anir um það, að ef Alþýðufiokkur- inn halli sér of mikið til vinstri, eins og Morgunblaðið orðar það, þá rnuni Mogginn sjá til þess að hann fái ekkert fylgi frá Sjálfstæðis- flokknum. Slíkt tal er auðvitað sið- iaust og engum viti bornurn mönn- um sæmandi. Meðal annars af þessum sökum þurfa Aiþýðu- flokksmenn að vera mjög á varð- bergi gagnvart Morgunblaðinu. Það er ekki hlutverk Alþýðuflokks- ins að vera hækja íhaldsins né nokkurs annars stjórnmálaflokks, heldur sjálfstæður og róttækur sósíaldemókratískur flokkur. Hættan sem að steðjar í þessum orðum felst ekki krafa um það að reynt verði að draga úr völdum Morgunblaðsins með ein- hverjum annarlegum ráðum. í þess- um orðum felst sú krafa, að aðrir stjórnmálaflokkar í landinu geri ráðstafanir til að mæta þeirri hættu, sem þeim stafar af Morgun- blaðinu, sem eðlilegum skoðana- skiptum stafar af Morgunblaðinu og jafnvel lýðræðinu vegna þeirrar einokunar sem blaðinu hefur tekist að skapa með fjármagni stórkaup- manna og fleiri. Menn skyldu aldrei gleyma því að það er núverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins sem er aðaleigandi Morgunblaðsins. Það er orðið fyllilega tímabært að kanna þann möguleika, hvort jafnaðar- og samvinnumenn á Is- landi geti ekki sameinast um blaða- útgáfu. Með því móti yrði unnt að andæfa verulega gegn þeim póli- tísku brotsjóum sem Morgunblaðið kemur af stað og best lýsir sér í þeirri kenningu að Morgunblaðið hafi verið hinn eiginlegi sigurvegari i síðustu sveitarstjórnarkosningum. Tæknilega er ekkert því til fyrir- stöðu að hinir flokkarnir gætu sam- einast um eitt blað sem þegar myndi ná svipaðri útbreiðslu og Morgun blaðið. Það má ekki láta það líðast að einn stjórnmálaflokkur vinni stór- an kosningasigur nær eingöngu fyrir áhrif málgagns síns, stjórn- málaflokkur sem ber ábyrgð á ein- hverri verstu ríkisstjórn sem á ís- landi hefur ríkt, og hafði engan þann málefnalegan tilbúnað er rétt- lætti hið mikla fylgi sem hann hlaut. Þetta er þeim mun umhugs- unarverðara þegar þess er gætt að nær allir aðstandendur næst stærsta blaðs landsins, Dagblaðsins og Vísis, eru Sjálfstæðismenn og að blaðið studdi í leiðurum Sjálfstæð- isflokkinn í síðustu kosningum. Vonandi hafa ofstækisfull skrif Morgunblaðsins síðustu misseri fært almenningi heim sanninn um, að tilgangurinn með útgáfu Morg- unblaðsins er svipaður, ef ekki hinn sami, og lesa má í bók Vilhjálms Finsen, þ.e., að gera stórkaupmenn og fjármálavaldið að ríkjandi afli í þjóðfélaginu. —ÁG— Listahátíð: Samkeppni á sýningu Stjórn Kjarvalsstaða hefur ákveðið að efna til myndlistasýn- ingar á Kjarvalsstöðum á Listahá- tíð í vor, sem nefnist REYKJAVÍK í MYNDLIST. Öllum starfandi myndlistarmönnum er hér með boðið að senda verk á sýninguna, og mun dómnefnd síðan velja úr verkunum. Dómnefndina skipa myndlistarmennirnir Ragna Róbertsdóttir og Eyjólfur Einars- son skipaðir af Sambandi íslenskra myndlistarmanna, og Hulda Val- týsdóttir borgarfulltrúi, skipuð af stjórn Kjarvalsstaða. Verkum á sýninguna þarf að skila til Kjarvalsstaða fyrir 20. apríl nk. ásamt ítarlegum upplýsingum um verkin og höfunda. FÉLAG$STARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Bæjarmálaráðsfundur í Hafnarfirði Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund I Alþýðuhúsinu, Strandgötu I kvöld þriðjudag kl. 20.30. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar.bæjarfyrir 1986. Vænst er þess að allir trúnaðarmenn flokksins mæti. Bæjarfulltrúar. Prófkjör Ákveðið hefur verið að fram fari prófkjör til undir- búnings framboði Alþýðuflokksins við Borgar- stjórnarkosningarnar 1986. Kosið verður um 2 efstu sæti framboðslista Alþýðuflokksins. Hér með er auglýst eftir framboðum vegna ofan- greinds prófkjörs. Kjörgengir eru Aiþýðuflokksmenn búsettir í Reykjavík, 20 ára og el'dri. Frambjóðendur skulu tilgreina í hvaða sæti þeir þjóða sig fram. Fram-- boð skulu send skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverf-' isgötu 8—10, eigi síðar en 21. jan. nk. Skal hvert framboð stutt meðmælendum 20 flokksbundn- um Alþýðufiokksins í Reykjavík. Vakin erathygli áað framboðsfresturertil 21. jan. nk. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavik. Prófkjör í Kópavogi Ákveðið hefur verið að fram fari prófkjör um 5 efstu sætin á lista Alþýðuflokksins í Kópavogi, til bæjar- stjórnar. Kjörgengir eru Alþýðuflokksfélagar búsettir I Kópa- vogi, 20 ára og eldri. Frambjóðendur skulu bjóðasig fram I öll fimm sætin. Framboö skulu hafa borist skrifstofu Alþýðuflokksins í Kópavogi fyrir kl. 20.30 föstudaginn 7. febrúar 1986. Skal hvert framboð stutt 10 meðmælendum, flokks- bundnum í Alþýðuflokksfélögum Kópavogs. Stjórnir Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi. Kennslustörf í Ghana Þróunaraðstoð — menningarsamskipti AFS lönd í Evrópu (EFIL) hafatekiö aö sér aö útvega 25 kennara til starfa í GHANA skólaárið 1986—1987 í samvinnu við AFS International/lntercultural Programs og AFS í Ghana. AFS á íslandi stefnir aö því aö gefa tveim íslenskum kennurum kost á aö taka þátt í þessu starfi skólaárið 1986—87. Tveir íslenskir kennarar eru nú starfandi í Ghanaávegum AFS á íslandi meö stuön- ingi Menntamálaráðuneytisins og Þróun- arsamvinnustofnunar íslands. Einkum vantar kennara til kennslu í raun- greinum s.s. stæröfr. efnafr. eðlisfr. og á sviöi jarö- og búfjárræktar (agricultural science). Væntanlegir kennarar starfa á framhaldsskólastigi, (þ.e. viö mennta- skóla, landbúnaðarskóla og kennara- þjálfunarskóla) aldur nemenda er 12—25 ára. Eingöngu koma til greina einhleypir kennarar eöa barnlaus hjón sem bæöi kenna. Umsækjendur þurfaað uppfyllaeftirtalin skilyrði: • Aldurslágmark 25 ára • Minnst 3 ára kennslureynsla • Góð enskukunnátta Umsóknareyðublöð og frekari upplýsing- ar fást á skrifstofu AFS milli kl. 15—17 virka daga, eöa í síma 25450. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 7. febrúar. HVERFISGATA 39 P. O. BOX 753 IS - 121 reVkjavIk - alþjóðleg fræðsla og samskipti -

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.