Alþýðublaðið - 21.01.1986, Page 4

Alþýðublaðið - 21.01.1986, Page 4
alþýðu- Þriðjudagur 21. janúar 1986 Alþýöublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdótlir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúia 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 81866 „Og þanitig komst hjartans barn mitt í hendurnar ákaupmönnunumí Reykjavík“ Af gefnu tilefni um uppruna Morgunblaösins, vald þess og áhrif Fyrir fáum árum birtist í Alþýðublaðinu grein um Morgunblaðið, uppruna þess og áhrif. Grein þessi var birt i tilefni áhrifa blaðsins á úrslit síðustu sveitarstjórn- arkosninga og vegna skrifa þess um opinbera blaða- styrki. — Morgunblaðið hefur enn á ný byrjað gamla sönginn um blaðastyrkina, sem það vill að verði felldir niður. — Þótt margt í þessari grein eigi við atburði liðins tíma á hún enn fullt erindi í þá umræðu, sem enn er hafin: í bók sinni „Alltaf á heimleið" segir Vilhjálmur Finsen frá því, er hann stofnar Morgunblaðið ásamt Ólafi Björnssyni. Hann greinir einnig frá því, er kaupmannavaldið i Reykjavík neyðir hann til að selja sér blaðið. í upphafi þessarar frá- sagnar segir hann orðrétt: „Morg- unblaðinu var í minni tíð aldrei ætl- að að vera stjórnmálablað". Kaflinn um Morgunblaðið í bók Vilhjálms er mjög fróðlegur fyrir alla þá, sem vilja kynna sér ætt og uppruna Morgunblaðsins. Þar segir orðrétt: „Áður en hann fór að heim- an, kvaðst hann hafa selt ísafold félagi kaupmanna og annarra í Reykjavík. (Það er Ólafur Björns- son, sem greinir Vilhjálmi Finsen frá þessu, er hann heimsækir hann til Kaupmannahafnar, innskot höf.). . . .„Ólafur tjáði mér, að í félaginu væru flestir kaupmenn, sem kvæði að í Reykjavík, og þann- ig mestu auglýsendurnir. Þeir byðu svo og svo mikið í blaðið (Morgun- biaðið), þeir væru búnir að kaupa ísafold og ætluðu að stofna dag- blað með Morgunblaðssniði, ef ég vildi ekki selja, og gefa þannig út bæði dagblað og vikublað. Bæði blöðin áttu að vera pólitísk". Og Vilhjálmur heldur áfram: „Við Ólafur áttum báðir að vera rit- stjórar, Ólafur pólitískur ritstjóri og ábyrgðarmaður og ég frétta- stjóri og auglýsingastjóri. Ekkert var talað um hvaða kaup ég skyldi fá. Þetta virtist eiginlega allt fyrir fram ákveðið, enda þótt „grósser- anir“ heima í Reykjavík vissu ekki, hvort ég vildi selja blaðið eða ekki“. Þá greinir Vilhjálmur frá því, að Jes Zimsen, stórkaupmaður, hafi í umboði kaupenda á íslandi símað til Kaupmannahafnar, að vildi Finsen ekki selja fyrir það verð, sem boðið hefði verið, væru kaupmenn- irnir staðráðnir í að stofna annað dagblað. Síðan segi Vilhjálmur: „Mér fór ekki að lítast á blikuna. Ef margir kaupmenn í Reykjavík væru í þessu nýja félagi, yrði erfitt fyrir mig að fá auglýsendur fyrir blaðið. Ég átti ekki neitt, og ég komst að þeirri niðurstöðu, að þetta gæti orðið mér að falli. Ekki hvarflaði þó að mér, að dagblað kaupmanna gæti orðið betra en það blað, sem ég gæfi út, en auglýsingar kaupmanna væru mér þó nauðsynlegar. Auðvit- að myndu kaupmennirnir heldur auglýsa í sínu eigin blaði. Ég ráð- færði mig gaumgæfilega við konu mína, og okkur kom saman um, að líklega væri hyggilegast að selja blaðið. Og þannig komst hjartans barn mitt í hendur á kaupmönnun- um í Reykjavík. Ég var eins og hala- klipptur hundur, þegar búið var að ganga formlega frá þessu“. „Nokkrum dögum seinna kom greiöslan fyrir hlaöið. Hún kom í sterlingspundum, og var þaó brezki fiskkaupmaöurinn George Cope- land, sem greiddi beint frá London. Hinn 1. júlí tók hið nýstofnaöa félag við blaðinu. Félagið hlaut nafnið „Árvakur“, og á það Morg- unblaðið ennþá". í lok kaflans um Morgunblaðið varpar Vilhjálmur fram þeirri spurningu hverjir það hafi verið, sem blöðin keyptu. Og hann svarar sjálfur: „Það kom í Ijós, að það voru ekki nema örfáir kaupmenn i Reykjavík, sem voru hluthafar í út- gáfufélaginu, og meðal þeirra er- lendu kaupmennirnir George Copeland, Carl Olsen, John Fneg- er, Jensen—Bjerg. Ennfremur voru hluthafar þeir Th. Thorsteinsson, Jes Zimsen, Johnson & Kaaber, Hallgrímur Benediktsson, Magnús Einarsson, dýralæknir, og einhverj- ir fleiri „smákarlar". Hafa orðið breytingar Þessi saga er hér rakin af gefnu tilefni. „Árvakur“ gefur ennþá út Morgunblaðið, og innan þess félags eru hagsmunir kaupmanna yfir- gnæfandi. Þeir keyptu Morgun- blaðið af Vilhjálmi Finsen til að gera það að pólitísku málgagni þeirra pólitísku afla, er vildu halda hlut sínum í íslenskri verslun og völdum í fjármálalífi þjóðarinnar. Engar breytingar hafa orðið á þess- ari stefnu. Og enn eru það auglýs- ingar kaupmanna og fasteignasala, sem eru stærsti tekjuliður Morgun- blaðsins, og hafa gert blaðið að því stórveldi, sem það er í dag. Hags- munir eigendanna eru nákvæmlega þeir sömu og er þeir keyptu það af Vilhjálmi Finsen. „Blað allra lands- manna“ er fyrst og fremst málpípa fyrrnefndra afla. Á það skal bent, að hagur Morg- unblaðsins hefur aldrei verið með meiri blóma en einmitt nú. Fréttir bárust af því, að auglýsingatekjur blaðsins hafi verið meiri fyrrihluta þessa árs en nokkru sinni fyrr. Þetta kemur heim og saman við skýrslu Þjóðhagsstofnunar, sem gefin var út 22. júní síðast Iiðinn. Þar segir orðrétt: „Samkvæmt tölum um heildarveltu eftir söluskattsfram- tölum virðist verslunarvelta hafa verið um 75% meiri í krónum á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra“. Aukinn hagnaður Morgunblaðsins er því engin tilvilj-. un. Það eru hins vegar grátbrosleg örlög Alþýðubandalags og Fram- sóknar að láta hluta Sjálfstæðis- flokksins leiða sig eins og blinda kettlinga inn í ríkisstjórn, sem með stjórnleysi á efnahagsmálum leiðir Morgunblaðið og þar með Sjálf- stæðisflokkinn til meiri áhrifa en hann hefur haft um árabil. Það kemur fram í bók Vilhjálms Finsen, að það var m.a. hið erlenda kaupmannavald, sem keypti Morg- unblaðið. Þetta gerðu kaupmenn- irnir til að tryggja aðstöðu sína hér á Iandi. Það skyldi þó ekki vera, að þetta kaupmannavald, sem hefur ennþá umtalsverða hagsmuni af ítökum í íslenskri verslun, hafi talið sig missa spón úr aski sínum við undirritun viðskiptasamnings ís- lendinga og Sovétmanna. Þess vegna hafi Morgunblaðið verið knúið til hinna öfgafullu skrifa sinna um þennan samning, en ekki vegna umhyggju fyrir íslenskri þjóð eða Helsinki—sáttmála. í framangreindum tilvitnunum í bók Vilhjálms Finsen kemur m.a. fram, að Morgunblaðið var keypt af honum fyrir sterlingspund, sem komu beint frá London af ávísana- reikningi fiskkaupmannsins George Copeland. Blaðið var sem- sagt keypt fyrir erlenda fjármuni. Muna lesendur eftir því hvernig Morgunblaðið lét, þegar Benedikt Gröndal, þáverandi formaður Al- þýðuflokksins skýrði frá því, að Al- þýðuflokkurinn hefði fengið nokk- urn fjárhagsstuðning frá skoðana- bræðrum á hinum Norðurlöndun- um. Morgunblaðið taldi það nánast landráð að Alþýðuflokkurinn skyldi þiggja þetta „kratagull". Morgunblaðið spratt upp af slíku gulli (þó ekki frá krötum). Og enn þann dag í dag fær það greitt er- lendis frá í formi endurgreiðslu á auglýsingareikningum fyrirtækja, sem hafa umboð fyrir erlend stór- fyrirtæki, er greiða kostnað við auglýsingar á framleiðslu sinni hér á landi. „Blaú allra landsmanna“ Hinn gagnmerki stjórnmála- maður Ólafur Thors, sem um ára- tuga skeið var einn voldugasti for- ystumaður Sjálfstæðisflokksins, og þekkti innviði hans betur en flestir aðrir menn, sagði eitt sinn, að gengi Sjálfstæðisflokksins yrði ávallt í réttu hlutfalli við gengi Morgun- blaðsins. Fáir munu draga í efa að mikill sannleikur er fólginn í þess- um orðum. Sjaldan eða aldrei hefur útbreiðsla og áhrif Morgunblaðsins verið eins mikil og nú. Fyrir nokkru var sagt í forystu- grein Alþýðublaðsins að Morgun- blaðinu hefði tekist fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar að leiða hugi íslendinga frá þeirri stað- reynd, að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ábyrgð á núverandi ríkis- stjórn. Svo vel tókst sá skollaleikur Morgunblaðsins, að Sjálfstæðis- flokkurinn vann umtalsverðan kosningasigur, sem er í fullkominni þversögn við þá ábyrgð, sem hann ber á núverandi ríkisstjórn. Hinn pólitíski geðklofi Sjálfstæðis- flokksins felst meðal annars í því, að núverandi forsætisráðherra, sem er að stýra þjóðarskútunni upp á ægisand hruns og kreppu, gekk til liðs við núverandi borgarstjóra í Reykjavík. Þá var einn helsti lífgjafi ríkisstjórnarinnar gerður að forseta borgarstjórnar. Ýmsir hafa sagt, að hinn eiginlegi sigurvegari í síðustu sveitarstjórn- arkosningum hafi verið Morgun- blaðið. (Dagblaðið hjálpaði dulítið til, enda fór hinn frjálsi og óháði ritstjóri þess til útlanda með sam- viskuna í töskunni, og lét ritstjórn og leiðaraskrif eftir fyrrverandi þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins.). — Bent hefur verið á, að nokkrum dögum fyrir kosningar hafi allt að því helmingur kjósenda á landinu ekki verið búinn að gera upp hug sinn til stjórnmálaflokkanna, enda gætti mikils pólitísks leiða meðal almennings. í Reykjavík var nánast ekki um neinn málefnalegan ágreining að ræða, nema ef vera skyldi um það, hvort þáverandi meirihluti ætlaði að troða Reykvík- ingum ofan í gjár og gjótur á Rauðavatnssvæðinu eða ekki. Framh. á bls. 3 Molar Fylgisaukning í augsýn? Davíð Oddsson, borgarstjóri, fór á kostum í sjónvarpinu á miðviku- dagskvöldið og tætti af sér brand- arana. Það verður ekki af mann- inum skafið, hvaða álit sem menn annars kunna að hafa á stjórn- málaskoðunum hans eða stjórn- unaraðferðum, að hann er með allra orðheppnustu mönnum og fljótur að koma auga á þau tilsvör sem líkleg eru til að erta hlátur- kirtlana. Ekki varð heldur annað heyrt en borgarstjóri Reykvíkinga sé söngmaður ágætur og auk heldur skáldmæltur í betra lagi. Menn minnast þess kannski að Davíð þótti á sínum tíma búa yfir ágæt- um leikhæfileikum og þegar hann var í menntaskóla, lék hann aðal- hlutverkið í Bubba kóng, sem Herranótt sýndi. Borgarstjórinn í Reykjavík á þannig fleira sameiginlegt með forseta Bandaríkjanna, en það eitt að vera hægri sinnaður í skoð- unum. Nú er að vísu skylt að taka fram, að það mun almennt vera mál manna, að Davíð hafi verið mun betri leikari en Ronald. í herbúðum pólitískra and- stæðinga borgarstjórans, velta menn nú því sem ákafast fyrir sér hvort framkoma Davíðs „Á líð- andi stund“ muni verða til þess að auka vinsældir hans sem stjórn- málamanns upp úr öllu valdi með þeim afleiðingum að fylgi Sjálf- stæðisflokksins í Borgarstjórnar- kosningunum vaxi að sama skapi, eða hvort það hafi kannski al- mennt runnið upp fyrir kjósend- um að maðurinn á hvergi annars staðar heima en í leikhúsinu sem þá gæti þýtt að kjósendur legðu sitt af mörkum til að koma hon- um á rétta hillu með því að fella núverandi meirihluta í kosning- unum. Kófsveittir blaðamenn Sænskir blaðamenn fengu á dög- unum verk að vinna sem aldeilis kom út á þeim svitanum. Þar í landi er nefnilega fjárlagafrum- varpið sent til fjölmiðla nokkru áður en það er lagt fram í trausti þess að ekkert verði birt úr því fyrr en á ákveðnum degi. Þetta er gert til þess að blaða- mönnum gefist kostur á því að setja sig inn í helstu atriði frum- varpsins og undirbúa vandaða umfjöllun. Birtingarbannið er að sjálfsögðu undantekningarlaust virt, enda er þetta fyrirkomulag öllum til hagsbóta og mættu ís- lensk stjórnvöld gjarna taka sér það til fyrirmyndar. Að þessu sinni brá hins vegar svo við að á flokksblaði jafnaðar- manna „Aktuellt í politiken" urðu þau mistök að umfjöllunin um frumvarpið birtist tveimur dögum of snemma. í fjármálaráðuneytinu var haldinn fundur æðstu manna í skyndi og þar var ákveðið að leyfa tafarlausa birtingu frumvarpsins, enda varla um annað að gera úr því sem komið var. Þetta varð til þess að á flestum blöðum þurfti að kalla út mann- skap í skyndi til að vinna fréttir úr fjárlagafrumvarpinu, en þá var tímapressan orðin gífurleg og segja heimildir okkar að margur þrautþjálfaður blaðamaðurinn hafi svitnað töluvert af taugaæs- ingi einum saman þetta kvöld. Sömu heimildir halda því líka fram að ritstjóri Aktuellt i poli- tiken muni sennilega ekki fá fjár- lagafrumvarpið sent næsta ár. • Albert fékk undanþágu Flugstjórar eru í yfirvinnubanni þessa dagana svo sem kunnugt er af fréttum. Ástæðan er deila þeirra við Pétur Einarsson, flug- málastjóra. Pétur er framsóknar- maður mikill og sögðu skæðar tungur á sínum tíma að fram- sóknarmennskan hefði verið met- in mest af verðleikum hans, þegar embættið var veitt. MOLAR hafa einnig heyrt á skotspónum að þeir menn sem Pétur skipaði í stöður á dögunum, og öll óánægjan stafar af, muni einnig hafa til að bera þennan sama verðleika. Óánægja fíugum- ferðastjóranna mun þar með beinast að stórum hluta að fram- sóknarmennskunni. Þetta skýrir kannski hve auð- velt var að fá undanþágu frá yfir- vinnubanninu, þegar Albert Guð- mundsson, iðnaðarráðherra, brá sér til Akureyrar í embættiserind- um um daginn. Við biðum hins vegar í spenningi eftir því hvað kunni að gerast þegar einhver framsóknarráðherranna ætlar að bregða sér bæjarleið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.